blaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 blaðiö blaóið== Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 •www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@ bladid.net Skiptar skoðanir um fram- hald varnarsamstarfsins IngibjörgSólrún Gísladóttirvillhalda ívarnarsamninginn. Guðrún Ögmundsdóttir dregur gildi hans í efa. Jóhann Ársœlsson segir ekki unnt að gefa sér niðurstöðu fyrirfram. AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Actavis gerir tilboð í PLIVA mbl.is | Actavis Group hefur sent stjórnendum króatiska sam- heitalyfjafyrirtækisins PLIVA óformlegt tilboð um kaup á öllu hlutafé félagsins, sem skráð er í kauphöllinni í Króatíu og London. Tilboðið er gert með fyrirvara um áreiðanleika- könnun og þá verði greitt um 35% yfirverð miðað við meðal- gengi hlutabréfa þess síðastliðna 3 mánuði. Markaðsvirði félagsins, að teknu tilliti til yfirverðs er um i,6 milljarðar dollara eða um no milljarðar króna. Að sögn Róberts Wessman, forstjóra Actavis, eru formlegar viðræður ekki hafnar og alls óvíst hvort af kaupunum verði. Hjá PLIVA starfa rúm- lega 6ooo manns og er það skráð á hlutabréfamarkaði í Króatíu og London. Skiptar skoðanir eru innan þing- flokks Samfylkingarinnar um hvort viðhalda eigi varnarsamstarfi við Bandaríkjamenn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, hefur lýst því yfir að íslendingar eigi að reyna að halda í varnarsamn- inginn en Guðrún Ögmundsdóttir dregur hins vegar gildi hans í efa í ljósi einhliða ákvörðunar Banda- ríkjamanna um brottflutning orrustuþotna og þyrlusveitar frá herstöðinni á Miðnesheiði. Þórunn Sveinbjarnardóttir segir mikilvægt að stjórn og stjórnarandstaða komi sér saman um næstu skref í málinu. Margar leiðir opnar 1 samtali við Morgunblaðið á fimmtudaginn lýsti Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, formaður Samfylk- ingarinnar, því yfir að mikilvægt væri fyrir Islendinga að reyna halda í varnarsamninginn við Bandaríkja- menn. I samtalinu kom fram að hún teldi að margar leiðir væru opnar fyrir áframhaldandi varnarsam- starf og aðeins þyrfti að setjast niður og útfæra varnarsamninginn frekar. Þá gagnrýndi Ingibjörg ríkisstjórn- ina fyrir aðgerðar- og undirbúnings- leysi þar sem vilji Bandaríkjamanna til að draga úr starfseminni á Mið- nesheiði hefði legið fyrir síðan 1992. Guðrún Ögmundsdóttir tekur undir gagnrýni Ingibjargar en efast um að íslendingar eigi að keppast við að halda í varnarsamninginn. Harmar neikvæða um fjöllun um atvinnulíf Halldór Ásgrímsson, forsætisráð- herra, kvaðst í gær harma neikvæða og ósanngjarna umfjöllun um ís- lenskt atvinnulíf. Ætti það við um umfjöllun erlendis og hér á landi. í erindi sínu á Iðnþingi í gær sagði Halldór stöðu íslensku bank- anna vera trausta. Lýsti hann og yfir því að öflug fjármálafyrirtæki væri ein helsta forsenda þess að ís- lendingar fengju tekið virkan þátt í hnattvæðingunni. Bankar fara ekki of geyst Forsætisráðherra sagði fjármálafyr- irtæki íslendinga hafa verið drif- kraftinn í vexti íslenskra fyrirtækja erlendis. Hann kvaðst ósammála því að bankar og fjárfestar hefðu farið of geyst og kynnu ekki fótum sínum forráð. Halldór nefndi sem dæmi Baug, Bakkavör, Fons, Acta- vis, Avion Group og FL Group sem fyrirtæki sem náð hefðu eftirtek- arverðum árangri í fjárfestingum erlendis. „Lögmál hins hnattvædda