blaðið - 25.02.2006, Síða 16

blaðið - 25.02.2006, Síða 16
16 I FRÉTTASKÝRZNG LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 blaöiö Jafnræði til barneigna: til hamingju íslendingar! Opið bréftil Péturs Blöndal og ritstjóra Blaðsins frá Ólöfu Ýrr Atladóttur I dag, 24. febrúar, ákvað ríkisstjórn Islands að veita styrki til foreldra sem ættleiða börn sín erlendis frá. Þar með hefur rík- isstjórnin staðfest þá stefnumörkun ólöfÝrr að aðkoma hins Atladóttir opinbera að barn.................. eignum eigi ekki að vera háð því hvar eða með hvaða hætti börnin hafa komið undir. Það hefur valdið mér nokkrum áhyggjum að lesa umfjöllun Blaðs- ins um þessi mál á undanförnum dögum, þar sem bæði leiðarahöf- undur Blaðsins og viðmælandi þess 18. febrúar sl„ Pétur Blöndal, virð- ast vilja setja barneignir okkar sem höfum farið þá leið að ættleiða - og jafnvel barneignir almennt, undir hatt almennrar neyslu. Ég hlýt að trúa því að þessir aðilar vilji vera leiðréttir, enda er ljóst að það kemur ekki samfélaginu til góða ef farið verður að líta á börn sem hluta af einkaneyslu foreldranna. Ég minni á að samkvæmt lögum eru öll börn á íslandi jöfn og njóta jafnra réttinda. Það að telja eðlilegt að hluti foreldra greiði allan þann kostnað sem í barn- eignum sínum felst, á meðan aðrir foreldrar njóta liðsinnis hins opin- bera við barneignir gefur til kynna augljósa mismunun - eða eru öll ís- lensk börn ekki jafnmikilvæg inn í íslenskt samfélag? Til þess að leiðrétta leiðan mis- skilning vil ég fara þá leið að svara fullyrðingum Péturs Blöndal og leiðarahöfunds Blaðsins í nokkrum liðum. Ég mun þó, til að spara pláss, einskorða mig við þær fullyrðingar sem mér finnst skjóta skökku við. Um Ieið þakka ég jákvæð orð þess- ara aðila í garð kjörforeldra. í.Pétur Blöndal ýjar að því í grein sinni að vanmáttur til þess að safna fyrir barneign sinni gefi til kynna að hinir verðandi foreldrar muni ekki gata axlað fjárhagslega ábyrgð á uppeldi barnanna sinna. Af sama toga er samanspyrðing leið- arahöfundar Blaðsins 21. febrúar, þar sem hann tengir saman neyslu- gleði fslendinga og kostnað við barn- eignir. Þetta erund- arleg röksemda- færsla. Með sömu rökum, þá ætti líklega að hafa einhverskonar hámarksaldur fyrir aðgang verðandi foreldra að stuðningi hins opinbera almennt. Fólk yfir ákveðnum hámarksaldri væri þannig látið standa alfarið straum af kostnaði við barneignir sínar - eða ætti kannski stuðningur ríkisins að fara stigminnkandi þar til þessum hámarksaldri væri náð? I ljósi þess að aldur mæðra við fyrstu barneign fer hækkandi hér á landi sem og ann- ars staðar yrðu þá æ fleiri foreldrar settir i þá aðstöðu að eiga börn sín sem hluta af einkaneyslu sinni. Með þvi að taka viðhald samfélags- þegnannaútúrjöfnusamneyslunnar, þá erum við að stuðla að gjaldþroti þeirrar samfélagsgerðar sem við höfum alist upp við. Barneignir, af hvaða toga sem þær eru, eru viðhald samfélagsins nauðsynlegar - börn dagsins í dag verða burðarásar sam- félagsins síðarmeir. 