blaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 26
26 I MiiT'CJR
Auglýsingar
510 3744
Hverskonar gest-
gjafi ert þú?
Samfélagsmynstrið hefur mikið
breyst síðustu árin og orðið
langt síðan ekkert sjónvarp var á
fimmtudögum. í þá gömlu góðu
daga var ekki óalgengt að fólk
skiptist á heimsóknum á fimmtu-
dögum og mætti í eftirmiðdag-
skaffi á sunnudögum. Margir
kjósa að takmarka umstangið við
gestakomur í dag og hitta því vini
og ættingja á kaffihúsum og veit-
ingastöðum. Það getur auðvitað
verið gott en það er einnig veru-
lega gaman að fá gesti heim í stofu.
1 .Þegar kemur að því að setja
saman matseðii velur þú:
a. Að hafa bara einn rétt, það er
einfaldast.
b. Þriggja rétta matseðil með innra
samræmi, t.d. allt ítalskir réttir.
c. Alþjóðlega veislu þar sem öllu
ægir saman og flest er borið fram
samtímis.
d. Að panta tilboð einhversstaðar
og fá sent heim. Lætur sem þú hafir
eldað.
2. Matseðilinn fyrir matar-
boðiðtekur mið af:
a. Verði hráefnis.
b. Gæðum hráefnis.
c. í myndunarafli þínu og hæfileikum
í eldhúsinu.
d. Því sem er framandi og sýnir hvað
þú ert veraldarvanur.
3. ÞÚ býður gestum til þín sem:
a. Kunna gott að meta.
b. Þér þykja skemmtilegir.
c. Bjóða þér til sín.
d. Geta nýst frama þínum með ein-
hverjum hætti.
4. Þú undirbýrð íbúðina fyrir
gestakomuna með því að:
a. Taka allt í gegn!
b. Sópa ruslinu undir teppi og bak
við stól.
c. Hafa heimilið notalegt.
d. Slappa af. Ekki veitir af fyrir
kvöldið!
5. Þú heldur matarboð:
a. Reglulega.
b. Þegar þú átt fyrir því.
c. Sjaldan.
d. Þegar þig langar til þess.
Reiknaðu stigin:
5-10 stig
Þú ættir kannski að leggja áherslu á
það sem þú þekkir best án þess þó
að bjóða upp á kjötbollur. Ekki remb-
ast við eitthvað sem þú kannt ekki.
Fólk er ekki komið heim til þín til
að dæma þig. Og ef svo er þá viltu
ekki hitta fólkið aftur svo hverjum
er ekki sama?
10-15
Þú ættir að velta fyrir þér for-
sendum matarboðanna þinna. Það
gæti verið betra fyrir þig að slappa
betur af og reyna að líta ekki á mat-
arboð sem einhverja kvöð. Það þarf
ekki mikið til að gera matarboðið
betra. Reyndu að auka fjölbreytn-
ina en hafðu réttina einfalda og allir
munu finna eitthvað sem þeim líkar.
Mest um vert er að þú njótir þess að
fá fólk til þín í heimsókn.
15-20
Þú virðist hrókur alls fagnaðar enda
veistu vel hvað þú ert að gera og það
er gott að sækja þig heim. Vest er
hvað fólk býður þér sjaldan heim á
móti, líklega vegna þess að það vill
miklu frekar koma til þín.
MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006 blaöiö
Uppskriftir úr þættinum í gær
Speltpizza með laxi
Tvær venjulegar eðafjórar litlar 1. manns pizzur
Þegar tekið er tillit til fjölda af
pizzum sem eru innbyrðar á íslandi,
kemur á óvart hversu fáar af þeim
eru hæfar til manneldis. í góða og
almennilega pizzu þarf gott mjöl,
gott ger, deig sem er lagað á réttan
hátt og góða tómatsósu og svo gott
‘álegg”. Hægt er að laga deigið 1-2 sól-
arhringum áður og geyma í kæli. En
bíðið með að fletja deigið út og setja
tómatsósuna ásamt áfyllingu þar til
rétt fyrir bökun. Annars getur botn-
inn molnað í sundur.
25 grger
2 tsk hunang
1 1/2dlvolgtvatn
1 matsksjávarsaltt.d. Maldon
1 mtskextrajómfrúarólífuolíafrá LaSelva
500 gr gróftmalað speltmjöl frá Himneskri
hollustu
2 glös sykurlaus tómatsósa frá LaSelva, t.d.
Salsa pronto, Salsa di Olive, Pomorodi al
basilico eða Pomarola
500 gr laxaflak án beina eða hunangsreykt-
ur lax, skorinn í þunnar sneiðar
4 gulraetur, flysjaðar langsum með flysjara
t.d. frá Búsáhöldum í Kringlunni
1 eggaldin, skorið í þunna strimla
2 tsk rósmarin í extra jómfrúarólífuolíu t.d.
frá LaSelva
sjávarsalt t.d. Maldon
nýmalaður svartur pipar frá t.d. Maldon
Leysið ger og hunang upp í vatninu
og látið standa í 5 mín. Leysið saltið
upp í blöndunni og hrærið síðan
olíunni í ásamt mjölinu og hnoðið
vel í fimm mínútur. Látið deigið lyft-
ast undir röku og hreinu stykki, á
volgum stað í hálftíma. Skiptið deig-
inu í tvö eða fjögur stykki og pakkið
þeim inn í plastfilmu og setjið þau
inn í ísskáp þar til þau verða notuð í
holla og góða pizzubotna.
