blaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 20
20 I VIÐTAL FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 blaöiö Hvað segja tölurnar um þig? Benedikt Lefleur kennir Islendingum að leita aö tölugildi tilverunnar með aöferðum númerólógíunnar sem byggir á kennisetningum Pýþagórasar. BlaSiö/StemarHugi 1 Listasetri Lafleurs úti á Granda er fengist við leyndardóma talnanna að hætti Pýþagórasar á laugardögum. Eigandi listasetursins, Benedikt Lafleur, kennir þar fólki að þekkja tölurnar í tilverunni og hvernig þær geta nýst fólki til aukins skilnings á hinu daglega lífi. Talnaspeki hefur verið stunduð um aldir og á margt skylt með stjörnuspeki og víða fer notkun þessara fornu fræða saman. Hvað er talnaspeki? „Ég kalla þetta nú númerólógíu til aðgreiningar frá annarri talnaspeki. Numerológían á rætur að rekja til Pýþagorasar sem sagði að allt væri byggt á tölugildum. Númerólógían felur það í sér að maður finnur tölu- gildin á bak við bókstafina eftir því hvernig þeir raðast niður í hinu alþjóðlega stafrófi. Svo eru til alls kyns kenningar sem segja að tölur leynist við ýmsar staðsetningar eins og pýramídana eða slikt en ég fer ekkert út í það. Hægt er að reikna fæðingartölu fólks og svo nafnatöl- una og heildartalan er svo fengin með því að leggja fæðingar og nafna- töluna saman. Sumir hafa svo meist- aratölur en það hafa alls ekki allir.“ Hefur íslenska stafrófið þá aðrar tölur? „Já það hefur sína sérstöðu sem ber að taka tillit til en ég hef oft á tíðum notast við alþjóðlega stafrófið og breytt þá íslensku sérstöfunum í átt að því en ég hef líka unnið með sérstöðuna svo það er hægt að vinna með bæði. Til dæmis hef ég lagt A og Á að jöfnu og D og Ð en svo er hægt að bæta við Þ, Æ og Ö. Þetta skýri ég nú betur á námskeiðinu. Þar kenni ég fólki grundvallaratriðin í núm- erólógíunni, tölugildi bókstafanna og eiginleika talnanna. Eftir fyrsta tíma getur fólk beytt númerólógí- unni á sitt næsta umhverfi, nafnið sitt o.s.frv.“ Hvað segja þessar tölur okkur sem leynast á bak við fœðingardag minn og nafn? „Hver tala gefur frá sér ákveðna orku. Af því að við notum nafnið svo mikið þá mætti ætla að þessi orka hafi einhverja þýðingu fyrir okkur. Auðvitað hljómar þetta furðulega en þegar maður fer að skoða þessar tölur og eiginleika þeirra þá sér maður einhvern veginn einstakling- inn svo ljóslifandi fyrir sér og það kemur alveg heim og saraan við það hvernig einstaklingurinn er. Það er hægt að sýna ýmis dæmi um það. Eg tók til dæmis upp nafnið Le- fleur þegar ég dvaldist i París. Ég fór þangað til að gefa mig að listinni og svo þegar ég beitti númerólógíunni á nafnið löngu seinna þá sá ég að það nafn hafði tölugildið 3 sem er lista- talan. Það sem gerist þegar ég tók upp þetta nafn er að þegar ég bæti því við Benedikt Sigurðsson þá fæ ég út heildartöluna þrjá að auki. Það er eins og að við að taka upp þetta nafn þá breytist minn farvegur og mitt líf. Á þessum tíma, þegar ég tók nafnið upp, hafði ég hins vegar enga hugmynd um númerólógíu eða merkingu hennar.“ Hvernig nýtist númerólógíanfólki? „Númerólógían færir okkur auk- inn skilning á persónuleika okkar, þannig að við lærum að þekkja sjálf okkur betur. Hún getur líka brugðið ljósi á það sem við köllum tilviljanir og getur útskýrt okkar lífshlaup og þær þversagnir sem búa innra með okkur. Það sem mér þykir þó mikil- vægast og það sem hún hefur kennt mér sjálfur er að hún hefur hjálpað mér að draga úr fordómum. Manni getur verið í nöp við fólk eins og til dæmis stjórnmálamenn en tölurnar hjálpa manni að útskýra ýmislegt um einst. Tölurnar eru hlutlausar og í eðli sínu eru þær góðar. Þær hafa þó bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar en þær eru neikvæðar ef við upplifum ekki tölurnar til fulln- ustu. Einnig ef sama talan kemur oft upp þá getur það myndað nei- kvæða spennu. Þessi eiginleiki sem hver tala hefur er þá orðinn of mik- ill. Til dæmis hefur Davíð Oddsson, sem hefur margar meistaratölur og getur í raun gert allt, hefur mikið af tölunni 4 í kring um sig. Hann er Bubbi Morthens, enda gífurlega vinnusamur og þraut- seigur en það þýðir líka það að hann á mjög auðvelt með að fara fram úr sér og einangrast og það gæti auð- veldlega bitnað á heilsu hans.