blaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 14
blaði Útgáfufélag: Árogdagurehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. SPÁDÓMUR FORSÆTISRÁÐHERRA alldór Ásgrímsson forsætisráðherra fór nærri því að varpa sprengju inn í íslenska þjóðmálaumræðu og stjórnmálalíf er hann opinberaði þann spádóm sinn á miðvikudag að fslendingar myndu bætast í hóp aðildarþjóða Evrópusambandsins (ESB) fyrir árið 2015. fræðusinniáViðskiptaþingÍ20o6-fsland20i5sagðiforsætisráðherram.a: „Ég spái því reyndar að við verðum orðnir aðilar að Evrópusambandinu árið 2015. Ég tel að það sem verði einkum ráðandi í umræðu um það á næstunni sé framtíð og stærð evrópska myntbandalagsins. Ákvarðanir Dana, Svía og Breta hafa þar veruleg áhrif. Það eru hins vegar engar pólitískar forsendur fyrir ákvörðun nú af okkar hálfu. Til þess er umræðan ekki nægilega þroskuð. Forsenda þess að málið þroskist betur er að atvinnulifið láti það til sín taka með mun virkari hætti. Ég hef alltaf undrast litla umræðu atvinnulífsins um Evrópumálin. Launþegahreyfingin hefur einhverra hluta vegna staðið fyrir meiri umræðu. Hvað veldur veit ég ekki.“ Sumt vekur nokkra furðu þegar þessi kafli í ræðu Halldórs Ásgrímssonar er lesinn. Fullyrðingar um að „umræðan” sé ekki“ nægilega þroskuð” eru sannast sagna heldur klisjukenndar og þær má auðveldlega draga í efa. Á íslandi hefur farið fram lífleg umræða um kosti og galla Evrópusambandsaðildar á undanliðnum árum og helstu sjónarmið og röksemdir liggja fyrir. Þá vekur athygli sú yfirlýsing fað lítil umræða hafi farið fram um málið á vettvangi atvinnulífsins. Er það svo? Spádómur Halldórs Ásgrímssonar á eftir að hafa veruleg áhrif á stjórnmálaumræðuna á íslandi á næstunni. Fullyrða má að enn á ný hefjist deilur um hvort og þá í hvaða formi undanþága geti fengist frá hinni sameiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB. Um það efni gildir, að efast má um að það hafi nokkurn tilgang að leggja fyrir íslendinga í atkvæðagreiðslu þá spurningu hvort ganga beri í ESB leiki vafi á þvi að þjóðin haldi yfirráðum yfir fiskimiðunum. Ef og þegar að því kemur að slíkspurningverðurborinuppverðaþaðsjávarútvegsmálin.semmestum deilum munu valda. Sú umræða mun á köflum verða ofsafengin. Spádómur forsætisráðherra kann einnig að vera mikilvægur í ljósi þess að þingkosningar fara fram hér á landi á næsta ári. Einhverjir hafa þegar ályktað að hann hafi beint orðum sinum til Samfylkingar. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingan Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: (slandspóstur. Stefán Jóhann Stefánsson varaborgarfulltrúi og hagfræðingur www.stefanjohann.is Auglýsingar blaöiö— Velferð Jafnrétti Lífsgæði Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík 11. og 12. febrúar. Veljum Stefán Jóhann í þriðja sætið 14 I ÁLIT FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 blaöió Halldór Ásgrímsson, ekki meir, ekki meir! Það er hálf dapurlegt hlutskipti að vera Framsóknarmaður þessa dag- ana og mörgum er svo farið að eiga erfitt með að lofa flokknum holl- ustu í næstu kosningum. Algjört fylgishrun flokksins er engum neitt undrunarefni og hvert mannsbarn veit af hverju það stafar. Ástæðan er formaðurinn. Ekki svo að skilja að ég telji Halldór Ás- grimsson vondan mann. Fjarri því. Hann er bara á rangri hillu að vera í pólitík. Og meira en það. Hann er líka í röngum flokki og hefur alltaf verið. Pólitískir undanvillingar Og enginn skyldi halda að það sé eitthvert einsdæmi í stjórnmálasög- unni að pólitískir undanvillingar lendi í forystu flokka. Frægasta dæmið í seinni tíð er líklega þegar alræmdur framsóknarmaður lagði undir sig Alþýðubandalagið og einn okkar snjöllu sósíalista orti þá: Út’í snjónum flokkur frýs fána sviptur rauðum Ólafur Ragnar Grímsson gríss gekk að honum dauðum. (Orðið undanvillingur er hér ekki notað þeim Halldóri og Ólafi til hnjóðs heldur í fornri og eiginlegri merkingu þess orðs um þann sem villst hefur frá uppruna slnum. Orðið var t.d. notað um lömb og selkópa sem villtust frá mæðrum sínum! Samhljómur flokks og formanns Halldór er kominn heldur nær því að murka lífið úr Framsóknar- flokknum en Ólafur var nokkru sinni gagnvart