blaðið - 25.02.2006, Qupperneq 32
32 I TILVERAN
LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 blaðiö
! Halldóra hugsar upphátt
Konurnar mœla út aðrar konur...
Ég hef oft velt því fyrir mér hvort konur kappkosti að halda
líkamanum grönnum og útlitinu óaðfinnanlegu til þess eins
að ganga í augun á öðrum konum, eða hreinilega til að vera
glæsilegri en hinar. Þetta kann að virka dálítið öfugsnúið enda
liggur beinast við að halda að konurnar geri sig fínar fyrir
karlþjóðina.
Konur spá margar hverjar mikið í útlitið og leggja sig fram
af ýtrustu kostgæfni um að líta sem best út og helst þannig að
aðrir heillist. En fyrir hverja er þetta í raun? Ekki er það fyrir
karlpeninginn eingöngu því að ég veit ekki betur en að þeir
vilji nú flestir hafa okkur ómálaðar og helst nývaknaðar eins
og reytt hænurassgöt. Er þetta kannski bara fyrir hinar kon-
urnar sem við leggjum áherslu á fallegt útlit? Getur verið að við
séum bara svona meðvitaðar um hvernig konur velta öðrum
konum fyrir sér að við viljum þess vegna líta vel út? Eflaust er
eitthvað til í þessu. Ég nefnilega verð oftar en ekki vör við at-
hugasemdir kvenna um aðrar konur. „Gövuð, hvað þú ert búin
að grennast!“ „Varstu að koma úr síló?“ eða „Hvað borðarðu til
að halda maganum svona mjóum?“ eru spurningar
sem ófáar stúlkurnar fá yfir sig. Þegar öllu er á botn-
inn hvolft held ég að við spáum mun meira í þessa
hluti en karlarnir...
Þetta kom ansi skemmtilega í ljós þegar ég fór í
verslunarleiðangur á dögunum. Jú,jú, mín auðvitað
mátar flík eftir flík og falast svo eftir jákvæðum
athugasemdum afgreiðslufólksins um hvað ég sé
glæsileg í þessu og hinu. Nema hvað! Mig rekur
svona líka í rogastans þegar ein lítil tyggjótott-
andi afgreiðsludama tekur sig til og mælir mig
út í einum gallabuxunum. Ég auðvitað beið eftir
gullhömrum en sú von varð fljótlega að martröð
þegar skoffínið sagði; „Vá - rassinn á þér minnkar
alveg þvílíkt í þeim - geðveikar!"
RASSINN MINNKAR? Ég náttúrulega vissi ekki
hvort ég væri að koma eða fara og horfði á mann-
eskjuna með hryllingsaugum, enda er það mikill mis-
skilningur ef tuktin hefur haldið að ég tæki
þessu sem hrósi. Ég hafði labbað inn ferlega
sátt með rassalinginn en arkaði síðan út
líðandi eins og súmóglímukappa sem ætti
að leggja leið sína í seglagerðina Ægi til að
fjárfesta í buxnatjaldi. Að pían skuli hafa
vogað sér að „hrósa mér“ á þennan hátt
fæ ég ekki enn skilið og það rann í raun
upp fyrir mér hvernig við kerlingarnar
erum; Glápum á rassa annarra kvenna
(auk þess að spá hvort okkar sé minni
eða stærri) og tippum svo á hvort
manneskjan sé í a,b, c eða d-skála
brjóstahaldara. Sannast þá hið forn-
kveðna; Konur eru konum verstar!
Halldóra Þorsteinsdóttir
HEIMAVÖRN SECURITAS - ÖRYGGISKERFI FYRIR HEIMILIÐ
Finnst þér nœg ástríða i sambandinu þínu?
Það eru eflaust ófáir sem upplifa
dofa og leiða í ástarsambandinu
og mörgum þykir allur sjarmi
farin af ástinni þegar tilhugalífið
hefur sagt sitt síðasta. Auðvitað
er þetta bara eðlilegt - fólk er
ekki alltaf eins og ástfangnir ung-
lingar, en sumir hafa þörf fyrir
mikla ástríðu í sambandinu og
sætta sig ekki við það þegar hún
setur á sig fararsnið.
Þreyttu prófið og þú getur komist
að raun um hvort þú finnir fyrir
nægri ástríðu í sambandinu eða
hvort eitthvað megi bæta.
Ertu ástfangin/n upp fyrir
haus?
a) Já, ég gæti varla verið
ástfangnari.
b) Nei, mér finnst það hafa
minnkað til muna - ef það var þá
einhvern tímann.
c) Ég er ástfangin/n, en ég veit
ekki hvort það sé upp fyrir haus
endilega.
Er mikil ástríða ykkar á
milli?
a) Nei, það hefur alveg verið
slökkt á öllu slíku.
b) Kannski engin rosaleg ástríða,
en jú, við erum ástfangin...
c) Já, ástríðan er allsráðandi í
okkar sambandi - eiginlega flestar
stundir.
