blaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 28
28 I TRÓMÁL LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 blaðið Í upphafi skapaði Guð himin og jörð... Kaliforníubúinn Brendan Powell Smith vinnur að því að myndgera biblíusögur með Lego-kubbum. Móses vegur mann. Séra Smith hefur verið legið á hálsi að leggja of mikla áherslu á skuggahliðar Biblíunnar í útgáfu sinnj af bókinni góðu. Sumir vaxa aldrei upp úr því að leika sér með Lego-kubba. Einn þeirra er Kaliforníubúinn Brendan Powell Smith sem heldur úti síðunni The Brick Testament. Smith, eða séra Smith eins og hann kallar sig einnig þrátt fyrir að vera trúlaus með öllu, hefur dundað sér við það á undan- förnum árum að myndgera biblíu- sögur með Lego-kubbum og Lego- körlum. Hann endurgerir atburðina með Lego-kubbunum og tekur síðan myndir af þeim sem hann birtir á vefsíðu sinni. Myndirnar eru lista- vel gerðar, stundum bráðfyndnar en einnig fullar af kaldhæðni, kynlífi og ofbeldi. Guð birtist í formi Burrito-veQu Smith segir að tilurð verkefnisins megi rekja til guðlegrar vitrunar. ,Guð birtist mér í formi rjúkandi burrito-vefju. Það er dagsatt. Þó að mörgum kunni að finnast undarlegt að guð hafi leitað til trúleysingja til að myndgera Biblíuna með Lego- kubbum megum við ekki gleyma því að Móses var morðingi áður en hann guð leitaði til hans og Páll postuli ofsótti kristna menn. I sam- anburði við þá er ég því í raun og veru alger dýrlingur," sagði Smith eitt sinn í dagblaðaviðtali. Það tekur Smith yfirleitt viku að útfæra hverja sögu fyrir sig með Lego-kubbum og ljósmynda þær en það er jafnlangur tími og tók guð al- máttugan að skapa heiminn. Þrátt fyrir að líkönin séu nær eingöngu úr Lego-kubbum leggur Smith áherslu á minnstu smáatriði við gerð þeirra. Blóðslettur eru til dæmis búnar til úr rauðum kubbum og söguhetj- urnar sýna viðeigandi svipbrigði miðað við þá aðstöðu sem þær eru í hverju sinni. Vinsælar meðal trúaðra sem efasemdamanna Frá því að vefsíðunni var hleypt af stokkunum árið 2001 hefur hún slegið í gegn í Netheimum. Um 200.000 gestir sækja síðuna í hverjum mánuði en reglulega bæt- ast nýjar sögur við safnið. Sögur Smith hafa ennfremur ratað á prent og árið 2003 kom út bókin The Brick Testament - Stories from the Book of Genesis. Tvær bækur til viðbótar hafa komið út í kjölfarið. Smith segir að sögurnar höfði til ýmissa þjóðfélagshópa. „Ef marka má þau hundruð tölvubréfa sem hafa borist nýtur síðan vinsælda jafnt meðal trúaðra sem efasemda- manna,“ segir hann. „Fyrir hvert bréf sem mér berst frá fólki sem segir mér að útfærslur mínar á sumum af hinum skelfilegri biblíusögum hafi styrkt þá í þeirri afstöðu að vera trúlaus fæ ég annað frá presti eða æskulýðsleiðtoga sem lýkur lofsorði á síðuna og biður um leyfi til að fá að nota hana í sunnudagaskóla- kennslu," segir Smith og bætir við að hann sé mjög upp með sér að svo margir skuli finna eitthvað við sitt hæfi í myndunum. Áhersla á skuggahliðar Biblíunnar Þeir eru að sjálfsögðu einnig til sem finna vefsíðunni flest til foráttu. Tímaritið Bible Review veitti síð- unni verðlaun fyrir „verstu biblíulist- ina á Vefnum“ fyrir nokkrum árum og trúað fólk hefur kvartað undan því að Smith leggi of mikla áherslu á skuggahliðar Biblíunnar. Thomas Carder, forseti kristilegu samtak- anna ChildCare Action Project, sakar Smith um að spilla merkingu biblíuversanna sem fylgja hverri mynd. „Það sem blasti við mér var umritun ritningarinnar og það var greinilegt að þarna skorti skilning á guðsorði nema fyrir höfundinum hafi vakið að gera lítið úr því eða láta líta út fyrir að það segði eitthvað annað en það gerir,“ sagði hann. Matthew Fox, þekktur guðfræð- ingur frá Oakland í Kaliforníu, er ósammála mati Carders á nákvæmni biblíutilvitnanna