blaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 27

blaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 27
blaðiö FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 FERÐALÖG I 27 Áframhaldandi fjölgun erlendra ferðamanna Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 10% í janúar síðastliðnum miðað við janúar í fyrra. Þetta er niðurstaða talninga Ferða- málastofu á ferðamönnum sem fara um Leifsstöð. I ár fóru 15.377 erlendir ferðamenn um flugstöðina í janúar en voru 14.014 í fyrra. Ferðaþjónusta orðin önnur stærsta atvinnugrein landsins Fyrir skömmu birti Sturla Böðvars- son, samgönguráðherra athyglis- verða grein á heimasíðu sinni. f greininni segir hann að á undan- förnum árum hafi orðið miklar fram- farir í íslenskri ferðaþjónustu. Fyr- irtæki hafi bæði stækkað og styrkst og stöðugt fleiri haslað sér völl í greininni. Ferðaþjónustan mun vera orðin önnur stærsta atvinnugrein landsins hvað varðar gjaldeyrisöflun og ekki síður öflug hvað varðar öll margfeldisáhrif í samfélag- inu. „Og hún hefur verið mikilvæg uppspretta atvinnutækifæra fyrir skólafólk yfir sumartímann,” segir Sturla í inngangi greinarinnar. Þá fer Sturla yfir þá fjölgun sem orðið hefur í komum ferða- manna hingað til lands, sem er mun meiri en almennt í Evrópu, vel heppnað landkynningarstarf síðustu misserin og þá athygli sem þessi góði árangur íslendinga hefur vakið erlendis. Jafnframt fjallar ráðherra um þær ytri aðstæður sem ferðaþjónustan hefur búið við að undanförnu, sem á ýmsan hátt hafa verið henni óhagstæðar og greinir frá vinnu sem í gangi er að hans beiðni þar sem áhrif gengis íslensku krónunnar eru metin. Þá minnir Sturla á að innlendi mark- aðurinn er líka afar mikilvægur. Greinina í heild sinni má lesa inni á heimasíðu Sturlu sem er www.sturla.is 12% fjölgun farþega um Keflavíkurflug- völl í janúar Rúmlega 96 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í janúar- mánuði síðastliðnum, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Þetta er 12,4% fjölgun farþega á milli ára, það er miðað við janúar í fyrra. Farþegar á leið frá landinu voru 42.751 í janúar síðastliðnum, fjölgaði um 14% á milli ára. Á leið til lands- ins voru 38.258 farþegar og fjölgaði þeim um 13,3% miðað við janúar í fyrra.Áfram- og skiptifarþegar (transit) voru rúmlega 15 þúsund og fækkar aðeins. Nánari skipt- ingu má sjá í meðfylgjandi töflu: Jan. 06 Héðan: 42.751 Hingað: 38.258 Afram: 1.475 Skipti. 13.667 Jan.05 % breyting 37.503 13,99% 31.028 23,30% 2.237 -34,06% 14.765 -7,44% Bókaðu strax besta verðw www.plusferdir. is ''Æijiw 2006 Net-verðdaemi 25. maí fssiá^ríí^ á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára, á Parquo da las Americas i 2 vikur. Marmaris 37.600 kr. Krít 47.250 kr. Mallorca 35.880 kr. Plúsferðir * Hlíðasmára 15 • 200 Kópavogur • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is blaði&=

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.