blaðið - 01.03.2006, Síða 38

blaðið - 01.03.2006, Síða 38
MIÐVIKUDAGUR l.MARS 2006 blaðið 381 HINN ÚRKYNJA HER Þetta kann að koma ykkur á óvart: Smá- borgarinn er samkynhneigður. Eflaust taka margir andköf þegar þeir lesa þetta en svona er í pottinn búið. Ykkar auðmjúki Smáborgari kengöfugur. Hverjum hefði dottið slík óhæfa í hug? En þetta er ekki allt, það glittir rátt svo í topp isjakans. Smáborgarinn á nefni- lega barn. Barn sem hann eignaðist með vægast sagt ókristilegum og ógeðfelldum aðferðum. Barn sem er hvorki hvítt, gult, rautt, brúnt né svart heldur röndótt - úr öllum regnbogans litum. Með hjálp ým- issa hefur Smáborgaranum tekist að búa til smáborgarafjölskyldu þar sem allir meðlimirnir eru af sama kyni. Og þið sem hélduð að þið hefðuð heyrt allt. Barn smáborgarans er auðvitað gjör- samlega veruleikafirrt og gerirengan grein- armun á góðu og slæmu, réttu eða röngu. Það fær þetta frá uppeldinu sem Smáborg- arinn og samkynhneigðir vinir hans bera ábyrgð á. Eins og allir alvöru öfuguggar hefur Smáborgarinn átt marga „góða vini" sem hefur einungis hjálpað til við óöryggi krílisins sem kallar annan hvern mann á götu úti mömmu eða pabba - voðalega krúttlegt. Smáborgarinn stundar þar að auki svokölluð barnaskipti sem tíðkast mikið innan samfélags samkynhneigðra. Barnaskiptin ganga út á að rugla börn í ríminu með því að skipta reglulega um maka. Best er ef skiptin ganga svo hratt fyrirsig að sama manneskjan skiptir aldrei tvisvarum bleyju. Allt að ofangreindu er gert af yfirlögðu ráði og samkvæmt vandaðri heráætlun Samfélags samkynhneigðra smáborgara. SSS er nefnilega komið vel á veg með að mynda fyrstu herdeildina af mörgum sem smjúga mun inn í íslenskt samfélag og sökkva því hægt og bítandi. Samfélagið hefur þegar hrint djöfullegum áætlunum sínum f framkvæmd og komið sínu fólki í innsta hring áhrifamanna þjóðarinnar; meðal spilltra þingmanna, ómálefnalegra pistlahöfunda og jafnvel hárgreiðslufólks. Af Alþingi verður ráðabrugginu stýrt fyrst um sinn svo samkynhneigðir fái örugglega inngöngu að himnaríki með tilheyrandi vellystingum þrátt fyrir að lifa í eilífri synd. Þegar því hefur verið komið á kopp- inn byrjar svo ballið fyrst fyrir alvöru. ( þúsundatali munu börn samkyn- hneigðra fara inn í skólakerfið og menga það með ranghugmyndum innanfrá. Her úrkynjunar mun fylla höfuð trúrækinna Is- lendinga með tómri þvælu um að allir skuli vera jafnir, að útréttir armar Krists séu næstum öllum opnirog að samkynhneigð sé eðlileg -jafnvel ekki sjúkdómur. HVAÐ FINNST ÞÉR? Gtsli Marteinn Baldursson, varaborgarfulltrúi. Hvernig líst þér á friðarsúluna í Viðey? „Við eigum eftir að sjá almennilega hvernig útfærslan verður. Mér finnst til dæmis skipta máli hvort hún verður 12 eða 30 metrar. Samkvæmt því sem mér skilst er þetta býsna dýr framkvæmd og ég myndi vilja sjá einkaaðila koma að þessu verkefni, enda nægt framboð fyrirtækja sem vilja leggja sitt af mörkum til þess að fegra borgina. Ég sit reyndar í menningar og ferða- málaráði og þar hefur ekkert verið fjallað um málið, þrátt fyrir að það sé á okkar könnu.“ Doherty enn einu sinni handtekinn Enn og aftur er vandræðagemsinn Pete Doherty búinn að koma sér í klandur en í þetta skiptið var hann handtekinn vegna gruns um að stela bíl og að vera með fíkniefni í fórum sínum. Doherty var ásamt tveimur mönnum, 18 og 19 ára, í bílnum þegar þeir voru stöðvaðir og voru þeir að sögn lögreglu i annarlegu ástandi. Ekki er langt síðan Doherty slapp við fangelsisdóm vegna fíkniefnanotkunar. Þetta mál er því olía á eldinn og á hann að öllum líkindum yfir höfði sér háar sektir og fangelsis- dóm ef hann verður sakfelldur. Carey aftur í kvikmynd Eftir vel heppnaða endurkomu í tónlistarbransann hyggst Mariah Carey beina sjónum sínum að kvikmyndum og hefur hún fallist á að leika