blaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 38

blaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 38
38 I TILVERAN LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 blaöið - L. . Baugsbrjálœðið orðið grátbroslegt Það er ekki ofsögum sagt að Baugsmenn áttu eina af aðal- fréttum liðinnar viku þegar þeir voru sýknaðir af öllum ákæru- liðum í Héraðsdómi Reykjavíkur. En þótt málaferlin hafi verið vægast sagt spennandi verður að segjast að nú er nóg komið. Ekki eingöngu er búið að eyða milljónum úr ríkissjóði í mál- sókn og málsvörn ákærðu heldur bjóða landsmönnum upp á skelfilegan og endalausan sirkus. Enn og aftur er setningin „saklaus uns sekt er sönnuð“ látin lönd og leið því að ég er viss um að margir eru fyrir löngu vissir um sekt þeirra Baugsmanna, þrátt fyrir ófullnægjandi sann- anir og ótrúverðugan vitnisburð kærenda sem leiddi síðan til sýknunar. Það er kominn timi á sanngjarna umræðu um þetta mál. Hættum þessari ádeilu um menn sem liggja vel við höggi vegna stöðu þeirra og hugsum um eitthvað annað. Ég get alveg viðurkennt að á sínum tíma trúði ég ýmsu af ákæruliðunum (einna helst vegna múgæsingsins í kringum málið) og stóð í þeirri trú að ekki væru öll kurl komin til grafar. Nú er hins vegar búið að sýna fram á sakleysi þeirra og þar læt ég við sitja. Ég ætla rétt að vona að málalengingar verði engar héðan í frá enda er maður kominn með nóg af þessu bulli. Þetta mál er með öllu forkastan- legt og alveg lýsandi fyrir framvindu mála á íslandi þegar getgátur um ákveðna menn fara af stað. Það að einn maður hrindi af stað óeirðum um aðra er yfirleitt nóg til þess að þjóðfélagið setji sig í stól dómara og brennimerki þá sem um ræðir - þá sér- staklega ef þeir sem um ræðir eru ríkir, þekktir og valdamiklir menn. Án þess að ég ætli að alhæfa um dræma máls- rannsókn verð ég nú bara að segja að ansi margir annmarkar eru á málinu og komin er tími á að Baugsmenn verði látnir vera. Þetta hefur kostað þá heilmiklar fjárhæðir og það sem meira er - dass af æru þeirra. Því legg ég til að fólk fari að beina spjótum sínum að öðru. Á meðan undirskriftalistar ganga um bætta heilbrigðisþjónustu og önnur baráttumál er ríkið að eyða ótrúleg- ustu upphæðum í málsókn á hendur „ríku körlunum", sem er orðið ekkert annað en pólitík. Einnig má velta fyrir sér afleiðingum sem þetta hefur en ég held að enginn geri sér grein fyrir hveru illa þetta kemur sér fyrir Baugsmenn, þá sérstak- lega ef tekið er mið af mikilli útrás og risi í viðskiptalífinu. Svo ekki sé nú talað um mannorð þeirra, þó svo að aðrir virðist gleyma því að þeir eru mennskir og haldnir tilfinningum eins og aðrir... Halldóra Þorsteinsdóttir HEIMAVÖRN SECURITAS - ÖRYGGISKERFI FYRIR HEIMILIÐ Ert þú með kaupæði? ITil hamingju með afmælið! Hvað á svo að gera við afmælispeningana? a) Ég eyði þeim öllum samstundis en er sátt/ur við það sem ég keypti. b) Ég set allan peninginn í banka. c) Ég set hluta peningsins í banka en eyði hinum helmingnum. d) Ég eyði öllum peningum og eftir einhvern tíma man ég ekki einu sinni hvað ég keypti. að 2Þér finnst mikilvægt fötin þín séu: a) Hrein. b) Merkjavara. c) Ódýr. d) Úr úrvalsefnum. 3Hvenærertuvenjulegabúin/ n að kaupa jólagjafir handa vinum og fjölskyldu? a) Ég er yfirleitt á síðustu stundu og rétt næ síðustu gjöfinni fyrir lokun á aðfangadag. b) Löngu áður en jólin koma. c) Yfirleitt klára ég það tímanlega. d) Ég skulda ennþá nokkrar gjafir frá síðustu árum. 4Þú gengur inn í apótek til að kaupa tannkrem og gengur út með? a) Tannkremstúbu. b) Tannkremstúbu og nýjan tannbursta. c) Varasalva, sjampó, nammi og tímarit. d) Tvær tannkremstúbur þvi þær voru á tilboði. 