blaðið - 25.02.2006, Qupperneq 54
54 I FÓLK
LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 blaöiö
ÓRANNSAKANLEG-
IR VEGIR RÉTTAR-
KERFISINS
Smáborgarinn þarf að kljást við
margar lífsins gátur, líkt og aðrir
smáborgarar. Sumar þeirra eru eðli
málsins samkvæmt staerri en hinar.
Ein og sú sem Smáborgarinn hefur
oft reynt að henda reiður á er hið
snúna réttarkerfi (slendinga. Þar er
ekkert eins einfalt og það sýnist. Það
sem lögin segja getur verið alls ólíkt
anda laganna og svo dómahefð eða
fordæmi svo það ertil lítils að fletta
upp í íslenskum lögum til að átta sig
á því hvort athæfi er refsivert og það
borgi sig að leita réttvísinnar.
Til að mynda lenti Smáborgarinn
í þeirri leiðinlegu lífsreynslu að
höfundarverki var af honum stol-
ið. Reyndar vildu þjófarnir ekkert
kannast við glæpinn en það skipti
litlu máli því þetta var ritverk og
eftirprentunin var sönnunargagn
sem sannaði glæpinn svart á hvítu.
Reyndar var eitthvað líka um smá
hugmyndastuld en á hann urðu eng-
ar sönnur færðar svo Smáborgarinn
reyndi ekki einu sinni, enda ekki til
neins að fá þann stuld bættan.
Lögfræðingur Smáborgarans taldi
málið allt hið augljósasta og að best
væri að senda þjófunum bréf og ýta
við þeim með svolitlum tilvísunum í
lögin og sjá hvort þeir myndu ekki
gangast við sekt sinni. En nei. Þess-
ir óskammfeilnu náungar sáu ekki
ástæðu til þess og létu eins og mál-
ið væri allt ein fjarstæða, þrátt fyrir
augljósan vitnisburð þeirrar eigin
eftirprentunar.
Það var því ekkert annað í stöð-
unni en að fara í mál við þrjótana.
Þá fyrst urðu málin flókin. Það
kom á daginn að þær bætur sem
Smáborgarinn gæti vonast til að
fá sér dæmdar vegna skaðans voru
svo óheyrilega smánarlegar að það
hefði kostað Smáborgarann meira
að borga lögfræðingi sínum laun en
því sem skaðabæturnar gætu numið!
Svo Smáborgarinn sat eftir með sárt
ennið, sönnunargögnin svört á hvítu,
lögin sín megin en framkvæmdina á
móti. Smáborgarinn er enn að reyna
aðfinna lausn á þessari einkennilegu
gátu réttarkerfisins.
HVAÐ FINNST ÞÉR?
BlaSiS/Frikki
Branda, kýr í Húsdýragarðinum.
Hvaö finnst þér
um að Eldur hafi verið felldur?
„Það stefndi í þvílíkt óefni með þennan bola að öðru var ekki við komið og
má segja að hann hafi haldið garðinum í gíslingu með hegðun sinni. Hann
var fuílkomlega óalandi og óferjandi. Þegar hann mætti hingað var okkur
sagt að hann hefði verið sérstaklega valinn til þess að taka við af Guttormi
vegna góðs geðslags. Annað kom nú aldeilis á daginn. Okkur kúnum líst
muuuun betur á ríkisarfann, enda er kálfurinn kominn í beinan karllegg
af Guttormi gamla og eina eftirlifandi afkvæmi hans. Það má því segja að
krúnan sé komin aftur til réttmæts erfingja."
Arftaki Guttorms, yfir-tudda í Húsdýragarðinum er kominn yfir móðuna miklu. Hann var orðinn það skapstyggur að gestum var
farin að standa hætta af honum. Ákveðið hefur verið að setja allt traust á kálf í garðinum sem er afkvæmi Guttorms.
Pamela gerð að skrímsli
Hin stórkostlega Pamela Anderson er ekki ánægð með ástralska
fjölmiðla eftir að þeir fjölluðu um hana á frekar slæman hátt þeg-
ar hún var í Ástralíu að kynna M&M sælgætið í síðustu viku.
„Ég er búin að vera í Ástralíu í sólarhring og fjölmiðlarnir eru
strax búnir að gera úr mér skrímsli,“ sagði Pameli, bálreið á vef-
síðu sinni. „Ég var með handfarangur í flugvélinni og svo stóð í
blöðunum að ég hefði verið með níu töskur og að ég hefði hætt
við öll viðtölin mín. Þetta er brandari. Fjölmiðlafulltrúinn
minn bókaði mig en þurfti að hætta við nokkur viðtöl sem
gafst ekki tími til að taka.“
Og hún var ekki hætt: „Mér skilst að einu viðtölin sem
hætt var við hafi verið slúðurblöð, ég tala ekki við þann-
ig blöð.“
Engin táningsdrottning
Talandi um fjölmiðlapirring fræga fólksins þá er söng- og leikkonan unga,
Lindsay Lohan, bálreið út í fjölmiðlana fyrir að kalla hana „Táningsdrottn-
ingu“ og segist eiga stóran hóp fullorðinna aðdáenda.
