blaðið - 25.02.2006, Síða 14
blaðiö
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson.
Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber.
HEIMSOKNIR OG
SÖLUSTARFSEMI
Pví er skipulega haldið að íslendingum að afar mikilvægt sé að
ráðamenn sæki heim erlendra starfsbræður sína. Á þeim miklu
útrásartímum, sem nú ríkja er slík innræting áberandi og eru
rökin þau að með því móti megi greiða fyrir viðskiptum, opna markaði
osfrv.
Á síðustu árum hefur því þráfaldlega verið haldið fram að persónuleg
samskipti ráðamanna geti bókstaflega skipt sköpum í málum er varða
þjóðarhagsmuni. Þannig var ítrekað fullyrt að persónuleg vinátta með
þeim George W. Bush Bandaríkjaforseta og Davíð Oddssyni, þáverandi
forsætis- og síðar utanríkisráðherra, hefði í raun komið í veg fyrir að loft-
varnir yrðu lagðar af hér á landi. Þetta kann vel að vera rétt en öldungis
fráleitt er að öryggishagsmunir heillar þjóðar hvíli á vináttu tveggja
manna.
I vikunni sótti Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra heim hinn breska
starfsbróður sinn, Tony Blair. Ekki voru umræðurnar sérlega efnis-
miklar ef marka má þær fréttir, sem fluttar voru af fundinum. Áhersla
var lögð á „samvinnu og vináttu“ sagði í frétt Morgunblaðsins og verða
þau tíðindi vart til að kalla fram jarðhræringar. Á 30 mínútum ræddu
þeir piltarnir Evrópusambandið, mikilvægi Atlantshafsbandalagsins og
stöðu öryggismála á Norður-Atlantshafi. Loks ræddu þeir þróun mála í
frak og upplýsti Blair, sem seint verður vændur um andleysi, að þar væri
í mótun lýðræðisríki.
Opinber heimsókn Halldórs Ásgrímssonar var á hinn bóginn merkileg
að því leyti að þetta var í fyrsta skipti í 17 ár sem íslenskur forsætisráð-
herra heldur í formlega heimsókn í Downingstræti 10. Árið 1988 voru 12
ár liðin frá þeirri síðustu. Sá áróður, sem skipulega er haldið að íslensku
þjóðinni um mikilvægi slíkra heimsókna, á því ekki við um Breta. Við-
skipti og samskipti við það ágæta fólk hafa sýnilega þróast prýðilega
fram án aðkomu stjórnmálamanna.
Á þessu er að vísu skýring. Allt frá í valdatíð Margaret Thatcher hafa
stjórnvöld í Bretlandi haft lítinn áhuga á fslendingum. Þorskastríðin
fóru afar illa í marga í Bretlandi líkt og alkunna er og þjóðernissinnar á
borð við Thatcher telja litla ástæðu að eiga samskipti við þessa yfirgangs-
sömu dvergþjóð í norðri. Þekking eftirmanna Thatcher á málefnum fs-
lands hefur staðið í réttu hlutfalli við áhuga þeirra.
Ef til vill er þetta að breytast. Það væri jákvætt. Góða vini eiga menn
að fara að finna oft. Samskiptin við Breta sýna hins vegar að best er að
auðvaldið annist sölustarfsemi erlendis og það beri kostnaðinn en skatt-
greiðendur ekki.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjóm & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aðalsimi: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Sfmbréf áauglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Islandspóstur.
RJÓMABOLLUR
rjóminn í bollunum.
JARDARBERJABOLLUR
keyptu nokkrar svo þú þurfir
ekki að koma strax aftur.
PUNSBOLLUR
ein til tvær til að byrja með og
svo fleiri.
VATNSDBGSROjLUJR
það mun sjást á svipnum á þér
að þú hafir fengið eitthvað gott.
ÓPALTAR 8ÓLLUR
efri helmingurinn er helmingi betri
SVO SÆTAR AÐ ÞU GÆTIR ETIÐ ÞÆR
Dagana 25.-27.febrúar fer mikið fyrir gírnilegum bollum af
ýmsu tagi sem bíða þess óþreyjufullar að viðskiptavinur
KÖKUBANKANS gæði sér á þeim.
