blaðið

Ulloq

blaðið - 23.02.2006, Qupperneq 19

blaðið - 23.02.2006, Qupperneq 19
blaöið FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 VIÐTAL I 19 efni. Það væri miklu einfaldara að gera ekki neitt. Hún er komin út í ána og á eftir að ná landi og mér sýn- ist að margirkennarar munu eiga erf- itt með að fylgja henni eftir. Það er slæmt því mörg verkefni eru óleyst á þessum vettvangi en þó er bót í máli að samtök kennarar hafa sýnt djörfung og dug með því að ganga til samninga við menntamálaráðu- neytið um framtíðar námsskipun í landinu. Ég endurtek, þar er gríðar- lega mikilvægt skref stigið. Innihaldsleysi umræðunar blasir við á síðum dagblaðanna þar sem hver kennarinn á fætur öðrum stígur fram og lítur á það sem níð- ingsverk að stytta framhaldsskól- ann. Ég vil stytta framhaldsskólann og grunnskólann um tvö ár á næstu 5 til 6 árum. Framhaldsskólinn mun fara til sveitafélaganna vegna þess að sveitafélögin sjá möguleika á sam- þættingu milli skólastiganna tveggja. Kennaramenntun mun breytast og laun kennara munu hækka. Þetta eru verkefnin sem kennarasam- tökin og menntamálayfirvöld þurfa að vinna að og þau eru stór. Eg hef enga lausn á því hvernig á að gera það, samræðan er fyrir öllu. Menn verða að horfa fram á veginn, takast á við breytingar og gera það hratt. Tíminn líður á ógnarhraða." Fer í sölumannssokka Ég veit að fjölskylda þín átti máln- ingafyrirtækið Hörpu. Þú ert fræði- maður sem kemur úr viðskiptaum- hverfi. Hefurþað gagnast þér ? „Ég hef litið á fræðin sem sölu- mennsku. Ég fer í mína sölumanns- sokka og sel röksemdarfærsluna sem ég er að vinna með, gef hana út í bók eða birti í tímaritsgrein. Geng jafnvel svo langt að selja hana í við- tali eins og þessu! Ég er höfundur rúmlega tíu bóka og í þeim fjalla ég um sýn mína á 19. og 20. öldina og hugmyndafræðilegar hræringar hér og erlendis. Ég sé ekki mikinn mun á föður mínum sem rak iðnfyrirtæki og kom heim og las ljóð á kvöldin eða mér sem stunda mín fræði og tek þátt í að byggja upp Reykjavíkur- Akademíuna. Ahugi okkar er líkur þó leiðirnar sem við rötum hlykkist eftir ólíkum stígum. Rétt eins og skil á milli grunn- og framhaldsskóla eru að hverfa þá eru skil á milli viðskipta, mennta og at- vinnulífs að riðlast. Sem betur fer er fólk í atvinnulífinu að átta sig á þýðingu þess að hugvísindamenn séu hafðir með í ráðum. Þegar ég geng inn í kennslustofu Háskólans til að kenna nemendum mínum þá segi ég við þá: „Ég er ekki að kenna ykkur staðreyndir. Ég er ekki að færa ykkur þekkingu. Mitt hlutverk er að efla hugmyndaflug ykkar.“ Fólk með hugmyndaflug nýtist alls staðar. Ég var tíu ár í námi í Bandaríkj- unum. Ég veit hvernig Bandaríkja- menn hugsa um menntun og það hefur kannski haft meiri áhrif á mig en umhverfið sem ég ólst upp í. Hvaða áhrifhöfðu Bandaríkin? „Þar voru minni stúkur á milli ein- stakra þátta hins akademíska lífs en ég fann vissulega að ég var í vernd- uðu umhverfi háskólalífsins. Maður umgengst ekki mikið fólk utan við múrinn. En innan múrsins var sam- þætting og samkrull hugmynda. Menn töluðu saman, alveg eins og Kennarasambandið og menntamála- yfirvöld eiga að gera. Um leið og fólk nær saman gerðist sitthvað áhuga- vert og skemmtilegt. Þessa sömu hugsun höfum við innleitt i starf okkar