blaðið - 25.02.2006, Page 27

blaðið - 25.02.2006, Page 27
blaðiö LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 TÍSKA I 27 Það sem gert er í góðum tilgangi skilar sér 99.................... Ég er sannfærð um ef að barn sem hefur verið beitt kynferðislegu ofbeldi horfir á auglýs- inguna þá auki það lík- urnar á því að það segi frá og leiti eftir hjálp. Hafiðþið heyrt afeinhverjum sem hefur leitað sér hjálpar í kjölfarið afþessum auglýsingabirtingum? Já, við höfum upplýsingar um það. Hingað hringdi líka kona mjög reið sem taldi þetta hræðilegt sem við erum að gera. Við ræddum við hana í rólegheitum og þá kom í ljós að hún hafði sjálf lent í þessu. Við sýnum þessari miklu reiði bæði skilning og samúð. Verðum að benda börn- unum á hætturnar Ertu hrædd um aðþessi auglýsing verði tilþess að menn verði hrædd- ari við að umgangast börnin stn eðlilega af ótta við að vita ekki hvað má og má ekki? Nei. Það held ég alls ekki. Ég hef talað við fjöldann allan af feðrum sem eru mjög áhugasamir og vilja fá meiri fræðslu. Ég vildi að það hefði verið maður í mínu lífi sem hefði kennt mér meira um eðlileg sam- skipti á milli kynjanna. Að ég hefði lært það af pabha mínum frá byrjun. Þannig að jú, við höfum alveg spáð í þá hlið málsins, en ég hef ekki trú á að svo verði. Getur þessi herferð orðið til þess að við verður ónæmari fyrir um- ræðu um þessi mál? Miðað við það að meðvitund barna um hvað það er sem er í lagi og hvað er ekki í lagi hefur minnkað vegna þess að það er orðið svo mikið áreiti af frekar ógeðfelldu efni. Ég þarf að minna mín börn á að þetta sé ekki raunveruleikinn sem þau eru að horfa á í sjónvarpinu. Það sem við setjum fram í þessari aug- lýsingu er raunveruleikinn. Það er ekki verið að setja þessi börn í ein- hverja múnderingu eða búa til úr þeim einhverjar fígúrur. Þetta eru bara börn í sínu um- hverfi og þetta er það sem þau myndu segja. Þau segja þetta auð- vitað með mismunandi hætti því þau eru á ólíkum aldri. Og þegar ég tala við börn þá geri ég það ekki eins við þau öll. Það fer eftir aldri barnanna. Af hverju viljum við að börnin okkar lifi í óraunhæfum draumaheimi þar sem ekkert er slæmt? Heimurinn er ekki þannig og við þurfum að upplýsa börnin um hætturnar. En það skiptir auð- vitað máli hvernig við gerum það. Öll börnin sem eru í þessum aug- lýsingum fengu öll að ákveða það sjálf og voru uppfrædd um efnið og hvaða áhrif þetta gæti haft á umhverfi þeirra. Þau voru mjög stolt af því að taka þátt í því að fá að hjálpa til að fræða foreldra um hvað börn eiga að geta sagt og hvað þarf til að fræða börnin okkar um mörk og samskipti á milli barna og fullorðinna. Auglýsingar svipaðar þessari um- deildu íslensku hafa verið sýndar í Bretlandi og Bandaríkjunum svo þessi aðferð er ekki ný af nálinni og einhver reynsla þegar til staðar. Þorgeir Magnússon, sálfræðingur á þjónustumiðstöð Árbæjar og Graf- arholts segir að ekki sé hægt að segja að nein ein leið sé rétt í svona málum. Hann segir þó að ekki megi fara fram með ógáti. „Ég er ekki að segja að þarna hafi verið farið yfir strikið. Það er gott ef þetta verður til þess að auka umræðuna. En þessi auglýsing er óvenjuleg, það er alveg ljóst. Það þarf að nálgast þetta úr mörgum áttum. Aðallega með fræðslu og þá til foreldra og fagaðila, eða þeirra sem vinna með börnum. I þessari auglýsingu er verið að hvetja börn til að tjá sig en fullorðna fólkið verður þá að vera til staðar til að hlusta. Reynslan sýnir að það er ekki alltaf þannig. Við þurfum að yfirvinna ákveðinn persónulegan þröskuld til að meðtaka það þegar okkur er sagt frá svona málum.“ Svona er heimurinn Þorgeir segir umræðu um kynlíf milli barna og foreldra vera eðlilegt tabú en að umræða um kynferðismál sé hins vegar nauðsynleg. „Svona er heimurinn." Telurðu að þessi auglýsing muni hafa góð áhrif á börn? „Það er erfitt að segja. Þessi auglýs- ing vekur börn til umhugsunar og þá verða þau að hafa einhvern hjá sér til að tala við. Hún er auðvitað ekki mat- reidd þannig að þau geti meðtekið efnið án þess að ræða það frekar. Ég er auðvitað hlynntur því að þessir hlutir séu ræddir við börn af skyn- semi. En það skiptir máli að þau séu ekki hrædd að óþörfu eða komið inn hjá þeim tortryggni. Þetta er allt gert í góðum tilgangi og allt sem þannig er gert skilar sér. Svo er auðvitað spurning hvaða áhrif þetta hefur. Það eru væntan- lega bara stundaráhrif því það þarf meira til. En aukin umræða er mjög jákvæð og það hefur margt breyst með árunum. Það er mikið betur unnið að þessum málum en var hér áður fyrr. Það þarf eitthvað meira að koma til. Ég held að þessi auglýsing fari ekki yfir mörkin. Þegar þessi mál eru rædd við börn þarf að gera það opinskátt og hispurslaust. En auðvitað þarf maður að velja sér stað og stund.“ Mér finnst hafragrautur vera nammi namm Hafrajrautur jyrir örbyljjuofnivm jæst meðepla- op kanilbrajíioj ávaxta oj berjabrajíi. Fljótlejur oj bollur morjunmatur. 1 Helltu haframjölinu úr pokanum iskál 2 Settu 1,5 dl. afvatni úti (notaöu pokann undir vatnið - nákvœmlega rétti skammturinn) 3 Tilbúinn í örbylgjuofninum á21/2mínútu ernak@bladid.net

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.