blaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 26
26 I FERÐALÖG FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 blaðið Skemmtiíerðaskip eru skemmtilegur valkostur Panama, Bahamas, Mexíkóflói eða Miðjarðarhaf: Hvern langar ekki að sigla um heimsins höfá dýrindis skemmtiferðaskipi? Nú á tuttugustu og fyrstu öldinni hafa valkostir eyjarskeggja á Fróni breyst mikið þegar kemur að ferðalögum til framandi slóða. Netið hefur gerbylt tilveru okkar á flestum sviðum og þar eru fríin engin undantekning. Það þarf ekki nema einn músarsmell og þá ertu búinn að bóka þig og þína til útlanda. Á Netinu er fullt af ferða- skrifstofum sem selja ferðir um öll heimsins höf á verðum sem flestir ættu að ráða við. Sérstak- lega í dag þegar gengi dollarans er ney tendum í hag. Einn af þessum valkostum er að fara í skemmtisiglingu á flottu skipi. Slíkar ferðir eiga sér langa sögu eins og flestir vita. Hér á íslandi var sigl- ing með Gullfossi lengi vel með því flottasta sem fólk gat hugsað sér og hver man ekki eftir skipinu Titanic sem sökk og varð með því ógleyman- legt í hugum okkar flestra. Skemmtiferðaskip eru misjöfn líkt og hótel og að sama skapi fá liliX þau stjörnur út frá þjónustunni sem boðið er upp á. Áður en lagt er í hann má lesa sér til um allt sem viðkemur skipinu á Netinu. Ekki aðeins á síð- unum sem ferðaskrifstofurnar gefa upp heldur einnig á neytendasíðum. FRÍ með stórum stöfum Þegar skemmtisigling er undirbúin er mjög mikilvægt að velja sér skip sem manni lýst vel á og reyna að láta það fara hönd í hönd með áfanga- stöðunum til að ferðalagið verði sem ánægjulegast. Þannig væri leið- inlegt að bóka sér til dæmis ferð um Havaí eyjar en njóta sín ekki um borð vegna ósættis við umhverfið eða þjónustuna. Úlfar Árnasson, „tölvukarl“ og Ágústa Rut Sigurgeirsdóttir starfs- maður Orkuveitunnar skelltu sér í Mánudaginn 13. febrúar Viðtöl • Sushi • Trufflur og margt fleira Auglýsendur, upplýsingar veita: Kolbnín Ragnarsdóttir • Sími 5i'o 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net Ellert Ágúst Pálsson • Sími 510 3746 • Gsm 869 9903 • elli@bladid.net Bjarni Danlelsson • Sími 510 3725 • Gsm 856 4299 • bjami@bladid.net siglingu síðastliðið sumar og voru mjög sátt. Ferðinni var heitið um vestari hluta karabíska hafsins; Jamaica og Cayman eyja, en lagt var upp frá Miami. Ulfar hafði verið staddur á ráðstefnu í Orlando og ákvað að ljúka þeirri ferð með því að fara í siglingu. „Mig langaði að fara í FRÍ með stórum stöfum svo ég tók upp sí- mann og hringdi í fyrirtæki sem heitir Travelocity, en það er ein af stærstu ferðaskrifstofum Bandaríkj- anna,“ segir Úlfar þegar blaðamaður slær á þráðinn. „Þar fékk ég samband við tengilið sem sér um að bóka fólk í siglingar. Sá var maður að nafni Joe Garrison og hann sat einfaldlega heima hjá sér í Arisona með kjöltutölvuna inni í stofu. Við skipulögðum ferðalagið í gegnum simann. Hann benti mér á að fara á vefsíðuna www.carnival. com og saman skoðuðum við val- kosti sem enduðu á því að ég valdi þessa fimm daga siglingu í Karabía hafinu með skipinu Inmagination. Joe sá svo um að kaupa útbúa mið- ana; prenta þá og koma þeim til skila. Þegar ég var kominn á hótelið í Miami hringdi ég í simanúmer sem hann hafði gefið mér upp og innan 24 tíma fékk ég miðana senda með hraðpósti á hótelið. Þetta var alger- lega 100% þjónusta.“ Einfalt og auðvelt Úlfar segir ferðalagið hafa verið af- slappandi og auðvelt á allann hátt „Það kom lítil rúta og sótti okkur á hótelið en þaðan var farið með okkur að skipi. Þegar þangað var komið hófst innritunarferli svipað og þegar farið er í flugvél, nema bara tíu sinnum lengra þar sem verið er að tékka inn um þúsund manns. „Porterar" á höfninni sjá svo um að koma töskunum í skipið en þær sækir maður aftur svona sirka við herbergið sem gist er í.