blaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 22
22 ISAGA LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 blaðið Þeim var ekki skapað nema að skilja Brúðhjónin ungu heilsa mannfjöldanum að athöfn lokinni. Ekki hafði jafnglæsileg og íburðarmikil athöfn verið haldin á vegum bresku hirðarinnar frá þvi að Elísabet var krýnd drottning sjö árum fyrr. Á morgun eru liðin 30 ár frá því að tilkynnt var um að Snowdon lávarður og Margrét prinsessa hygðust skilja að borði og sæng. Fréttirnar komu fæstum á óvart enda hafði sam- bandið verið stormasamt svo ekki sé fastar að orði kveðið og komnir í það djúpir brestir. Tveimur árum síðar skildu þau með lögformlegum hætti og var skilnaðurinn sá fyrsti í bresku konungsfjölskyldunni frá því að Hin- rik VIII skildi við Katrínu drottningu afAragon árið 1533. Snowdon ekki talinn hafa áhuga á kvenfólki Ljósmyndarinn Antony Charles Ro- bert Armstrong-Jones (síðar Snowdon lávarður) gekk að eiga Margréti árið 1960 örfáum mánuðum eftir að þau kynntust í kvöldverðarboði hjá sam- eiginlegum vini. Ákvörðunin kom mörgum í opna skjöldu „vegna þess að enginn hélt að hann hefði áhuga á kvenfólki" eins og prinsessan orðaði það mörgum árum síðar. Sjálf hafði hún átt í umdeildu ástarsambandi við fráskilinn mann að nafni Peter Townsend áður en hún tók saman við Snowdon. Margrét þótti á sínum yngri árum lifa villtara og taumlausara lífi en prinsessu þótti sæma. Hún átti um tíma í ástarsambandi við konu og samband hennar við Townsend, sem var kvæntur tveggja barna faðir, end- aði með að hann skildi við eiginkonu sína. Margrét vildi á sínum tíma ganga í hjónaband með Townsend en hirðin stóð í vegi fyrir þeim ráðahag. Mislynd og ráðrík Brúðkaup Snowdons og Margrétar þótti óvenju glæsilegt og hafði ekki jafnmikill íburður sést við konung- legan viðburð síðan Elísabet, systir Margrétar, var krýnd drottning sjö árum fyrr. Adam var þó ekki lengi í Paradís. Þrátt fyrir að þau væru glæsi- legt par sem lifði hátt og vakti athygli hvert sem það fór var samkomulagið ekki sem best heima fyrir. Erfiðleikar settu mark sitt á hjónabandið frá upp- hafi eins og margir, þar á meðal faðir Snowdons og góðir vinir hans, höfðu óttast. Margrét, sem þótti ráðrík og mislynd, var vön að fá sínu fram- gengt og Snowdon, sem var ekki síður skapmikill, átti erfitt með að sætta sig við ofríki hennar. Snowdon þótti eig- inkona sín ekki sýna starfi sínu nægi- legan skilning og hann hafði æ minni tíma til að sinna ljósmyndaferlinum. Voru í raun og veru sama manneskjan Margir telja að helsta ástæða þess að hjónaband Snowdon lávarðar og Margrétar prinsessu hafi runnið út í Snowdon lávarður og Margrét prinsessa ásamt ungum börnum sínum á meðan allt lék í lyndi. Snowdon lávarður ásamt Davíð og Söru, börnum hans og Margrétar prinsessu, og Franc- es sem hann átti með samstarfskonu sinni Lucy Lindsay-Hogg. sandinn hafi verið sú að þau voru of lík hvort öðru. Bæði þóttu þau hvik- lynd og þrjósk og vildu fá sínu fram en það kann ekki góðri lukku að stýra í hjónabandi. „Vandamálið var að þau voru of lík og þess vegna gekk þetta ekki upp,“ sagði Nicholas Haslam, gamall trúnaðarvinur Margrétar í við- tali fyrir fáeinum árum. „Þau voru í raun og veru sama manneskjan.