blaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 16
16 l FYRIR KOHUÍP^ðfe
áSm&BBi&æfíjypt:
. MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006 blaðiö
Forrít sem skipuleggur hugmyndir
Elín Þ. Þorsteinsdóttir rekstrarfrœðingur segir konurþurfa að hafa þor til aðfylgja hugmyndum sínum eftir.
Elín Þ. Þorsteinsdóttir er rekstr-
arfræðingur að mennt en fékk
hugmynd að fyrirtæki sem hún
ákvað að fylgja eftir. Á brautar-
gengisnámskeiði fékk Elín að-
stoð við að þróa hugmyndina
og þegar því lauk stofnaði hún
fyrirtækið Verkefnalausnir sem
í dag flytur í eigið húsnæði.
„Ég stofnaði fyrirtækið í október á
síðasta ári og er nú komin með sam-
starfskonu sem heitir Sigrún Stef-
ánsdóttir", segir Elín framkvæmda-
stjóri Verkefnalausna. „Tilgangur
félagsins er að bjóða upp á hagnýtar
lausnir á sviði verkefnastjórnar: hug-
búnað, fræðslu og námskeið. Verk-
efnalausnir hafa til sölu hugbúnað-
ina MindManager og JCVGantt Pro
2.
MindManager gerir einstak-
lingum og hópum innan fyrirtækja
og stofnana, nemendum og kenn-
urum kleift að þróa og skipuleggja
hugmyndir, miðla upplýsingum
og ljúka verkefnum á örskömmum
tíma.“ Á vefsíðu Verkefnalausna
kemur fram að hugbúnaðurinn
hjálpi notendum að greina meg-
inverkþætti, undirverkþætti og
tengsl þeirra við heildarmarkmið
verkefna.
„MindManager hugbúnaðurinn
byggir á hugkorti sem gerir fólki
kleift að þróa, byggja upp og sjá alla
verkþætti í einu vettvangi en þetta
kerfi byggir á hugmyndum um
whole brainthinking sem gengur út
á kenningar um mismunandi hlut-
verk heilahvelanna.
Forritið JCVGantt Pro 2 er ein-
falt og hagnýtt og notað til að áætla
tíma og kostnað í áætlanahluta verk-
efna á örksömmum tíma. Verkefna-
lausnir sjá um að selja og markaðs-
setja þennan hugbúnað og kenna á
hann en forritin hafa náð miklum
vinsældum hérlendis sem erlendis.“
Með mörg járn í eldinum
Ásamt því að vera verkefnastjóri
í eigin fyrirtæki kennir Elín á bug-
búnaðinn í Háskóla íslands og við
Háskólann í Reykjavík. „Ég kynnt-
ist forritunum MindManager og
JCVGantt Pro 2 þegar ég var að ljúka
námi í verkefnastjórnun og vildi
að ég hefði kynnst honum fyrr því
þessi hugbúnaður hefði auðveldað
mér að skipuleggja námið.“
Elín segir að fyrirtæki, opinberar
stofnanir, menntastofnanir og ein-
staklingar hafi sýnt forritunum
áhuga og sem dæmi um vinsældir
þeirra má nefna að íslandsbanki
keypti nýlega íoo notendaleyfi fýrir
MindManager.
í JCVGantt Pro 2 eru verkþætt-
irnir komnir inn á tímaás og þá er
hægt að setja inn kostnað og annað
þ.a. þessi tvö forrit vinna vel saman.
Þetta forrit hentar m.a. vel þeim
sem eru að stofna fyrirtæki og náms-
mönnum og hjálpar fólki að hafa yf-
irsýn yfir það sem það er að gera.“
Ertu orðin rík?
„Ég er allavega orðin rík af reynslú',
segir Elín og hlær. Hún viðurkennir
þó að Verkefnalausnir gangi vel og
segir stór verkefni á döfinni.
Konur eiga að gefa hug-
myndum tækifæri
„Brautargengisnámskeiðið hjálp-
aði mér að gera Verkefnalausnir að
veruleika og þar fékk ég þjálfun í
að þróa hugmyndina. Ef konur eru
með hugmyndir mæli ég með að
þær gefi þeim tækifæri en það er
líka nauðsynlegt að hafa þor til að
takast á við hlutina og fylgja hug-
myndunum eftir.
h ugrun@bladid. net
BlaliH/Frikki
Elín Þ. Þorseinsdóttir framkvæmdastjóri og Sigrún Stefánsdóttir
verkefnisstjóri Verkefnalausna.
rfTextinn gerir mig stundum feimna"
Þingkonur sýna á sér nýja hlið þegar þœr taka þátt í uppfœrslu á Píkusögum í Borgarleikhúsinu í kvöld.
