blaðið - 01.03.2006, Page 36
36 IDAGSKRÁ
MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006 blaðið
(19.fcbrúar-20.mars)
Metnaðarleysið á sumum sviðum mun gera útaf
við þig efekkert breytist. Hlutirnir munu ekki hrökk-
va í fang þér heldur þarftu að vilja þá.
OHrútur
(21.mars-19. apríl)
Álfatrúin hefur aldrei verið þér samboðin en samt
sem áður áttu erfitt með að útskýra hvernig sumir
hlutir hverfa. Annað hvort þarftu að leita betureða
virða náttúruna meira.
©Naut
(20. apríl-20. maí)
Jónaský í kringum horn nautsins geta valdið haus-
verk vegna of mikils álags. Á meðan á ástandinu
stendur skaltu reyna að finna aðferðir til að slaka
á um miðjan daginn.
©Tvíburar
(21. maí-21. júní)
Erfiðleika i tilhugalifinu er einungis hægt að út-
skýra með hegðun þinni. Hugsaðu vandlega um
það sem gæti valdið leiðindunum og reyndu að
komastaðrótvandans.
©Krabbi
(22. júní-22. júlO
Groddaleg ímynd félaga þíns er farin að trufia þig
of mikið. Þú verðuraðleyfa honum/henni aðfinna
sig sjálfa/n i stað þess að semja reglurnar upp á
eigin spýtur.
®Ljón
(23. júli- 22. águst)
Fróðleikur þarf ekki alltaf að nýtast til að vera
skemmtilegur. Því meira sem þú veist því betur lær-
ir þú á lífið. Passaðu þig þó á þvi að kenna fólki af
eigin frumkvæði, það er leiðinlegt.
CS Meyja
(23. ágúst-22. september)
Aldur verður ekki til baka tekinn. Helsta reglan í
þessu lífi erað maður yngist ekki. Reyndu að nýta
þann tíma sem þú hefur eftir þessum forsendum.
Vog
(23. september-23.október)
Úrhelli í einkalífinu kallar á regnhlíf. Úlíkt því sem
tíðkast hér á landi má vel nota regnhlifar til að
verja sig gegn þvi að verða gegnsósa. Hugsun er
skýrari þegar maður er þurr.
Sporðdreki
(24. október-21. nóvember)
Tengdu margar hugsanir saman og reyndu að
finna samhengið í þeim. Á sama hátt ættir þú að
lita á orð annarra. Oftar en ekki leynist dýpri merk-
ing baki einfaldra orða.
Bogmaður
(22. nóvember-21. desember)
Opinn hugur fyrir skemmtilegum hugmyndum
skilar innihaldsrikara og fjörmiklu lífi. Ekki láta
fordóma eða gamlar kreddur koma i veg fyrir að
þú skemmtir þér.
Steingeit
(22. desember-19. januar)
Tuddaskapur er eitthvað sem sumir lærðu ekki að
skiija eftir á skólafótboltavellinum. Þú þarft að
sanna þig sem betri manneskju með því að láta
ruglið sem vind um eyru þjóta.
Vatnsberi
(20. janúar-18. febrúar)
Tað er víða notað sem áburður og veldur frjórri jörð.
Að slíkt megi nota til að rækta jörð sýnir ótvírætt
að það er fátt í þessu lífi sem er alslæmt. Lukkutöl-
urnar eru 6 og12.
FÓSTBRÆÐUR Á DVD
atli@bladid.net
Ekkert var í sjónvarpinu síðasta laugardag nema
tónlistarmyndbönd, skíðakeppnir og Idolið frá
því í gær þannig að það var kannski ekkert skrít-
ið að ég var á barmi taugaáfalls. Ég ætlaði að
fara að snúa mér frá sjónvarpinu og sofa úr mér
þynnkuna þegar meðleigjanda mínum datt það
snallræði í hug að skella gamalli spólu í tækið
með Fóstbræðraþáttunum gömlu og góðu.