“ Brestir í sambandinu komu fljótt í ljós og urðu æ meira áberandi þegar á leið. Hjónin fóru ekki leynt með ósættið heldur rifust jafnvel opinber- lega á hæl og hnakka. Bæði áttu þau í samböndum utan hjónabands en segja má að kornið sem fyllti mæl- inn hafi verið þegar myndir birtust i dagblaði af Margréti í fríi með Roddy Llewllyn, ungum elskhuga hennar. Snowdon notaði tækifærið og bað um skilnað við Margréti. Hélt góðu sambandi við konungsfjölskylduna Árið 1978 skildu Snowdon lávarður og Margrét með lögformlegum hætti en hann hefur engu að síður haldið góðu sambandi við konungsfjölskyld- una. Hann starfaði áfram sem hirð- ljósmyndari og tók þátt í opinberum athöfnum. Það olli Margréti skap- raunum að Snowdon lávarður skyldi halda svo góðu sambandi við hirð- ina enda taldi hún að ættingjar sínir þekktu ekki slæmu hliðar hans sem hún hefði kynnst. Margrét prinsessa heilsar upp á Bítlana. Bæði Margrét og Snowdon lávarður voru áberandi í heimi fræga og ríka fólksins á sjöunda áratugnum og lifðu lífinu hátt og hratt. Snowdon lávarður gekk að eiga sam- starfskonu sína Lucy Lindsay-Hogg skömmu eftir skilnaðinn og eignuð- ust þau dóttur sjö mánuðum síðar. Fyrir átti Snowdon tvö börn með Margréti prinsessu. Þau skildu fyrir fáeinum árum í kjölfar þess að lávarð- urinn, sem þá nálgaðist sjötugt, hafði eignast barn með annarri konu. Margrét prinsessa giftist aldrei aftur en samband hennar við Roddy Llewellyn stóð í fáein ár til viðbótar. Hann lét hana á endanum róa fýrir yngri konu. Heilsubrestur setti mark sitt á prinsessuna alla ævi. Ekki bætti úr skák að hún var stórreykingamann- eskja og þótti sopinn góður. Hún lét ekki af reykingum þrátt fyrir nokkur hjartaslög og að fjarlægja hafi þurft hluta af lungum hennar. Margrét lést í febrúar árið 2002. Þriðjudaginn 22.mars ALLT SEM TENGIST NÝBYGGINGUM OG VIÐHALDIÁ NÝJUM SEM GÖMLUM HÚSUM Auglýsendur, upplýsingar veita: Kolbrún Ragnarsdóttir • Sími 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net Magnús G Hauksson • Sími 510 3723 • Gsm 691 2209 • maggi@bladid.net Bjami Daníelsson • Sími 510 3725 • Gsm 856 4299 • bjarni@bladid.net Slæmur dagur í sögu bresku konungsfj ölskyldunnar Óhætt er að segja að 19. mars sé frekar slæmur dagur í sögu bresku konungsfjölskyldunnar. Ekki er nóg með að tilkynnt hafi verið um skilnað Snowdon lávarar og Margr- étar prinsessu á þeim degi árið 1976 heldur tilkynntu hertoginn og hertogaynjan af York einnig að þau hyggðust skilja að borði og sæng á sama degi árið 1992. Sarah „Fergie" Ferguson og Andrés prins höfðu gengið í hjónaband sex árum áður en þrátt fyrir að hjónaband þeirra liti á yfirborðinu út fyrir að vera hamingjusamt kraumuðu vanda- mál undir niðri og ekki bætti úr skák að hertogaynjan átti ekki upp á pallborðið hjá öllum fjölskyldumeð- limum vegna óheftrar hegðunar sinnar og framkomu. Snemma árs 1992 birtust myndir af Fergie fáklæddri ásamt fjármála- ráðgjafa sínum, Bandaríkjamann- inum John Bryan. Segja má að mynd- birtingin hafi verið kornið sem fyllti mælinn og nokkru síðar tilkynnti hirðin að Fergie og Andrés prins hygðust skilja að borði og sæng. Áfram náið samband Fergie og Andrés skildu með lögformlegum hætti árið 1996 en Andrew prins og Sarah Ferguson ásamt dætrum slnum Eugenie og Beatrice í skíöaferöa- lagi á meðan allt lék í lyndi. hafa engu að síður verið mjög náin og meðal annars deilt forræði yfir börnum sínum tveimur. Það hefur gefið sögusögnum um að þau kunni að giftast á ný einhvern tíma byr undir báða vængi. Andrés studdi fyrrverandi eig- inkonu sina eftir að hún lenti i fjárhagsvandræðum skömmu eftir skilnaðinn og sjálf hefur hún sagt að hann sé „bestasti" vinur sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.