blaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 30
30 I ÍPRÓTTIR
FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 blaöiö
Ellert hættir sem forseti ÍSÍ
Berger kaupir 50%
í Torro Rosso
Formúlu 1 ökumaðurinn austur-
ríski, Gerhard Berger hefur fjár-
fest í Torro Rosso liðinu nýja sem
er í eigu austurríska fyrirtæksins-
ins Red BuII. Liðið keypti búnað
Minardi og hefur smíðað eigin bíl
sem var frumsýndur í dag.
Berger er fyrrum Formúlu 1 öku-
maður og vann um hríð sem yfir-
maður hjá BMW vegna Formúlu 1
mála. Berger er góður vinur Dietrich
Mateschitz eiganda Red Bull. Berger
rekur flutningsfyrirtæki sem kemur
til með að sinna málum í Formúlu
1. „Ég hlakka til að starfa með Mate-
schitz á ýmsan hátt, bæði í Formúlu
1 og viðskiptum. Þá kemur þekking
mín á Formúlu 1 að góðum notum
hjá keppnisliði Torro Rosso”, sagði
Berger um kaup sín á hluta í liðinu.
Torro Rosso frumkeyrði nýjan
keppnisbíl sinn í dag sem sagður
er líkjast Red Bull bílnum verulega.
ítalinn Viantonio Liuzzi ók bílnum
sem er eini keppnisbíllinn sem fær
að nota Vio vél. Liðið fékk undan-
þágu og það hefur vakið nokkurn
styr meðal keppinautanna sem hafa
áhyggjur af því að hann sé aflmeiri
en bílar með V8 vél.
Engin sérstök samvinna verður
milli Red Bull og Torro Rosso lið-
anna á mótssvæðum þar sem vél-
arnar sem liðin eru mismunandi
og því ekki raunhæft að liðin vinni
saman að undirbúningi þó bæði séu
liðin í eigu Red Bull.
Portsmouth tekur á móti Manc-
hester United sem er í öðru sæti deild-
arinnar og rauðu djöflarnir ættu að
taka öll þrjú stigin úr leiknum. Rio
Ferdinand verður að vísu ekki með
þar sem hann tekur út leikbann en
það ætti ekki að koma að sök þar
sem Nemanja Vidic hefur leikið
feykivel eftir að hann kom til liðs við
United.
Birmingham fer til austur London
á mánudag og mætir West Ham.
Hamrarnir eru sem stendur í 8.sæti
og nú er svo komið hjá Alan Pardew
og hans mönnum að draumur um
Evrópusæti á næstu leiktíð er miklu
Ekkert keppt á Spa
FIA(alþjóðasamband aksturíþrótta-
manna), tilkynnti í gær að ekki verði
keppt á kappaksturbrauttinni í Spa í
Belgíu á næsta keppnistímabili sem
hefst í næsta mánuði.
Síðustu mánuði hefur verið óljóst
hvort af keppninni yrði og aksturs-
samband Belgiu sendi FIA bréf þess
efnis að ekki gæti orðið af keppn-
inni í ár. Óljóst er hvort annað móts-
svæði verður tekið í gagnið í staðinn.
í bréfinu segir jafnframt að ljúka
þurfi nauðsynlegum endurbótum
á brautinni svo keppni geti farið
fram en Bernie Ecclestone hafði
óskað eftir verulegum endur-
bótum á brautarstæðinu. Þá hafa
mótshaldarar tapað stórfé síðustu
ár og ríkið vildi lítt koma nálægt
málinu til að hlaupa undir bagga.
Héraðið sem Spa brautin er í er mjög
fátækt og mótið hefur hleypt miklu
lífi í ferðamannastraum á svæðinu.
FIA segist vonast til að nauðsyn-
legar endurbætur á brautinni leiði til
móts á Spá frá og með árinu 2007.
Margir munu sakna þess að Spa
verður ekki með en flestum þykir
keppnin sú skemmtilegasta á ári
hverju vegna sérstakrar legu braut-
arinnar og beygjan Eau Rogue er
oft sögð skemmtilegasta beygja
ársins, bæði af ökumönnum og
áhugamönnum.
meira en draumur. Liðið er aðeins
sex stigum frá Meistaradeildarsæti
en sæti fimm, sex og sjö gefa þátt-
tökurétt í Evrópukeppni félagsliða á
næstu leiktíð.
Aðrir leikir um helgina í ensku úv-
arlsdeildinni eru:
Á morgun leika, Aston Villa og
Newcastle á Villa-Park í Birming-
ham, Everton tekur á móti Blackburn
og Heiðar Helguson og félagar mæta
W.B.A. á Craven Cottage heimavelli
Fulham.
Á sunnudag mætast svo Manc-
hester City og Charlton á heimavelli
City.
Forseti Iþrótta- og Ólympíusam-
bands Islands, Ellert B. Schram,
hefur tekið endanlega ákvörðun
þess efnis að hætta sem forseti frá
og með 28.apríl næstkomandi. Ellert
B. Schram hefur verið forseti sam-
bandsins síðan 1991 eftir að Sveinn
Björnsson lést. Þá tók hann við sem
forseti ÍSl sem var síðan sameinað
Olympíunefnd Islands árið 1997. Ell-
ert B. Schram hefur um margra ára-
tuga skeið verið í fremstu röð í stjórn-
unarstöðum í íþróttum og nægir í
því sambandi að nefna formann KSÍ
sem og í stjórn UEFA (knattspyrnu-
sambands Evrópu).