Þvílík snilld! Eg vissi alltaf að þessir þættir eru
frábærir en að þeir myndu eldast svona vel vissi
ég ekki. Á spólunni voru kostuleg atriði eins og
um manninn sem var plataður af „vinum“ sínum
í að gefa út plötu og söng um úlpuna sína sem var
besta úlpa sem hann hafði nokkurn tíma átt. Sær-
ingarmaðurinn var ráðinn í partí til að særa fólk
og skildi það eftir grátandi og sápuóperan um
Bílastæðaverðina var rauði þráðurinn í gegnum
allt. Þá voru frábær atriði um Líffæragjafann, eða
Donator, sem endaði handa og fótalaus - en kom
aftur og um hann Gúnda sem kom í heimsókn og
endaði með að láta handtaka húsráðandann fyrir
að gefa sér heimabruggað rósavin.
Þetta er aðeins brotabrot af snilldinni og ég get
sagt ykkur að þynnkan liðaðist úr mér með hjálp
Sigurjóns, Þorsteins, Helgu, Gunnars, Benedikts,
Hilmis og síðast en ekki síst Jóns Gnarr, sem var
án nokkurs vafa á hátindi síns ferils þegar þættirn-
ir voru teknir upp. Það sem ég skil ekki er af hverju
við þurftum að sætta okkur við að horfa á þættina
á gömlum spólum sem meðleigjandi minn hafði
tekið upp á í gamla daga. Af hverju eru þeir ekki
komnir út á DVD?
Bloggarinn Katrín Atladóttir hefur í þó nokk-
urn tíma verið með undirskriftalista um að fá
þættina á DVD á slóðinni katrin.is/fostbraedur og
þegar þetta er skrifað eru næstum því 2500 nöfn á
listanum. Það er fáránlegt að á tímum sem íslensk
DVD útgáfa hefur aldrei verið blómlegri að klass-
ísk meistaraverk á borð við Fóstbræður skuli geym-
ast á úreltum VHS spólum í rykfallandi skápum
heimilanna. Kæru vinir, ég vil sjá Fóstbræður á
DVD ekki seinna en á þessu ári.
SJONVARPSDAGSKRA
SJÓNVARPIÐ
17.05 Leiðarljós
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Disneystundin
18.01 Steini (56:52)
18.23 Sígildar teiknimyndir (22:42)
18.31 Líló og Stitch (59:65)
18.54 Vfkingalottó
19.00 Fréttir, fþróttir og veður
19.35 Kastljós
20.30 Tískuþrautir (1:12) (Project Run-
way) Þáttaröð um unga fatahönn-
uði sem keppa sín á milli og er einn
sleginn út í hverjum þætti. Kynnir í
þáttunum erfyrirsætan Heidi Klum
og meðal dómara er hönnuðurinn
Michael Kors.
21.15 Svona er lífið (1:13) (Life As We
Know It) Bandarísk þáttaröð um
þrjá vini á unglingsaldri sem eiga
erfitt með að hugsa um annað en
stelpur. Meðal leikenda eru Sean
Faris, Jon Foster, Chris Lowell, Missy
Peregrym og Kelly Osbourne.
22.00 Tíufréttir
22.20 Handboltakvöld
22.40 Gabríela Friðriksdóttir á Fen-
eyjatvíæringnum 2005 Heimilda-
mynd eftir Ragnheiði Gestsdóttur
um þátttöku íslands í Feneyjatvíær-
ingnum 2005.