Opnunartimí:
7.30-18.00 manudaga -fóstudaga
e.00-16.00 laurjardaga
9.00-16.00 sunnudaga
SnKökubankinn
CLdhJ BAKAKt k o H f> I r o P I
Iftnbúð 2 - Garðabæ - sími: 565 8070
14 I
LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 blaöiö
tfií n£> os Tmr owuj? mmm\\ nfm/i
bav pvRjfl SrlWD/i KVMLÍP fyrr oa
KLáRA StMKT2PUÓP ÚX\ SBfWNA EN UNGMÉNW
f ö-e>WAA . EfCKt >URFí Ap
vtRA Sff/WHENGf m Á Vi/Li.
•si
Samfylking gegn sykri
Fyrir tilviljun sá ég á dögunum
tillögu til þingsályktunar um tak-
mörkun auglýsinga á óhollri mat-
vöru. Tilgangurinn mun vera sá
að sporna við offitu. „Dæmigert
fyrir Vinstri-græna að vera á móti
auglýsingum á súkkulaði,“ hugsaði
ég. Svo sá ég mér til hrellingar að
það eru félagar mínir í Samfylking-
unni sem hafa gert það að sérstöku
baráttumáli sínu að vera á móti
auglýsingum.
Kóka kóla slær í gegn
„Þýðir þetta að ekki má lengur sýna
kóka-kóla auglýsinguna?" hugsaði
ég. Svo mundi ég að ég hef ekki séð
á stórkostlegu auglýsingu lengi.
mörg ár boðaði þessi auglýsing
komu jólanna. Ég er vitaskuld að
tala um auglýsinguna þar sem
hópur fólks af öllum kynþáttum
myndaði jólatré, með kókflösku í
hendi og söng um ást og heimili og
alls kyns fallega hluti. í lokin dásam-
aði það svo kóka-kóla, þann mikla
unaðsdrykk sem seint verður oflof-
aður og er með því allra besta sem
hefur komið frá Ámeríku.
Ég verð að viðurkenna að þegar
ég skrifa þetta þá ómar lagið í höfði
mér og ég verð dreymin til augn-
anna. Kannski finnst einhverjum
það til marks um hversu auðvirði-
legt afsprengi auðvaldsþjóðfélags-
ins ég er, en mér er alveg sama. Eg
vorkenni öllum þeim börnum sem
ekki hafa notið þeirrar gæfu að
sjá þessa auglýsingu. Hún gerði líf
manns sannarlega skemmtilegra.
Kóka-kóla er ennþá að auglýsa og
fyrir örfáum árum sýndi jólaauglýs-
ing þeirra krúttlega ísbirni sem voru
saman í hóp og nutu þess vitanlega
að drekka kók. Ég trúi ekki öðru en
að börn hafi haft gaman af þeirri
auglýsingu, sem sennilega verður
bönnuð fái vilji Samfylkingar að
njóta sín.
Slæmur merkimiði
Kolbrún Bergþórsdóttir
Ég efast ekki um að það sé drepleið-
inlegt að vera í stjórnarandstöðu og
að það kosti átak og erfiði að láta
sér detta eitthvað snjallt í hug. En
er ekki mögulegt að Samfylkingin
geti fundið sér eitthvað til dundurs
annað en að smíða þingsályktunar-
tillögu eins og þessa? Hvenær varð
Samfylkingin að forræðishyggju-
flokki? Mér sýnist að með þessu
áframhaldi fái Samfylkingin á sig
merkimiðann: Samfylkingin - Gerir
lífið leiðinlegra.
Einn þingmaður Samfylkingar
hefur risið upp og andmælt forræð-
ishyggju flokksins. Sá heitir Björvin
G. Sigurðsson. Hann er á þeirri línu
sem Samfylkingin ætti að fylgja
en ég er farin að óttast að skoð-
anir hans séu í minnihluta innan
þingflokksins.
Hvar iiggja mörkin?
Og hvað ætlar Samfylkingin sér með
þessari bjálfalegu þingsályktun?
