blaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 1
FRJALS IBUÐALAN
Okkar markmiö er að veita framúrskarandi þjónustu
á sanngjömum kjörum. Komdu til okkar í Lágmúla
6. hringdu i 540 5000 eöa sendu okkur póst á
frjalsi@frjalsi.is. Viö viljum aö heima sé best!
FRJÁLSI
FJÁRf ESTINGARBANKINN
Fríálst,
óháð &
ókeypis!
49. tölublað 2. árgangur
miðvikudagur
1. mars 2006
Viðskiptasið-
ferði á Islandi
gæti versnað
Breytingar á íslensku viðskipta-
umhverfi gætu haft slæm áhrif
á viðskiptasiðferði hér á landi.
Þetta má lesa úr orðum Helga
Gunnlaugssonar, afbrotafræð-
ings við Háskóla Islands, sem
segir hættu á að með aukinni
áherslu á fyrirtæki á að skila
ekki aðeins hagnaði, heldur
verulegum hagnaði, leiti stjórn-
endur allra leiða til að bæta af-
komu fyrirtækja sinna.
Dýrir fyrir samfélagið
Þessi þróun gæti orðið til
þess að svokölluðum hvítflibba-
glæpum fjölgi á næstunni. Slíkir
glæpir eru gríðarlega kostnað-
arsamir fyrir samfélagið og er-
lendar rannsóknir sýna að þeir
valda allt að tíu sinnum meira
fjárhagstjóni en „hefðbundnir
götuglæpir“.
Nokkur mál sem flokka má
sem hvítflibbaglæpi hafa komið
upp hér á landi að undanförnu.
Umræða um slík brot hefur því
verið mikil en engu að síður
virðist almenningur sýna þeim
lítinn áhuga.
Vegna þessa er þrýstingur
á stjórnvöld, lögreglu og dóm-
stóla minni vegna þessara mála
en margra annarra afbrota.
Nánar er fjallað um
málið á blaðsíðu 6.
Heitt vatn olli töfum á umferð
All sérstæð sjón blasti við vegfarendum um Reykjanesbraut og Ártúnsbrekku í gærmorgun. Aðalæð hitaveitunnar frá Reykjavik í Mosfellsbæ til borgarinnar sprakk og flæddi heitt
vatn upp á Reykjanesbrautina og beljaði þar niður í niðurföll. Samtímis steig upp mikill gufustrókur þannig að úr varð sjónarspil hið mesta. Strókurinn byrgði hinsvegar ökumönn-
um sýn og voru margir ragir við að aka í gegnum gufustrókinn án þess að vita hvers kyns væri. Vegna þessa myndaðist mikið umferðaröngþveiti á tímabili.
Starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur brugðust hinsvegar hratt við og leiddu heitt vatn með öðrum leiðum inn í þau hverfi sem misstu heita vatnið við bilunina og hófu síðan handa við
að stoppa upp í gatið á lögninni. Unnið var við viðgerð stærstan hluta gærdagsins.
Höfuðborgarsvæðið
meðallestur
Ákærður fyrir barnsrán í Bretlandi
íslendingur handtekinn á hótelherbergi í Burnley með 14 ára gamalli breskri stúlku.
íslendingur á þrítugsaldri er í gæslu-
varðhaldi í Burnley á Englandi en
hann var handtekinn á miðvikudag
í liðinni viku á hótelherbergi með 14
ára gamalli breskri stúlku.
Talið er að þau hafi kynnst á spjall-
síðu á Netinu og ferðaðist maður-
inn til Burnley til þess að hitta hana.
Þegar móðir stúlkunnar uppgötv-
aði að hún var horfin af heimili sínu
hringdi hún til lögreglu og bað um
aðstoð. Eftir leit á hótelum í borg-
inni fannst stúlkan ásamt mann-
inum á hótelherbergi sem skráð var
á hans nafn. Ekki er talið að maður-
inn hafi haldið stúlkunni gegn vilja
hennar, en þar sem hún er undir
sextán ára aldri, er farið með málið
sem barnsrán.
Allt að sjö ára fangelsi
Damian Darcy, rannsóknarlögreglu-
maður í Burnley, segir í samtali við
Blaðið að maðurinn komi fyrir rétt
á morgun, fimmtudag. Darcy telur
ólíklegt að hann verði leystur úr
varðhaldi gegn tryggingu þar sem
hann sé búsettur á Islandi og þess
vegna sé hætta á að hann flýi land.
Viðurlög við brotum af þessu tagi
nema að sögn Darcy allt að sjö ára
fangelsi. Að hans mati er þó ólík-
legt að maðurinn verði dæmdur til
þyngstu refsingar. Hann reiknar
með að dómurinn, verði hann
sakfelldur, muni hljóða upp á að
minnsta kosti þrjú ár í fangelsi.
íslendingurinn er ákærður fyrir að
hafa, á tímabililinu 19-22. febrúar
haft stúlkuna hjá sér án samþykkis
forráðamanns.
Kynntust á Netinu
Lögreglan telur að maðurinn hafi
kynnst stúlkunni á Netinu. Að sögn
Darcy grunaði móður stúlkunnar
að hún hefði farið að hitta manninn
og kærði hún málið til lögreglunnar.
Darcy segir, að samkvæmt breskum
lögum gildi einu hvort stúlkan hafi
samþykkt að fara með manninum,
hann verði sjálfkrafa kærður fyrir
barnsrán þar sem hún er undir sex-
tán ára aldri.
Maðurinn kom fyrir rétt þann 23.
febrúar sl. Málið verður næst tekið
fyrir á morgun. Darcy segir að þá
verði sakborningur spurður hvort
hann lýsi sig saklausan eða sekan,
og síðan gangi málið sína leið.
STÓRI
BÓKAMARKAÐURINN
Perlunni og Akureyri
23. feb. - 5. mars
Hvaða
langar
OPIÐ ALLA
DAGA FRÁ
KL. 10-18
Bókamarkaður