blaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 37

blaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 37
blaðið FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 DAGSKRÁ I 37 Manilow aftur á toppinn Gamli refurinn Barry Manilow kom plötunni The Great- est Songs of the Fifties á topp Billboard listans bandaríska í gær en hann hefur ekki komið plötu á toppinn í næstum því 29 ár. Manilow seldi 156.000 eintök af plötunni sem inniheld- ur lög á borð við Unchained Melody og Love is a Many Splendired Thing, sem eru löngu orðin sígild. Síðasta plata sem Manilow kom á topp Billboard var platan Live sem kom út í júlí 1977 en síðasta plata hans, Scores: Song From Copacabana and Harmony náði aðeins 47. sæti listans. f þessu plássi síðastliðinn miðvikudag var mynd af fögrum menntaskólafljóðum á tísku- sýningu í Sævari Karli. Myndatextinn fjallaði hins vegar um iðnaðarmenn f kaffipásu. Vegna mistaka f vinnslu Blaðsins duttu iðnaðarmennirnir úr mynd. Nú sjást þeir þó betur fylgjast með stúlkunum föngulegu f kaffipásunni. EITTHVAÐ FYRIR... ...orkuríka Sjónvarpið, 18.40 Orkuboltinn (3:8) íþróttaálfur- inn og félag- ar hans fjalla um orkuátak Latabæjar og krakkar úr hverjum lands- fjórðungi keppa í bráð- skemmtilegum þrautum. ...fyrirsœtur Sjónvarpið, 20.40 Zoolander Bandarísk gamanmynd frá 2001 um karlmódel sem er heilaþvegið og ætl- að að ráða forsætisráðherra Malasíu af dögum. Leikstjóri er Ben Stiller og meðal leikenda eru Ben Stiller, Owen Wilson, Christine Taylor, Will Ferrell, Milla Jovovich og David Duchovny. ...pönkara Stöð 2,22.00 Punk'd (10:16) (Gó- maður) Grallaraspóinn og kyntáknið Ash- ton Kutcher heldur uppteknum við að hrella og hrekkja fínu og frægu vini sína í Hollywood með falinni myndavél. I þessum þætti tekur hann fyrir stjörnurnar Allen Iver- son, Jermaine O'Neal, George Lopez og Tyrese. Komdu kisa min t þessu nýja kattaleikfangi er búið að sameina allt það besta sem nú- tímatæknin býður upp á. Stóra mús- in er fjarstýrð og hægt er að stilla hana á sjálfvirkni. Á þeirri stillingu passa hreyfiskynjarar að músin klessi ekki á veggi eða annað sem kann að vera í vegi hennar. Litli fugl- inn syngur og trallar á enda stangar- innar og er þannig ómótstæðilegur fyrir hungraða heimilisketti. Þeir kettir sem ná fuglinum þurfa ekki að örvænta þar sem tveir aukafugl- ar fylgja. Gullbjörninn fer af stað Kvikmyndahátíðinni í Berlín var ýtt úr vör í gær. Af því tilefni kom dómnefndin sem kemur til með að veita gullbjörninn saman á blaða- mannafundi. Þetta eru (frá hægri) pólski kvikmyndatökumaðurinn Janusz Kaminski, þýski leikarinn Armin Múller-Stahl, bandaríski leik- stjórinn Fred Roos, listamaðurinn Matthew Barney, breska leikkonan Charlotte Rampling sem jafnframt er forseti dómnefndarinnar, suður- kóreska leikkonan Lee Young-Ae, hollenski leikstjórinn Marleen Gor- ris og indverski leikstjórinn Yash Chopra. Aldrei áður hafa jafnmarg- ir sótt hátíðina en um 18 þúsund manns munu reyna að komast á sýningar og aðra viðburði tengda þeim. ■ Tól og tœki Greitt með fingraförum Fyrirtækið Pay By Touch sem stóð fyrir því að hægt var að greiða fyrir vörur í stórmörkuðum með fingraförum hefur ákveðið að þróa tæknina yfir í netviðskipti. Þannig verður hægt að greiða fyrir vörur á Netinu með fingraförum sínum í stað greiðslukorta. Nú þegar er hægt að fá fartölvur með fingra- faraskynjara og myndi búnaðurinn tengjast því. UTSOLULOK á Laugavegi um helgina allt aó 70% afsláttur gs skúr eva □□llErlsauTján fLulVut DIESEL —1 1 1 barnadeild Laugavegi 89-91

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.