23.05 PönkiðogFræbbblarnire.
00.30 Kastljós
50.50 Dagskrárlok
SIRKUS
18.30 FréttirNFS
19.00 (slandfdag
19.30 TheWaratHomeNr.7e.
20.00 Friends (9:24) (Vinir 7)
20.30 SirkusRVK (18:30)
21.00 My Name is Earl Nr. 8
21.30 TheWaratHomeNr.8
22.00 Invasion (8:22)
22.45 Reunion (7:13) e. (1992)
23.30 Kallarnir Nr. 5 e.
00.00 Friends (9:24) (Vinir 7)
00.25 Sirkus RVK (18:30) e.
STÖÐ2
06.58 fsland í bítið
09.00 Bold and the Beautiful
09.20 f ffnu formi 2005
09-35 Oprah Winfrey
10.20 My Sweet Fat Valentina
11.10 Strong Medicine (19:22)
12.00 Hádegisfréttir
12.25 Neighbours
12.50 ffínuformi2005
13.05 Home Improvement (1:25)
13.30 GeorgeLopez (1:24)
13.55 Whose Line Is it Anyway?
14.20 The Apprentice - Martha Ste- wart (1:14)
15.05 FearFactor (28:31)
16.00 Barnatími Stöðvar 2 Sabrina - Unglingsnornin, BeyBlade, Pingu
17.20 Bold and the Beautiful
17.40 Neighbours (Nágrannar)
18.05 The Simpsons 15 (5:22) e.
18.30 Fréttir, íþróttir og veður Fréttir, íþróttir og veður frá fréttastofu NFS í samtengdri og opinni dagskrá Stöðvar 2, NFS og Sirkuss.
19.00 fslandídag
19.35 Strákarnir
20.05 Veggfóður (5:17)
20.50 Oprah (38:145)
21.35 Missing (16:18) (Mannshvörf)
22.20 Strong Medicine (20:22) (Sam- kvæmt læknisráði 4)
23.05 Stelpurnar
23.30 Grey's Anatomy (17:36)
00.15 Derek Acorah's Ghost Towns (2:8) (Draugabæli)
01.00 Breathing Room (Svigrúm)
02.30 Lifestyle (Lffsstíll) Athyglisverð og ágeng heimildarmynd um allsér- stakt fyrirbæri sem hefur rutt sér til rúms í menningu millistéttarfólks í ráðsettum úthverfum Bandaríkj- anna: Makaskipti.
03.45 JasonX
05.15 Fréttir og fsland f dag Fréttir og fsland í dag endursýnt frá því fyrr í kvöld.
06.20 Tónlistarmyndbönd frá Popp
TíVí
SKJÁREINN
07.00 6 til sjö e.
08.00 Dr.Phile.
08.45 Heilog sæl e.
15.20 Worst Case Scenario e.
16.05 Innlít / útlit e.
17.05 Dr. Phil
18.00 6 til sjö
19.00 Cheers
19.25 Fasteignasjónvarpið
19-45 Blow Out II - lokaþáttur
20.30 Fyrstu skrefin
21.00 Queer Eye for the Straight Guy
22.00 Law&Order.SVU
22.50 Sex and the City 4. þáttaröð
23.20 JayLeno
00.05 ClosetoHomee.
00.50 Cheers -10. þáttaröð e.
01.15 2005 World Pool Championship
02.55 Fasteignasjónvarpið e.
03.05 Óstöðvandi tónlist
SÝN
16.20 fsland - Trinidad og Tobago e.
18.00 fþróttaspjallið
18.12 Sportið
18.30 Gillette World Sport 2006
19.05 Grunnskólamót UMSK í fitness
19-30 HM 2006 England - Úrúgvæ beint
21.40 2002FIFAWorldCup
23.40 US PGA Tour 2005 - Highlights
OO.35 HM 2006 England - Úrúgvæ e.
ENSKIBOLTINN
07.00 Að leikslokume.
08.00 Að leikslokume.
14.00 Birmingham - Sunderland frá 25.02
16.00 WBA - Middlesbrough frá 26.02
18.00 Bolton - Fulham frá 25.02
20.00 Liverpool - Man. City frá 26.02
22.00 Tottenham - Wigan frá 25.02
00.00 Man. Utd. - West Ham
02.00 Dagskrárlok
STÖÐ2BÍÓ
06.00 Legally Blonde (Löggilt Ijóska)
08.00 Just Married (Nýgift) Rómantísk
gamanmynd.
10.00 Kangeroo Jack (Kengúran Jack)
Gamanmynd um ólánssama æsku-
vini frá Brooklyn.
12.00 Bringing Down The House
14.00 Legally Blonde (Löggilt Ijóska)
16.00 Just Married (Nýgift) Rómantísk
gamanmynd.
18.00 KangerooJack(KengúranJack)
20.00 Bringing Down The House (Allt
að verða vitlaust) Bráðfyndin gam-
anmynd með Steve Martin og Que-
en Latifah í aðalhlutverkum.
