blaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 61

blaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 61
blaðið LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 DAGSKRÁI61 Vínþjónakeppni á Hótel Borg I dag verður vínþjónakeppni haldin á Hótel Borg þar sem rjóminn af ís- lenskum þjónum mun spreyta sig. Samhliða sýningunni verður kynn- ing á vínum frá Suður-Afríku. Suður-Afríka er í sviðsljósinu í Vínbúðunum og mörg vín á kynn- ingarverði þessa dagana. Vínþjóna- samtökin standa fyrir kynningu á vínum frá landinu á Skuggabar Hótel Borgar frá 14 til 17 í dag í sam- starfi við flesta víninnflytjendur sem bjóða upp á þau. Þar verður hægt að smakka mörg af þeim vín- um sem fást í Vínbúð- unum og ákveða hvað af þeim hent- ar manni best. „Þetta er kjörið tækifæri til að kynnast betur vínun- umfráþessu spennandi og hátt skrifaða svæði,“ segir Einar Logi Vignisson, upplýs- ingafulltrúi Vínþjónasam- takanna. Á Evrópu- meistara- mótið „Til dæmis verður farið í það hvern- ig velja eigi vínin. Höf- uðþrúga Suður-Afríku, pinotage, er t.d. ótrúlega mismunandi eftir framleiðendum.“ Sigurvegari í vínþjónakeppninni fer fyrir íslands hönd í Evrópumeist- aramót vínþjóna sem verður hald- ið í Reims í Frakklandi í júní n.k. Vínþjónarnir verða að sýna fáguð vinnubrögð í umhellingu og blinds- mökkun, svo og góða þekkingu í vínfræðum til að m.a. setja saman mat- og vínseðil, svara flóknum spurningum o.fl. Aðgangseyrir er 500 kr. og lág- marksaldur gesta er 20 ár. ©Fiskar (19.febniar-20.mars) Góð helgi verður enn betri þegar þú áttar þig á að þú ert hólpin/n hvað varðar starf jiitt. Vinnustaður- inn getur vel án þin verið í einn dag. Hrútur (21,mars-19. apríl) Rætur velgengni þinnar ná djúpt í æsku þina. Samt sem áður hefur þú komist langt á eigin ágæti. Þakk- aðu þeim sem hafa stutt þig áfram og hjálpað á lifsleiðinni. SUNNUDAGUR SJÓNVARPIÐ 09.00 09.06 09.28 09-JS 10.00 10.25 10.55 11.25 14.00 14.40 16.35 Morgunstundin okkar Stjáni (41:52) Sígildar teiknimy ndir (27:42) Líló og Stitch (64:65) Gæludýr úr geimnum (1:26) Latibære, Spaugstofan e. Formúla 1 e. Græna herbergið (3:6) e. Bítlabærinn Keflavike. Börn systur minnar Dönsk fjöl- skyldumynd. e. 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Stundin okkar 18.28 Geimálfurinn Gígur (3:12) Leikin íslensk barnamynd. 18.40 Barry breytt 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.35 Kastljós 20.15 Króníkan (18:20) 21.15 Helgarsportið 21.40 Skórnúmer38 23.50 Kastljós SIRKUS 17.30 Fashion Television e. 18.00 Idol extra 2005/2006 e. 18.30 Fréttir NFS 19.10 Friends (17:24) 19.35 Friends (18:24) 20.00 American Dad (3:16) 20.30 TheWaratHomee. 21.00 My Name is Earl e. 21.30 Invasion (10:22) e. 22.15 Reunion (9:13) e. 23.00 X-Files e. 23.45 Smallvillee. STOÐ2 07.00 Barnatími Stöðvar 2 Pingu, Myrk- fælnu draugarnir, Tiny Toons, Oobi, Töfravagninn, Engie Benjy, Nod- dy, Kalli og Lóla, Ginger segir frá, Hjólagengið, Nornafélagið, Sabrina - Unglingsnornin, Hestaklúbburinn, Tvíburasysturnar. 11.35 Handlaginn heimilisfaðir 12.00 Hádegisfréttir 12.25 Silfur Egils (Silfri Egils eru þjóð- málin í brennidepli. Þátturinn er í beinni útsendingu. 2005. 14.00 Neighbours (Nágrannar) 15.45 Þaðvarlagiðe. 16.50 Absolutely Fabulous (6:8) (Tild- urrófur) 17.20 Punk'd (4:8) e. Falin myndavél þar sem hjartaknúsarinn og leikar- inn Ashton Kutcher hrekkir fína og fræga fólkið i Hollywood. 17.45 Martha 18.30 Fréttir, íþróttir og veður 19.10 Kompás íslenskur fréttaskýringar- þáttur í umsjá Jóhannesar Kr. Krist- jánssonar. 