blaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 19

blaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 19
blaðið FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 HEILSA I 19 Breytingaskeið karla Breytingaskeið karla - erþað til? Erþað ekki bara „Grái fiðringurinrí’? DOKTOR.IS JÓRUNN FRÍMANNSDfJTTIR Hvað á nú að fara að tala um að karlar fari í gegnum eitthvað breytingaskeið - getur það kannski verið? vel hvað er í boði ef til meðferðar kemur og vega og meta það hvaða leið hentar hverjum og einum. Rannsóknir hafa sýnt að meðferð við testósterónskorti getur haft margs konar jákvæð áhrif. Sýnthefur verið fram á að testósterónmeðferð við testósterónskortieykurvöðvamassa, léttir lund, verndar bein og veitir andlegan styrk auk þess að koma kynhvöt og stinningargetu aftur í fyrra horf. Þess ber þó að geta að stærri skammtar testósteróns en þeir skammtar sem ná upp eðlilegum gildum, auka ekki stinningargetu eða kynhvöt umfram það sem eðlilegt er hverjum og einum. Frekari upplýsingar máfinna á www.doktor.is Það er nú einhvern veginn þannig að karlar sem komnir eru yfir fertugt finna fyrir ýmsum breytingum á líkama sínum og almennu heilsufari. Eftir því sem árin líða og aldurinn færist yfir breytist samsetning líkamans. Hlutur fitu eykst gjarnan á kostnað vöðvamassa, það dregur úr beinþéttni, kynvirkni minnkar, fleiri eiga í erfiðleikum með kyngetu og vægt þunglyndi og svefntruflanir verður algengara. Flestir karlmenn finna fyrir einhverjum slíkum einkennum einhvern tíma á lífsleiðinni, hafi þau veruleg áhrif á líf þeirra er nauðsynlegt að ræða það við lækni. Hvað gerist þegar aldurinn fcerist yfir? Undanfarin ár hafa augu manna í auknum mæli beinst að því hvað verði um kynhormón karla með aldrinum. Þegar konur eru um fimmtugt dregur mjög úr fram leiðslu kynhormóna í eggjastokkum ogþærgangaígegnumbreytingaskeið. Hjá körlum er ljóst að ekki verður jafn greinileg breyting en engu að síður verða margir karlmenn fyrir því að testósteróngildi þeirra lækka með aldrinum. Það er ekki vitað hvað veldur þessari breytingu, hluta þessa má rekja til sjúkdóma en heilbrigðir karlar geta einnig verið með hormónaskort í meira eða minna mæli. í sumum tilfellum lækkar testósteróngildið mjög hratt og hefur áhrif á þá líkamsstarfsemi sem háð er testósteróni. Það er mikill munur á körlum að þessu leyti, hjá flestum körlum eru testósteróngildi eðlileg fram á efri ár. VILTU VINNA? , AEG þvottavél með íslensku stjórnborðl og notkunarlelðbelnlngum að verðmætl—-------- 80 þúsund krónur. " 2 Electrolux blandarar [ AÐR|RVINNIINGAR^ ] 5 Ávaxtapressur 3 Hreinlætiskörfur frá P&G 5 Gjafabréf frá FK kr. 5.000- Hver eru einkenni testósterónskorts? • Skapstyggð • Svefntruflanir • Þreyta og þróttleysi vegna minni blóðmyndunar • Einbeitingarörðugleikar • Minni vöðvastyrkur • Hitakóf • Aukin líkamsfita • Minnikynlöngunogerfiðleikar við stinningu . Beinmassi minnkar (beinþynning) . Lið- eða vöðvaverkir . Þunglyndi Eins og ég kom inn á hér að framan er ástæða til að leita til læknis ef einkenni eru til staðar og greinileg vanlíðan þeim fylgjandi. Það er auðvelt að mæla testósteróngildi í blóði og reynist gildin lág er ástæða til frekari rannsókna á ástæðu þess. Hefja má meðferð við skortinum þegar vitað er hver orsök hormónaskortsins er og búið að ganga úr skugga um að ekkert komi í veg fyrir meðferð með testósteróni. Testósterónmeðferð getur haft aukaverkanir í för með sér og því er aldrei meðhöndlað nema ástæða sé til. Meðferð felst í því að gefa testósterón, en ýmsar leiðir eru færar í því efni s.s. plástur, gel, forðasprautur eða hylki. Nauðsynlegt er að kynna sér mán.-mið. 9-18 fim. 9-18:30 fös. 9-19 lau. 10-16 Þegar þú kaupir vörur frá einhverju af þessum vörumerkjum fyrir 27. febrúar, getur þú tekið þátt í skemmtilegum leik. Skrifaðu nafn, heimilisfang og símanúmer aftan á kassakvittunina sem staðfestir kaupin og þú ert kominn í hóp líklegra vinningshafa. Hringt verður í vinningshafa og nöfn þeirra birt á www.lsam.ls FJARÐARKAUP

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.