blaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 36

blaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 36
36 I TÍSKA LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 blaðiö Tískuföt fyrír óléttar konur Verslunin Tvö lífá afmœli í dagen hún sérhœfir sig ífallegum ogþœgilegum hátískufötum. Það er gjarnan sagt að konur geisli og líti aldrei betur út en einmitt á meðgöng- unni. Þrátt fyrir þá staðreynd, eða kannski vegna hennar, gera þær miklar kröfur til þess fatnaðar sem þær nota. Óléttufatnaður þarf að vera þægilegur auk þess að fylgja nýjustu tísku. í versl- uninni Tvö líf má finna margvís- legan fatnað sem uppfyllir þessi skilyrði enda segir eigandinn að viðtökur búðarinnar hafi verið frábærar. Tvö líf á afmæli um þessar mundir og af því tilefni verður einn helsti hönnuður óléttufatnaðar í heimi í verslun- inni í dag. Sigríður Lára Einarsdóttir og Ásdís Birta Gunnarsdóttir eru eigendur Tvö líf sem heldur upp á ársafmæli sitt um þessar mundir. Sigríður Lára segir að það sé mikill heiður að fá hönnuðinn Wendy Wallet í heim- sókn enda sé hún mjög virtur hönn- uður. „Hún hefur náð gríðarlega miklum árangri og það má segja að hún sé forsprakkinn að því að hanna falleg óléttuföt en það hefur hún gert í ellefu ár. Hún hannar fyrir stærsta óléttuframleiðanda í heimi og það má segja að hún sé stærsti hönnuður- inn í þessum bransa.“ Meira verður um að vera í Tvö líf í dag því boðið er upp á 15% afslátt af öllum meðgöngu- vörum auk þess sem boðið verður upp á léttar veitingar og þeir sem versla fá fallega gjöf. Brot af því besta Aðspurð um upphaf verslunarrekst- ursins segir Sigríður að þessi hug- mynd hafi lengi blundað í Ásdísi Birtu. „Við hittumst á frumkvöðla- námskeiði hjá Impru og ákváðum að slá saman. Við sáum strax fram á það að ég hafði þekkingu þar sem hún hafði ekki og öfugt. Þetta var rosalega mikil vinna en við erum sammála um að við höfum aldrei gert nokkuð eins skemmtilegt áður. Við erum heppnar að vera í mjög góðu samstarfi og það er mikill drif- kraftur í okkur báðum. Við létum bara verða af þessu enda var ekki um annað að ræða en hrökkva eða stökkva.“ Búðin var alltaf hugsuð út frá því að vera tískuverslun og Sig- ríður segir að þær hafi valið brot af því besta frá öllum framleiðendum. ,Við settum búðina þannig upp að við værum með föt fyrir alla aldurs- hópa en lögðum áherslu á það sem er í tísku hverju sinni.“ I Gæðavara Sigríður Lára talar um að viðtökur við búðinni hafi verið frábærar og það sé því greinilegt að það hafi verið mikil þörf fyrir fallegan óléttu- fatnað. „Ég held líka að konur séu farnar að hugsa þetta öðruvísi og kaupa sér oftar föt, hvort sem þær eru óléttar eða ekki. Þegar maður er óléttur er einmitt nauðsyn- legra að vera i fallegum og þægilegum fötum. Það er annað sem við höfum gengið út frá í Tvö líf, fötin hér eru ekki drasl heldur gæðavara," segir Sigríður og bætir við að viðhorf óléttra kvenna hafi breyst í áranna rás. „Áður fyrr fannst konum kannski að þær þyrftu ekkert að líta vel út ef þær voru óléttar. I dag eru konur útivinnandi í meira mæli en áður og þurfa kannski að uppfylla viss skil- yrði um klæðaburð í vinnunni. Auk þess eru íslendingar mjög meðtækilegir fyrir öllu sem er í tísku og við erum vel klædd þjóð sem hugsum vel um okkur.“ Ekki bara óléttar Sigríður Lára segir að það séu ekki bara óléttar konur sem versli hjá sér. „Við erum með mikið af fatnaði sem lítur ekki út eins og óléttufatn- aður en hefur þann eiginleika. Sem dæmi má nefna buxur sem koma undir bumbu og eru háar upp að aftan. Konur sem eru með magavanda- mál, eins og margar konur eru með, vilja vera í buxum sem eru þægilegar, þrengja hvergi að en líta Út eins og Sumarlegt og skemmtilegt Fragile pils flottar hátískubuxur. með stillanlegri teygju í streng. Pilsiðer Við höfum því fengið einnig til í fleiri útfærslum og kostar 8.990 mjög góðar viðtökur krónur. frá konum sem eru að leita sér að góðum fötum,“ segir Sigríður að endingu og ítrekar að allir séu velkomnir í Tvö líf í dag. Dömulegur bolur frá Noppies sem hentar vel í sumarfríinu. Bolurinn er til í fleiri litum og kostar 2.990 krónur. Ótrúlega flottur brún- og hvítröndótt- ur hlýrabolur frá Noppies. Bolurinn kostar 2.990 krónur. Gulur Noppies stuttermabolur sem er til í fleiri iitum. Einnig er hægt að fá sams- konar langerma bol. Stuttermabolurinn kostar 1.690 krónur en langermabolurinn kostar 1.990 krónur. svanhvit@bladid.net Þessar smekklegu Citizens gallabuxur hafa rokið út íTvö líf enda um þekkt merki að ræða. Gallabuxurn- ar, sem eru sérstaklega töff, eru með svartri teygju sem hentar vel fyrir stutta boli. Buxurnar kosta 17.990 krónur. Þessar kvartgallabuxur frá Noppies henta frábærlega fyrir sumarið enda léttar og þægilegar. Þær eru með hátt bak og stillanlegan streng. Kvartbuxurnar kosta 7.990 krónur. Guðdómlegt glingur Gott útlit samanstendur ekki ein- ungis af fallegum fötum og góðri nærveru heldur hafa fylgihlutirnar sitt að segja líka. Kona sem skreytir sig á smekklegan en fallegan hátt mun ætíð líta vel út. Auk þess er svo gaman að eiga og skreyta sig með alls kyns glingri sem má sjá á Fágað og glæsilegt armband sem hentar við ýmis tækifæri. Armbandið kostar 2.190 krónur. þeirri staðreynd að margar konur eiga tugi skartgripa sem þær setja á sig við ýmis tækifæri. Verslunin Oni við Laugaveg 12 fékk nýlega sendingu af alls konar skartgripum og þar má finna margt guðdómlegt glingur. Hér er sýnishorn: Duiarfullt armband sem mun án efa hljóta góðar undirtektir. Armbandið kost- ar 1.590 krónur. Tignarlegt og fallegt hálsmen sem dregur athyglina að andiiti viðkomandi. Þetta frábæra hálsmen kostar 1.990 krónur. T Lokkandi lokkar og gríðarlega flottir. Lokkarnir kosta 1.290 krónur. Fallegir eyrnalokkar sem fegra hverja konu. Lokkarnir kosta 1.790 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.