5 þar. Hvað ferðu oft i verslana- miðstöðvar að versla? a. Það mætti segja að ég búi b. Bara þegar ég þarf nauðsynlega á einhverju að halda. c. Á útsölutímabilinu. d. Kannski 2-3 sinnum í viku. 6Það er mikilvægast fyrir þig að verslunarferð þín: a) Gangi fljótt og vel fyrir sig. b) Sé skemmtileg. c) Sé einföld og sparneytin. d) Sé tískumiðuð. 7Þig langar í stafræna mynda- vél og líklegast er að þú fáir þér: a) Fullkomnustu gerð af stafrænni myndavél. b) Hagkvæmustu stafrænu vélina sem ég finn. c) Flottustu vélina. d) Tilboðsvél úr auglýsingabæklingi. *■ ^^kLoksins er fyrsti dagur I I Imánaðarins runninn M upp og það er peningur inn á reikningnum þínum, í fyrsta sinn i langan tíma. Hvað gerir þú við hann? a) Borga reikninga, úthluta mér h'tilli upphæð til að nota í mánuðinum og restin fer inn á sparireikning. og þú ert einbeitt/ur þegar þú verslar. Gleymdu samt ekki að vera góð/ur við sjálfa/n þig, það er nauðsynlegur hluti daglegs lífs. 21-30 stig Þú hefur gaman af lífinu sem og pening- um. Að sama skapi finnst þér gæði lífs þins ákvarðast af peningunum sem þú átt. Þú kannt þess vegna alveg að versla án þess þó að þú tapir þér í búðunum. Þú hugsar litið um hvað hlutirnir kosta og kaupir það sem þig langar i, þegar þig langar i það. Samt sem áður hefuröu smá taumhald á þér sem er gott og bless- að. Það er því varla hægt að segja að þú sért með kaupæði en samt sem áður mættirðu huga betur að eyðslu þinni. b) Ég fer beinustu leið í Smárahnd og kaupi fallega kjólinn sem mig er búið að langa í svo lengi. c) Borga reikninga og fer eitthvert fínt út að borða. Maður verður nú að njóta hfsins einstaka sinnum. d) Borga reikninga og læt restina af fénu duga út mánuðinn Þrátt fyrir að nauðsynlegt sé að lifa lifinu lifandi þá þarf það ekki alltaf að vera svona dýrt. 30-40 Stig Fæddistu til að versia eða er bara svona auðvelt að freista þín? Kannski finnst þér þú þurfa að versla til að draga úr leiðindum og álagi? Hvort heldur sem er þá ertu með kaupæði á háu stigi og ættir kannski að leita þér hjálpar við því áður en bankinn sendir lögfræðing- ana sfna I heimsókn. Þú ert sú/sá sem kaupir allt sem þig langar í því þú munt pottþétt nota það einhvern timann... Á sama tima fyllast skáparnir af hlutum og fötum sem þú notar aldrei. 9Þegar þú verslar matvörur þá: a) Versla ég eftir minnislista. b) Fer ég alveg eftir því hvaða matvörur eru á tilboði. c) Kaupi ég það sem mig langar í, sama hvað það kostar. d) Versla ég einungis það sem mig vantar en hunsa aðrar vörur. og hálfu frystikisturnar af tilboðsvörum. Þú leggur meira upp úr þvi hvað hlutirnir kosta heldur en gæði og útliti. I raun má segja að þú sért hálfgerður nfskupúki. Þrátt fyrir að það sé alltaf gott að spara verður maður líka að leyfa sér eitthvað einstaka sinnum. 11-20 stig Þú ert ekki manneskjan sem verslar þar til líður yfir þig. Það má treysta á að ef þú ferð f verslunarferð þá ertu að leita að einhverju sérstöku, en ekki bara að skoða. Þegar þú ferð að versla þá veistu hvað þig vantar, hvar þú færð það og á hvaða verði. Það er ólíklegt að þú kaupir hluti án þess að velta því vel fyrir þér 1. a)3 b) 1 c)2 d)4 2. a)2 b)4 c)1 d)3 3. a)4 b) 1 c) 3 d)2 4. a) 2 b)3 c)4 d) 1 5. a) 4 b)2 01 d) 3 6. a)2 b)3 01 d)4 7. a)4 b) 2 0 3 d) 1 8. a) 3 b)4 01 d) 2 9. a) 3 b)1 04 d)2 10. a) 1 b) 4 03 d)2 0-10 stig Þú berð mikla virðingu fyrir peningum og kaupir svo sannarlega ekki köttinn í sekknum. Raunar má segja að þú kaupir ekki neitt nema það sem þú nauðsyn- lega þarft, eins og mat og vatn. Þú eltist við tilboð um allan bæ og fyllir þá heilu Teldu stigin: 8Kreditkortareikningurinn þinn er: a) í ágætis málum. b) Svo hár að ég næ með herkjum að borga hann í hverjum mánuði. c) Ég nota aldrei kreditkort. d) Eg nota einungis kreditkort í í neyðartilfellum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.