blaðið - 01.03.2006, Page 22
22 I FERÐALÖG
MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006 blaðiö
Allt um Kaupmannahöín
Á Netinu er að finna mjög góða vefsíðu
sem frœðir mann um allt það helsta sem
er á döfinni í Kaupmannahöfn.
Kaupmannahöfn er án efa ein
uppáhaldsborg íslendinga.
Þangað höfum við farið í frí, nám,
sumarvinnu eða jafnvel til að
hefja nýtt líf. í hugum margra er
Kaupmannahöfn álíka framandi
og Akureyri og því ávallt auðsótt
mál að skella sér til Köben.
En hvað á svo að gera þegar þangað
er komið? Á Netinu er hægt að finna
svar við því, en á vefslóðinni www.
aok.dk er hægt að fá upplýsingar um
allt sem er að gerast í Köben, hvort
sem um er að ræða flóaamarkaði,
veitingastaði sem bjóða upp á vatns-
pípureykingar, verslanir, leikhús
eða skemmtistaði.
Góðir hlekkir
Umsjónarfólk síðunnar mælir sér-
staklega með ýmsum viðburðum
og veitingastöðum í borginni. Ef
vera skyldi að eitthvað freistaði sér-
staklega er auðvelt er að rata á rétta
staðinn því við hverja umfjöllun er
hlekkur sem sýnir manni kort af
viðkomandi stað. Að auki eru þar
hlekkir á upplýsingar um lesta og
strætisvagnaferðir sem gott að er
að nýta sér. Þá er sleginn inn tími
og áfangastaður og svo koma fram
upplýsingar um hvar næsta stoppi-
stöð sé og hversu langan tíma ferðin
komi til með að taka.
Engin ástæða til að kunna
dönsku, bara ensku.
AOK er bæði á ensku og dönsku. Sé
enski valkosturinn notaður er síðan
aðeins öðruvísi en á dönsku og ekki
alveg sömu upplýsingar í boði. Á
ensku útgáfunni er til dæmis hægt
að skoða veitingastaðina beint út frá
þeim löndum á meðan það er einn
valmöguleiki á síðunni sem er á
dönsku. Búast má við að danska út-
gáfan innihaldi líka einhverjar fleiri
‘innanbúðar” upplýsingar þó að sú
enska sé vissulega ákaflega gagnleg.
Útsölur og annað gott
Langi þig til að versla ódýrt er hægt
að slá inn leitarorðinu “lagersalg”
eða “outlet” og þannig ættir þú að
ramba á útsölur sem selja merkja-
vöru á góðu verði. Það er einmitt
upplagt nú, þvi aldrei fyrr hafa
Danir verið jafn mikið fyrir tískuna
og á undanförnum árum. Hafir þú
áhuga á gömlu dóti, húsgögnum
og fleiru, skaltu slá inn leitarorðið
‘loppemarked” og þá færðu upplýs-
ingar um skemmtilega flóaamark-
aði sem Danir eru góðir í að halda.
Inn á þessa gagnlegu síðu eru líka
settar upplýsingar um nýjustu versl-
anirnar, útsölur, tilboð og margt
margt fleira þannig að enginn ætti
að láta það framhjá sér fara að skoða
AOK vandlega áður en flogið er út
til kóngsins, eða drottningarinnar
Köbenhavn.
margret@bladid.net
Listasafn Kópavogs
GERÐARSAFN
Kópavogui
Menning og list
Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn
Sýningarsalir eru opnir
Alla daga nema mánudaga:
11:00-17:00
Skrifstofan opin: 9:00-12:00
og 13:00-17:00
Aðgagseyri: 300 kr.
Aðgangur er ókeypis á föstudögum
Hamraborg 4
200 Kópavogi
Sími 570 0440
og 570 0442
Fax 570 0441
www.gerdarsafn.is
Bókasafn Kópavogs
Bókasafnið er opið:
Mánudaga til fimmtudaga
kl. 10:00-20:00
föstudaga kl. 11:00-17:00
laugardaga og sunnudaga
kl. 13:00-17:00
Hamraborg 6a
200 Kópavogi
Sími 570 0450
Fax 570 0451
www.bokasafnkopavogs.is
Salurinn, Tónlistarhús Kópavogs
Skrifstofa Salarins er opin virka daga Hamraborg c
kl. 9:00-16:00 200Kópavogi
Bókanir og nánari upplýsingar Sim's ™° 400
i sima 5 700 400
salurinn@salurinn.is
Miðasala opin virka daga 9:00-16:00
og klukkustund fyrir tónleika.
Salurinn
Náttúrufræðistofa Kópavogs
Sýningarsalir eru opnir
semhérsegir:
Mánudaga tii ftmmtudaga
kl. 10:00-20:00
Föstudaga kl. 11:00-17:00
laugardaga og sunnudaga
kl 13:00-17:00
Aðgangurerókeypis.
Hamraborg óa
200 Kópavogi
Sími 570 0430
www.natkop.is
láttúrufræðístofa Kópavogs