blaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 40

blaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 40
40 IFERÐALÖG LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 blaöiö Servas-samtökunum er ætlað að efla samskipti og umburðarlyndi þjóða Alþjóðlegu friðarsamtökin Servas gera ferðamönnum kleift að ferðast á óhefðbundinn hátt og komast í nánari kynni við heimamenn á hverjum stað fyrir sig. Um heim allan eru gestgjafar á vegum samtakanna tilbúnir að opna dyr sínar fyrir félögum frá öðrum löndum, veita þeim gist- ingu og máltíð. Skráðir félagar greiða fyrir lista með nöfnum og heimilisföngum gestgjafa og setja sig síðan í samband við þá áður en þeir leggja í ferðalag. Meginhugsjón samtakanna hefur þó alltaf verið önnur og meiri en að útvega ferðalöngum frían mat og húsnæði. Servas þýðir að þjóna á esperanto og það er það sem félagar í samtökunum leitast við að gera. Þegar maður ferðast til ókunnugra landa jafnast ekkert á við það að njóta leiðsagnar og gestrisni heima- manna. Á þann hátt kynnist maður því samfélagi sem maður heim- sækir betur en ella og nýtur góðs af þekkingu þeirra sem hafa búið þar lengi og þekkja vel til. Síðast en ekki síst eflir það samskipti og gagnkvæman skilning og umburð- arlyndi milli fólks af ólíkum þjóð- ernum. Ennfremur vinna samtökin að margvíslegum uppbyggingar- og friðarstörfum og njóta þar stuðn- ings og viðurkenningar Sameinuðu þjóðanna. Stofnuð á rústum heimsstyrjaldarinnar Servas-samtökin voru stofnuð í Danmörku árið 1949 og var hug- myndin að baki þeim að sameina fólk frá ólíkum löndum og byggja upp samfélög í Evrópu á ný sem voru enn í rústum eftir hörmungar seinni heimsstyrjaldarinnar. Sam- tökin stækkuðu og breiddust út um allan heim. Nú starfa þau í um 160 löndum og félagar eru um 15.000. Christopher John Morden hefur verið í forsvari fyrir íslensku sam- tökin frá árinu 2004 en hér hafa þau starfað nokkur ár og eru félagar á annan tug. Christopher kemur frá Kanada og þar kynntist hann sam- tökunum gegnum vinkonu sína sem hafði ferðast víða um heim á vegum þeirra. Hann hefur sjálfur notið gestrisni Servas-félaga víða um heim á undan- förnum árum, meðal annars á Nýja Sjálandi, í Hollandi, í Danmörku og Svíþjóð. „Það er gaman að geta ferð- ast í útlöndum á þennan hátt en ekki bara sem ferðamaður á gistiheimili eða hóteli,“ segir Christopher en bætir við að Servas-félagar gisti ekki eingöngu hjá öðrum Servas-fé- lögum. „Það yrði þreytandi að vera alltaf gestur hjá einhverjum en það er viss tilbreyting,“ segir hann. Með Servas kemur heim- urinn til okkar Sjálfur er Christopher í hópi gest- gjafa samtakanna hér á landi og segir hann að stundum myndist góð vinátta eftir heimsóknir. „Fólk sem hefur gist hjá mér heldur enn sambandi. Ég tók á móti pari frá Póllandi árið 2001 sem hefur síðan ferðast víða um heim og sent mér póstkort og tölvupóst. Þau ákváðu síðan að koma til íslands og setj- ast hér að og hef ég aðstoðað þau á ýmsan hátt,“ segir Christopher og bætir við að parið sé nú sjálft komið í hóp gestgjafa. Eftirminnilegasta dvöl Christ- ophers hjá Servas-fólki segir hann hafa verið á Nýja Sjálandi fyrir fá- einum árum. „Þá dvaldi ég hjá fólki af márí-ættum sem átti gríðarstórt land, heilmikið af kindum en enga peninga. Engu að síður tóku þau stöðugt á móti Servas-ferðalöngum. Þau buðu mér eitt sinn með sér til sérstakrar samkomu márí-fólks þar sem það endurnýjar menning- artengsl og gömul kynni. Það var al- veg sérstakt og nokkuð sem maður hefði ekki fengið tækifæri til að gera sem venjulegur ferðamaður," segir hann og bætir við að sér hafi þótt við- horf fátæku hjónanna sérlega fallegt. „Þau sögðu að þau væru fátæk og gætu aldrei ferðast sjálf en á vegum Servas kæmi heimurinn til þeirra. Þetta er það sem Servas snýst um í mínum huga,“ segir Christopher að lokum. Nánari upplýsingar má nálgast áwww. servas.org. WWOOF gerir borgarbörnum kleift aö kynnast lífi til sveita víöa um heim Samtökin WWOOF gera fólki hvað- anæva að úr heiminum kleift að lifa og starfa á bændabýlum þar sem lagt er stund á lífrænan búskap af ýmsu tagi. WWOOF stendur fyrir World Wide Opportunities on Organic Farms sem þýða má sem Tækifæri á býlum sem stunda lífrænan búskap um heim allan. Samtökin voru stofnuð árið 1971 af Sue Coppard, skrifstofumær í London, sem fengið hafði nóg af borgarlífinu og langaði til að komast í meiri snertingu við náttúruna. Á þeim tíma sem liðinn er frá stofnun samtakanna hafa þau vaxið og dafnað og nú eru stórir sem smáir