“ Merking tölunnar 13 Benedikt segir tölur allt í kring um okkur og margar þeirra séu frægar af endemum. Til dæmis talan þrettán sem gjarna er kennd við óhöpp og slysfarir. „Talan þrettán er fjarri þvi að vera óhappatala en hún er erfið og krefst mikils af manni en gefur líka mikinn þroska. Það er litið á hana sem óhappatölu af því að hún er svo krefjandi. Hún er tala umbreyt- inga, samansett úr 1 sem táknar framkvæmdir og 3 sem táknar sveigjanleika og breytingar. Málið er svo það að summa þessarar tölu er 4 og fjarkinn táknar þrautseigju, vinnusemi og uppbyggingu. En eins og allar tölur hefur fjarkinn nei- kvæðar tilhneigingar. Sú neikvæða tilhneiging sem tengist fjarkanum er stöðnun. Á milli þessara talna ássins og þristins sem er svo undirstaða fjark- ans er svo gríðarlega mikil togstreita. Þannig krefst talan þrettán þess af viðkomandi að hann sé mikið kamel- ljón og taki endalausum brey tingum. Ef viðkomandi er ekki tilbúinn til þess, ef hann breytist ekki heldur staðnar verða utanaðkomandi öfl að breyta honum. {því felst það sem margir hafa túlkað óheppni. Bubbi Morthens hefur til dæmis mikið af tölunni þrettán í kringum sig enda er hann ekta kamelljón og það má ráða í hans tónlist. Hann getur þetta því hann hefur gríðarlegt úthald, hann er vinnusamur og duglegur. En þetta getur verið mikið álag á til- finningalífið og það er erfitt að gera þetta á öllum sviðum. Sigmundur Ernir Rúnarsson er annar maður sem er mikið kamelljón. Hann virð- ist geta þetta líka og takast þetta vel í tilfinningalífinu líka. Hann virðist hafa þetta úthald og maður sér þetta þegar hann er að skipta um starf. Hann bara svissar um og er kominn með allt á hreint á mettíma.“ Reiknaðu fæðingartöl- una þína: Að reikna út fæðingatölu sína er þá gert með þessum hætti, fæð- ingadagur er lagður saman við mánuð og fæðingaár: 2+ 3 + 5 + t+9+7+3 =30 = 3 5+ 5 + 20 = 30 = 3 En það má líka gera með þessum hætti og útkoman á alltaf að vera hin sama: 23 + 5 + 1973 = 2001 = 3 = fæðingatalan f númólógíunni er þetta alltaf gert með báðum aðferðum því hvor aðferð gefur sína túlkun þó niðurstöðutalan sé alltaf sú sama. Forsetinn er maður með magnaða meistaratölu Benedikt er gjarnan fenginn til að greina frægt fólk með númeróló- gíunni. Eftirfarandi er greining hans á Ólafi Ragnari Grímssyni og Dorrit Moussaieff. „Forsetinn okkar er afar merki- leg manneskja eins og forveri hans. Fæðingatala hans er níu, sem er tala heildarinnar og þjón- ustu. Hann er að þjóna heildinni í sínu embætti og það er góður kostur. Nafnatala hans er svo þrír en það er tala sköpunar, tjáningar og samskipta. Við vitum að Ól- afur er bæði skapandi sem forseti en ekki síður sem fræðimaður. Hann á auðvelt með að tjá sig og hefur verið mjög skapandi sem stjórnmálamaður og hefur mik- inn hreyfanleika. Hann hefur ekki hikað við að skipta til dæmis um stjórnmálaflokka og annað. Heild- artalan hans er líka þrír þannig að hann er mjög skapandi forseti sem nýtur þess að ferðast og eiga samskipti við fólk.“ Vinna af metnaði fyrir heildina Benedikt segir það áberandi við Ólaf Ragnar hvað hann hafi merki- lega meistaratölu. „Meistaratölur eru oft tölur sem geisla af ákveðinni meðvitund um köllun. Það er mjög algengt að frægt fólk hafi meistaratölur. Það þýðir ekkert endilega að það sé meistari í því sem það er að gera. Það þýðir að það hafi tileinkað sér ákveðna hluti og sé mjög með- vitað um sína köllun. Það vinnur oft mjög óeigingjarnt starf í þágu heildarinnar með mismunandi áherslum með þvi að vera sjálft í sviðsljósinu. Það sem er alveg frábært við forsetann er að hann hefur tölu sem ég hef ekki séð hjá neinum öðrum einstaklingi. Ef sama frum- BlaliS/Steinar Hugi Ólafur Ragnar Grímsson hefur mjög merkilegar tölur, segir Benedikt, sem lýsa mjög skapandi manni meö ríka köllunn. Tölur Dorritar Moussaieff, eig- inkona hans, lýsa konu sem hefur rfkan metnað fyrir heildina. leikanum er beitt i greiningu á tölum forsetans og hann hefur sjálfur beitt í sínu lífi komumst við að ákveðninni niðurstöðu. Ef allar undirtölurnar úr nafninu eru lagðar saman við níuna í fáum við hreina snilldartölu 111. Hún er mjög óhefðbundin en engu að síður ein fallegasta meistaratala sem hægt er að hugsa sér. Það þýðir að hann hefur mjög með- vitaða köllun um að vera í sviðs- ljósinu og fremstur í flokki, leiðir aðra en í þágu heildarinnar. Eigin- kona hans er í senn metnaðarfull og auðmjúk. Hún hefur sterka þjónustulund ásamt ríkum metn- aði sem lýtur að heildinni og að þjóna henni. Það er sagt að hún hafi komið ýmsu góðu til leiðar fyrir íslendinga í útlöndum. Hún vinnur mjög vel á bak við tjöldin og mjög gott fyrir mann eins og Ólaf að vera með manneskju eins og hana við hlið sér.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.