blaðið - 23.02.2006, Page 20

blaðið - 23.02.2006, Page 20
20 I SWYRTIVÖRUR FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 blaöiö Virkar náttúrulegar vörur í ólífulínu L'Occitane varanna er notað sambland af ólífuolíu og ólífuvatni sem er þrjátíu prósent virkara en E-vítamín. Elísabet Guðmundsdóttir, sölu-og verslunarstjóri, ásamt starfstúlku L'Occitane?,oð"WnM" Ólífuolía mýkir, nærir og endurnýjar Það glöddust margir þegar byrjað var að selja L'Occitane vörurnar á fslandi en fyrir fimm árum opnaði lítil, sæt búð á Lauga- veginum þar sem vörurnar fást. Búðin hefur ekki látið mikið fyrir sér fara en kúnnahópurinn fer stækkandi. Margir kannast við þessar vörur af ferðalögum sínum erlendis og þótti gott að þurfa ekki lengur til útlanda til að kaupa þær. Elísabet Guðmundsdóttir, sölu- og verslunarstjóri L'Occitane á fs- landi, segir að eigandi L'Occitane á íslandi hafi samstundis fallið fyrir vörunum er hann prófaði þær á leið sinni um Frakkland. „Á hótelinu sem hann gisti var karfa með L'Occ- itane vörum. Hann prófaði vörurnar og leist svakalega vel á þær. Hann setti sig því strax í samband við eig- endurna og fékk umboðið. Það var handáburðurinn sem gerði útslagið en hann er einmitt mjög vinsæll í búðinni sem opnaði við Laugaveg í október árið 2001“ Eykur súrefnismettun húðarinnar L'Occitane vörurnar eru gerðar úr náttúrulegu hráefni og segir Elísa- bet rotvarnarefni notuð i eins litl magni og hægt er. „Ef það er mögu- lega hægt að nota náttúruleg rotvarn- arefni þá er það alltaf gert. Þetta eru því virkar náttúrulegar vörur þar sem þekking úr fortíðinni er nýtt auk þess sem unnið er að nýjum uppgötvunum. Nýlega uppgötvuðu rannsakendur L'Occitane að ólífu- vatn eykur súrefnismettun húðar- innar. Þeir hafa sótt um einkaleyfi á samblandi af súrefnismettaðri ólífuolíu og ólífuvatni en sú blanda er þrjátíu prósent virkari heldur en E vítamín til að vinna gegn ótíma- bærri öldrun húðarinnar," segir Elísabet. Úrval verslunarinnar mið- ast við húðsnyrtivörur fyrir allan kroppinn. „Við erum í raun og veru með líkamsvörur frá toppi til táa og til dæmis erum við með fimm and- litslínur. Svo erum við með ýmis- legt aukreitis eins og kerti, reykelsi, strauvökva og sápur svo eitthvað sé nefnt.“ Vönduð gjafavara Elísabet segir viðbrögðin við vör- unumhafaverið góð. „Við erum með stóran og tryggan viðskiptahóp og það eru náttúrlega alltaf einhverjir að bætast við. Þegar við opnuðum fyrst þá kom til okkar fólk sem hafði kynnst vörunum erlendis. Vörurnar eru líka vinsæl gjafavara. I dag á fólk orðið allt og því henta vörunar vel til gjafa því þær nýtast og klárast. Þetta er ekki eitthvað sem fer upp í hillu og safnar ryki þar.“ Möndluolía stinnir og styrkir ,Shea butter hefur alltaf verið mjög vinsælt á íslandi vegna veðráttunnar en Shea butter er nærandi og græð- andi jurtafeiti sem ver húðina," segir Elísabet þegar hún er innt eftir því hvað sé vinsælast. „Möndlulínan hefur Hka verið sérstaklega vinsæl en hún stinnir og styrkir húðina. Óléttum konum er til dæmis ráð- lagt að bera möndluolíu á líkamann á meðgöngu. Húð í góðu jafnvægi eykur teygjanleika sinn betur,“ segir Elísabet að lokum. svanhvit@bladid. net Mýkjandi hárnæring Það sem skilgreinir þessa góðu hárnæringu er sambland af ólífuvatni og ólífuolíu en hún hefur löngum verið þekkt fyrir nærandi, mýkjandi og endurnýjandi áhrif sín. Ólífuvatnið er ekki síðra. Áhrif hár- næringarinnar sjást samstundis en hárið glansar og verður fallegt eftir notkun. L'Occiatane Daili Conditi- oner er skoluð strax úr hárinu en hárið verður léttara auk þess sem auðvelt er að móta það. Dregið úr baugum Allir kannast við að vera með þrútin augnsvæði og bauga. Þetta gagnlega augnkrem, Express Eye Treatment frá L'Occitane end- urglæðir augnsvæðið, dregur úr baugum og þrútnum augnsvæðum. Augnkremið er einnig úr ólífuvatni og er borið á í kringum augnsvæðið. 3Náttúrulegur glans Það er ekki af ólífunum skafið og hér er ólífukrem fyrir hár sem er einkar árangursríkt. Olive Paste for hair er silkimjúk og mild formúla af ólífuolíu og ólífu- vatni sem dregur fram náttúrulegan glans hársins sem verður til þess að hárið er heilbrigt og fallegt. Nærir og mýkir Shea butter hefur löngum verið notað á alls kyns þurrku- bletti ásamt öðru enda jurtafeiti. L'Occitane Shea Butter stendur fyrir sínu en í þessari sætu dollu er hreint Shea Butter sem nærir, mýkir og græðir þurra húð. Kremið er einnig sérstaklega gagnlegt sem varasalvi enda nærir hann varirnar án þess að þurrka þær upp. Full búá aí nýjum vörum Undirföt Sundföt Náttföt Undirfataverslun, SíðlUTIÚIa 3, sími 553 7355. Opið virka daga kl. 11-18, laugard. kl. 11-15. Glæsileg undirföt fyrir fermingfar- dömuna

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.