hér í ReykjavíkurAkadem- íunni, hér vinnum við saman að mótun hugmynda, ræðum endalaust um hugmyndir og hugsjónir og við það gerist undrið! Menn mega ekki fara í skotgrafirnar og segja: Það kemur enginn nálægt mér og mínu sérsviði. Bandarískt háskólakerfi og bandarískt samfélag er suðupottur, þar er gerjun og þar eru átök. Menn leysa sín vandamál með samræðum , oft hörðum samræðum þar sem nið- urstaða fæst að lokum. Þegar ég kom heim fannst mér ísland vera dálítið leiðinlegt samfélag. Það var ekkert að gerast. Við vorum að takast á um það hvort ráðherrabílarnir kostuðu fjórar eða fimm milljónir. Mest upplýsandi kennslustund í lýðræði fékk ég í Bandaríkjunum. Þar er venja að forsetinn tilnefni hæstaréttardómara. Þingið kallar síðan fyrir sig þann sem er til- nefndur sem á eftir að hafa gríðar- leg áhrif á hvernig bandarískt sam- félag þroast og spyr hann eða hana spjörunum úr. Það er sjónvarpað frá þessum yfirheyslum og þar er farið í öll grunnhugtökin: Hvað er lýðræði? Hvað er jafnrétti? Ég lærði gríðar- lega mikið af því að fylgjast með þessu, sannkölluð kennslustund í samfélagssamræðu." Hvar stendurðu í pólitík, ertu vinstri tnaður eins og svo margir fræðimenn? „Talandi um andófsafl þá er ég viss um að um leið og vinstri stjórn kemst á í landinu þá verð ég gagn- rýnandi hennar. Ég hef gagnrýnt Hannes Hólmsteinn, ég hef gagn- rýnt Halldór Guðmundsson, ég hef gagnrýnt forsetann, Jón Steinar, Björn Bjarnason og fleiri. Ég veit ekki hvaða mynstur kemur út úr þeirri orðræðu allri. Ég er ekki flokksbundinn. Ég studdi Steinunni Valdísi í prófkjöri Samfylkingarinnar, meðal annars vegna þess að hún hefur sýnt mik- inn skilning á því sem við höfum verið að gera hér í ReykjavíkurAka- demíunni. Hún hefur þá framtíðar- sýn sem ég var að kalla eftir hér fyrr í viðtalinu. Ég hef mikla trú á Vil- hjálmi Þ. Vilhjálmssyni. Ég hef trú á þeirri tegund af stjórnmálamanni sem hann er. Ég hef ekki áhuga á stjörnunum. Mér finnst mikilvægt að menn komist fram úr rúminu án þess að dást að sjálfum sér í spegl- inum í tvo tíma áður en þeir fara í vinnuna. Ég vil fá fólk sem vinnur verkin og leggur sig fram. Ég held að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson geri það og ég held að Steinunn Valdís geri það líka. Ég er ekkert að velta þessu fólki mikið fyrir mér en ég óska þess að það valdi starfinu. En ég ætla og mun veita því aðhald, ef ég sé ástæðu til þess. Rétt eins og ég veiti kollegum mínum aðhald. Ég hef ekki hikað við að gagnrýna ,sögustofnunina“ íslensku, þá sem leiða hina sagnfræðilegu umræðu, meðal annars fyrir að leggja upp i hendur á valdhöfunum efni sem þeir vinna úr í sínum sértæka pólit- íska tilgangi. í Bandaríkjunum tileinkaði ég mér sjónarhorn gagnrýnandans. Það er erfitt að vera gagnrýninn á íslandi því maður er að gagnrýna manninn í næsta húsi eða frænda mannsins í næsta húsi. Ágeng andófsumræða er mikilvæg að mínu viti og því miður er skortur á henni á flestum sviðum mannlífsins hér á landi.“ kolbrun@bladid.net www.ljosin.is Vorwm að fá' rtifjO' fmrffrrcfU' ai íjórcmf/ frá' Zpá'frf Ljósin í bænum ^ SUÐURVERI Opið: Virka daga kl. 10.00 til 18.00, Laugardaga kl.11.00 til 16.00 StigahlíÓ45 105 Reykjavík Sími 553 7637

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.