blaðið - 01.03.2006, Page 12
12 I VIÐTAL
MIÐVIKUDAGUR l.MARS 2006 blaðiö
Hvaða áhrií haía auglýsingar á börn?
Málþing um börn og auglýsingar hefst í dag kl. 13 á Grand Hótel í Reykjavík. Að málþingi þessu standa Umboðs-
maður barna, Heimili ogskóli og Talsmaður neytenda. Útgangspunktur málþingsins er spurningin -Er vilji til að
setjafrekari mörk við markaðssókn sem beinist að börnum? Blaðið rœddi við umboðsmann barna.
Ingibjörg Rafnar, umboðsmaöur barna, verður á málþingi um börn og auglýsingar sem hefst á Grand Hótel klukkan 13:00 í dag. Blaiiö/Frikki
Allt frá því að skrifstofa Umboðs-
manns barna var opnuð árið 1995,
hafa borist þangað kvartanir yfir
auglýsingum sem taldar voru
hafa neikvæð áhrif á börn. Und-
anfarin misseri hefur þeim þó
fjölgað til muna.
Ingibjörg Rafnar, umboðsmaður
barna, er ein af þeim sem standa á
bak við málþingið í dag.
„Þegar embætti talsmanns neyt-
enda var stofnað á siðasta ári greip
ég strax tækifærið og setti mig í sam-
band við Gísla Tryggvason og fékk
hann til liðs við mig í þessu máli.
1 kjölfarið höfðum við svo sam-
band við samtökin Heimili og skóli,“
segir Ingibjörg og býður blaðamanni
sæti á skrifstofu sinni sem er sérlega
notaleg í vetrarsólinni. „Markmiðið
var að stofna til umræðu um þessa
auknu markaðssetningu sem beint
er að börnum. Við ákváðum að
byrja á því að hafa um þetta mál-
þing og í framhaldinu viljum við
reyna að fylgja þessu eftir með því
að efla upplýsingaflæði til neytenda
og reyna að höfða til samfélagslegrar
ábyrgðar þeirra sem gera auglýs-
ingarnar. Einnig viljum við stuðla
að því að þær reglur sem eru fyrir
hendi séu virtar og að menn setji sér
frekari siðareglur."
Gengið fram af börnum
Ingibjörg segir að flestar kvartan-
irnar hafi verið yfir sjónvarpsauglýs-
ingum og sér í lagi þeim sem hræða
eða ganga fram af börnum. Einnig
hefur verið kvartað yfir því að aug-
lýsingar sem hafi skaðleg áhrif á
börn séu birtar á þeim tímum sem
börn eru helst að horfa á sjónvarpið.
Einnig hefur það lagst illa í marga for-
eldra að börnum séu gerð gylliboð
og í kjölfarið setji þau kröfur á for-
eldra sína um að þeir uppfylli þessar
langanir þeirra í margvíslegar vörur.
Beinn markpóstur er önnur auglýs-
ingaaðferð sem er í vexti að sögn
Ingibjargar „Fyrirtæki eru í æ ríkari
mæli að senda póst beint á börn og
þá á það sérstaklega við um eldri hóp-
ana, eða unglingana. Til dæmis nota
margir bankar þessa aðferð." Ingi-
björg gerir hlé á máli sínu og réttir
blaðamanni dæmi um slíkan póst
en þar er barninu tilkynnt að nýti
það sér einhverja ákveðna banka-
þjónustu fái það bíómiða og varning
að launum. „Þessu er hér verið að
beina til foreldra þriggja ára barns,“
heldur Ingibjörg áfram. „Svo er ég
líka með bréf frá foreldrum, en þar
var ónefndur banki að bjóða sjö ára
dreng að koma á fjármálafræðslu-
kvöld. Það eru svona hlutir sem fara
í taugarnar á fólki og því er vel hægt
að spyrja að því hvort þessi markaðs-
setning sé við hæfi.“
Lögin fyrir hendi en lítið
farið eftir þeim
„Það eru til ýmis lagaákvæði sem
snúa að börnum og unglingum.
Einkum og sér í lagi eru mér í huga
lög um eftirlit með óréttmætum við-
skiptaháttum. Þar segir að menn
megi ekki aðhafast neitt sem sé
óhæfilegt gagnvart neytendum og
það er einmitt spurning hvort það sé
við hæfi að beina markaðssetningu
og auglýsingum að ungum börnum
sem eru ekki sjálfsstæðir neytendur
m.a. í þeim skilningi að þau hafi
fjárráð til að bregðast við auglýsing-
unum. Þau hafa heldur ekki þroska
til að svara áreitinu og meta hvort
au hafi þörf fyrir vöruna eða ekki.
þessum sömu lögum eru sérstök
ákvæði sem snúa að börnum og aug-
lýsingum en þar er tekið mið af trú-
girni þeirra og reynsluleysi. I útvarp-
slögum eru ákvæði sem varða þetta
líka, og þessar reglur, ásamt reglum
sem alþjóða verslunarráðið og fleiri
hafa sett sér, eru meðal annars það
sem við viljum ræða á þessu þingi.“
Hvar eru mörkin?
„Þetta er einmitt spurning um hvar
við setjum mörkin,“ segir Ingibjörg.
„Margir fræðimenn hafa spurt
þeirrar spurningar hvenær börn
öðlist þroska til að annarsvegar gera
sér grein fyrir því að um er að ræða
auglýsingu og hinsvegar hvert eðli
auglýsingarinnar sé; Að það er ekki
bara verið að fjalla um einhverjar
staðreyndir heldur fela þær í sér
beina eða óbeina hvatningu. Menn
tala um að þessi þroski komi á bil-
inu fimm til átta ára. Norðmenn og
Svíar hafa lagt fram ákvæði um að
það sé beinlínis bannað að beina aug-
lýsingum að börnum undir tólf ára
og þeir hafa að sama skapi bannað