blaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 55

blaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 55
blaöiö LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 ÍPRÓTTIRI 55 Skeytin inn Boro mætir Basel í UEFA-bikarnum Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að Charl- ton hafi gert bestu leikmannakaup allra liða fyrir þetta tímabil með því að kaupa sóknar- manninn Darren Bent frá Ipswich. Charlton borg- aði 2,5 milljónir punda fyrir hinn 22 ára gamla Bent sem hefur skorað 19 mörk á tíma- bilinu og verið valinn í enska landsliðshópinn. „Það kom mér alltaf á óvart að ekkert úrvalsdeildarlið skyldi kaupa hann þar sem hann var ódýr, ungur og einstaklega hæfileikaríkur. Charlton voru klókir að fá hann til sín og hafa uppskorið ríkulega,“ sagði Wenger. Bent verður að öllum líkindum í byrjunarliði Charlton sem heimsækir Wenger og læri- sveina hans á Highbury í dag. Carlos Queiroz, aðstoðar- knattspyrnustjóri Manc- hester United, segir að Ruud van Nistelrooy sé liðinu ennþá afar mikl- vægur. Hollend- ingurinn hefur þurft að dúsaá vara- manna- bekknum í undanförnum leikjum og hefur því verið haldið fram að hann vilji yfir- gefa Rauðu djöflana. „Ruud er meðlimur í fjölskyldunni og við þörfnumst hans. Að sjálfsögðu er hann ennþá inni í myndinni hjá okkur,“ sagði Queiroz. Stúlknasveit Ægis setti Is- landsmet í 4x200 metra skriðsundi í gær á íslandsmeistaramótinu 1 sundi sem fram fer í Laugardals- laug um þessa helgi. Sveitina skipa Olga Sigurðardóttir, Auður Sif Jónsdóttir, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir og Snæ- fríður Jóhannsdóttir, en þær syntu á tímanum 9:17.89. Sigrún Brá Sverrisdóttir úr Fjölni náði EMU lágmarki í 200 metra skriðsundi er hún synti fyrsta sprett í boðsundi en hún synti á tímanum 2:07.98. Þá náðu Sindri Þór Jakobsson og Kristinn Ágúst Gylfason C-þrepi SSÍ og öðlast þar með keppnisrétt í Unglingalandsliðs- verkefni í Lúxemborg í apríl. Dagný Linda Kristjáns- dóttir lenti í gær í 32. sæti í bruni á lokamóti Evrópubikarsins sem fram fer í Altenmarkt í Austurríki um þessar mundir. Björgvin Björgvinsson keppti í stórsvigi og lenti í 36. sæti. 1 dag tekur Dagný þátt í risasvigi en Björg- vin í svigi. Middlesbrough mætir svissneska lið- inu Basel í átta liða úrslitum UEFA- bikarsins en drátturinn fór fram í Eindhoven í gær. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir svo sigurveg- aranum úr viðureign rúmensku lið- anna Rapid Búkarest og Steua Búk- arest. Basel er um þessar mundir efst í svissnesku deildinni en þjálf- ari þeirra er Christian Gross, sem á árum áður þjálfaði Tottenham. Middlesbrough hefur aldrei unnið titil í Evrópukeppni og binda menn þar á bæ miklar vonir við að ná langt í UEFA-bikarnum eftir að hafa átt afar slakt tímabil í deildinni. 1 hinum tveimur leikjunum mæt- ast Sevilla og rússneska liðið Zenit St. Pétursborg og þá tekur Schalke á móti búlgarska liðinu Levski Sofia. Fjórðungsúrslitin fara fram 30. mars og 6. apríl. Drátturinn í heild sinni: Sevilla - Zenit St. Pétursborg Basel - Middlesbrough Rapid Búkarest - Steua Búkarest Levski Sofía - Schalke 04 Middlesbrough sló út Roma í 16-liða úrslitum. Philippe Mexes leikmaður ítalska liðsins fékk að líta rauða spjaldið í síðari leiknum. Þú fœrð Skjáinn í öllum verslunum Símans, í síma 800 7000 eða á skjarinn.is \ Þú fœrð NASN ásamt 7 öðrum frábœrum rásum í Sportpakkanum fyrir einungis 600kr. með enska boltanum*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.