blaðið - 23.02.2006, Side 14

blaðið - 23.02.2006, Side 14
blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. ÚTHLUTUN GÆÐA slendingar þekkja þjóða best þann vanda, sem fylgir úthlutun takmark- aðra gæða. Árum saman hefur verið deilt um úthlutunarkerfi afla- heimilda og þær tryllingslegu birtingarmyndir, sem það hefur tekið á sig. Fullyrðingar um að klíkuskapur hafi ráðið för fylgja jafnan úthlutun takmarkaðra gæða ekki síst í fjölskyldu- og kunningjasamfélaginu, sem óhjákvæmilega þróast fram í örríki. Fyrir rúmum fimm árum ræddu menn á Islandi í fullri alvöru nauðsyn þess að Björk Guðmundsdóttur tónlistarkonu yrði fengin eyja til afnota á Breiðafirði. Björk hafnaði reyndar þessu fráleita boði og sýndi þannig að hún ræður yfir betri dómgreind en ráðamenn þjóðarinnar á þeim tíma. Nú beinist athygli manna mjög að úthlutun lóða í Reykjavík. Fréttir af bjánalegu klúðri Reykjavíkurborgar í tengslum við útboð lóða í Úlfarsárdal vekja furðu. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefur reynt að bregð- ast við þeim vanda, sem skapaðist þegar í ljós kom að sami einstaklingur- inn, er óvart mun vera verktaki, átti hæsta boð í 39 af 40 lóðum. Verktakinn braut ekki gegn skilmálum í tengslum við útboðið; það var einfaldlega ekki nógu vel að því staðið. Sjálfstæðismenn í Reykjavík gagnrýna framgöngu borgaryfirvalda og segja lóðagjöld í borginni hafa hækkað gríðarlega sökum þeirrar stefnu Reykja- víkurlistans að takmarka framboð á þeim. Athyglisverður samhljómur er með sjálfstæðismönnum og fulltrúum vinstri-grænna í þessu máli; þessir flokkar eru andvígir því að borgaryfirvöld freisti þess að hagnast á þeim lóðum, sem fram eru bornar. Þessi nálgun er hæpin. Lóðir undir heimili manna eru takmörkuð gæði. Og það sem meira er, þær eru mjög svo misgóðar og þar með misverðmætar. Fráleit er sú nálgun að borgaryfirvöld eigi jafnan að tryggja nægilegt fram- boð fyrir þá, sem vilja byggja og þar með sé vandinn leystur. Svo er ekki. Ekki eru allar lóðir eins með tilliti til útsýnis, staðsetningar osfrv. Uppboðskerfið hefur þ'ann augljósa galla að það gagnast einkum hinum efnameiri. En það er skárra fyrirkomulag en að úthlutunarvaldið sé í höndum stjórnmálamanna. Vissulega er unnt að draga um lóðir en það skapar hættu á að menn reyni að hafa þær að féþúfu (í orðsins fýllstu merkingu). Lóðirnar á því að selja með uppboði og þær bestu eiga að vera mjög dýrar. Almenningur á að njóta góðs af hagnaði, t.d. í formi skattalækkana. Jafn- framt ber yfirvöldum í nafni sanngirni að bjóða jafnan fram ódýrari kosti, sem alþýða manna hefur ráð á að nýta. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aöalsími: 5103700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. Auglýsendur, upplýsingar veita: Kolbrún Ragnarsdóttir • Sími 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net Ellert Ágúst Pálsson • Sími 510 3746 • Gsm 869 9903 • elli@bladid.net Bjami Darúelsson • Sími 510 3725 • Gsm 856 4299 • bjami@bladid.net 14 I ÁLIT FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 blaöiö WEtNúDÍ VlEV IPBKKA LÁf®VÆFi$MaT MiTT (AA-) VÚ VEiTi-p MfTT HTt ME-P VfflMTÍWCr/lVfSTTÖLUNA \ miAtíÞi VorNt KfNrl HDA &c\Ci ? < wíThab ÍSLENSiCr Hlutverk ríkisins í menntamálum Aðalræðumaður á Viðskipaþingi Viðskiptaráðs setti fram þá skoðun að ef ríkið hefði einhvers staðar hlutverki að gegna þá væri það í menntamálum. Þetta er sjónar- mið sem gjarnan er haldið á lofti, einkum þegar vikið er að mikil- vægi menntunar. Nú skal ósagt látið hvað það í raun var sem ræðu- maðurinn vildi sagt hafa á Við- skiptaþingi með þessum orðum. Jú, eitthvað snerust þessi orð hans um fjárfestingu í menntakerfinu og má líklega túlka það sem svo að hann mælist til þess að ríkið leggi ríflegt fé í málaflokkinn. Einhverjir gætu túlkað orðin á þá lund að ríkið eigi beinlinis að koma að rekstri skóla. Svo má líka túlka þetta sem svo að hlutverk ríkisins lúti að námsefn- inu. Allt að einu er ekki ljóst hvað athafnamaðurinn var að fara með orðum sínum. Gallar á ávísanakerfinu Það er hins vegar hægt að velta fyrir sér þeirri hugmynd að ríkið eigi að skipta sér af menntamálum almennt. Taka má sem dæmi grunnskólann. Ýmsir sem telja sig fylgjandi markaðslausnum og at- vinnufrelsi hafa hvatt til einkafram- taks á grunnskólastiginu. Um leið hefur þó ekki verið hvatt til þess að hið opinbera - sveitarfélög í þessu tilviki - dragi sig í hlé. Þvert á móti er lögð áhersla á að hið opinbera leggi fram