Lohan, sem er rétt um tvítugt, hefur upp á síðkastið unnið að nýrri, fág-
aðari ímynd vegna þess að lífið í Hollywood hefur gert hana bráðþroska,
að hennar sögn. „Ég þoli ekki að vera kölluð táningsdrottning. Ég er búin
að þroskast svo mikið síðustu ár að mér finnst ég vera orðin þrítug. Ég veit
betur hvað ég get gert og hvað ekki og ég er búin að missa af fólki og hlutum
sem skipta mig máli.“
'ngar fyrirmyndir
Barnastjarnan Mary-Kate Olsen sem nú telst fullorðin hefur blásið á
gagnrýnisraddir sem segja hana slæma fyrirmynd. Þess í stað fullyrðir
hún að þær tvíburasysturnar hafi engan hug á að gefa gott fordæmi.
Leikkonan hefur barist við átröskunarsjúkdóma og segir að hvorki
I sé hægt að kenna henni né tvíburasysturinni, Ashley, um slæm áhrif,
eða góð, sem þær hafi á krakka. Mary-Kate segist ennfremur þreytt
- á álaginu sem er ætíð á henni þar sem fólk vill að hún sé góð fyrir-
mynd.
„Ég held að við höfum strax verið stimplaðar sem fyrirmyndir þeg-
ar við vorum mjög ungar. Við systurnar lítum ekki á hvora aðra
sem fyrirmyndir - mér finnst gífurleg ábyrgð fylgja því. Við get-
um ekki gert fleira en að sjá um okkur sjálfar og lifa lífinu á eigin
forsendum án utanaðkomandi áhrifa.
Mánudaginn 27. febrúar
Auglýsendur, upplýsingar veita:
Kolbrún Ragnaisdóttir • Sími 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net
Ellert Ágúst Pálsson • Sími 510 3746 • Gsm 869 9903 • elli@bladid.net
Bjami Daníelsson • Sími 510 3725 • Gsm 856 4299 • bjarni@bladid.net
eftir Jim Unger
Á þessari hæð eru tvö svefnherbergi...
O Jim Llngef/dist. by United Media, 2001
HEYRST HEFUR...
Lítið fer
fyrir Degi
B. Eggertsyni,
borgarstjóra-
efni Samfylk-
ingarinnar,
þessa dagana.
Margir telja
að það sé reyndar afar skyn-
samlegt hjá Degi að láta sem
minnst til sín sjást m.a. vegna
klúðursins í sambandi við lóða-
útboðið í Úlfarsársdal. Stuðn-
ingsmenn Dags segja að hann
hræðist ekki þá umræðu en
hafi ákveðið að taka sér örlítið
frí frá mesta fjölmiðlahasarn-
um til að hvíla kjósendur á per-
sónu sinni. Dagur hafi á hinn
bóginn skipað herráð og sé að
leggja línurnar fyrir kosninga-
baráttuna sem bráðum skellur
á af fullum þunga. Flestir sem
telja sig hafa vit á segja að móð-
ir allrar kosningabaráttu sé í
uppsiglingu og að hún verði
dýr, mjög dýr.
Ag ú s t
Ólafur
Ágústsson
þingmaður
Samfylking-
arinnar gerir
skattagleði
núverandi
ríkisstjórnar að umtalsefni í
nýjasta pistli á vefsíðu sinni.
Segir Ágúst að Árni M. Mathie-
sen fjármálaráðherra sé í stök-
ustu vandræðum þessa dagana
við að sannfæra þjóðina um
það að skattbyrði hér á landi
hafi ekki aukist á síðustu ár-
um. Ágúst Ólafur vitnar m.a. í
nýlegt skriflegt svar Árna við
fyrirspurn þingmanna Sam-
fylkingarinnar um skattbyrði.
í því svari sé beinlínis sagt að
skattbyrði allra tekjuhópa hafi
þyngst frá árinu 2002 að einum
hópi undanskildum. Það séu
þau 10% einstaklinga sem hafa
hæstu tekjurnar. Skattbyrði
ess eina hóps hafi minnkað.
gúst Ólafur segir að trúi Árni
honum ekki geti hann sjálfur
skoðað svar sitt og vísar á það
á vef Alþingis. Og þar kemur
þetta klárlega fram í töflu. Ág-
úst Ólafur vitnar líka í svar frá
þáverandi fjármálaráðherra,
Geir H. Haarde, frá árinu 2002.
Þar standi skýrt og greinilega
að 95% hjóna og sambúðarfólks
og 75% einstaklinga greiði árið
2002 hærra hlutfall tekna sinna
í tekjuskatt en árið 1995 þegar
núverandi ríkisstjórn tók við.
Þarna stendur þetta svart á
hvítu og heldur eru nú svör ráð-
herrans aum.
Fr a m -
sóknar-
flokkurinn
í Reykjavík
hefur enn
ekki ákveð-
ið hver skip-
ar annað
sætið list-
ans fyrir borgarstjórnarkosn-
ingarnar. Eins og kunnugt er
ákvað Anna Kristinsdóttir að
taka ekki sæti á listanum eftir
að hafa beðið ósigur fyrir Birni
Inga Hrafnssyni. Óskar Bergs-
son varð í þriðja sæti í prófkjör-
inu og stendur uppstillingar-
nefndin nú frammi fyrir þeim
vanda að ákveða hvort færa
eigi hann upp um eitt sæti eða
fá konu til að skipa það í stað
Önnu. Fjórar konur komu á
eftir Óskari í prófkjörinu, þær
Marsibil J. Sæmundsdóttir, Ás-
rún Kristjánsdóttir, Elsa Ófeigs-
dóttir og Gerður Hauksdóttir.
Við heyrum að Marsibil verði
fyrir valinu.