blaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 31

blaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 31
blaðið LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 VIÐTAL I 31 99.......................................................... „Ég hefekkert á móti því að skoða þá sem hafa borðað kanínufæði í 50 ár og sjá hvernig þeir líta út. Það kæmi mér ekki á óvart þóttþeir væru bognir." hann um daginn. Hann rifjaði upp þessa gömlu daga og sagðist hafa farið tíu sinnum niður á Eyri og fékk alltaf sama svarið: „Nei: Komdu á morgun". Þetta voru fjölskyldu- menn sem gátu unnið. Þeir fengu bara útborgað þegar þeir unnu. Á þessum árum var ekki hægt að skrá sig atvinnulausan af því að maður væri orðinn fárveikur af sjónvarpsgl- ápi. Það er einhver skekkja í þessu öllu saman því öryrkjum fjölgar í velmeguninni. Hvað væri gaman að vita hversu margir þeir voru 1950? Þeir hefðu átt að vera miklu fleiri en þeir voru, búandi í kjallaraíbúðum eða hálfköldum og niðurníddum bröggum. Þeir fyrirfundust varla. Nú eru öryrkjar úti um allt. Allir tala um gamla fólkið og menn skrifa greinar en enginn tekur upp skófluna. Fólk virðast hissa á því að gamalt fólk skuli vera til. Gamalt fólk fæðist ekki, það er keðjan okkar. Sumir virðast hafa gleymt þessu og hugsa: „Ég verð aldrei gamall. Ég verð alltaf playboy í einkaþotu“. Það er eins og fólk hafi gleymt að það á foreldra. Um tíma var ég einn af þessu fólki. Það breyttist fyrir rúmum tíu árum þegar ég sat fyrir framan pabba minn inni í tólf fer- metra herbergi. Ég gekk inn og hugs- aði: „Kannski er þetta ágæt aðstaða". Þá sá ég mann sitja vinstra megin við föður minn. Eg fékk mér sæti hægra megin og horfði á þessa tvo 75 ára gömlu menn sem höfðu þurft að vinna með höndunum hvort sem var í rigningu eða roki á opnum ára- bátum. „Er það þetta sem á að bjóða þeim upp á?“ hugsaði ég. „Að hanga inn í litlu herbergi og hafa ekki einu sinni kaffikönnu'. Ég, atvinnu- rekandi með tæplega 200 manns í vinnu, hugsaði: „Hvert fer lífeyris- sjóðurinn?" Þú og ég og fólkið i land- inu á lífeyrissjóðina. Það er einhver skekkja í þessu. Við hljótum að fá ný lög um það hvernig lífeyrissjóðir eiga að vinna fyrir sitt fólk. Það er eitthvað mikið að í lífeyris- sjóðskerfinu og maður sér það sama í lóðaúthlutunum. Það er verið að skammta lóðir. Það er eins og við komumst ekkert frá skömmtunar- seðlunum. Ríkir menn kaupa lóðir til að selja láglaunafólkinu. Það er fyrir neðan virðingu allra að venju- legt fólk geti ekki fengið lóðir í þessu landi.“ Peningar hafa aldrei ruglað mig Þú fórst frá fátœkt til auðs. Skipta peningarþigmeira málifyrir vikið eða minna? „Það má kannski segja að ég hafi farið betur með peningana vegna þess að ég ólst upp á tímum þegar menn voru blankir með gat á vas- anum. Peningar hafa aldrei ruglað mig en það er gott að vita af þeim. Ég er ekki með skæting við menn þótt þeir séu minni máttar. Ég var líka minni máttar.“ Heldurðu að það sé hægt að eiga ofmikið afpeningum? „Ég veit ekki hvað þeir eru ríkir þessir karlar, sem eru sagðir eiga mest. Ég öfunda þá ekki. Mér finnst ósköp gott að sofa á nóttunni." Heldurðu að það sé erfitt að sofa vœrt efmaður á mikla peninga? „Það er gott að eiga peninga en ég held að það sé skrýtin tilfinning að eiga of mikið af þeim. En ég óska þessum mönnum til hamingju. Þeir mega eiga eins mikið af milljörðum og þeir vilja. Þeir geta bara ekki notað þá alla saman. En eiga þeir eins mikið af milljörðum og þeir segja? Ég er ekki viss. Það er ekki víst að það verði alltaf veisla. Farðu aðeins aftur í tímann. Hvar eru Silla og Valda búðirnar? Hvar eru Kidda búðirnar? Hvar eru Kron búðirnar? Hvar er kaupfélagsveldið? Allt er þetta farið.