2.Pétur fer svo hring í ummælum sínum, þar sem hann segir mega færa rök að því að kjörforeldrar fái greiddan kostnáð sem samsvarar kostnaði við fæðingu og sængur- legu hérlendis. Þakka þér fyrir Pétur, þetta er nákvæmlega það sem kjörforeldrar hafa verið að tala um, sjálfsagt jafnræði í stuðningi hins opinbera við barneignir. Ekki sérmeðferð - og það hefur ríkis- stjórnin samþykkt í dag. 3.Pétur ræðir síðan glasa- frjóvganir og viðrar þá skoðun sínar að eðlilegt væri að foreldrar end- urgreiddu aðeins þær glasafrjóvg- anir sem heppn- ast. Nú hef ég ekki mikinn bak- grunn í rekstr- arhagfræði, en ég skil ekki að það sé árangurs- vænt viðskipta- líkan að gera ráð fyrir að þurfa að standa sjálfur straum af 60% þeirrar þjónustu sem maður veitir. Glasafrjóvganir tak- ast nefnilega ekki alltaf, en það segir ekki til um hæfni þeirra sérfræðinga sem starfa að þessum málum hér á landi. Líkurnar á því að glasa- frjóvgun heppnist eru því miður enn takmarkaðar mestmegnis af líf- fræðilegum orsökum - og ég þekki ekkert viðskiptalíkan sem hefur náð böndum yfir náttúruöflin. Aðrar Evrópuþjóðir eru margar hverjar að vakna upp við vondan draum þessi misserin, þar sem það að líta á barneignir almennt sem hver önnur vörukaup hefur leitt til þess að nýliðun borgaranna er komin langt undir það sem nauð- synlegt er til að viðhalda þeim lífs- skilyrðum sem fólk gerir kröfur til í dag. Ég vek athygli m.a. á umfjöllun the Observer 19.02.2006 um þessi mál í Bretlandi, svo og á umfjöllun Stern (“Deutschland - Land ohne Kinder?”) sl. sumar um sömu mál í Þýskalandi. Barneignir teljast ekki til einkaneyslu og umfjöllun um þær á ekki að vera undir formerkjum einkaneyslu. Ég vona að þessi orð mín geti orðið til þess að eyða þeim misskiln- ingi sem ríkt hefur á siðum Blaðsins að undanförnu. Vegna þess að eitt er rétt hjá leiðarahöfundi Blaðsins. Málið er hápólitískt. Það varðar jafn- ræði þegnanna, mismunun barna gagnvart hinu opinbera, fordóma, og framtíðarstöðu íslensks samfé- lags. Ríkistjórn Islands hefur i dag stigið mikilvægt skref í átt til auk- ins jafnræðis. Eg óska okkur öllum til hamingju með það. Höfundur er móðirþriggja ára telpu. Mikilvæg réttarbót fyrir kjörforeldra Eftir Björn Inga Hrafnsson Eins og oft hefur komið fram á þess- ari siðu, hafa sam- tökkjörforeldra og íslensk ættleiðing bent á það að und- anförnu að vænt- anlegir kjörfor- eldrar sitjiekkivið sama borð og kjör- foreldrar á hinum Norðurlöndunum þegar kemur að styrkjum vegna ættleiðinga. Málið hefur verið til skoðunar á vettvangi fjölskyldunefndar ríkisstjórnar og á ríkisstjórnarfundi í morgun ákvað ríkisstjórnin að styrkja ættleið- ingar og útfæra það nánar í næstu fjárlögum. Þetta er auðvitað mikilvæg réttarbót fyrir kjörforeldra, sem hafa oft þurft að horfa upp á mikinn kostnað sam- fara því að láta langþráðan draum sinn rætast. Frumkvæði Árna Magn- ússonar, félagsmálaráðherra, er lofs- vert og einnig má geta þess að Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknar- flokksins, vakti athygli á þessu máli á þingi í síðustu viku auk þess sem Samband ungra framsóknarmanna ályktði í þessa veru á stjórnarfundi fýrir fáeinum vikum. Þegar þetta mál er skoðað í sam- hengi við ýmis önnur framfaramál, sem samþykkt hafa verið að undan- förnu, s.s. réttindi samkynhneigðra, aðstoð við foreldra langveikra barna, styrki vegna gleraugnakostnaðar barna og margt fleira, sést greinilega að Framsóknarflokkurinn vinnur innan ríkisstjórnarinnar undir sínu gamla slagorði: Fólk í fyrirrúmi. http://www. bjorningi. is/ Höfundur er aðstoðarmaður forsætisráðherra VIKUR GÆÐIOG GOÐ ÞJONUSTA! TANGARHOFÐA 1 SIMI 557 7720

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.