3Eigið þið rómantísk augna-
blik saman án alls áreitis úr
umhverfinu?
a) Nei, aldrei. Við höfum sjaldan
tíma í eitthvað slíkt.
b) Já,viðerumyfirhöfuðmjögróm-
antísk og leggjum okkur fram við
allt sem tengist rómantík.
c) Jú, það kemur fyrir. Ekki
kannski eins oft og þegar tilhuga-
lífið var og hét, en það koma æðis-
legar stundir.
Komið þið hvort öðru á
óvart með hinum ýmsu
rómantíkheitum?
a) Nei.hann/húnkemurméraldrei
á óvart.
b) Já,já, það eiga sér stað óvæntar
uppákomur, en það gerist alls ekki
oft.
c) Já, við erum bæði mjög iðin við
Reiknaðu út stigin:
1. a) 4 stig b) 1 stig c) 2 stig
2. a) 1 stig b) 2 stig c) 4 stig
3. a) 1 stig b) 4 stig c) 2 stig
4. a) 1 stig b) 2 stig c) 4 stig
5. a) 2 stig b) 4 stig c) 1 stig
6. a) 4 stig b) 1 stig c) 2 stig
7. a) 2 stig b) 4 stig c) 1 stig
8. a) 4 stig b) 1 stig c) 2 stig
að koma hinu skemmtilega á óvart
og brydda upp á nýjum hlutum í
tilveruna.
5Hversu mikinn hluta spilar
kynlífið í lífi ykkar?
a) Ætli það sé ekki bara eins
og hjá venjulegu fólki - þegar tími
gefst til og spennan loðir í loftinu.
b) Það spilar mjög stóran hluta,
enda finnst okkur báðum mikilvægt
að halda því í hávegum.
c) Mjög lítinn hluta. Við stundum
kynlif eingöngu „skyldunnar vegná'
og gerist það afar sjaldan.
6Upplifir þú þig elskaða/n?
a) Já, mjög svo. Mér finnst ég
virkilega elskaður/elskuð og
upplifi það dag hvern.
b) Nei, ég get ekki sagt það. Hann/
hún er allavega ekki mikið að leggja
sig fram við að sýna það.
c) Já,já, alveg eins. Samt er nú
engin ástæða til þess að spá mikið í
það - við erum saman og það hlýtur
að segja sitt...
Er mikið um hlátur og gleði
í sambandinu?
a) Við hlæjum alveg saman,
en brandararnir eru þó ekkert flæð-
andi alla daga.
b) Já, við hlæjum mikið saman
og erum með svipaðan húmor. Við
getum alveg legið í kasti saman og
notið þess.
c) Nei, við hlæjum eiginlega aldrei
saman. Það virðist ekki vera mikið
tilefni til hláturs, enda erum við
með mjög ólíkan húmor.
Finnst þér vanta spennu
eða losta í sambandið?
a) Nei, síður en svo. Það er
rosaleg spenna í okkar sambandi og
ekkert sem vantar þar uppá.
b) Það er engin spenna í samband-
inu og við tökum hvort öðru sem
algerlega sjálfsögðum hlut - gerum
ekkert til að krydda tilveruna
saman.
c) Hvernig mælir maður spennu?
Við erum ekkert hoppandi hæð
okkar yfir spennu, en hins vegar
koma tímar sem kalla má spennu-
þrungna og skemmtilega.
0-9 stig:
Þú upplifir augljóslega ekki mikla
ástríðu I sambandinu og eflaust þykir
þér það miður. Það er hins vegar engin
ástæða til að örvænta - ekkert samband
helst ástríðuþrungið alla daga og þvi
er ekki hægt að ætlast til þess að svo sé.
Þú og þið getið engu að síður talað um
þetta og reynt að bæta úr hlutunum með
ýmsum aðferðum. Þetta er eingöngu
spurning um að bæði leggi sig fram um
að rækta sambandið og líta á það sem
vinnu eins og allt annað.
10-20 stig:
Ætli flest sambönd séu ekki eitthvað svip-
uð þínu. Það koma „dauðir" tímar en svo
er oft mikið um gleði, glaum og ástrfðu
ykkar á milli. Eðlilega getur þetta ekki
alltaf verið dans á rósum og sambönd
haldast ekki alltaf eins og á fyrstu stigun-
um, en mikilvægt er að vinna markvisst
að því að halda losta ykkar á milli og
leggja ykkur fram um að hafa hlutina
spennandi og skemmtilega inn á milli.
21-32 stig:
Það er greinilega magnþrungin ástríða
í ykkar sambandi og þið eruð e.t.v. oft
eins og nýbyrjuð saman. Það er ekkert
nema gott um það að segja og í raun
alveg frábært að fólk geti haldið slikri
ástríðu gegnumgangandi. Haldið áfram
á þessari braut og passaðu þig að segja
frá löngunum þínum og væntingum svo
að þetta haldist.