bændur um heim allan aðilar að þeim. Markmið samtakanna eru að veita fólki tækifæri til að læra aðferðir líf- rænnar ræktunar, gera borgarbúum kleift að starfa á bóndabýlum, að hjálpa þeim sem leggja stund á líf- rænan búskap að gera vörur sínar að raunhæfum valkosti og efla sam- skipti þeirra sem hafa áhuga á líf- rænni ræktun. WWOOF-samtök í hverju landi fyrir sig halda lista yfir býli þar sem hægt er að komast að í lengri eða skemmri tíma. Gerist maður fé- lagi í samtökum í tilteknu landi fær maður lista yfir býlin. Síðan verður maður sjálfur að setja sig í samband við bændur og semja við þá um mögulega dvöl. Fólk fær ekki greitt í peningum fyrir þá vinnu sem það innir af hendi en gestgjafar útvega mat og húsnæði. Hefur unnið víða um heim Dóróthea Lárusdóttir kynntist WWOOF-samtökunum árið 1978 og hefur frá þeim tíma meðal annars unnið á býlum í jafnólíkum löndum og Bretlandi, Gana, Hawaii og Nýja Sjálandi. Hún segist hafa eignast marga góða vini í gegnum samtökin og hún hafi enn samband við suma þeirra. Þátttaka í WWOOF sam- eini í raun fólk sem hafi svipaðar hugsjónir, sé annt um umhverfið og hafi svipuð áhugamál. „Þetta er hentug leið til að hitta fólk í því landi sem maður er í og maður kynn- ist landinu betur en ef maður dvelur á hótelum og ferðast sjálfur,“ segir Dóróthea og bætir við að þar að auki þyki henni mjög gaman að vinna úti undir beru lofti. Síðast en ekki síst er ódýrara að ferðast með þessu fyrirkomulagi. Dóróthea bendir á að maður þurfi ekki endilega að fara í svona ferðir á eigin vegum heldur geti nokkrir tekið sig saman, jafnvel heil fjöl- skylda efþví er að skipta. Það fer eítir aðstæðum hverju sinni, hvað gestgjaf- inn getur tekið á móti mörgum, hver þörfin er á vinnuafli og þar fram eftir götunum. „Þegar dóttir mín, sem nú er fullorðin, var fjögurra ára fór ég og gerði svona í Bretlandi með henni. Þá valdi ég bara staði þar sem voru börn á hennar aldri og hún lék sér við krakkana á meðan ég var að vinna. Það eru því alls konar lausnir til,“ segir hún. Fyrir fólk á ölium aldri Dóróthea segir jafnframt að WWOOF-samtökin henti fólki á öllum aldri. „Maður þarf ekkert að vera unglingur en maður þarf nátt- úrlega að hafa einhvern áhuga á þessum málum,“ segir hún. Gerð er sú krafa til býlanna að þar sé stund- aður lífrænn búskapur og segir Dó- róthea að þau séu að öðru leyti mjög fjölbreytt. „Þetta er allt frá venju- legum heimilisgörðum upp í stærri býli sem eru ýmist með dýr eða ekki. Yfirleitt framfleytir fólk sér ekki á þessu. Ef maður ræktar lífrænt þá þarf maður miklu meira mannafl og þá verður þetta bara svo dýrt að enginn kaupir það. Þetta er því gert af hugsjón en ekki til þess að græða á þessu,“ segir Dóróthea að lokum. Búið eins og alþjóðaflugvöllur Eymundur Magnússon, bóndi í Vallanesi á Héraði, hefur verið gest- gjafi WWOOF-samtakanna hér á landi frá árinu 2001 og segir hann að ásóknin hafi vaxið með árunum. „Það hafa farið allt að 20 manns í gegn hjá mér á ári þannig að ég segi að búið hjá mér sé meira eins og alþjóðaflugvöllur á sumrin,“ segir Eymundur og bætir við að gestirnir komi hvaðanæva að úr heiminum þó að Þjóðverjar og Bandaríkja- menn séu líklega í meirihluta. Eymundur segir að gestirnir láti mjög vel af dvölinni og hjá mörgum sé það orðið eins konar lífsstíll að „vúffa" sig um heiminn eins og það er orðað. „Þetta er eins konar öryggis- net fyrir þessa krakka, þeir geta kom- ist einhvers staðar inn, þvegið af sér og fengið almennilega að borða og borga fyrir það með vinnu og fræð- ast um landið af heimamönnum. Þetta er því mjög hagnýtt fyrir báða aðila,“ segir Eymundur og tekur undir að hann hafi sjálfur lært heil- mikið á þessu. „Þar sem WWOOF tengist lífrænni ræktun er þetta oft hugsjónarfólk sem vill skapa betri heim og er þá að hjálpa til við að byggja upp þessa ræktun af hug- sjón,“ segir Eymundur og bætir við að í þessum hópi sé mikið af ungu, áhugaverðu fólki, listamönnum og öðru skapandi fólki. Ekki pláss fyrir saumnál í húsinu Eymundur tekur aðallega á móti fólki á sumrin þó að sumir sækist eftir því að koma á veturna. Nokkur vinna fari í að skipuleggja komur fólks þannig að allt gangi upp. „Ég reyni aðeins að hnika þeim til annig að það komi ekki allir í einu. g lenti í því síðasta sumar að yfir- bóka ansi duglega þannig að það var ekki hægt að koma saumnál fyrir í húsinu,“ segir Eymundur að lokum. Nánari upplýsingar um WWOOF-sam- tökin má nálgast á heimasiðunni www.wwoof.org.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.