22.00 Analyze That (Kæri sáli 2) Gaman-
mynd um endurfundi bófaforingja
og sálfræðings. Mafíuforinginn
Paul Vitti hefur ekki átt sjö dagana
sæla. Eftir erfiða dvöl í fangelsi leit-
ar hann auðvitað á náðir vinar sínar,
hins virta sálfræðings Ben Sobol.
Aumingja Ben getur vitaskuld ekki
neitað beiðni mafíósans. Aðalhlut-
verk: Robert De Niro, Billy Crystal,
Lisa Kudrow. Leikstjóri, Harold Ram-
is. 2002. Bönnuðbörnum.
00.00 Malibu's Most Wanted (Eftirlýst-
ur í Malibu) Glæpamynd á lauflétt-
um nótum. Brad Cluckman er rapp-
ari í Malibu. Hann efast ekki um
eigið ágæti á tónlistarsviðinu en
aðrir deila ekki endilega sömu skoð-
un. Pabbinn vill að strákurinn hætti
þessari rapp-vitleysu enda hrædd-
ur um að hann verði fjölskyldunni
til skammar. Aðalhlutverk: Jamie
Kennedy, Taye Diggs, Anthony And-
erson. Leikstjóri, John Whitesell.
2003. Bönnuðbörnum.
02.00 Girl Fever (Stelpufár) Öðruvísi gam-
anmynd um ást og rómantfk. Chad
er búinn að hitta draumadísina sína.
Hún heitir Hope en stúlkan sú erallt-
of niðurdregin til að geta endurgold-
ið tilfinningar Chads. Aðalhlutverk:
Chad Donella, Jackie Katzman,
Jennifer Morrison. Leikstjóri, Micha-
el Davis. 2002. Stranglega bönnuð
börnum.
04.00 Analyze That (Kæri sáli 2) Gaman-
mynd um endurfundi bófaforingja
og sálfræðings.
RÁS1 92,4 / 93,5 • RÁS 2 90,1 / 99,9 • Kiss FM 77,5 • Xfm 91,9 • Bylgjan 98,9 • FM 95,7 • X-ið 97,7 • Útvarp saga 103,3 • Talstöðin 90,9
Heidi Klum heim í stoíu
1 kvöld hefjast Tískuþrautir í Sjón-
varpinu en það er hin leggjalanga
og andlitsfríða ofurfyrirsæta Heidi
Klum sem er umsjónarmaður þátt-
anna. Tískuþrautir (Project Run-
way) er veruleikasjónvarp þar sem
leitað er að hönnuði framtíðarinnar.
í þáttaröðinni keppa tólf ungir fata-
hönnuðir sín á milli og er einn sleg-
inn út í hverjum þætti. Þeim er út-
hlutað verkefni og í lok þáttar hefur
sigurvegarinn áunnið sér friðhelgi
í næstu þraut en sá sem þykir hafa
staðið sig verst er dæmdur úr leik.
Sá eða sú sem stendur uppi sem sig-
urvegari í lokin fær í verðlaun 100
þúsund dollara og samning hjá Ban-
ana Republic.
Tiskuþrautirnar hafa notið gífur-
legra vinsælda erlendis og verður
gaman að sjá hvernig tiskuþjóðin
Island tekur í þær.
Sjónvarpsþáttur Heidi Klum hefur farið sigurför um heiminn. Nú er komið að fslendingum að kynnast tískunni með aðstoð hennar.
Átti ekki Ósk-
ar skilinn
Leikarinn Morgan Freeman
heldur því fram að hann hafi
ekki átt skilið að fá Óskarsverð-
laun fyrir bestan leik í aukahlut-
verki á síðasta ári. Hann segir
að verðlaunin sem hann hlaut
fyrir hlutverk sitt í kvikmynd
fslandsvinarins Clint Eastwood,
Million Dollar Baby, hafi ekki
verið vegna árangurs á hvíta
tjaldinu heldur vegna vorkunnar.
Freeman hafði þrisvar áður
verið tilnefhdur til þessara
virtu verðlauna. „Ég vissi að ég
myndi vinna þetta í fyrra. Þeir
hefðu átt að veita mér verð-
launin fyrr svo það var kom-
inn tími til. Ég átti Óskarinn
skilinn fyrir aðrar myndir, ekki
endilega þessa,“ segir hann.