blaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 30
30 I VIÐTAL LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 blaöÍA Blallð/FMI Ég var líka minni máttar 9 9.............................................................. Peningar hafa aldrei ruglað mig en það er gott að vita afþeim. Ég er ekki með skæting við menn þótt þeir séu minni máttar. Ég var líka minni máttar." Helgi Vilhjálmsson er venjulega kallaður Helgi í Góu. Hann hefur í áratugi rekið sælgætis- verksmiðjuna Góu og einnig Kentucky Fried Chicken. „Eg ólst upp í Kamp Knox,“ segir hann. „Það var hundrað sinnum betra en að alast upp í dag. Á hverjum degi var ég innan um hóp af krökkum sem voru að leika sér. Stundum að hrekkja hvert annað, stundum í fót- bolta, stundum í kýló og þess á milli var kannski stútað peru í ljósastaur. Strákar slógust enda vildu þeir vita hver væri sterk- astur. Tveir einstaklingar voru að takast á og aðrir virtu það og leyfðu þeim að klára málið. Sá sem tapaði virti sigurvegarann og viðurkenndi að hann væri sá sterkari. Enginn sparkaði í þann sem var undir. Þetta var allt mjög einfalt. Þegar þú ferð um hverfin í dag þá minna þau á fangelsi og engir krakkar eru úti að leika sér. í stað þess að krakkar fari vegalengdir sem taka tíu mínútur þá eru þeir keyrðir á 38 tomma jeppa 1. júní. Svo furða menn sig á því að nú- tímabörn séu of þung.“ Þú gekkst ekki menntaveginn. Hefurþað háð þér? „Nei, það hefur ekki háð mér. Þetta var samt aðeins of lítil menntun. Ég flutti að heiman 15 ára og fór að vinna og það var ekkert að því. Ég hefði viljað læra aðeins meira en þá er ekki víst að ég væri að tala við þig. Ég hef verið heppinn og er sæll í raun og veru.“ Slappvið allt ruglið Ákvaðstu snemma að standa þig i lífinu? „Ég er svo heppinn að vera bind- indismaður. Ég slapp við allt ruglið. Ég fór á ball á laugardags- og sunnu- dagskvöldum þegar ég var ungur en varð aldrei fullur. Stundum vann ég mér inn fimm þúsund kall á laugar- degi meðan vinir mínir voru þunnir. Þetta telur. Ég hef verið mjög heppinn með allt sem ég hef komið nálægt. Fólk hefur verið áratugi hjá mér í vinnu. Þetta hefur bara gengið. En maður gerir ekkert einn. Maður er kannski góður skipstjóri en verður að hafa háseta. Það gerist ekkert öðruvísi." Af hverju fórstu að framleiða sœlgœti? „Eg vann í sælgætisverksmiðju og var fullur áhuga. Ég er frekar opinn maður og fór að hugsa sjálf- stætt, kannski of sjálfstætt. Svo ég hætti þar og stofnaði mína eigin verksmiðju. Fyrstu tíu árin voru mjög erfið. Fyrirtæki sem springa, springa nær öll á fyrstu tíu árunum. Úthaldið skiptir miklu máli. Ég átti viðskipti við banka en þá voru það bara greifarnir sem fengu lán. Kampari var ekki greifí. Hann var ljóti andarunginn. Nú fá allir bankalán. Nú þarf maður að segja nei takk við bankann sinn. Þegar ég hóf minn fyrirtækjarekstur og keyrði niður Laugaveginn og Banka- strætið þá sá ég menn á tröppum bankanna með áhyggjusvipinn: „Lít ég nógu vel út í augum bankastjór- ans. Er svitalykt af mér? Er þetta í lagi allt saman?“ Ég hugsaði með mér: „Þarna á maður ekki að mæta“. Ég hef reynt að hafa skuldirnar í lág- marki. Það hefur tekist ágætlega.“ Komumst ekki frá skömmtunarseðlunum Fannstþér aðþúyrðir að treysta á sjálfan þig og engan annan? „Maður varð að treysta á sjálfan sig. Það voru engar atvinnuleysisbætur. Maður varð að vinna. Af hverju heldurðu að fjölskyldmennirnir í Kampnum hafi farið á öskuhaugana og týnt brotajárn um helgar og selt á mánudegi? Það var af því að ung- arnir þeirra voru hungraðir. Þeir urðu að fiska fyrir börnin sín. Pabbi minn er 88 ára. Ég hitti VOR OG HEILSÁRSDRAGTIR NÝ BLÚSSUSENDING —VEphlishiin v/Lau9a|æk *símí 553 3755
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.