blaðið - 25.02.2006, Page 10

blaðið - 25.02.2006, Page 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 blaöid Neyðarástand á Filippseyjum Gloria Arroyo forseti fullyrðir að komið hafi verið í vegfyrir áform um valdarán. Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, lýsti yfir neyðarástandi í landinu í gær, bannaði fjöldasamkomur og fyrirskipaði handtökur nokk- urra herforingja og óbreyttra borgara sem sakaðir eru um að hafa lagt á ráðin um að steypa stjórn hennar. I tilkynningu frá Arroyo sagði að sveitir hægri manna og kommúnista hefðu bundist höndum saman um valdaránið. Embættismenn segja að herforingjar uppreisnarmanna hafi ætlað að hvetja til þess að Arroyo yrði steypt af stóli á fjöldafundum í tilefni hátíðahalda vegna þess að 20 ár eru liðin frá því að einræðisherr- anum Ferdinand Marcos var komið frá völdum. Herforingjar viðriðnir valdaránið Sögusagnir um samsæri um að koma Arroyo frá völdum hafa verið háværar í þessari viku en hún hefur verið sökuð um fjárglæfra og svindl í forsetakosningum árið 2004. Þrír foringjar í sérstökum örygg- issveitum hers Filippseyja hafa verið sviptir tign og er mál þeirra í ------qp-- Rebfejan rannsókn samkvæmt tilkynningu frá hernum. Að minnsta kosti átta manns til viðbótar er leitað að sögn aðstoðarmanns forsetans. „Ríkisstjórnin hefur komið í veg fyrir þessar ólöglegu aðgerðir,“ sagði Arroyo í sjónvarpsávarpi í gær og hvatti jafnframt landsmenn til að sýna stillingu. Hún sagðist jafnframt hafa stjórn á ástandinu en hún hefur þegar staðist tvær til- raunir til að steypa henni af stóli frá árinu 2001. Hún tók við embætti for- seta eftir að forvera hennar, Jospeh Estrada, var steypt af stóli í uppreisn hersins árið 2001. Arroyo sagði að óbreyttirborgarar væru viðriðnir samsærið og hét því að haft yrði upp á þeim sem hefðu fjármagnað áætlunina eða komið að henni með öðrum hætti. Verð á hlutabréfum og gengi pesó- ans lækkaði í kjölfar fréttanna. Þrátt fyrir að Arroyo hafi lagt bann við fjöldafundum og hvatt til stillingar þurfti lögregla að beita vatnsþrýstidælum og kylfum til að dreifa um 5000 mótmælendum í höf- uðborginni Manila. I fjármálahverfi borgarinnar komu einnig nokkur þúsund mótmælendur saman og var óeirðalögregla með viðbúnað. (búar 1' Manila, höfuðborg Filippseyja, mótmæltu ríkisstjórn Gloriu Arroyo, forseta, fgær sama dag og forsetinn setti neyðarlög í landinu vegna samsæris um valdarán. FULL BÚÐ AF FRÁBÆRUM AMERÍSKUM HEILSURÚMUM Amerískar heilsudýnur í hæsta gæðaflokki. King Koil hefur framleitt hágæða rúm í Bandaríkjunum síðan árið 1898 og framleiðir í dag einu dýnurnar sem eru bæði með vottun frá FŒR og Good Housekeeping, stærstu neytendasamtök í Bandaríkjunum. ÓTRÚLEG 48.800 ► 20% Eldhúsinnréttingar Baðinnréttingar Þvottahússinnréttingar Fataskápar með venjulegum- og rennihurðum Við seljum allar Nettoline innréttingar með 20% afslætti í tvær vikur (tilboðsdagar 24. feb. -13. mars) Snaigé EL.I3/V KÆU-OGFRYSHSKÁPAR OFNAR - HELLUBORÐ - VIFTUR 58.600 68.500 97.800 Vtö bjóðum einnig fullkomið úrval vandaðra raftækja, Elba eldunartæki og uppþvottavélar og Snaigé kæli- og frystiskápa með allt að 25% afslætti, þegar þau eru keypt með eldhúsinnréttingu HELGAROPNUN Laugardaginn 25. febr. kl. 10-16 Sunnudaginn 26. febr. kl. 13-16 ^Fríform Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 Mafíuforingi ákærður Alríkissaksóknarar í Bandaríkj- unum ákærðu á fimmtudag 32 menn sem grunaðir eru um að vera félagar í Genovese-glæpasam- tökunum. Mennirnir eru ákærðir fyrir ýmsa glæpi svo sem morð, eiturlyfjasmygl og peningaþvætti. Á meðal þeirra sem eru ákærðir er Liborio Bellomo sem talinn er vera foringi glæpasamtakanna. Bellomo situr nú í fang- elsi fyrir fjárkúgun. Vitnisburður Peter Peluso, lögmanns Genovese-fjölskyld- unnar, gerði saksóknurum kleift að ákæra Bellomo fyrir að hafa fyrirskipað morð á Ralph Coppola, fyrrum samstarfsmanni sínum, árið 1998. Bellomo sat í fangelsi á þessum tima en Peluso hefur sagt að hann hafi borið skilaboð frá honum til félaga í samtökunum. Ef Bellomo verður sakfelldur gæti hann átt yfir höfði sér dauðarefsingu. Museveni með forskot Yoweri Museveni, forseti Úganda, var með afgerandi forskot á helsta keppinaut sinn, Kizza Besigye, sam- kvæmt fyrstu opinberu tölum úr for- setakosningum í landinu sem birtar voru í gær. Museveni var með tæp- lega 60% fylgi en Besigye rúmlega 37% fylgi þegar búið var að telja 7,7% atkvæða. Þetta voru fyrstu fjölflokka kosningar í landinu frá árinu 1980. Niðurstöðurnar eru í algeru ósam- ræmi við bráðabirgðaniðustöður sem birst höfðu í fjölmiðlum fyrr um daginn sem sýndu að mjótt væri á munum með frambjóðendunum tveimur. Samkvæmt þeim tölum sem byggðar voru á talningu 5% atkvæða var Besigye með 48,6% atkvæða en Museveni með 47,2%. Flokkur Besigye hefur haldið því fram að svindl hafi átt sér stað í kosningunum og íhuga forsvars- menn hvort þeir muni kæra fram- kvæmd þeirra. Frambjóðandi þarf að fá meira en helming atkvæða til að ekki þurfi að koma til annarrar umferðar í næsta mánuði. Endan- leg úrslit eiga að liggja fyrir í dag. Yoweri Museveni greiðir atkvæöi f forseta- kosningunum I Úganda á fimmtudag. Tugir fórust í eldsvoða Eldsvoði í vefnaðarverksmiðju í Bangladesh varð að minnsta kosti 65 starfsmönnum að bana á fimmtu- dagskvöld. Talið er að allt að 500 manns, aðallega konur, hafi verið að störfum i verksmiðjunni í borginni Chittagong þegar eldurinn braust út. Rashedul Islam, slökkviliðsstjóri, sagði að aðalinngangur verksmiðj- unnar hefði verið lokaður og því hefðu slökkviliðsmenn orðið að bjarga innilokuðum starfsmönnum út um glugga. Islam sagði að þetta væri versti eldsvoði í sögu landsins. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá skammhlaupi í rafmagni og barst hann fljótt um alla bygginguna vegna garns-

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.