20.00 Sjálfstætt fólk 20.30 Cold Case (1:23) (Óupplýst mál) 21.15 Twenty Four (8:24)14:00 -15:00) Jack hunsar fyrirmæli forsetans þeg- ar hann eltir uppi hryðjuverkamenn- ina. Stranglega bönnuð börnum. 22.00 Rome (8:12) (Rómarveldi) Sesar hrekur her Pompeiusar til Egypta- lands og heldur svo sjálfur með herlið sitt í humátt á eftir honum. Stranglega bönnuð börnum. 22.55 Idol — Stjörnuleit e. 00.40 Traffic (Umsvif í undirheimum) Frábær framhaldsmynd [ þremur hlutum sem var tilnefnd til þrennra Emmy-verðlauna. e. 04.50 Cold Case (1:23) (Óupplýst mál) 05.35 Fréttir Stöðvar 2 Fréttir Stöðvar 2 endursýndar frá því fyrr í kvöld. 06.10 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVí SKJÁREINN 11.15 Fasteignasjónvarpið e. 12.00 Cheers - öll vikan e. 14.00 HomeswithStylee. 14.30 HowCleanisYourHousee. 15.00 Heilogsæle. 15.30 Fyrstu skrefin e. 16.00 QueerEyeforthe Straight Guy e. 17.00 Innlit/útlit e. 18.00 Close to Home e: 19.00 Top Gear 19.50 Less than Perfect 20.15 Yes, Dear 20.35 AccordingtoJim 21.00 Boston Legal 21.50 Threshold 22.40 Woman in Red 00.05 C.S.I. e. 01.00 SexandtheCitye. 02.30 Cheers -11. þáttaröð e. 02.55 Fasteignasjónvarpið e. 03.05 Óstöðvandi tónlist SÝN 11.05 Hnefaleikare. 12.50 Gillette World Sport 2006 13.20 Destination Germany 13.50 ftalski boltinn 16.00 USPGATour2005 16.50 US PGA 2005 Fréttaþáttur 17.20 UEFA Champions League 17.50 Spænski boltinn 19.50 USPGATour20osb. 23.20 ítalski boltinn e. ENSKIBOLTINN 11.20 Birmingham - Tottenham frá 18.03 13.20 Newcastle - Liverpool b. 15.50 Fulham - Chelsea b. 18.15 Newcastle - Liverpool 20.30 Helgaruppgjör 22.30 Everton-AstonVillafrá 18.03 STÖÐ2BÍÓ 10.00 Meðalltáhreinu 12.00 Forrest Gump e. 14.20 RacetoSpace(Kappútígeim) 16.05 The Man Who Sued God (Maður- inn sem stefndi Guði) 18.00 Meðalltáhreinu 20.00 Forrest Gump e. Aðalhlutverk: Tom Hanks, Robin Wright. Leik- stjóri: Robert Zemeckis. 1994. Leyfð öllum aldurshópum. 22.20 The Butterfly Effect (Fiðrilda- áhrifin) Dulmagnaður vísindatryllir með Asthon Kutcher í sínu fyrsta "alvarlega" hlutverki. Aðalhlutverk: Ashton Kutcher, Amy Smart, Mel- ora Walters. Leikstjóri: Eric Bress, J. Mackye Gruber. 2004. Stranglega bönnuð börnum. 00.10 Veronica Guerin Sannsöguleg verðlaunamynd sem vakti fádæma athygli. Aðalhlutverk: Cate Blanc- hett, Gerard McSorley, Ciarán Hinds. Leikstjóri: Joel Schumacher. 2003. Bönnuðbörnum. 02.00 Robocop 2 (Véllöggan) Aðalhlut- verk: Peter Weller, Nancy Allen, Belinda Bauer. Leikstjóri: Irvin Kers- hner. 1990. Stranglega bönnuð börnum. 04.00 The Butterfly Effect (Fiðrilda- áhrifin) Dulmagnaður visindatryllir með Asthon Kutcher í sinu fyrsta „alvarlega" hlutverki. Hann leikur ungan ofurnæman mann sem allt frá æskuárum hefur haft þá hæfi- leika að geta lokað fyrir óþægilegar minningar. Nú þegar hann er orð- inn fullorðinn hefur hann fundið út leið til að rifja upp þessar glötuðu minningar og beitir yfirskynvitleg- um kröftum, óreiðukenningunni og fiðrildaáhrifunum til að breyta lífi sinu kenningin um fiðrildaáhrifin er í fáum orðum sú að vængjasláttur ofurlitils fiðrildis í Asíu geti valdið fellibyl hinum megin á hnettinum. Aðalhlutverk: Ashton Kutcher, Amy Smart, Melora Walters. Leikstjóri: Eric Bress, J. Mackye Gruber. 