fé en einkaaðilar sjái um framkvæmdina og reki skólana. í skýrslu Viðskiptaráðs til Viðskipta- þings er þessi tónn einmitt sleginn og lögð á það áhersla að einkaskólar fái jafnmikið fé með hverju barni af skattfé og hinir opinberu skólar fá. Þetta hefur verið kallað ávísana- kerfi og hefur tíðkast lengi í Banda- ríkjunum og í ýmsum löndum Evr- Sigríður Á. Andersen ópu. Reynslan er hins vegar ekki öll á eina leið. Víst er það til bóta að einkaaðilar fái að spreyta sig á þessu sviði, en ávísanakerfið hefur það einnig í för með sér að skól- arnir verða alltaf háðir hinu opin- bera með margvíslegum hætti. Skattgreiðendur vilja hafa áhrif I Bandaríkjunum sjást áhrif þessa glögglega í námsskrá skólanna sem fylgir nú fast ýmsum reglum rétt- trúnaðarins. Þannig er gerður fyr- irvari við trúfræðslu í skólunum, í nafni stjórnarskrárinnar auðvitað, og svör við ýmis konar siðferðis- spurningum virðast sífellt vefjast fyrir stjórnendum þeirra skóla sem nýta ríkið sem millilið í greiðslu skólagjalda nemenda. Afskipti skatt- greiðenda af skólastarfinu verða þannig ekki minni en foreldra. Það er kannski freistandi að lifa í þeirri trú að þær aðstæður sem hafa skapast í Bandaríkj- unum eigi ekki við hér á landi. Þannig sé trúarhiti nokkrum gráðum lægri á íslandi en vest- anhafs og því ólíklegt að bæna- hald í skólum verði deiluefni hér. Menn skyldu þó ekki halda að svo verði alltaf. Og hvað með ýmis konar annan boðskap sem skólar standa að? Fívað með til dæmis umhverfismál. Þar sýnist nú sitt hverjum og fráleitt að allir foreldrar styðji þann málflutning sem oft er kenndur við umhverf- isvernd og fer fram í skólunum, en á sama tíma óttast aðrir hið gagnstæða, eins og nýleg mót- mæli gegn meintum áróðri Landsvirkjunar fyrir vatnsafls- virkjunum í grunnskólum. Ætli þeir foreldrar myndu ekki eftir sem áður láta í sér heyra þótt Landsvirkjun leitaði samstarfs við einkaskóla, sem fá greitt úr opinberum sjóðum með hverju barni? Á ávísanakerfinu eru því gallar sem ekki verður bætt úr. Hafi menn áhuga á raunverulega sjálfstæðum skólum er ekki um annað að ræða en að foreldrar komi með beinum hætti að rekstrinum og felli niður milliliðinn hvort sem það er ríki eða sveitarfélag. Höfundur er lögfrœðingur. Klippt & skoríð Lesendur Fréttablaðs- ins hafa sumir tekið eftir smávægilegum breytingum á blaðinu undan- farna daga. Þannig hefur til dæmis leiðarasfða Fréttablaðs- ins verið færð aftur fyrir opnu og markar nú upp- haf afþreyingarefnisins aftast í blaðinu. Frétta- haukurinn Jóhann Hauksson sér nú jafnan um dálkinn Frá degi til dags, sem Guðmundur Magnússon annaðist af ekki minni natni til skamms tíma, en sá dálkur er ekki óskyldur þessum. Þá hefur það breyst að nú birtist fyrir neðan kjallaragrein dagsins dálkinn Efst á Baugi, en þar lýsa tveir viðmælendur öndverðum við- horfum til þeirra mála, sem heitast brenna hverju sinni. Ýmsir kimdu þó við heitið Efst á Baugi í Ijósi eignarhalds Fréttablaðsins. Þeim væri þó hollt að minnast þess að dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hélt einu sinni úti tímariti með því heiti og enn áðurbarfréttaskýringaþátturum er- lend málefni á Gufunni þetta heiti. Klippari les að ofurbloggarinn Össur Skarphéðinsson hefur í fyrsta sinn á 15 ára þingferli sínum verið ávíttur af forseta fyrir ummæli í ræðustóli, en Össur sagði eitthvað á þá leið að ákvörðun rikisstjórn- arinnar um stuðning við hernaðaraðgerðir gegn Saddam Hussein f írak hefði í senn verið „lög- laus og siðlaus". Burtséð hvað mönnum finnst um það viðhorf er erfitt að skilja hvað Sólveigu Pétursdóttur gekk til með því að flauta víti á þessi orð. Sérstaklega er það erfitt í Ijósi þess að í sfðustu viku fékk flokksbróðir Össurar, Valdi- mar Leó Friðriksson að segja eftirfarandi í um- klipptogskorid@vbl.is ræðum um heimilisofbeldi öldungis óvittur:„Svo virðist því miður sem stjórnarliðum, herra forseti, sé algjörlega sama um ofbeldi á heimilum, ofbeldi sem konur eru fyrst og fremst beittar." Guðlaugur Þór Þórðarson steig þó í ræðustól og baðst undan aðdrótt- unum af þessu tagi og sagði að þó menn greindi um margt (sölum Alþingis hefði það fram að þessu ekki hvarflað að neinum að bera upp á menn illar hvatir, hvað þá skeyting- arleysi um ofbeldi gagnvart konum og kvaðst vonast til þess að Valdimari hefði einfaldlega orðið fótaskortur á tungu. En þá brá svo við að Valdimar kom aftur upp og sagði orð sín standa.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.