Alþýðubandalaginu. Ástæðan er fyrst og fremst sú að skoðanir forsætisráðherra og lífssýn á litla samleið með þeim hóp sem hefur til þessa talið sig til framsókn- armanna. Reyndar held ég að lífssýn Viðhorf Bjarni Harðarson Halldórs eigi heldur ekkert mikinn samhljóm með þjóðinni, ef frá er talinn heittrúaður Evrópuarmur Samfylkingarinnar. Og Halldór er líka einn seinheppn- asti stjórnmálamaður vorra tíma. Síðustu atburðir eru mjög gott dæmi um það. Rétt eftir að Gallup birtir könnun sem sýnir algert fylgishrun flokksins um nær allt land vekur Halldór upp klisjukennda Evrópu- stefnu sina, eins og honum sé í mun að rústa því litla sem eftir er. Ég trúi því ekki að Halldór hafi áttað sig á þessu samhengi. Ég held reyndar að hann og margir hans nánustu menn séu í sinni pólitísku einangrun ótrúlega illa áttaður á þvi hvað sé heppilegt i stjórnmálum og hvað ekki. Gott dæmi er framganga Björns Inga í Borginni sem mun lík- lega rústa endanlega borgarstjórnar- flokki Framsóknar! Framsóknareðlið Hverju mannsbarni sem fylgst hefur með pólitískri sögu á íslandi er ljóst að hverskyns fullveldisafsal ís- lensku þjóðarinnar mun alltaf mæta andstöðu meðal alvöru Framsóknar- manna. Kannski er hófleg þjóðernis- og sveitarómantík það sem helst og best skilur þessa pólitisku tegund frá öðrum. Þegar fýlgið hrynur af Framsókn- arflokknum eins og gerist þessa dag- ana er það ekki endilega til marks um að hinn sveitalegi og gamalgróni framsóknarmaður sé í útrýmingar- hættu. Það er miklu frekar til marks um að vaxandi hópur framsóknar- manna kinokar sér við að lýsa fylgi við flokkinn. Finnst erfitt að kjósa flokk sem er undir forystu helsta og æstasta evrópusinna landsins. Það fagnar enginn nýlegri ræðu Evrópu- ræðu Halldórs Ásgrímssonar á Við- skiptaþingi nema Ingibjörg Sólrún, sem hreinlega réði sér ekki fyrir kæti. Hvert framsóknarhjarta hrópar í reiði sinni það sama: Halldór Ásgrímsson, ekki meir, ekki meir. Höfundur er ritstjóri Sunnlenska fréttablaðsins. Klippt & skorið klipptogskorid@vbl.is t Deilan um myndirnar af Múhameð Spámanni hefur víða áhrif og tekur á sig hinar furðuleg- ustu myndir. Eins og menn vita skýrði Halldór Ásgrímsson frá þvf á miðvikudag að hann hefði fengið vitrun og spáði þvf að fsland yrði orðið aðili að Evrópusambandinu árið 201;. Vfða kipptust menn vlð, ekki sfst á fjölmiðlum og hófst strax eins og vænta mátti fagleg, málefnaleg og vönduð umræða um hvernig nálgast ætti þennan nýja spámann framvegis. Eínar Oddur Kristjánsson reynd- ist eins og svo oft áður bjarg- vættur í þessu máli. (samtali við Blaðið sagði Einar Oddur að um misskilning væri að ræða. „Halldór er enginn spámaður," upplýsti Einar Oddur. Þá vitum við það, áfram er óhætt að birta myndir af Halldóri Ásgrímssyni. Talandi um spádóm Halldórs Ásgríms- sonar. Vitað er að spádómur forsætis- ráðherra féll (grýtta jörð á meðal sam- starfsmanna hans í Sjálfstæðisflokknum. Þeir hafa að vfsu lengi talið Halldór Evrópusinna í hjarta sínu og ýmsir hafa beðið þess að hann komi "út tír skápnum" (þessu máli f stað þess að hafa dyrnar opnaren haldasigígættinni eins og framsóknarmanna er ntí stundum siður. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er þeirrar skoð- unar að vitrun forsætisráðherra sé vafasöm. A vefsiðilsinni segir Björn m.a:„Eftir hádegi sann- aðist sfðan, að vfs leið fyrir stjórnmálamann til að fá fyrstu frétt er aó tala ( véfréttar- eða spásagnarstfl um aðild íslands að Evrópusam- bandinu (ESB). Þegar Halldór Ásgrímsson spáði aðild fslands 2015, gaf hann sér þá forsendu, að evran hefði orðiö að gjaldmlöli Dana, Svía og Breta. Er Ifk- legt, að það verði? Hvaða flokkur í Bretlandi berst fyrir slíku? Hvað með gagnrýni á evruna og kröfur innan Evrulanda um að losna undan stjórn seðlabanka Evrópu? Eða umræður innan ESB um, að þar verði til sérstakur klúbbur Evru- landa?. Ástæðan fyrir því, að enginn stjórn- málaflokkanna hefurtekið ESB-aðild á stefnu- skrá sína, er einföld: Engir hagsmunar knýja á um aðlld. Atvinnullfið svonefnda hefur ekki áhuga á að ræða málið, af því að fyrirtækin eru almennt betur sett utan ESB á grundvelli samn- ingsins um evrópska efnahagssvæðið."

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.