2004. Stranglega bönnuð börnum. o Naut (20. aprfi-20. maO Agnarsmáar og mismerkilegar staðreyndir sérð þú i nýju Ijósi þegar sameiginleg áhugamál þin og fé- laga þins verða Ijós. ©Tvíburar (21. maí-21. júnO Utanlandsferð við fyrsta tækifæri er þér skapi næst. Best er þó að slaka aðeins á og leyfa hlutunum að gerast á þeim tíma sem þarf. ©Krabbi (22. júní-22. júlí) Drekktu vatn til að sigrast á mesta hausverknum. Vatnið er lifsnauðsynlegt og kjörið til þess að lækna ýmsa tímabundna kvilla. Tröllatrú á þvi er hins vegarvarhugaverð. ®Ljón (23. juli- 22. ágúst) Undanfarið hefur þú verið gramur/gröm út í nánast allt sem ákveðin manneskja segir og gerir. Ástæðan er þó ekki manneskjan sjálf heldur þú. Þetta er spurning um viðhorf þitt. ,) Meyja (23. ágúst-22. september) Rými til framkvæmda er stórlega búið að minnka síðustu daga. Nú þarf að taka áitvarðanir sero fyrst. Siðan kemur í Ijós hversu góðar þær eru. ©Vog (23. september-23. október) Snúðarnir freista ávallt á sunnudögum en þú þarft að fara að hugsa um afleiðingar þeirra. Einn snúð- ur er í góðu lagi en þegar þeim fjölgar fer að sjást áþér. © Sporðdreki (24. október-21. nóvember) Aðalástæða fyrir betri líðan er aukin hreyfing og betri meðferð á líkama og sál. Haltu áfram á sömu braut en gættu þess að hafa gaman af herlegheit- ©Bogmaður (22. núvember-21. desember) Mikil óánægja með störf þín em ekki eingöngu þér að kenna. Þú þarft þó að axla þá ábyrgð sem er þín. Að öðru leyti muntu rísa upp úr þessum dal, sterkari en áður. Steingeit (22. desember-19. janúar) Andleysið er algert en það kemur ekki að sök. Taktu þig saman í andlitinu og áttaðu þig áður en lagster til hvílu i kvöld, þannig verður vikan góð. O Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) Nálgun þín á vandamálum er til fyrirmyndar að mestu leyti. Reyndu þó að taka ráðgjöf annarra fagnandi því hún er til þess gerð að bæta þig sem manneskju. Láttu draumana rætast The Worlds Fastest Indian er kvik- mynd sem kemur sífellt á óvart. 1 fyrsta lagi tengist hún indíánum ekki neitt. 1 annan stað lætur hún lítið yfir sér en rígheldur manni all- an tímann. 1 þriðja lagi er hún mót- orhjólamynd þar sem mótorhjólið sjálft og áhugi á þeim skiptir litlu sem engu máli fyrir áhorfendur. Merkilegur maður Anthony Hopkins er óaðfinnanleg- ur í hlutverki sínu sem Ný-Sjálend- ingurinn Burt Munroe en myndin segir sögu hans. Burt þessi var sérvitur maður sem bjó í húsnæði sem fyrst og fremst nýttist honum sem verkstæði. Hann var forfallinn mótorhjólaáhugamaður sem átti þann draum heitastan að komast á The worlds Fastest Indian Leikstjóri: Roger Donaldsson Aðalhíutverk: Anthony Hopkins Gott: Frabær leikur og myndataka. Verst: Fátt 1 fljótu bragöi. Sýnd! Háskólabíói. saltsléttur Bandaríkjanna til að slá hraðamet á hjóli sínu. Hopkins kemur öllum persónu- einkennum stórkostlega til skila. Hann er í senn óþolandi nágranni og elskulegur gamall maður. Maður hefur ekki trú á að hann nái sínum markmiðum en heillast samt sem áður af ákefðinni. Ekki gefast upp Á ferðalagi sínu til Bandaríkjanna kynnist Munroe fjölbreyttum per- sónum sem allar enda á því að eign- ast hann sem vin til lífstíðar. Þannig fær hann hjálp frá ótrúlegasta fólki. Myndatakan í World Fastest Indi- an er til fyrirmyndar og er hvert skot vandlega hugsað. Ef þú hefur áhyggjur af því að ná ekki þeim markmiðum sem þú ætl- ar þér ættir þú að fara að sjá þessa mynd. Hún kennir þér að leggja aldrei árar í bát og elta drauma þína. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Auk þess legg ég til að hlé í kvik- myndahúsum verði lögð niður. agnar. burgess@bladid. net Anthony Hopkins er óaðfinnanlegur í myndinni The Worlds Fastest Indian.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.