við- skipta- og fjármálaheims eru ger- breytt og allt önnur en t.d. í stjórn- málum sem mér virðist því miður einkennast í auknum mæali af tæki- færismennsku, villandi málflutn- ingi og jafnvel málþófi, eins og við höfum séð á Alþingi undanfarna daga,“ sagði forsætisráðherra m.a í erindi sínu. Guðrún Jóhann Ársælsson Ögmundsdóttir Þórunn Mörður Arnason Sveinbjarnardóttir „Það er óraunhæft að reyna halda í einhvern samning sem greinilega er ekki meira virði en svo að það sé hægt að rifta honum einhliða. Hvers vegna að reyna halda í einhvern samning sem er ekki meira virði en þetta? Við ættum halla okkur frekar að Evrópu og endurmeta hlutina upp á nýtt.“ Kallar á endurmat Jóhann Ársælsson telur mikilvægt að stíga varlega til jarðar og að allir möguleikar í stöðunni séu skoð- aðir áður en endanlega ákvörðun er tekin. „Við eigum að skoða vand- lega hvað getur verið í þessum varn- arsamningi og bera það saman við aðra möguleika. Það er grunnaf- staða Samfylkingarinnar að Island eigi að vera í Atlantshafsbanda- laginu (NATO) og því þurfum við að mínu mati að vinna náið með öðrum NATO-þjóðum að lausn þessa máls. Niðurstaðan þarf hins vegar ekki endilega að verða sú að reyna viðhalda varnarsamstarfinu við Bandaríkin." Þórunn Sveinbjarnardóttir segir að sú staða sem upp sé komin kalli á ákveðið endurmat á stöðu Islands með tilliti til varnarmála. „Mér finnst mikilvægt að næstu skref séu tekin í fullu samráði stjórnar og stjórnarandstöðu. Þetta er verkefni sem er í eðli sínu þverpólitískt og miðað við frammistöðu ríkisstjórn- arinnar hingað til þá veitir ekki af að fleiri komi að samningarborðinu.“ Mörðúr Árnason segist persónu- lega vera á þeirri skoðun að íslend- ingar eigi ekki að hafa erlendan her í landinu nema við sérstakar að- stæður. „Þess vegna tek ég þessum tíðindum á annan bóginn fagnandi en á hinn bóginn vakna efasemdir um gildi varnarsamningsins.“ Mörður leggur áherslu á að þó að innan Samfylkingarinnar séu skiptar skoðanir varðandi veru er- lends hers hér á landi sé það stefna flokksins að Island eigi heima í NATO. „Sumir telja það skipta litlu máli hvort hér er erlendur her eða ekki og aðrir telja það skipta miklu máli og standa gegn því. Varnar- samningurinn kveður á um að Bandaríkjamenn séu einhvers konar verktaki við varnir landsins. Það er í sjálfu sér ekki nauðsynlegt, eins og nú er ljóst, að hér sé herstöð eða er- lendur her til þess. Það er hægt að leysa það með öðrum hætti.“ Gæsluvarðhald framlengt mmikki Gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum fré Litháen var framlengt um sex vikur í gær eða til 28. apríl næstkomandi. Mennirnir voru handteknir f byrjun febrúar en þeir eru grunaðir um að tengjast amfetamínframleiðslu hér landi. Á myndinni er verið að færa einn mannanna fyrir dómara. Opið virka daga: 10-18, lau: 11-15 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Gæða sængur og heilsukoddar. o Heiðskirt 0 Léttskýjaö Skýjað | Alskýjað Rlgnlng, lítilsháttar í/s Rlgning 9 ð Súld :j: 'I' Snjókoma * Slydda Snjóél Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Dublin Glasgow 05 14 01 -03 05 01 -02 03 07 13 16 -07 0 14 07 08 02 07 03 16 05 06 7° ✓ ✓ ✓ ' 7° ✓ ✓ @L " «v o* 6° Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands 7“ ®il Breytilegt Á morgun ✓ )o ' 6' * ■V ✓ / 6°
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.