blaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 18
18 I VERÖLDIW LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 blaöiö Rómantiskur dans i Leikhúskjallaranum Argentínskur tangó er rómantískur dans enda gengur hann út á að par nái að ganga saman, lesa hvort annað og ná sambandi við tónlist- ina. Dansinn er bókstaflega stiginn í argentínskum tangó því hann er að grunni til göngudans. Þeir sem þekkja til segja enga tilfinningu þeirri líkri að dansa argentínskan tangó í góðum félagsskap. Þeir sem þekkja ekki til geta kynnst þeirri tilfinningu í kvöld því þá verður arg- entínskt tangóball, milonga, í Leik- húskjallaranum kl. 21.30-02.00. Á milongu verður leikinn argent- ínskur tangó frá ýmsum timum en einstök stemmning skapast þegar fólk kemur saman og fylgir frábærri tónlistinni í spuna á dansgólfinu. Daði Harðarson, tangódansari, segir að það sé gríðarlegur vöxtur i argent- ínskum dansi á íslandi og stór hluti dansara fari reglulega til Argentínu til að dansa oglæra. Kaflaskipt diskótek Tangóballið hefst kl. 21.30 með opnum byrjendatíma í umsjón Kat- hrinar Schmucker. Upp úr kl. 22.00 tekur diskótekarinn við og sjálf Hér má sjá tangóparið Hany Hadaya og Bryndísi Halldórsdóttur stíga þokkafull- an dans. milongan hefst. Síðar um kvöldið verður gert hlé á dansinum og tang- óparið Hany Hadaya og Bryndís Halldórsdóttir sýna tangó, en þau eru nýkomin heim frá höfuðborg tangósins, Buenos Aires í Argent- ínu. Að sýningu þeirra lokinni heldur milongan áfram til kl. 2. Samkvæmt Daða er milonga nokk- urs konar kaflaskipt diskótek en nýj- ungin í þessu balli er danssýningin sem Hany og Bryndís verða með um miðnætti. Danssýningar sem þessar tilheyra argentínskum dansböllum og hafa ekki verið áður hér á landi. Aðgangseyrir á ballið er 1.000 kr. en 500 kr. fyrir námsmenn. Veisluþjónusta fyrir öll tilefni Stendur mikið til? Við tökum að okkur að sjá um veitingar fyrir hvaða tilefni sem er: Fermingar, brúðkaup, afmæli o.fl. Við sérhæfum okkur í: • Brauðtertum • Snittum • Smáréttum Pantanir og nánari upplýsingar í síma: 425 0322 425 0246(7), og á netfangið igsveitingar@igs.is IGSveitingar ÓTRÚLEGIR FERÐAMOGULEIKAR Á FRÁBÆRUM VERÐUM Thailand frá 45.000.- www.Ferd.is ferd.is Nánari upplýsingar í síma: 846 2510 Út í hcim mcð Fcrð.is Tvær nætur og heilan dag vorum við að sigla meðfram ströndum Eistlands. í borg feðranna Siglingin frá Helsinki til Trave- munde (sem er lítil borg við strönd- ina rétt norður af Lubeck) tók fjöru- tíu klukkustundir. Tvær nætur og heilan dag vorum við að sigla meðfram ströndum Eistlands, Lett- lands og Lithaugalands á bakborða og með Svíþjóð hina löngu á stjórn- borða. Svei mér þá, ef ég svaf ekki bróðurpartinn af þessum tíma. Var eiginlega alveg útkeyrð eftir ótal út- réttingar, pökkun og kveðjusamsæti, sem stóðu dögum saman, og rændu mig eðlilegum svefni. Svaf og svaf við hjalið í kyrrlátum innhafsöldum Eystrasaltsins. Saman eða ekki saman Það voru ekki margir farþegar um borð i ferjunni á þessum tíma árs. Tvær eða þrjár fjölskyldur. Ein þeirra voru hjón með þrjú ljóshærð börn. Ég komst að því, að þau voru hollensk á heimleið frá Finnlandi. Þar, norður á hjara, stundaði mað- urinn refarækt. Konunni leiddist fá- breytnin og var að snúa heim með börnin. Lái henni hver sem vill. En mér skildist að maðurinn hefði erft þetta góss og að það gæfi drjúgt af sér. Svo að nú stóðu þau á nokkurs konar tímamótum. Áð vera saman eða ekki saman. Með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Ég ákvað nú samt að skipta mér ekkert frekar af því! Nema hvað við lögðumst upp að bryggju eldsnemma á þriðja degi, ókum út úr skipinu, sem leið lá og stefndum í suðurátt. Skelfing var þetta allt auðvelt og einfalt. Við þurftum ekki einu sinni að