blaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 34

blaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 34
34 I UNGA FÓLKIÐ LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 blaöiö Bílskúrsböndin leggja undir sig Loftkastalann Jakobínarfna sigraði Músíktilraunir á síðasta ári og hefur hróður sveitarinnar borist vfða á þeim tfma. Hún fékk lofsverða umfjöllun í hinu virta tónlistartímariti Rolling Stone í fyrra og lék í síðustu viku á tónlistarhátíðinni South by Southwest í Austin (Texas. Búast má við að þakið rifni af Loft- kastalanum í næstu viku þegar þar fer fram árleg tónlistarveisla bíl- skúrsbanda hvaðanæva af landinu. Músíktilraunir Tónabæjar og Hins hússins fagna 25 ára afmæli á þessu ári og er áhuginn síst minni nú en áður. Að þessu sinni eru 50 hljóm- sveitir skráðar til leiks og komust færri að en vildu og eru nokkrar sveitir á biðlista. Fyrsta undan- kvöldið af fimm verður á mánudag og það síðasta föstudaginn 24. mars. Tvær hljómsveitir komast áfram á hverju kvöldi sem taka þátt í úrslita- kvöldinu 30. mars. Fjölbreytni alls ráðandi í ár Tilteknar tónlistarstefnur og stílar hafa í gegnum tíðina sett svip sinn á Músíktilraunir. í upphafi tíunda áratugarins var til dæmis dauða- rokkið alls ráðandi en áratug síðar höfðu rappararnir tekið öll völd. Þór- hallur Jónsson, verkefnisstjóri Mús- íktilrauna, segir að í ár virðist engin ein tónlistarstefna vera ríkjandi heldur setji þvert á móti mikil fjöl- breytni svip sinn á keppnina. „Það virðist vera eins og það komi fleiri þungarokksveitir utan af landi en hér i bænum eru sveitirnar komnar aðeins meira út í einhvers konar indie-rokk. Þannig að það er engin ríkjandi stefna,“ segir hann. Þórhallur segir að hugsanlega megi skýra þessa fjölbreytni með því að tónlistarmennirnir eru óhræddir við að gera það sem þá langar til. „Böndin sem hafa sigrað síðustu ár hafa verið að gera það sem þeim dettur sjálfum í hug og það hefur gengið vel hjá þeim. Þá eru menn ekki að eltast við neinar bólur heldur gera það sem þeir vilja,“ segir Þórhallur. Fyrsti áfangi á leið til frægðar og frama Músíktilraunir Tónabæjar hafa fyrir löngu fest sig í sessi sem vettvangur fyrir unga og efnilega tónlistarmenn að koma sér á framfæri. Jafnólíkar hljómsveitir og Greifarnir, Maus, Mínus og XXX Rottweiler hundar vöktu fyrst athygli í kjölfar sigurs í Músíktilraunum. Hljómsveitir sem hafa farið með sigur af hólmi í keppninni á undan- förnum árum hafa flestar náð langt í tónlistarlífinu hér heima og sumar hafa jafnvel vakið athygli erlendis. Mínus, sem vann Músíktilraunir árið 1999, hefur til dæmis fyrir löngu unnið sér sess í heimi harðkjarna- og þungarokkstónlistar. Þá hefur Jakob- ínarína, sem fór með sigur af hólmi í fyrra, fengið lofsverða umfjöllun í hinu virta tónlistartímariti Rolling Stone og í síðustu viku lék hún á tón- listarhátíðinni South by Southwest í Austin í Texas. Þórhallur er ekki frá því að góður árangur sigurvegara fyrri ára sé öðrum tónlistarmönnum mikil hvatning. „Þetta er náttúrlega heilmikil innspýting. Það er engin spurning. Það er að vísu óvenjulegt að það gerist svona hratt eins og í til- felli Jakobínurínu," segir hann. Aðgangspassi á öll kvöldin Boðið er upp á þá nýjung í ár að fólki gefst kostur á að kaupa að- gangspassa sem gildir á öll undan- úrslitakvöldin og veitir forkaupsrétt á miða á úrslitakvöldið. Passinn