Trúir hún því virkilega að með því að
banna sýningu sælgætisauglýsinga
fyrir klukkan níu á kvöldin komi
hún í veg fyrir offitu barna? Og þar
sem hún er nú komin í þennan ham-
inn þarf húnþá ekki líka að ráðast á
önnur vígi. Á vinnustað mínum er
ég með sérstaka sælgætisskúffu. Þar
eru sykurhlaup, fjórar tegundir af
súkkulaði, lakkrískonfekt og fylltur
lakkrís. Öll börn sem koma á vinnu-
staðinn fá að vaða í þessa skúffu.
Þau ljóma eins og sólin meðan þau
háma í sig sælgæti. Ætlar Samfylk-
ingin að veita mér ákúrur fyrir að
hleypa börnum í þessa sykurskúffu
hvenær sem er og stuðla þannig
hugsanlega að offitu þeirra? Ætlar
hún að beina því til mín að ég gefi
þessum börnum gulrót í stað syk-
urs? Hvar ætlar flokkurinn að setja
mörkin?
Stjórnmálaflokkar eiga ekki að
ala upp fólk og þeir eiga ekkert með
að skipta sér að barnauppeldi hjá
fólki úti í bæ. Komist Samfylkingin
í ríkisstjórn verður hún vonandi í
teymi með flokki sem stöðvar þessa
vitleysistilburði hennar. En kannski
er von til að hún.taki sig saman i and-
litinu. Hún á jú ráðherraefni eins og
Björgvin og ætti að taka sér góðan
tíma til að hlusta á varnaðarorð
hans. Staðan innan þingflokks Sam-
fylkingar er orðin þannig að maður
fagnar hverjum þeim þingmanni
sem talar eins og jafnaðarmaður. Og
þeir eru svo sannarlega ekki margir.
Höfundur er blaðamaður
klipptogskorid@vbl.is
Klippt & skorið
N
ú hefur
komið íljós
að þekking
i opinberum kreðs-
um er ekki meiri en
svo að enginn mundi
eftir því að sjálfur
Steingrímur Her-
mannsson hefði hitt
Margaret Thatcher á fundi í Downingstræti
io í desember árið 1988. í samtali við Morgun-
blaðið í gær segir Steingrímur: „Ég átti fund í
Downingstræti 10 með Margaret Thatcher 6.
desemberi988 og ræddi þarmeðal annars við
hana um Rockall-svæðið sem Bretarætluðuað
gera tilkall til vegna f iskveiðilögsögu sinnarog
ég gerði henni grein fyrir því að við íslendingar
teldum okkur eiga þar líka fiskveiðiréttindi."
Skömmu siðar, segir Steingrímur, hitti hann
Thatcher á ráðherrafundi NAT0: „Þá kom hún
til mín og spurði hvort það væri ekki rétt að ég
væri forsætisráðherra
( samsteypustjórn og
þyrfti að treysta á fleiri
flokka og ég sagði að
það væri rétt. Þá sagði
hún: „Vesalings maður-
inn". Það var augljóst
málaðhún vildihafaöll
völdin i sínum höndum,
enda Járnfrúin kölluð."
Gunnar Ágústsson verkfræðingur
skrifar athyglisverða grein í Frétta-
biaðið I gær undir fyrirsögninni
„Kjósum þá sem vilja stjórna sem minnst".
Gunnar ræðir þar um sveitarstjórnarkosning-
arnar i vor og segir loforðabylgju stjórnmála-
mannanna strax skriðna af stað. Gunnar segir:
„Flestir lofa gulli og grænum skógum; fleiri
(þróttahúsum, betri skólamáltíðum, leikskóla-
þlássum, auknum útgjöldum, hærri sköttum.
Viljinn til framkvæmda er til staðar og flestir
hafa sín gæluverkefni sem þeir vilja vinna að. (
stuttu máli er kjósendum yfirleitt lofað að þeir
muni hafa minna á milli handanna svoað stjórn-
málamenn og eftirlætisþrýstihópar þeirra geti
haft meira á milli handanna". Slðar segir í
grein Gunnars: „íslensk sveitarfélög vantar
sveitarstjórnarmenn sem hætta að kenna ríkis-
valdinu endalaust um eigin ðráðsfu og lélega
fjármálastjórn. Sveitarfélög hafa aidrei haft
meira á milli handanna og þurfa að skila þvt i
auknum mæli afturtil borgaranna...."