“ Þú rekur sœlgœtisverksmiðju og Kentucky Fried Chicken. Borð- arðu framleiðsluna þína? „Ég borða mikið af henni enda er ég pattaralegur - og vel á mig kom- inn. Ég skal keppa við grasæturnar í öllu en veit ekki hvort þær geta keppt við mig. Einhvern tíma heyrði ég að við værum komin af öpum sem gengu bognir og átu gras. Nú vilja allir að við förum aftur í grasið. Við eigum að borða blandaðan mat, fisk, kjöt, mjólk, ávexti, kex og sælgæti. Það er sagt að sykur sé óhollur. En þeir sem hafa borðað hann í 50 ár lifa lengst og eru hraustastir. Ég hef ekk- ert á móti því að skoða þá sem hafa borðað kanínufæði í 50 ár og sjá hvernig þeir líta út. Það kæmi mér ekki á óvart þótt þeir væru bognir.“ Hjartað ræður skoðunum mínum Ertu pólitískur? „Ég veit það ekki. Hjartað ræður skoðunum mínum. Það er bara þannig." Hvar stendurðu iflokkakerfinu? „Ætli ég sé ekki jafnaðarmaður. Einu sinni var ég kallaður komm- únisti. Mér er alveg sama hvað fólk kallar mig.“ Hefurðu trú á stjórnmálamönnum? „Ég vil hafa trú á þeim en þeir virðast vera í litlu sambandi við fólkið í landinu. Þeir koma til fólks- ins tveimur dögum fyrir kosningar. Almenningur bítur ekki á það agn lengur. Stjórnmálamenn þurfa að vera sýnilegri. Heimsækja fyrirtæki og sjá hvað er að gerast og hvað vantar. Þegar maður sækir um eitt- hvað þykist enginn þeirra vita neitt: „Er Helgi í Góu til? Hver er hann?““ Hvernigskap hefurðu? „Ég get verið hundleiðinlegur af því að ég er skipstjórinn og þarf að stjórna og hafa skap. En það segir sitt að menn hafa starfað hjá mér í þrjátíu ár. Ég hef reynt að halda í gott fólk og borga því sómasamlega því starfsmaðurinn þarf líka að lifa. Ég hef verið duglegur við vinn- una og reyni að reka hugguleg fyr- irtæki. Ég er sköpunarglaður og heilsuhraustur og ekkert hræddur við að grípa skófluna. Ég lærði mjög snemma að ef maður ætlar að fá út- borgað þá verður maður að vinna. Og af hverju ætti maður að láta vinn- una fara í taugarnar á sér?. Maður verður að hafa gaman af vinnunni sinni. Hún er svo stór hluti af lífinu.' Trúirðu á eitthvað? „Ég er venjulegur maður sem trúi á hið góða fremur en hitt. Ég held að maður verði að vera trúaður þótt maður kunni kannski ekki að skilgreina trúna. Eitthvað verður maður að trúa á. Annars er maður ekki mannlegur.“ kolbrun@bladid.net INGARTILBOÐ á rúmum áöur 42700« / nú 29.900,- 0 áöur 49.000 / nú 38.500,- 0 áöur ST87000 / nú 48.000,- áður 6ð:SO0 / nú 59.500,- sjálfstœð fjöðrun áður '51h60O- verð nú kr 49.600- ður 68700-0- verð nú kr 58.000- ður 89^MM>- verð nú kr 79.500- agormadýna með 240 gormum á hvem væoaskipt 15 misstíf svæði. \r í ófhum poka, sem kemur í veg fyrir að einhver og tryggir afslöppun fyrir hrygginn. madýna oMirýstijöfnunarefni á ð kr. 139.000,- ð kr. 159.000,- pbygging á um. frá 69.000.- co 8 c O o GO o £ £ HÚSGAGNAVERSLUN TOSCANA SMIÐJUVEGI 2, KÓP S:587 6090 HÚSGÖGNIN FÁSTEINNIGIHÚSGAGNAVAL, HÖFN S: 478 2535
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.