“ Eins og flestir sem vinna í tölvu- geiranum vinnur Úlfar að meðaltali mun fleiri vinnustundir en þessar hefðbundu níu til fimm. Þetta kallar á góða hvíld milli tarna og hann segist hvergi hafa upplifað eins mikla slökun og um borð í skemmtiferðaskipi. „ Ef fólk vinnur undir mikilli pressu og langar til að fara í slökunar- ferð þá er þetta besta leið sem ég hef kynnst til þessa og ég mæli eindregið með þessu. Megintilgangur svona ferðar er til að hvíla sig og því finnst mér persónulega ekki mjög spennandi að vilja endalaust vera að hoppa land og æða um. í skipinu er enginn sími, engir bílar, ekkert fólk sem er að gera annað en að slaka á og svo er svo dýrt að nota internetið að nánast allir sleppa því, fyrir utan það hvað það er hæggengt. Þegar það var stoppað í landi þá stóð stoppið aldrei meira yfir en einn dag. Þ.e.a.s. það var lagt að höfn um morguninn og siglt af stað aftur um kvöldmatarleytið. Sumir kusu að fara í gönguferð með fararstjóra en aðrir fóru ekki mjög langt frá skipinu. Það er hreinlega ekki annað hægt en að vera rólegur við svona aðstæður." Dýrindis hlaðborð Ferðir með skemmtiferðaskipum geta verið í mörgum verðflokkum sem greinast þá eftir árstíðum og hvert verið er að sigla. Siglingar um Evrópu eru til dæmis oftar en ekki dýrari en siglingar frá Bandaríkjunum og svo er heilmikill verðmunur á herbergjunum. Hægt er að fá þau á mjög lágu verði en líka háu, eftir því hvar þau eru staðsett í skipinu og hvort þau eru gluggalaus, með kýrauga eða svölum. „ Satt best að segja er þetta ódýrasta en jafnframt besta frí sem ég hef farið í. Verðið sem við greiddum var í kringum 8200 krónur á mann á dag og innifalið í því var gisting og allur matur allan sólarhringinn -og þetta var ekkert venjuleg veisla! Á kvöldin var hægt að velja um annaðhvort hlaðborð eða sjöréttaðan kvöldverð , l með fullri þjónustu. Á miðnætti opnaði svo miðnæturhlaðborð sem var búið líkt og von væri á hópi úr hungursneyð. Það var gersamlega boðið upp á allt sem hugann og magann girnist," segir Úlfar og glöggt má heyra á málróminum að þetta hlaðborð skákaði þúsundfalt öllum þorrahlaðborðum. óþarfi að taka upp veskið „Fyrir auka þjónustu, eins og til dæmis nudd, snyrtingu, skoðurnarferðir o.fl er líka hægt að borga fyrirfram, en það má að sjálfssögðu líka borga á staðnum ef maður kýs. Þjórfé má einnig borga fyrirfram svo að maður sleppi við að þurfa að vera að hugsa út í það. Sjálfur kaus ég að halda mig við fríðindin um borð sem voru ríkuleg og tók því ekki veskið úr vasanum allann tímann. Þarna eru heitir pottar, líkamsræktarsalur, stórar útisundlaugar, innilaug, skemmtiatriði á kvöldin og fleira og fleira svo það er vonlaust að láta sér leiðast.“ Ertu með einhverjar sérstakar ábendingar til þeirra sem hafa í hyggju að skella sér í svona ferðalag? „Já, það er mjög mikilvægt að ferðalangar geri sér grein fyrir því að þegar það fer í siglingu frá USA þá er í raun að fara til annars lands í leiðinni. Þetta gerir það að verkum að það verður mjög svo þýðingarmikið að vegabréfsáritanir séu í lagi. Svo er gaman að bæta því við að það má aldrei, undir nokkrum kringumstæðum kalla skipið bát. Það er alltaf hún (“she”) eða bara skipið. Ef maður kallar skipið bát þá virkar maður eins og kjáni..,“ segir tölvumaðurinn sjóaði Úlfar Árnasson að lokum. Vefsíöurnar sem Úlfar talar um eru travelocity.com og carnival.com margret@bladid.net Húsgagna Bæjarlind 14-16, Kópavogi LINDIN 10.000 MÖGULEIKAR - fyrirfólkmeð sjálfstæðan smekk Þú velur sófa Þú velur stól Þú velur áklæði Þú velur lit Þú hannar Bara gaman Xavira Sessalong + 3 púðar Áklæði frá kr 48.000 Leður frá kr 77.000 Cube sófasett 2.5+1+1+4 púðar Áklæði frá kr 104.000 Leðurfrá kr 172.000

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.