blaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 2
2 I ÍNNLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 blaöið blaöið__________ Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 • www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 51Q 3744 netfang: auglysingar@bladid.net BlalMrikki Samdráttur á fasteigna- markaði Um 25,8% samdráttur varð á fast- eignamarkaði á höfuðborgarsvæð- inu í nýliðnum janúarmánuði sam- kvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins. Alls voru um 516 kaup- samningum þinglýst við embætti sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu í janúar en á sama tíma í fyrra voru samningarnir 695 talsins. Þegar janúar 2006 er borinn saman við desember 2005 nemur samdráttur í fjölda kaupsamninga 17% og samdráttur í veltu 17,9%. Heildarupphæð veltu í janúar nam 14,7 milljörðum og var meðalupp- hæð á hvern kaupsamning 28,6 millj- ónir króna. Mest voru viðskipti með eignir í fjölbýli upp á 7,8 milljarða. Þá komu eignir í sérbýli upp á alls 3,1 milljarð og loks viðskipti með aðrar eignir upp á 3,8 milljarða. Engin hagsmunagæsla í Reykjavík Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, blœs á gagnrýni. FormaðurNeytendasam- takanna lýsiryfir efasemdum um sanngirni lóðaúthlutana á höfuðborgarsvœðinu. Kjörnir fulltrúar í bæjar- og borgar- stjórnum þurfa að taka mið af hags- munum neytenda þegar kemur að lóðaúthlutunum til fyrirtækja segir Jóhannes Gunnarsson, formaður neytendasamtakanna. Bæði borgar- stjórinn í Reykjavík og oddviti Sjálf- stæðisflokksins í borgarráði segja hagsmunagæslu ekki vera til staðar innan borgarkerfisins. Aðgangur hindraður I pistli sem birtist á heimasíðu Neyt- endasamtakanna gefur Jóhannes Gunnarsson það í skyn að erlend fyrirtæki eigi undir högg að sækja þegar kemur að lóðaúthlutunum á höfuðborgarsvæðinu. Hann telur að við úthlutanir sé fyrir hendi ákveðið tregðulögmál sem hindri aðgang þeirra að mörkuðum hér á landi. Aðspurður hvort að hann teldi stjórnmálamenn hygla sumum fyrir- tækjum í samkeppni við önnur sagð- ist Jóhannes vona að svo væri ekki. „Ég vona að sjálfsögðu að kjörnir fulltrúar i bæjar-og borgarstjórnum Steinunn Valdís Óskarsdóttir taki mið af hagsmunum almennings eins og þeim ber. Það er þeirra hlut- verk að ýta undir aukna samkeppni. En vissulega kvörtuðu fulltrúar Irv- ing Oil á sínum tíma yfir því að það BlaÖiö/SteinarHugi gengi illa og framan af gekk Atlants- oliu einnig illa að fá lóðir í Reykjavík. Þannig að stundum hefur maður á tilfinningunni að það séu ákveðin tregðulögmál í gildi.“ Tekur gagnrýni ekki til sín Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, seg- ist ekki taka gagnrýni Jóhannesar til sín. „Ég lít faglega á hvert mál og met það og ígrunda eins og ég geri gagnvart öðrum innlendum fyrir- tækjum þegar er verið að úthluta svona lóðum. Ég hef hagsmuni borg- arinnar að leiðarljósi. Allt sem getur aukið samkeppni og lækkað vöru- verð er af hinu góða.“ í sama streng tekur Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri. „Ég vil leyfa mér að fullyrða að sér- stök hagsmunagæsla sé ekki til staðar í Reykjavík. í gagnrýni sinni er Jóhannes að vísa til nágranna- sveitarfélaga í tengslum við þetta Bauhaus mál. Það mál er hins vegar í öruggum höndum hjá okkur og við höfum bara tekið vel í þetta. Ég hef lýst því yfir að ég sé reiðubúin að fara í þetta mál. Það er í skipulags- ferli inni í skipulagsráði og kemur væntanlega til borgarráðs." Lítið mælist af eiturefn- um í íslensku sjávarfangi Ný skýrsla Rannsóknarstofnunarfiskiðnaðarins sýnirfram á að íslendingar séu vel staddirþegar kemur að eiturefnum ífiski. Ný skýrsla Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins um óæskileg efni í íslensku sjávarfangi var kynnt í