blaðið - 25.02.2006, Síða 12

blaðið - 25.02.2006, Síða 12
12 I ERLENDAR FRÉTTIR ,Eg gat valið milli starfa að námi loknu!“ „Eftir 15árí sama starfi ákvað ég að breyta um starfsvettvang og taka nýja stefnu ílífinu. Eftir skrifstofu- og rekstrarnámið hjá NTV fékk ég frábæra vinnu og hef miklu meiri tíma fyrir börnin mín fjögur og kallinn...;-) “ Amheiöur Hafsteinsdóttir Innheimtu- og fjármálastjóri hjá ATH markaöslausnum SKRIFSTOFU- OG TOLVUNAM í níu ár hefur NTV boðið upp á Skrifstofu- og tölvunám. Á þessum tíma hefur námskeiðið þróast mikið og breyst í takt við tímann og vinnumarkaðinn. Það er samdóma álit þeirra sem Ijúka náminu að það sé krefjandi en umfram allt uppbyggilegt, styrkjandi og skemmtilegt. Anton Balasingham, aðalsamningamaður Aðskilnaðarsamtaka Tamíl-tígra og Nimal Siripala, heilbrigðisráðherra á Sri Lanka, takast í hendur fyrir framan Vidar Helgensen, aðalritara norsku sendinefndarinnar, á fundi um friðarsamkomulag á Sri Lanka Borgarastríði afstýrt Erindrekar og fréttaskýrendur sögðu í gær að viðræður á milli stjórnvalda á Sri Lanka og uppreisn- armanna Tamíl tígra hefðu afstýrt því að borgarastríð brytist út á ný. Það er þó undir því komið að báðar fylkingarnar standi við orð sin. Tveggja daga fundur þeirra í Genf í Sviss lauk í gær með samkomulagi um að halda annan fund í apríl. Hættan á borgarastríði er þó ekki með öllu liðin hjá. „Stríð virðist ekki vofa yfir, að minnsta kosti ekki fyrr en eftir 19. apríl,“ sagði Iqbal Athas, fréttaskýr- andi Janes Defense Weekly í gær og bætti við að báðar fylkingarnar muni búa sig undir mögulegt stríð. Uppreisnarmenn eru grunaðir um að hafa staðið að baki árásum á íbili stjórnarherinn í desember og janúar sem vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna segja að hafi orðið meira en 200 manns að bana. Litlu mátti muna að borgarastríð brytist út á ný í kjölfar árásanna. Enn er breið gjá á milli fylk- inganna tveggja enda hefur Ma- hinda Rajapakse, forseti Sri Lanka, hafnað kröfum Aðskilnaðarsinna Tamíl-tígra (LTTE) um eigið land og uppreisnarmenn hóta stríði án eftirgjafar. Dregið hefur úr spennu á milli stjórnvalda og uppreisnarmana eftir að Norðmönnum sem komu á vopnahléi árið 2002 tókst að sann- færa báðar fylkingar til að koma til viðræðna í Genf. Námið er 258 stundir og skiptist í: Tölvunám - 96 stundir - Windows stýrikerfið - Word ritvinnsla - Excel töflureiknir - Power Point kynningarefni - Access gagnagrunnur - Internetið & Tölvupóstur í töivuhlutanum er lögð áhersia á þau forrit sem nemandi þarf að kunna á til að öðlast TÖK-skírteini sem er alþjóðleg viðurkenning á tölvukunnáttu hans. NTV er eini skólinn þar sem öll 7 TÖK prófin og alþjóðlegt prófskírteini er innifalið f náminu. Viðskiptagreinar - ios stundir - Verslunarreikningur - Bókhald - Tölvubókhald Navision MBS® Kenndur er sá hluti verslunarreiknings sem mest er notaður á skrifstofunni og tekin fyrir flest þau atriði sem þarftii að færa bókhald fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjálfsstyrking - 30 stundir - Tímastjórnun og markmiðasetning - Sölutækni og þjónusta - Framsögn og framkoma - Mannleg samskipti - Streitustjórnun - Atvinnuumsóknir Lokaverkefni - 24 stundir - Auglýsingatækni - Markhópagreining - Gerð birtingaráætlana - Gagnvirk tenging forrita - Flutningur lokaverkefnis NTV leggur mikið upp úr því að ná fram því besta úr hverjum og einum nemanda. Það er ekki nóg að búa yfir þekkingu og hæfileikum. Nemandinn þarf einnig að þekkja styrk sinn og veikleika, kunna að stýra tíma sfnum, setja sér skýr markmið og kunna að selja öðrum hugmyndir sínar og skoðanir. „Skemmtilegasti og erfiðasti hluti námsins" segja margir. Unnið er í3-4 manna hópum að markaðssetningu á vöru eða þjónustu. Lokaverkefnisvinnan er skemmtileg, krefjandi og framsett á þann hátt að hún taki á flestum þáttum námskeiðsins. Næsta námsskeið: Morgunnámskeið Kennt er alla virka daga kl. 08:30 -12:30. Byrjar 20. mars og lýkur 31. maí. UPPLÝSINCAR OG SKRÁNING í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn - Hlíðasmára 9 - Kópavogi Myndir birtar af erlendum gíslum Nígerískir aðskilnaðarsinnar birtu á fimmtudag myndir af sjö erlendum starfsmönnum olíufélags sem þeir hafa haldið sem gíslum undanfarna viku og neituðu fréttum þess efnis að samningaviðræður um lausn þeirra stæðu yfir. Á myndunum sjást mennirnir sitjandi á bekk í skóglendi en fyrir aftan þá staiida skæruliðar og beina byssum að höfðum þeirra. Myndirnar voru sendar Reuters- fréttastofunni frá tölvupóstfangi sem áður hefur verið notað af aðskilnaðarsinnum. Skæruliðarnir rændu mönnunum sjö og tveimur til viðbótar af báti í eigu olíufélagsins Shell fyrir viku. Mennirnir hafa hótað því að taka fleiri vesturlandabúa sem gísla frá bæjum við árósa Níger-fljótsins. 01- íuútflutningur í Nígeríu hefur nú þegar dregist saman um fimmtung vegna árása þeirra á olíuvinnslu- stöðvar. Nígeria er áttunda mesta olíuútflutningsríki í heimi. Aðskiln- aðarsinnarnir hafa krafist þess að tveir leiðtogar Ijaw-þjóðflokksins verði látnir lausir auk þess sem þeir vilja fá aukna hlutdeild í oliuauði héraðsins. Ein af myndunum sem aðskilnaðarsinnar I Nígeríu birtu af erlendum gíslum sem þeir tóku í síðustu viku.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.