í verkum Smiths. ,Raunin er sú að tilvitnanirnar eru allar nákvæmar,“ segir Fox. „Það er visst áfall að sjá þær settar upp með þessum hætti. Það er frábært að end- urgera verstu kafla Biblíunnar og fá okkur til að velta þeim fyrir okkur,“ segir hann. Hreyfa við siðferðisvitund fólks Smith telur að með því að myndgera þessi vers Biblíunnar geri The Brick Testament ekki hlutdrægara en aðrar myndskrey tingar um sama efni. „Ég mun viðurkenna það fyrstur manna að þeir kaflar sem myndskreyttir eru í The Brick Testament eru oftar en ekki látnir liggja í láginni eða hunsaðir þar sem þeir hreyfa við sið- ferðisvitund fólks,“ segir Smith en bætir við að hann reyni ekki að snúa Síðasta kvöldmáltíðin með augum Brendan Powell Smiths, mannsins á bak við The Brick Testament, Lego-útfærslu af Biblíunni. út úr þessum köflum i því skyni að gera Biblíuna æsifengnari en hún er nú þegar. „Ég beini einfaldlega kastljósinu að því sem er yfirleitt haldið leyndu og stilli mig síðan um að túlka það frekar eða tjá mig um það,“ segir hann og bætir við að til- gangur síðunnar sé öðru fremur að uppfræða fólk enn frekar um inni- hald Biblíunnar á skemmtilegan og fróðlegan hátt. Nánari upplýsingar um The Brick Testament má náigast á www.the- bricktestament.com. Veltir tyrir sér eðli alheimsins og stöðu mannsins í honum Tilkynnt var í vikunni í höfuð- stöðvum Sameinuðu þjóðanna að breski vísindamaðurinn og rithöf- undurinn John D. Barrow myndi hljóta hin virtu Templeton-verðlaun Verkvísindamannsins John D. Barrow hafa notið mikilla vinsælda á undanförn- um árum enda reynir hann að bregða nýju Ijósi á margar af elstu ráðgátum mannkyns. í ár. Verðlaunaupphæðin nemur 1,4 milljónum Bandaríkjadala og áður hafa ekki ómerkari manneskjur en móðir Teresa, Billy Graham og rúss- neski rithöfundurinn Alexander Soltjénítsjin hlotið þau. Verðlaunin eru veitt þeim sem þykja hafa unnið að framgangi þekkingar á andlegum og trúarlegum málefnum. Glímir við stærstu ráð- gátur mannkyns Barrow sem er rúmlega fimmtugur hefur í verkum sínum velt fyrir sér grundvallarspurningum um alheim- inn og stöðu mannsins í honum. Bækur hans og ritgerðir um upp- runa og eðli heimsins hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum. 1 verkum sínum fjallar hann um málefni á borð við stóra hvell og hvernig kenningin um hann sam- rýmist kenningum trúarbragða um tilurð heimsins, óendanleikann og hve takmörkuð svör vísindin gefa við mörgum af helstu ráðgátum sem mannkynið hefur glímt við. „Fólk leitar til vísindanna eftir sannleika, algerri vissu um tiltekin málefni, á sama hátt og það leitar til trúarinnar,“ segir Barrow. „í raun og veru getur þó hvorki trú né vísindi veitt endanleg svör, sann- leikann, sem mannkyn fer fram á,“ segir hann jafnframt. Skrifaði leikrit um óendanleikann Barrow hefur skrifað meira en 15 bækur um þessi málefni og þar á meðal er bókin „Pi in the Sky“ þar sem hann veltir fyrir sér tengslum stærðfræði og raunheimsins. Árið 2002 vann hann ásamt ítalska leik- stjóranum Luca Ronconi að tilrauna- leikriti sem fjallaði í fimm þáttum um hugtakið óendanleiki. John Barrow ólst upp í London en starfar nú sem stærðfræðipró- fessor við háskólann í Cambridge. Með því að veita honum verðlaunin vill Templeton-sjóðurinn þakka honum fyrir að hafa velt upp óum- flýjanlegum spurningum um trú, eðli heimsins og stöðu mannsins í honum. Templeton-verðlaunin eru nefnd eftir fjármálamanninum og frum- John D. Barrow telur að í raun og veru geti hvorki trúarbrögð né vísindi veitt þau algildu og endanlegu svör sem mannkyn fer fram á. herjanum Sir John Templeton. í Buckingham-höll þann 3. maí Filipp prins mun veita John næstkomandi. Barrow verðlaunin við athöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.