blaðið - 01.03.2006, Qupperneq 34
34 I KVIKMYNDIR
MIÐVIKUDAGUR l.MARS 2006 blaðið
SmtiRHVBÍÓ
CONSTANT GARDENER
kl. 5,8og10.45B.i. 16ÁRA
NANNY MCPHEE
kl. 3.40 og 5.50
UNDERWORLD
kJ.8og10.20B.i.i6ÁRA
ZATHURA m/isJensku tati
kl. 3.40 og 5.50 B.1.10 ÁRA
ZATHURA m/ensku tali
kJ. 5.50 B.I.10ÁRA
WALKTHELINE
kl.8og10.45 B.U2ÁRA
WALK THE LINE í LÚXUS
kl. 5,8og10.45BJ. 12ÁRA
FUN WITH DICK AND JANE
kl. 3.40,8 og 10.10
REBnBosinn
CAPOTE
kl. 5.30,8og10.20B.U6ÁRA
TRANSAMERICA
kl. 5.45,8 og 10.15 Bi uára
WALKTHE UNE
kl.6og9 RL12ÁRA
BROKEBACK MOUNTAIN
kl.6og9 an2ÁRA
NANNY MCPHEE
kl.4,6og8
GOOD NIGHT, AND GOOD LUCK
kl. 6,8og 10
FINAL DESTINATION 3
KI.6,8og10BJ.l6ÁRA
ZATHURA m/islensiaj tab
W.4BJ. 10ÁRA
MEMOIRS OF GEISHA
W.10
DRAUMALANDIÐ m/islensku taái
W. 4
CONSTANT GARDENER
W. 8 og 10.208116 AflÁ
NANNY MCPHEE
W. 6
UNDERWORLD
W. 881 16ÁRA
FINAL DESTINATION 3
W. 10BJ.16ÁRA
NYTTIBIO
'tiurijciruicij
Airwaves. Röðin fyrir utan náði langleiðina utan um húsið.
José Gonzáles
Miðasalan hafin. Síðast var röð yfir götuna.
„Réttmœtar
kröfur"
í grein í Blaðinu í gær var íjallað
um baráttu tónlistarnema við
sveitarfélög í landinu og birt sjónar-
mið Félags tónlistarnema sem og
þeirra sveitastjórnarmanna sem
svöruðu íyrirspurn blaðamanns.
Vegna tæknilegra örðugleika barst
svar Flosa Eiríkssonar fyrir hönd
Samíylkingarinnar í Kópavogi
ekki í gær. Fer það hér á eftir:
„Það er réttmætt af hálfu tónlistar-
nemenda að gera þá kröfu að þeir
geti stundað nám sitt með eðlilegum
hætti og í þeim tónlistarskóla sem
þeim hentar. Framboð á tónlistar-
námi er mjög fjölbreytt á höfuðborg-
arsvæðinu og alls ekki víst að hægt
sé að stunda það nám sem hugur
stendur til í sínu heimasveitarfélagi.
Vonandi nær Samband Sveit-
arfélaga á höfuðborgarsvæðinu
samningiun við menntamálaráð-
herra um hvernig staðið skuh að
skiptingu kostnaðar. Þær viðræður
ganga reyndar ótrúlega hægt og
nú er kominn upp einhver nún-
ingur milli menntamálaráðuneytis
og fjármálaráðuneytis. Á meðan
stendur á þessu togi eru síðan
tónhstarnemar í óþolandi óvissu.
Kópavogur á sér sögu í því að
styðja tónlist og tónlistarnám, hér
er þó því miður langur biðhsti eftir
því að komast í nám í Tónhstarskóla
Kópavogs. Það er nauðsynlegt að
móta heildstæða stefnu þar sem
„forskólinn" er fluttur inn í grunn-
skólana. Þannig gefst öhum börnum
færi á að kynnast tónlistarnámi í
sínum skóla án mikhla ferðalaga.
Bæjarfélagið þarf síðan að
styðja við bakið á þeim sem áfram
vhja læra og gera þeim kleift að
stunda tónhstarnám án tUlits tU
efnahags eða annara slíkra þátta.“
Færri komust að en vildu þegar José
González tróð upp á Iceland Air-
waves tónlistarhátíðinni í október.
Síðan þá hefur hefur frægðarsól
þessa argentísk-ættaða tónlistar-
mans frá Gautaborg risið enn hærra
á alþjóðavettvangi. Breiðskífan
hans margrómaða Veneer hefur
haldið áfram að fá lofsamlega dóma
eftir því sem hún kemur út í fleiri
löndum. í kjölfar útgáfu hennar í
Bandaríkjunum hafa lögin Crosses
og Stay in the Shade vakið mikla at-
hygli og meðal annars verið notuð í
sjónsvarpsþáttunum CSI og O.C.