gær. Það voru þau Einar. K Guðfinn- son, sjávarútvegsráðherra og Ásta Margrét Ámundsdóttir verkefnis- stjóri hjá RF sem kynntu niðurstöð- urnar. Samkvæmt skýrslunni eru óæskileg efni í íslensku sjávarfangi langt undir hættumörkum. Margra ára verkefni Verkefnið hófst að frumkvæði www.hanspetersen.is 3,5” skjár sá stærsti 28-420mm S AMSUNGPro815 • 8,0 milljón punkta upplausn, D-SLR • SCHNBDER þýsk hágaaöalinsa, með Ijósopi F2.2-F4.6 • 15x optlskur aðdráttur (28-420mm) • 3,5' LCD 230.000 punkta litaskjár og minni upplýsingaskjár • Alsjálfvirk - Hraði: 1/4000 - Manual fókus (Professional) • Video m/hljóði eins og minnlskort leyfir •64 MB CFminniskortog1900mAhLi-ionhleðslusett fylgir, allt að 500 myridir áhleðáH • PictBridge samskiptastaðall • Fullt verð kr. 79.900,- linsa Tilboð kr 69.900, Austurver BankastnsU Krtngtan 178 ráðuneytisins og mun því verða haldið áfram á næstu árum. Nið- urstöðurnar í skýrslunni eru fyrir árið 2004 og sýna þær að ætilegur hluti fisks sem veiddur er á ísland- smiðum inniheldur mjög lítið magn af díoxíni, díoxínlíkum PCB efnum og þeim varnarefnum sem mæd voru í rannsókninni. Af þeim varn- arefnum sem mæld voru má nefna skordýraeitur og plöntueitur. Einnig eru svokölluð bendi-PCB efni langt undir þeim hámarksgildum sem í gildi er í viðskiptalöndum okkar. Sömu sögu er að segja af kvikasilfri, en samkvæmt rannsókninni mælist kvikasilfur í versta falli í magni sem nemur einum tíunda þess hámarks sem leyfilegt er að mælist sam- kvæmt reglum Evrópusambandsins. Mikilvægt að hafa hald- góð gögn til taks Forsvarsmenn rannsóknarinnar segja gagnaöflun af þessu tagi vera mjög mikilvæga í ljósi tíðra frétta um aðskotaefni í matvælum. I til- Blalll/lngó (slenskt sjávarfang kemur vel út f nýrri rannsókn og reynist innihalda lítið magn eiturefna kynningu frá sjávarútvegsráðuneyt- inu segir að mikilvægt sé að (slenski stjórnvöld geti brugðist hratt og fum- laust við slíkum fréttum svo koma megi í veg fyrir tjón sem af slíkri umræðu geti hlotist. Það verði best gert með því að hafa haldgóð gögn á borð við þessa skýrslu til taks sem sýna fram á magn þessara efna í sjáv- arfangi hér við land. Áfram í gæslu- varðhaldi mbl.is | Hæstiréttir staðfesti í gærúrskurðHér: ðsdómsReykja- ness um að kon |á þrítugsaldri sitji gæsluvarðh ldi fram til 17. febrúar næstkc nandi. Konan var handtekin asamt unnusta sínum á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku með um 3,5 kíló af amfetamíni, en götuverðmæti þess er áætlað 30 til 60 milljónir króna. Hæstiréttur telur að rök- studdur grunur leiki um að konan hafi brotið gegn ákvæði hegningarlaga. Ef konan verður fundin sek um brotið gæti hún átt yfir höfði sér allt að 12 ára fangelsi. m Varað við söfnur Öryrkjabandalag íslands sendi í gær frá sér yfirlýsingu um að engin söfnun sé í gangi hjá félag- inu og hafi ekki verið að undan- förnu. Ástæðan er að bandalagið hefur haft spurnir af „aðila sem er að ganga í hús og segjast vera að safna fyrir ÖBÍ“ eins og segir í yfirlýsingunni. Fólk er beðið um að hafa varann á og sinna ekki slíkri beiðni. O Helðskírt (3 Létlskýjaö ^ Skýjað ^ Alskýjað .. Rlgnlng, litilsháttar ///, Rlgnlng 5 ? Súld 4: Snjókoma * 'T' Snjókoma r^-7 Slydda v—7 Snjóél r-7 * V V V Skúr Amsterdam Barcelona Berlín Chlcago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal NewYork Orlando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Dublin Glasgow 05 10 01 -01 01 02 -08 01 05 11 12 -15 -01 05 0 04 -03 07 01 15 05 04 /// /// /// r // / /// /// // / /// K// // / /// /// // / /// ,/// /// /// /// /// /// /// o/ // /// 6° Á morgun '/// /// Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands /'/, /'', 4° /// /// ° /// /// 6°

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.