blaðið - 25.02.2006, Síða 30

blaðið - 25.02.2006, Síða 30
30 I VIÐTAL LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 blaðiö Utlitsdýrkun og sjáltseyöilegging Alma Geirdal, sem er í forsvari fyrir Forma-samtökin, segir samfélagið alltof upptekið afútlitinu Átröskunarsjúklingum hefur farið ört fjölgandi um gjörvallan heim og þar er ísland engin und- antekning. Rannsóknir benda til þess að sífellt fleiri þjáist af lystar- stoli eða búlimíu á einhverju stigi og að stúlkur séu sláandi ungar þegar þær fyllast áhyggjum af holdarfari sínu. Alma Dröfn Geirdal hefur und- anfarin misseri helgað sig baráttu í þágu sjúklinga og átt veg og vanda af hinum ýmsu fyrirlestrum og sam- komumtengdumsjúkdómnum. Sjálf háði hún harða baráttu við átröskun og er því flestum hliðum sjúkdóms- ins kunnug. Hún segir mikilvægt að segja sjúkdómnum stríð á hendur og vekja alla til umhugsunar um þá alvöru sem hér um ræðir. „Það verður bara að taka í taumana og gera þjóðinni viðvart um hvernig ástandið er orðið. Það hefur reyndar verið ágætis umfjöllun um sjúkdóm- inn undanfarið en kannski má fara að breyta umræðunni og gera hana markvissarisegir Alma og ítrekar að staðan sé orðin mjög slæm. „Hópurinn fer stækkandi og það er alltof mikið af nýjum tilvikum. Ég fékk til mín sex ný tilvik í síð- ustu viku en það segir auðvitað bara meira en þúsund orð.“ En hvað er að samfélaginu - afhverju geristþetta svona ört? „Samfélagið er náttúrulega svo of- boðslega upptekið af þessu. Það fer ekkert framhjá neinum að megrunar- æðið er þvílíkt og það virðist enginn vera maður með mönnum nema vera í megrun eða átaki. Helst áttu að borða bara grænmeti og drekka te, ef þá eitthvað. Fólk er bara orðið alltof upptekið af útlitinu," segir hún en bætir við að ekki sé hægt að skella skuldinni bara á tískuheim- inn eða þau myndbönd sem prýða sjónvarpsútsendingar. „Þetta er ekki bara tískuheim- inum að kenna og því hvernig hinar ýmsu stjörnur eru í sjónvarpinu. Þetta er mikið til vegna auglýsinga og umfjöllunar í blöðum og öðru, en það er endalaust verið að mæla með hinum og þessum kúrum sem gera eiga líkamann sem grennstan. Fyrir átröskunarsjúklinga er það alveg jafn mikið eitur og að auglýsa sígar- ettur og alkóhól. Það er bannað og því ætti að banna þessar auglýsingar, sem ég vil kalla áreiti, lika. Ég sá ein- mitt um daginn auglýsingu frá lyfja- fyrirtæki hérna á íslandi þar sem verið var að auglýsa sorbitol sem er hægðalosandi lyf. Það geta allir sagt sér hvernig skilaboð slíkt gefur.“ Stjörnurnar ekki heldur fullkomnar Alma er einn af forsprökkum sam- takanna Forma, en það eru hags- munasamtök átröskunarsjúklinga í bata. Hún og samstarfskona hennar, Edda Ýr Einarsdóttir, hafa haldið fyrirlestra um sjúkdóminn og tekið heilu hópana í ráðgjöf. „Nú erum við líka farnar að hafa árlegan viðburð, ímynd, en það er nokkurskonar dagur átröskunar og öllum opinn, bæði sjúklingum og aðstandendum. Við reynum að byggja þetta upp þannig að fólk laðist að samkomunni og í boði eru fyrirlestrar, reynslusögur og skemmtiatriði. Þetta er einn liður í því að efla umræðuna og gera hana viðameiri og sem betur fer höfum við fengið góðan meðbyr hjá fólki,“ segir Alma og tekur fram að aðstand- endur geti þurft jafn mikla hjálp og sjúklingarnir. „Aðstandendur vita oft ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Það er erfitt að eiga við sjúkdóminn og yfirleitt breytast einstaklingarnir til muna. Þá er það í raun annað hvort sjúkdómurinn eða einstaklingurinn sem talar og þú veist jafnvel aldrei við hvorn þú ert að tala. Þess vegna er mjög mikilvægt að fólk sýni þol- inmæði og veiti sjúklingnum enda- lausa ást og umhyggju.“ Oft er talað um fyrirsætur, leik- og söngkonur, ogaðrarfyrirmyndir sem ýta þessu afstað hjáfólki. En getur þetta ekki verið einhver kvilli sem er að brjótast um í einstaklingnum sjálfum, jafnvel gömul mein eða erf- iðleikar úr œsku? „Átröskun er huglægur sjúkdómur og mjög tilfinningatengdur. Þetta er ekki alltaf spurning um eitthvað eft- irsóknarvert útlit eða mat, þó svo að það sé það sem sjúklingar óttast á yfirborðinu. Rannsóknir benda til að áföll, einelti eða kynferðislegt of- beldi geti haft hérna mikil áhrif. Ein- elti er t.a.m orðið afar algeng orsök átröskunar. Annars er erfitt að al- hæfa um hvað veldur - þetta er mjög mismunandi meðal