Tónleikar José González í Reykja-
vík fara fram á NASA við Austurvöll
þann 13. mars. Það er Hr. Örlygur
sem stendur fyrir tónleikunum.
Miðasala á tónleika José González
hófst í morgun í verslunum Skíf-
unnar (Kringlunni, Smáralind og
Laugavegi 26) og á Midi.is. Miðaverð
er 2.500 krónur (auk hins hvimleiða
200 króna miðagjalds).
SÆKTU LAGIÐ!
Heartbeats með José González
Þetta lag nær öllu því sem gerir José González að frábærum tónlistarmanni. Er það gott
að það er í skopparaboltaauglýsingunni frægu.
Blaðið treystirþvíað lesendursínir kunni skil á lögumum höfundarrétt.
SÖLUMENN
ÓSKAST
V
Vegna aukinna umsvifa óskar
Blaðið eftir sölumönnum í
fulla vinnu.
Um er að ræða skemmtilegt
starf hjá fyrirtæki í örum
vexti með skemmtilegu
fólki. Góðir tekjumögu-
leikar fyrir gott fólk.
Blaðið
Bæjarlind 14-16
201 Kópavogur
Umsóknir sendist á atvinna@vbl.is
Bloc Party
taka upp
Bretarnir hressu í hljómsveit-
inni Bloc Party eru á leiðinni í
hljóðver í næsta mánuði að taka
upp nýja plötu. Platan, sem eldd
hefur hlotið nafn, mun fylgja
eftir frumburði þeirra, Silent
Alarm, sem kom út í fyrra.
Bassaleikari sveitarinnar,
Gordon Moakes, sagði nýlega
í samtali við tímaritið Rolling
Stone að þeir æth að reyna að
fara aðrar leiðir í tónhstarsköpun
sinni á nýju plötunni og jafnvel
feta í fótstpor Radiohead og
TV on the Radio. „ Við viljum
halda kæruleysinu af Silent
Alarm, en við pössum okkur að
gera ekki neitt sem við höfum
gert áður. Það verður mikið af
rólegu efni, en við viljum ekki
gera plötu sem er alfarið róleg.“
The Killers
kærðir
Braden Merrick, fyrrverandi
umboðsmaður The Killers
hefúr kært sveitina íyrir að
rifta við sig samningi sem átti
ekki að renna út fyrr en 2007.
Umboðsmaðurinn fyrrverandi
fer fram á 16 milljónir dohara frá
sveitinni sem hann segir aðeins
htinn hluta af hagnaði sveitar-
innar. „Strax og hann hafði gert
þá að stjörnum hættu þeir að
borga honum,“ sagði Howard
King, lögfræðingur Merrick.
Lögfræðingur The Killers
segir lögsóknina koma sveitinni
í opna skjöldu.„Ásakanir Merr-
ick eru út í hött. Við munum
verjast að fúllum krafti."
Ný Deftones
plata tilbúin
Hljómsveitin Deftones hefúr
loksins lokið upptökum á nýrri
plötu en að sögn trommara
sveitarinnar.Abe Cunningham,
kostaði platan blóð, svita og tár.
Cunningham sagði í samtah
við vefsíðu Billboard tímarits-
ins að hann sé ánægður með
að ná að klára plötuna vegna
þess að deilur og erfiðleikar
við gerð hennar urðu næstum
því til þess að sveitin hætti.
„Nýja platan er frá upphafi
til enda mjög heilsteypt og
inniheldur aht sem við kunnum
að meta í tónlist." Platan,
sem kemur út í sumar, hefur
ekki hlotið nafn en slúður-
sögurnar á Internetinu segja
að hún muni annað hvort
heita „Saturday Night Wrist"
eða „Beware of the Water.“
Alice in Chains
aftur saman
Góðar líkur eru á því að hljóm-
sveitin Alice in Chains komi
aftur saman í sumar og spili á
nokkrum tónleikum um allan
heim, en þeir hafa lítið starfað
frá því að söngvari sveitarinnar,
Layne Stayle, lést í apríl 2002.
„Við ætlum að spila lögin einu
sinni enn,“ sagði Sean Kinney,
trommari sveitarinnar.„Núna
virðist vera rétti tíminn til að
gera þetta svo að við ákváðum
að byrja að æfa aftur. Við spilum
væntanlega mest í Bandaríkj-
unum en erum einnig að skoða
nokkrar tónhstarhátíðir í Evrópu.“
Framleiðendur raunveruleika-
þáttarins Rock star INXS buðu Al-
ice in Chains að vera með í næstu
þáttaröð og leita af nýjum söngv-
ara en hljómsveitin hafnaði því.