Takið deigbollurnar út úr ís-
skápnum og takið plastið af. Látið
lyftast í 15. mín. Veltið þeim í mjöli
og fletjið út með bökunarrúllu í
kringlóttan botn. Annað hvort tvo
botna eða fjóra litla botna. Hellið
tómatsósunni á botninn (1 glas á
hverja eina stóra pizzu og 1/2 glas
á hverja litla pizzu) og toppið síðan
með gulrótum, eggaldin, rósmarin,
laxi og loks salti og pipar.
Bakið pizzurnar í 250° C heitum
ofni í 10-12 mínútur.
Meðhöndlun á heilu
korni og grjónum
Fæðutegund Vatn Suðutími
Brún hrísgrjón 1 hluti hrísgrjón á móti 2,5 hlutum af vatni 20-25 mín
Heil-, banka-, perlu- bygg 1 hluti bygg á móti 3-4 hlutum af vatni 15-20 mín
Heilir hafrar 1 hluti hafrar á móti 3 hlutum af vát'ni 15-20 min
Bókhveiti 1 hluti bókhveiti á móti 3-4 hlutum af vatni 15-20 mín
Villt hrísgrjón 1 hluti hrísgrjón á móti 4-5 hlutum af vatni 40-45 mín
Hirsi 1 hluti hirsi á móti 3-4 hlutum af vatni 15-20 mín
Quinoa 1 hluti quinoa á móti 3 hlutum af vatni 20 min
Rúgur 1 hluti rúgur á móti 3-4 hlutum af vatni 20mín
Heilhveiti, heilspelt 1 hluti korn á móti 3-4 hlutum af vatni 20-30 min
Þegar sjóða á heilkorn og grjón, brún
hrísgrjón, heilspelt, brotinn rúgur
og hveiti, bókhveiti o.s.frv. er leynd-
armálið að leggja þau í bleyti nótt-
ina áður. Quinoa þarf þó að skola
vel tvisvar sinnum áður en þau eru
lögð í bleyti, þar sem þau geta ann-
ars verið römm á bragðið. Skolunar-
vatninu er síðan hellt af. Með því að
leggja heilkorn og grjón i bleyti stytt-
ist suðutíminn og þau verða meyr
og mjúk. Langbest verða þau ef eitt-
hvað súrt er sett í vatnið; til dæmis
sítrónusafi eða svolítið af ediki.
Setjið svo grjónin eða kornið í pott-
inn ásamt vatninu sem það liggur í
bleyti í. Ef til vill að bæta í kryddi,
til dæmis chili, kanel, tumerik eða
heilum kardemommufræjum. Látið
suðuna kom upp, stillið á minnsta
hita, þannig að kraumi bara hægt og
friðsamlega í pottinum. Setjið lokið
á pottinn. Sjóðið þar til kornið eða
grjónin eru meyr. Munið að kíkja í
pottinn stöku sinnum til að athuga
hvort þörf sé á meira vatni. Þegar
kornin eða grjónin eru soðin, látið
þá pottinn standa með lokinu á og
leyfið þeim að jafna sig í smá tíma.
Hrærið varlega góðri fitu saman við,
til dæmis hreinu íslensku smjöri eða
kaldhreinsaðri jómfrúarólífuolíu
og bætið svolitlu salti og svörtum
pipar í (nýmöluðum). Fínsöxuðum
grænum jurtum, t.d. steinselju, er
líka mjög gott að bæta í. Soðin grjón
og korn er hægt að borða heit eða
geyma þau í kæli og borða næstu
daga.
Bankabygg í Tómatsósu
Fyrirfjóra
Þetta er lúxusútgáfa af bankabyggi.
Byggið sýgur tómatsósuna í sig
og verður algjörlega himneskt á
bragðið og hrein hollusta. Hægt er
að nota aðrar tegundir af heilkorni
sem búið er að leggja í bleyti.t.d. hýð-
ishrísgrjón, spelt ogbókhveiti. Hægt
er að borða byggið heitt eða kalt.
Gott er að laga meira en ætlunin er
að borða. Afgangurinn er tilvalinn í
salat, með fiski, kjöti eða kjúkling.
3 dl bankabygg frá Móðir Jörð
3 dl vatn
3 dl Pasata di Pomodori frá t.d. LaSelva
2 mtsk edik (brún hrísgrjóna-, epla-, eða
balsamico) eða ferskpressaður sítrónusafi
2 mtsk extra vergin ólífuolía frá LaSelva
pínulítið af vanilludufti frá Himneskri
hollustu
sjávarsaltt.d.Maldon
nýmalaður svartur pipar t.d. Maldon
Komið bygginu fyrir í skál ásamt
vatninu, tómatsósu og ediki eða sí-
trónusafanum og setjið í ísskáp yfir
nótt. Setjið nú bæði bygg og vatn/
tómatsósu í pott og látið suðuna
koma upp, lækkið hitann á minnsta
og látið byggið krauma í u.þ.b.
korter með loki á pottinum, þar til
allur vökvinn er horfinn. Takið pott-
inn af eldinum og látið hvíla i fimm-
tán til tuttugu mínútur með loki á.
Hrærið nú varlega olíu, vanillu, salti
og pipar saman við byggið.