sjúklinga." Sitt sýnist hverjum hvað varðar eft- irsóknarvert útlit. Eru ákveðnar ímyndir semfólk scekist í að líkjast? „Það eru alltaf einhverjar ímyndir en svo þarf náttúrulega bara að skoða þær. Þessar stjörnur allar eru til dæmis allt stúlkur sem vakna úldnar á morgnana og glíma við sömu hugsanir og við. Þær eru ekkert alltaf svona flottar eins og á rauða dreglinum - það er bara þeirra starf og þess vegna sjáum við þær yfirleitt rosa glæsilegar. Hver getur ekki strílað sig upp og gert sig glæsilegan? Við erum bara alltaf að fá einhverja falska mynd af þessu fólki og endalaust verið að leggja áherslu á manneskjuna útfrá líkam- anum, sem er oft bara bull. Það er búið að breyta og laga alveg í gríð og erg og því erfitt að taka mikið mark á þessu. Málið er samt bara að við erum að samþykkja þetta - samfélagið tekur á móti þessu þó svo að það gefi ungum stúlkum ranghugmyndir." Þarft að vera mjög slæmurtilaðfáhjálp Alma segist hafa kynnst mörgum sjúklingum sem komnir eru afar langt auk þess að hafa sjálf barist við sjúkdóminn til langs tíma. Líf hennar hefur tekið stakkaskiptum eftir að hún losnaði úr fjötrum sjúk- dómsins og dagleg líðan er mun betri. „ Ég var algjörlega hætt að vera einstaklingurinn sem ég var og fór að gera hluti sem ég hafði aldrei gert áður. Maður fór oftar en tíu sinnum í ræktina í viku og það sner- ist gjörsamlega allt um þetta. Ég veiktist mjög fljótt eftir meðgöngu á stráknum mínum og fullkomnun- aráráttan var þvílík, mér fannst ég þurfa að standa mig í öllu,“ segir Álma en hún tekur þó fram að hún hafi ekki alltaf verið viðurkennd sem sjúklingur. „Greiningarskilgreiningin erualltof gróf og þú þarft að vera komin alveg á ystu nöf til þess að vera greindur. Það var oft sagt við mig að ég væri veik en kannski ekki nógu slæm til þess að fá viðunandi hjálp. Þetta er náttúrulega mjög slæmt mál.“ Geturðu sagt okkur frá einhverjum slœmum tilfellum sem þú hefur kynnst? „Eitt tilvik er ofarlega í huga mínum núna - stelpa sem leitaði hjálpar hjá okkur en hún hafði farið fimm sinnum i hjartastopp eina helg- ina. Hún var útskrifuð degi eftir inn- lögnina, þegar hún var rétt komin með rænu á ný. Það að sjúklingur sem þessi sé útskrifaður segir okkur bara hvernig heilbrigðiskerfið er.“ Nú er verið að koma áfót nýrri deild fyrir átröskunarsjúklinga. Er það ekki skrefí áttina? „Þessi nýja deild er auðvitað skref í áttina, en samt er þetta bara dropi í hafið. Þetta er ágætis þróun en við megum ekki gleyma því að það tók fjögur ár að koma henni upp og ég er síður en svo til í að bíða í önnur fjögur eftir næsta skrefi. Mér finnst öll meðferðarúrræði hérna alveg til háborinnar skammar. Plássin eru ekki næg og þetta er alls ekki viðunandi." 6 ára stúlkur hafa sumar áhyggjur af líkamanum Aldur þeirra sem velta fyrir sér þyngd- inni færist sífellt neðar og þess eru dæmi að 5 og 6 ára börn velti fyrir sér líkama sinum og því sem þau borða. Alma segist ekki geta útskýrt þetta þó svo að hana gruni að ung- dómurinn í dag sé uppteknari af því að vera flottur en áður. „Þegar maður var sjálfur ungur snerust hlutirnir bara um að vera úti að leika og hitta krakkana. 1 dag virðast stelpur vera svo uppteknar af því að vera pæjur sem fyrst og út- litið er hjá sumum númer eitt, tvö og þrjú. Ég hef verið með tíu ára krakka í fræðslu og þar eru einkennin áber- andi, sem er alveg skelfilegt." En er svona ofboðslega fallegt að vera horaðurþegar öllu er á botninn hvolft? „Nei, ég er sko fljót að svara því - það er alls ekki svo. Vigtin er ekki aðalatriðið og að mínu mati ekki hægt að mæla kjörþyngdina, enda bein fólks og vöðvabúskapur mis- þung. Sjúklingar reyndar gera sér alveg grein fyrir því að það er ekki endilega flott að vera horaður. Þeir halda bara að hamingjan komi í kjöl- far ákveðins kílóafjölda. Svo þegar þessum kílóafjölda er náð kemst fólk bara að því að það er ekkert hamingjusamara.“ Hvað á að segja við ungt fólk sem ber þess merki aðþjást af sjúkdómnum? „Fólk á í raun ekki að segja neitt varðandi þyngdi viðkomandi. Það er bara hvatning fyrir þessa ein- staklinga að heyra hvað þeir séu nú orðnir grannir. Sjúklingurinn þarf bara endalausa þolinmæði og mikla ást frá sínum nánustu. Það er það sem skiptir máli - ekki athuga- semdir um útlitið.“ halldora@bladid.net

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.