kostar 2.500 krónur og spara menn því 1.000 krónur með honum en miði á hvert undankvöld fyrir sig kostar 700 krónur. Þórhallur býst við því að slegist verði um miða á úrslitakvöldið, ekki síst í ljósi þess að það verði haldið í Lofkastalanum sem er aðeins minna húsnæði en Austurbær þar sem þau fóru fram i fyrra. Aftur á móti bendir hann á að fleiri komist að á undankvöldin nú en í fyrra. „Þetta er svolítið stærra húsnæði en við höfum verið með á undankvöldunum. Við höfum verið í Tjarnarbíói síðustu tvö ár. Við hvetjum því fjölskyldur, vini og alla til að mæta,“ segir Þórhallur og bætir við að yfirleitt hafi verið fullt hús á undankvöldum. „Það var reyndar einu sinni þannig að það voru undankvöld sem voru bara með böndum utan af landi en þá hafði fólk oft ekki tök á að fylgja með. Þess vegna reynum við núna að blanda saman böndum frá Reykja- vík og utan af landi þannig að við fáum nógu marga á hvert kvöld.“ Meira lagt í umgjörð Þórhallur segir að á undanförnum þremur til fjórum árum hafi verið meira lagt í umgjörð Músíktilrauna og keppnin sé haldin á stóru sviði, 1 rúmgóðu húsnæði með öflugu hljóð- og ljósakerfi og tónlistarmennirnir kunni vel að meta það. „Við reynum að draga upp jákvæða mynd af ung- lingunum með Músíktilraunum. Okkur finnst eins og það sé alltaf verið að draga upp neikvæða mynd af þeim. Þeir sem hafa tekið þátt í þessu í gegnum tíðina hafa bent á að hér erum við með 250-300 ung- menni og það er aldrei neitt vesen. Hér mæta menn bara og spila og það ríkir ekkert nema tóm hamingja," segir Þórhallur að lokum. Blaðid/Gúndi Mínus fór með sigur af hólmi í Músfktilraunum fyrir fáeinum árum og hefur leiðin legið upp á við hjá sveitinni frá þeim tfma. TISKA & SWYRTING Mánudaginn 20. mars blaóió Auglýsendur, upplýsingar veita: íslenski fjölskyldu sirkusinn í Verínu Leikfélag Menntaskólans við Hamra- hlíð frumsýndi í gær nýtt leikverk sem heitir Islenski fjölskyldusirk- usinn í Verinu við Loftkastalann. Óhætt er að segja að verkið sé unnið á nokkuð nýstárlegan og óhefðbund- inn hátt en það var samið af leik- hópnum með aðstoð Sigrúnar Sólar Ólafsdóttur leikstjóra. Nemendur koma að sýningunni frá öllum hliðum, semja tónlist og flytja hana, búa til leikmynd og útfæra sirkusat- riði. í hugleiðingum leikstjórans Sig- rúnar Sólar kemur fram að persónur verksins hafi orðið til í hugarheimi leikenda. „Þær lifnuðu við gegnum leik og spuna, samtöl um góðsemi og dyggð, við lestur á Plató og Shake- speare og við dans og sirkusæfingar.“ Leikararnir ungu sömdu sín atriði sjálfir, skiptust á skoðunum eða unnu í hópum. Á milli 50 og 60 manns koma að sýningunni með einum eða öðrum hætti. Háðsádeila á nútímasamfélag I verkinu er skyggnst inn í líf nokk- urra venjulegra íslenskra fjölskyldna og kannað hvort hið góða fremur en hið illa leiði líf þeirra. Margt mis- jafnt kemur í ljós þegar skyggnst er Félagar i Leiklistarfélagi Menntaskólans við Hamrahlið frumsýndu í gær verkið Islenski fjölskydusirkusinn sem þau sömdu f samvinnu við Sigrúnu Sól Ólafsdóttur, leikstjóra. undiryfirborðiðogvekurverkiðupp fram hannað lífsmynstur þar sem spurningar um yfirborðsmennsku, allt er slétt og fellt á yfirborðinu en lesti og bresti mannskepnunnar og óhamingja og ófullnægja kraumar þá tilhneigingu hennar að troða undirniðri. öllum ofan í ákveðna kassa, fyrir-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.