Fyrir tveimur árum lýsti Ellert
B. Schram því yfir að hann hygðist
hætta sem forseti að tveimur árum
liðnum. Nokkuð hefur verið þrýst
á hann að halda áfram en Ellert
sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu
vegna alls þessa:
„Á síðasta íþróttaþingi, sem haldið
var vorið 2004, lýsti ég því yfir að ég
myndi ekki sækjast eftir endurkjöri
sem forseti ÍSÍ að tveimur árum
liðnum.
Allt frá þeim tíma hafa margir
komið að máli við mig og skorað
á mig að endurskoða þessa yfirlýs-
ingu og hvatt mig til áframhaldandi
foiystu fyrir ÍSl.
Ég hef hugleitt þann möguleika
en niðurstaðan er sú, að yfirlýsing
mín frá síðasta þingi, stendur. Ég
Ellert B. Schram hefur verið æðsti stjórnandi íþróttamála á fslandi sfðan 1991
mun ekki vera í kjöri til forseta
á komandi íþróttaþingi”, segir í
yfirlýsingunni.
Nú spyrja menn, hver tekur við?
Aðeins ein hefur til þess lýst yfir
áhuga sínum og það er Sigríður Jóns-
dóttir varaforseti íþrótta-og Olymp-
íusambandsins. Þá hefur nafn
Ingólfs Hannessonar fyrrum yfir-
manns íþróttamála hjá RÚV verið
nefnt í heitu pottunum en ekkert
hefur verið staðfest í því sambandi.
Eflaust má búast við að nokkrir að-
ilar geri tilkall til þessa áhrifamesta
embættis íþróttamála á Islandi.
26. umferð ensku úvarlsdeild-
arinnar fer fram um helgina.
Arsenal og Bolton mætast á High-
bury heimavelli Arsenal á morgun.
Bæði lið þurfa á sigri að halda í
keppninni um Meistaradeildar-
sæti á næstu leiktíð. Arsenal er í
5. sæti með 40 stig eftir 24 leiki
en Bolton hefur 38 stig í 7. sæti en
Bolton á leik til góða á Arsenal.
Fjögur efstu sætin gefa þátttöku-
rétt í Meistaradeildinni og nú er
hvert stig dýrmætt í þeirri keppni.
Tottenham situr sem stendur í
fjórða sæti með 44 stig í 25 leikjum
og Liverpool er í þriðja sæti með 45
stig í 24 leikjum. Það er því ljóst að
það verður hart barist í leik Arsenal
og Bolton en Arsene Wenger getur
glaðst yfir því að Gael Clichy vinstri
bakvörður liðsins er leikfær og
verður í hópi liðsins.
Liverpool sem hefur aðeins fengið
eitt stig í síðustu þremur leikjum
sínum í deildinni og skorað aðeins
eitt mark sækir Wigan Athletic heim
upp úr hádeginu á morgun. Wigan er
án alls vafa spútniklið þessarar leik-
tíðar og er í 6. sæti aðeins sex stigum
á eftir Liverpool. Það er væntanlega
nokkuð sem Paul Jewell hefur ekki
Eiður Smári og Joe Cole hafa haft ríka ástæðu til að fagna í vetur.
grunað fyrir keppnistímabilið.
Markaskorurum Liverpool hefur
gengið afleitlega undanfarnar vikur
og ekki bætir úr skák að fyrirliði liðs-
ins, Steven Gerrard, verður ekki með
vegna meiðsla. Yfirburðarlið Chelsea
leikur á útivelli gegn Middlesbrough
en boro-menn steinlágu í síðasta
heimaleik sínum gegn Aston Villa.
Fastlega má reikna með útisigri og
önnur úrslit en þau kæmu verulega
á óvart.
Botnliðin þrjú, Sunderland, Port-
smouth og Birmingham eiga öll
erfiða leiki um helgina. Sunderland
sem er neðst með aðeins 9 stig tekur
á móti Tottenham sem er í fjórða
sæti og i mikilli baráttu um Meist-
aradeildarsæti. Útisigur og ekkert
annað er málið í þessum leik og til
að rökstyðja það þarf einfaldlega að
benda á að Sunderland er eina liðið
sem enn hefur ekki unnið Ieik á
heimavelli.
Enska úrvalsdeildin um helgina
HM-linsurnar komnar
Hópferð á Ísland-Trinidad og Tobago
ísland og Trinidad og Tobago
mætast í vináttulandsleik í knatt-
spyrnu þann 28 þessa mánaðar.
Leikurinn fer fram í London á
Loftus Road heimavelli Q.P.R.
Lið Trinidad og Tobago verður
meðal þátttökuliða í úrslitakeppni
HM í Þýskalandi í sumar og í liðinu
er Dwight Yorke fyrrum leikmaður
Manchester United og Aston Villa
einna þekktasti leikmaður liðsins.
Islenska landsliðið leikur þarna
sinn fyrsta landsleik undir stjórn
nýs þjálfara, Eyjólfs Sverrissonar.
Nú hefur verið ákveðið að efna til
hópferðar á leikinn en það eru Ice-
landair, Carlsberg og JET ehf sem
standa að hópferðinni. Leikurinn
er á þriðjudegi og farið verður út á
þriðjudegi og heim á miðvikudegi.
Verðið er 34.000 og hægt er að skrá
sig á Icelandair.is.
Sá kostur verður einnig fyrir
hendi á þessum leik að hægt verður
að leigja svokallað hólf á vellin-
um,(executive box), fyrir átta manns
og er innifalið þriggja rétta máltíð.
Búast má við því að Eyjólfur Sverr-
isson geti teflt öllum bestu knatt-
spyrnumönnum íslands fram í
þessum leik og það er nokkuð langt
síðan það hefur verið hægt.
Eyjólfur Sverrisson stýrir landsliði fslands
sem landsliösþjálfari í fyrsta sinn gegn
Trinidad ogTobago