fram- vísa vegabréfum. Bara brosa og stíga á bensínið. Evrópa er svo lítil, vegurinn beinn og breiður. Landið flatt og gróðursælt. Alla vega þarna norður frá. Menn voru ekki enn farnir að taka upp sykurrófurnar, komið fram undir jól. Og svei mér þá, ef sumir voru ekki bara komnir í jólaskap. Hansaborgin heimsótt í stað þess að sneiða hjá Lubeck hinni ljúfu ákváðum við að líta þar inn i leiðinni, fá okkur morgunmat í miðborginni og heiðra minningu forfeðra minna, sem einhvern tíma sprönguðu líklega hér um götur. Það var áður en þeir tóku þá sérkenni- legu ákvörðun að yfirgefa evrópska siðmenningu og halda út í barbaríið á hjara veraldar. Eg veit ekki hvað það var sem rak þennan sextán ára strák, Christian Gunther Schram, burt úr hinni há- timbruðu Hansaborg á seinustu árum átjándu aldar? Var það ævin- týralöngun eða kannski bara fátækt og umkomuleysi? Ég veit ekki einu sinni, hvort hann átti móður á lífi. Ég veit bara að Christian þessi Gunt- BRÉFFRÁ BRYNDÍSI her fluttist seinna til Islands, settist að á Skagaströnd og var um tíma efnaður kaupmaður. Hann var líka margra barna faðir og þar á meðal var Wilhelm Frímann, sem fluttist til Kaupmannahafnar með móður sinni, þegar hún skildi við þennan forföður minn. Wilhelm Frímann hafði meira peningavit en faðirinn, græddi á tóbaki, eignaðist stórhýsi í Kaupmannahöfn og var leigusali Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar konu hans um tíma. Svo langt náði nú frægð hans í íslandssögunni. Má muna sinn fífil fegri Lubeck fékk ekki umflúið eyðilegg- ingu seinni heimsstyrjaldarinnar frekar en aðrar þýskar borgir, sem urðu á vegi Rauða hersins í sókn hans til Berlínar eða fyrir loft- árásum bandamanna. Samt stendur eftir gamall kjarni miðaldaborg- arinnar til minningar um glæsta fortíð. Auk þess hafa þeir reynt að byggja upp aftur í anda hins liðna og tekist bærilega. En Lubeck má muna sinn fífil fegri. Sú var tíð, að hún atti kappi við Hamborg, og jafnvel Amster- dam, sem höfuðborg blómlegrar verslunar og viðskipta milli Vestur- Evrópu og Eystrasaltsins. Lubeck var ein helsta borgin í Hansasam- bandinu, sem var eins konar Evr- ópusamband þess tíma, og tengdi saman hafnarborgir eins og Tall- inn, Aabo (Turku), Stokkhólm, Riga, Kaupmannahöfn og síðan Hamborg og Amsterdam við Norðursjóinn. Hansasambandið teygði arma sína víðar upp með fljótum Rússlands, norður með strandlengju Noregs og jafnvel allt til Islands. I þessum borgum hlóðst upp mikill versluna- rauður, löngu fyrir daga iðnbylt- ingar. Þessa verslunarsögu má lesa af forhliðum glæsibygginga og út úr byggingarlist borganna, sem högn- uðust best í Hansasambandinu. Lu- beckvar ein þeirra. Vinabær Hún er mikil vinaborg Islendinga. Á hverju ári eru íslenskar kvikmyndir og kvikmyndaleikstjórar og allt, sem íslenskt er, vegsamað og hafið til skýjanna á hinni árlegu kvik- myndahátíð þeirra. I nokkur ár veitt- ist mér sá heiður að standa innan seilingar frægðarljóma Friðriks Þórs, Hrafns Gunnlaugssonar og annarra höfuðpaura íslenskrar kvik- myndagerðar. Ég sat veislur við hlið borgarstjóra og mætti í viðtöl til að svara spurningum um töfraeyjuna í norðri. Á þeim árum, sem ég vann hjá Kvikmyndasjóði, stóð íslensk kvikmyndagerð í blóma og vakti að- dáun og öfund meðal kollega, hvar sem við komum. Þennan morgun í byrjun desem- ber síðastliðinn voru ekki margir á ferli í miðborginni, hvað þá borg- arstjórinn, sem kannski hefur ekki einu sinni verið risinn úr rekkju, þó að Þjóðverjar séu sagðir árrisulir. Þær voru ekki einu sinni farnar að hella upp á í Lubeck. Svo að við héldum ferðinni áfram kaffilaus. Stefnan var tekin á Berlín. Svo að við héldum ferðinni áfram kaffilaus. Stefnan var tekin á Berlín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.