blaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 blaöiö GayBall HINSEGIN BÍÓDAGAR 4 I INWLENDAR FRÉTTIR Kristinn segir að ESB-aðild myndi torvelda útrásina Kristni H. Gunnarssyni hugnast ekki spáformanns síns um að ísland verði í ESB 2015. SA ósammála ráðherra um Evrópuumrœðuna Sint*el 1 ' ^ Grísai/eisla íeinum qrænum Fulleldaðir og tilbúnlr MulgCÍS á pönnuna eða í ofninn ! - Livt.rti nwO llti'lli h/nrholn Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokksins gefur lítið fyrir spá formanns síns, Halldórs Ásgrímssonar um að ísland verði komið í Evrópusambandið árið 2015. „Ég er nú ekki sammála þessum spá- dómi. Mér finnst hverfandi líkur á þvi að Islendingar hugsi um aðild að ESB þar sem okkur hefur vegnað mjög vel síðustu árin utan sam- bandsins, bæði í samstarfi við þá og við aðrar þjóðir. Ég sé því ekki ávinn- inginn sem við værum að sækja með inngöngunni. Mér sýnist þvert á móti að inngangan myndi torvelda okkur að sækja fram annars staðar. Islensk fyrirtæki hafa náð feiknar- lega góðum árangri í útrás sinni til Evrópulanda. Það er ekki að sjá að sú staðreynd að við séum utan ESB torveldi þeim eitthvað þá útrás. Þannig að maður spyr þá einfald- iega, til hvers? Það er alltaf fyrsta spurningin.“ Ákveðnir þættir hafa áhrif áafstöðuna „Við tökum í sjálfu sér enga sérstaka afstöðu til þessara orða. Þetta er auð- vitað bara spá, byggð á ákveðnum líkum,“ segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins. Hann segist halda að með spá þessari gangi Hall- dór út frá því að ákveðnar brey tingar muni verða sem muni leiða Islend- inga að annari niðurstöðu en þeir Solla stirða til- nefnd til Emmy Latibær og íbúar hans halda áfram að gera garðinn frægan. Julianna Rose Mauriello, banda- ríska stúlkan sem leikur Sollu stirðu í þáttunum hefur verið tilnefnd til Emmy verðlaunanna íyrir framúrskarandi frammi- stöðu í barnaþáttum. Þar keppir hún við aðalleikara í mörgum vinsælustu barnaþáttum vestan hafs, til að mynda við leikarann sem talar fyrir brúðuna Elmo í Sesame street. Úrslitin verða til- kynnt á hátíðinni sem fram fer í Los Angeles þann 28. apríl nk. Virkjum velferðina - í þágu allra - til að auka jöfnuð í Reykjavík - til að fólk geti búið við öryggi - til að samfélagið njóti góðs af 3JORK í 3.-4. sæti www.bjorkv.is Kosningaskrifstofa á Skólavörðuholtinu Lokastíg 28, sfmi 551 2859, bjork@reykjavik.is, opiö kl. 15-19. Opið prófkjör Samfylkingarinnar og óháðra 11.-12. febrúar 2006. Kristinn H. Gunnarsson í þingsal hafi hingað til komist að. „Maður sér þá fyrir sér að þessar breytingar séu helst þær að Norðmenn ákveði annars vegar að ganga í ESB og hins vegar að okkar helstu viðskiptalönd, Bretar og Danir muni taka upp evr- una. Þetta eru þættir í umhverfinu sem munu hafa mjög mikil áhrif á afstöðu okkar til aðildar." ESB ítrekað til umræðu Það vakti athygli í ræðu Halldórs á þriðjudag þegar hann sagðist undr- ast hve umræða innan atvinnulífs- ins um Evrópumálin hefði verið lítil. Hannes tekur ekki undir þetta. „Þetta hefur ítrekað verið til umfjöllunar innan samtakanna í málefnastarfi um Evrópumál og alþjóðamál.“ Hann segir umræðu um Evrópu- málin ávallt ávallt fara fram. „Um- ræðan um Evrópumálin sem slík er stöðug vegna tengsla okkar við sambandið. Við erum þátttakendur í ýmsum stofnunum sem tengjast að- ild okkar að EES og við rekum skrif- stofu í Brussel þar sem við erum með mann í fullu starfi. Það má því segja að þetta starf okkar tengi okkur mjög mikið við umræðuna þó að það snúist ekki um það hvort að við ættum að gerast aðilar að ESB.“ Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, hrósaöi ungmennum á Aiþingi f gær. Lýsti þungum áhyggjum af aukinni vimuefnaneyslu Ríkisstjórnin þarf að taka sig verulega á í fornvarnarmálum ef ekki á að stefna í ógöngur að mati Margrétar Frímannsdóttur, alþingismanns. Þetta kom fram í utandagskráumræðu á Alþingi í gær um aðgerðir gegn fíkniefna- neyslu. Heilbrigðisráðherra telur öflugt forvarnarstarf vera fyrir hendi í landinu. Áfengisneysla eykst l máli Margrétar kom fram að vímu- efnaneysla hér á landi færi vaxandi og þörf væri verulegu átaki í for- varnarmálum til að stöðva þessa þróun. Þá taldi Margrét ennfremur þörf á frekari samhæfingu og sam- vinnu milli þeirra sem vinna að forvarnarmálu. Kolbrún Halldórsdóttir benti á að áfengisneysla hefði aukist um 40% á síðustu tíu árum og standi núna í 6,4 lítrum af vinanda á hvern íbúa 15 ára og eldri. „Heilbrigðisáætlun gerði ekki ráð fyrir því að þetta mundi gerast. Þvert á móti árið 2010 þá ætluðum við að vera komin niður í 5 lítra á hvern íbúa 15 ára og eldri. Þannig að það er eitthvað sem ekki er að ganga upp í þeim aðferðum sem við erum að nota.“ Þá kallaði Kolbrún eftir fag- legri vinnu og meiri rannsókum og samræmingu i meðferðar- og forvarnarmálum. Hrósaði ungmennum I svari Jóns Kristjánssonar, heil- brigðisráðherra, kom fram að fyrir hendi væri öflugt forvarnarstarf í landinu. Þá benti ráðherra á að sam- kvæmt könnun á fíkniefnaneyslu 10. bekkinga hefði dregið úr notkun á hassi á síðastliðnum 10 árum. Árið 1995 höfðu 10% 10. bekkinga prófað hass. Árið 1998 voru þeir 17% en í könnun sem gerð var á síðasta ári viðurkenndu 9% 10. bekkinga að hafa prófað hass. „Þetta þykja mér ánægjulegar niðurstöður og vill sér- staklega hrósa ungmennum þessa lands sem ég vil meina að þetta sé fyrst og fremst þeirra árangur,“ sagði ráðherra.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.