Okkar ágætu alþingiskonur
sem sjást helst á þingpöllum
eða í sjónvarpsviðtöíum þar
sem þær hafa skoðanir á hinum
ýmsu málefnum. Oftar en ekki
eru þær ekki sammála en í
kvöld sýna þær á sér nýja hlið
þegar þær taka þátt í uppfærslu
á Píkusögum í Borgarleikhús-
inu í tilefni V-dagsins. Þing-
konur sinna ýmsu og ekki alltaf
hlaupið að því að ná í þær með
stuttum fyrirvara. Blaðamaður
náði þó í skottið á Katrínu
Júlíusdóttur sem spjallaði um
Píkusögur og V-daginn.
„Við erum búnar að æfa mikið saman
og æfingaferlið hefur gengið mjög
vel“, segir Katrín. „Þetta á eftir að
verða mjög flott sýning en ég viður-
kenni að ég er búin að roðna svolítið
yfir leikritinu á æfingatímabilinu.
Við flytjum leikritið með blöðum en
ég hef séð það flutt þannig." Katrín
viðurkennir að vera mikil tepra og
að textinn hafi á stundum gert hana
feimna en bætir við að þegar hún
skoði verkið í heild breyti það við-
horfi hennar til þess.
„Leikritið lýsir lífsreynslu kvenna út
frá öllum sjónarhornum og þegar
maður setur hlutina í samhengi í
stað þess að verða vandræðalegur
yfir einni stunu verður þetta öðru-
vísi. 1 leikritinu er sagt frá ofbeldi og
mörgu fleiru sem konur lenda í á lífs-
leiðinni og Píkusögur er góð leið til
að vekja máls á þessum mikilvæga
málaflokki.
Nú eruð þið með útlcerða leikkonu í
hópnum Kolbrúnu Halldórsdóttur
falliðþið ekkert (skuggan afhenni?
„Kolla verður að reyna að láta okkur
hinar líta vel út“, segir Katrín og
hlær. „Kolbrún er mjög góð í hlut-
verkinu en það eru konur í hópnum
sem hafa komið skemmtilega á
óvart.“ Katrín segir að þó fólk hafi
„JgMI
“>PPAR
'MMSiN . . t ’ ‘!
str?***-«/ - - -
I HALFA LEIÐ
I ÁRANGRI MEO OKKUR
*
• VIÐ HJALPUM ÞER AÐ GRENNAST
• LOSUM ÞIG VIÐ APPELSÍNUHÚÐ
• AFEITRUM LÍKAMANN
• STINNUM OG STYRKJUM
• FAKE BAKE AIRBRUSH
BRÚNKUMEÐFERÐIR
ÓKEYPIS PRUFUTÍMI í EUROWAVE
WWW. ENGLAKRÓPPAR. IS
STÓRHÖFÐI 17 SÍMI 5873750
séð leikritið áður ætti það ekki að
láta það aftra sér við að sjá það aftur
og fá um leið nýja sýn á okkar ágætu
þingkonur. „Mér finnst V-dagssam-
tökin góð að því leyti að þau hafa
ekki farið hefðbundnar leiðir til að
vekja athygli á málstaðnum. Ofbeldi
gegn konum er vandamál víða um
heim og það er sjálfsagt að vekja
máls á því.
Karlar þátttakendur V-dags-
samtakanna á fslandi
V-dagssamtökin voru stofnuð í New
York árið 1998 í tengslum við leik-
ritið Vagina Monologues eða Píku-
sögur eftir Eve Ensler. Á vefsíðunni
www.vdagur.is má fræðast um sam-
tökin og uppruna þeirra. Markmið
alþjóðlegu V-dagssamtakanna er að
binda endi á ofbeldi gegn konum
um allan heim og munu samtökin
starfa þar til því markmiði hefur
verið náð. V-dagssamtökin á íslandi
vinna að sama markmiði og þau
erlendu. Allir sem starfa að samtök-
unum gera það í sjálfboðastarfi en
fjármagn er fengið frá fyrirtækjum,
opinberum aðilum og einkaaðilum.
Það sem greinir V-dagssamtökin á
íslandi frá fyrri baráttuhópum er
að karlar jafnt sem konur taka þátt
i baráttunni.
Spennt og feimin
Katrín Júlísudóttir er í senn spennt
og pínulítið feimin fyrir sýninguna
á Píkusögum í kvöld en hún er þess
fullviss að þetta verði gaman. „Við
þingkonur njótum styrks hverrar
annarar á sviðinu og ég hef fengið
mjög góð viðbrögð frá vinum
mínum fyrir þetta framtak. Þarna
erum við að brjóta upp hefðbundna
umræðu um konur og þetta er mjög
merkilegt og háalvarlegt mál. Píka
þýðir í raun stúlka en á Islandi er
orðið gildishlaðið og stundum nei-
kvætt en þetta er í raun aðeins líf-
færið sem gerir okkur að konum.“
Til gamans má geta þess að Júlíus
sonur Katrínar á afmæli í dag og
verður sjö ára. í kvöld verður hann
í faðmi fjölskyldunnar á meðan
Katrín stígur sín fyrstu leikspor í
Borgarleikhúsinu.