í kvikmyndinni Tennessee. Kvik- myndir hafa ekki alltaf verið það besta fyrir Carey en eftirminnilegt er þegar kvik- myndin Glitter frá árinu 2001 rústaði nánast ferli hennar og geðheilsu. Carey lék einnig í kvikmyndinni WiseGirls frá árinu 2002 en í þetta skiptið hef- ur hún fallist á að leika þjónustustúlku sem leggur upp i ferðalag með tveimur bræðrum sínum í leit að föður þeirra til að bjarga yngsta bróður sínum sem er með banvænan sjúkdóm. Leikstjóri myndarinnar, Aaron Woodley, ákvað að bjóða Carey hlutverkið eftir að hennar síðasta plata, The Emancipation Of Mimi varð mest selda plata ársins 2005 en hann var einnig ánægður með frammistöðu hennar í WiseGirls. Hawn íœr sér húðflúr 1 / Leikkonan Goldie Hawn fagnaði ásamt fjölskyldu sinni 60 ára afmæli sínu með því að fá sér húðflúr. Hawn og fjölskyldan voru í fríi á Tahítí þegar þau tóku eftir húð- flúrstofu í göngutúr sem þau fengu sér eftir afmæliskvöldverðinn. „Þetta var ekki planað,“ sagði Hawn, aðspurð um húðflúrin. „Eldri sonur minn stakk allt í einu upp á að öll fjölskyldan gerði þetta og okkur fannst þetta bara frábær hugmynd vegna þess að við erum svo brjáluð fjölskylda.“ Hawn fékk sér hjarta, sem tengdardóttir hennar teiknaði og Kurt Russell, eigin- maður hennar, fékk sér stafinn „G“ á öklann. Synir þeirra tveir fengu sér asísk tákn sem merktu „bróðir.“ Vel veiðist Hollensku fatahönnuðurnir Viktor & Rolf eru fastagestir í tískuvikunni í París þar sem þeir sýna það nýjasta og flottasta sem boðið verður upp á á komandi hausti. Á sýningu þeirra í vikunni báru allar fyrirsæturnar net fyrir andlitum sínum og vakti það athygli gesta. HEYRST HEFUR... Prátt fyr- ir að Ólína Þor- varðardótt- ir hafi sagt skólameist- arastöðunni lausri má segja að þau hjónin hafi töluverðan stuðn- ing ísfirðinga enda landaði eiginmaður hennar, Sigurður Pétursson góðum kosninga- sigri í prófkjöri 1-listans á Isa- firði. Menn fyrir vestan virð- ast því flestir þakklátir fyrir þann skikk sem Ólína hefur komið á bókhald skólans, auk- inn nemendafjölda og bættari einkunnir. Ólína sjálf er ekki eins ánægð með framgöngu menntamálaráðuneytisins í málinu en einhver verður bið- in á svörum ráðherra þar sem Þorgerður Katrín er enn og aftur fjarri góðu gamni þegar málefni ráðuneytisins eru í brennidepli. Prátt fyr- ir fjöld- ann allan af fordæmum pískra menn nú um að ekki geti far- ið vel á því að Bjarni Benediktsson gegni samtimis þingmennsku og stjórnarfor- mennsku í gamla olíufélaginu Essó. Það geti orkað verulega tvímælis- enda margvísilegir hagsmunáárekstrar sýnilegir í stöðunni og óvarlegt að halda því fram að þessi aukavinna þingmannsins geti talist til eft- irbreytni. Borgarfull- t r ú i n n Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, sem tjúttaði með Baugs- mönnum í London í síð- ustu viku, átelur kollega sinn Dag Bergþóruson Eggertsson fyrir að vera ekki við borgar- stjórnarfundi en Dagur hefur verið á ferðalagi um Istanbúl að undaförnu. Dagur er þó varla í mikilli partístemmn- ingu en hann er í forsvari fyr- ir borgina í forvarn- arverkefni nokkurra E v r ó p u - ríkja gegn fíkniefna- notkun ung- menna. Ossur Skarphéðinsson er ekki beinlínis vanur að skafa af hlutunum en á heimasíðu sinni hefur hann tilnefnt Kastljóskonuna knáu, Jóhönnu Viihjálmsdóttur, til blaða- mannaverð- launa næsta árs fyrir v a n d a ð a umfjöllun um skatta- mál. Gamli ritstjórinn ætti að þekkja faglegu vinnu- brögðin til hlítar en hann telur þessari tilnefningu sinni það til enn frekari staðfestingar hvert Jóhanna rekur ættir sín- ar. Það er ótrúlega leiðinlegt þegar stjórnmálamenn draga fjölmiðlafólk í dilka með þess- um hætti en líklega eiga þeir erfitt með að hugsa málin með öðrum hætti. Vaknaðu. Kötturinn komst í tennurnar þínar.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.