blaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 27

blaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 27
blaöió LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 VIÐTAL I 27 99............................................................ Þetta er fjórtán hundurð árum áður en íslendingar finna Ameríku en eins og íslendingar týndu þeirri heimsálfu týndu læknavísindin árstíðunum. ina. Árstíðasveifla óspilltrar skepnu dylst ekki. Dýr sem á einum tíma eru athafnasöm og ögrandi, éta mikið, sofa lítið, leita kynmaka og eru forvitin um umhverfi sitt verða á öðrum árstíma áhugalaus ekki eitt einasta um hitt kynið heldur um flestar umhverfisbreytur. Þau eru friðsöm, eltast lítið við áreiti, eru sein til andsvara, borða minna en sofa meira. Þessar gagngeru breytingar í hegðunarmynstri kannast allir við og þeir eru margir sem telja að þær megi flestar ef ekki allar rekja til árs- tíðarsveiflu. Þegar nóttina lengir má einnig ætla að myndun melantóníns vari lengur og verði meiri því mela- tónín myndast jú hraðast í myrkri. Það er því sjálft myrkravaldið, mela- tónín, sem er höfuðpaurinn í árstíða- sveiflu dýranna, það er viðurkennt milligönguefni milli breytinga í umhverfi og líkamsstarfsemi og væntanlega hegðun og upplifun líka. í árstíðasveiflu dýranna þá er það atorkan, árásahneigðin, kynhneigð, æxlun, svefntími, matarlyst, efna- skiptahraði, líkamsþyngd og félags- þörf sem breytist. Minnir það ekki talsvert á árstíðasveiflu þunglyndra manna?’“ Er þetta fólk sem lifir í stöðugu myrkri þá alltaf dapurt? „Nei svo er alls ekki,“ segir Jó- hann. „Við lögðum fyrir annað próf, almennt próf sem mælir kvíða og depurð sem ekki tengist árstíð með neinum hætti. Við lögðum þetta próf fyrir samtímis og það kom í ljós að þessi hópur mælist með alveg sára- lítinn kvíða og þunglyndi, svona rétt eins og þjóðin í heild eða um 4-5%. Munurinn er eingöngu hvað varðar árstíðabundið þunglyndi eða árstíðasveifluna." Af hverju var ákveðið að kanna árs- tíðasveiflu blindra? „Við veltum fyrir okkur hversu miklu hlutverki tímagjafar, lífs- klukkur, gegna í stjórnun árstíða- sveiflunnar," segir Þór. „Þá datt okkur í hug að skoða hóp sem vantar einn tímagjafa að einhverju leyti og þar sem ljós er að einhverju leyti skert. Þessi nálgun að skoða sjónskerta sem eru með skerðingu á sjón sem við getum skilgreint, þá vantar stafina eða þeir eru gallaðir eða þá vantar keilurnar eða þær eru gallaðar o.s.frv., til að komast að því hvaða frumur eru nauðsynlegar til að orsaka árstíðasveiflu, hvaða tauga- vef þarftu að hafa til að fá árstíða- sveiflu og hvaða boð þarftu að fá frá umhverfinu til að fá árstíðasvefilu. Við vildum komast að því. Blindir og sjónskertir virðast ekki greina einhverja ákveðna bylgjulengd birtu sem hefur áhrif á losun melatóníns, áhrif á árstíðasveifluna og þar með á skammdegisþunglyndi,“ segir Þór. „Með því að skilja betur áhrif mis- munandi bylgjulengda gætum við nálgast aukinn skilning á orsökum skammdegisþunglyndis.“ Frekari rannsókna þörf Var einhver munur á þeim sem voru alveg blindir og þeim sjónskertu? „Við skoðuðum bæði fólk sem er blint og svo fólk með skerta sjón að einhverju leyti. Annað hvort vegna truflana í sjónhimnu augans eða í sjóntauginni eða þá sjónberki heil- ans, þar sem að unnið er úr sjónboð- unum,“ segir Þór. Hann segir að sumir þessara sjúkdóma séu mjög sértækir eins og sjúkdómur sem kall- ast achromatopsia „Fólk með þann sjúkdóm er eiginlega algerlega lit- blint og sér nánast í svart/hvítu. Það vantar í það keilurnar sem eru önnur af tveimur megintegundum ljós- nema í sjónhimnunni. Hitt eru stafir. Við erum í sumum tilfellum með sjónhimnuvandamál og i sumum sjóntaugarvandamál og svo sjónbark- arvandamál. Þannig að í sumum til- fellum berast boð um ljós og myrkur en í öðrum ekki eða þá mjög skert. Út frá því getum við dregið ályktanir um hvaða hlutverki gegna stafirnir og hvaða hlutverki gegna keilurnar o.s.frv. Niðurstaða okkar er þvi sú að þú þarft að hafa algerlega óskerta sjónskynjun til að geta fengið skamm- degisþunglyndi eða vetraróyndi.“ „Þetta eru merkilegar niðurstöður,,, segir Jóhann. „Úr þeim verður auð- vitað unnið frekar og það getur tekið mörg ár þar til við fáum betri skilning á þessu. En þessi möguleiki sem er til staðar að alblint fólk sem hefur bókstaflega alls enga sjón, enga sjónskynjun, geti fengið boð frá birtunemum í sjónhimnunni sem að svara breytingum í birtu dags, er mikilvægur. Við höfum bara skoðað þetta með tilliti til árstíðasveiflu en nú erum við að vísu að skoða dæg- ursveifluna í þessu fólki. Það er of snemmt að segja til um niðurstöður þeirra rannsókna.“ Blæbrigðaríki Ijóssins Jóhann hefur ásamt vísindamönnum í margsvíslegum sérgreinum kannað ýmsa þætti breiddargráðuskilgrein- ingarinnar. Rannsóknirnar hafa miðast bæði að erfðaþáttum og dags- ljósi. „Ekki magni ljóssins heldur blæbrigðum þess. Það eru margir dagar á íslenskum vetrum sem eru jafnbjartir og sumardagar og margir sumardagar sem eru dimmari en nokkur vetrardagur. Svo það er mik- ill brey tileiki á birtumagni í íslenskri veðráttu og við fáum minni birtu en við ættum að fá samkvæmt breiddar- gráðukenningunni. En það getur vel verið að þessi breytileiki á ljósinu sé það sem greinir á milli þvi hér verður aldrei þjakandi ástand vanans eins og þar sem veðrið er alltaf eins líkt og í Californíu.“ Ertu þá að segja aðþað sé hið óvœnta sem hefur bjargað okkur, eða dregið úr líkum á skammdegisþunglyndi, hér á íslandi? „Ég er hallur undir að litasamsetn- ing birtunnar á íslandi sem er með öðrum hætti en á suðlægum breidd- argráðum gæti haft áhrif. Niður- stöður rannsóknar sem ég gerði með Sólveigu Ragnarsdóttur, Jörgen Pind og Ragnari Sigbjörnssyni benda líka til þess að það séu mun fleiri þættir en birtumagn sem hafa áhrif á vetr- aróyndi. Hinn mikli breytileiki á birtusamsetningunni hér í þessu lág- þrýstiveðrakerfi gæti skýrt lága tíðni vetrarþunglyndis hér á landi,,, segir Jóhann að lokum. Veðrið, sem íslend- ingar fá seint leið á að ræða, gæti því lumað á fleiri gæðum en virðist við fyrstu sýn. Hin síbreytilega íslenska birta, hið lífsgefandi ljós. Kannski kraftbirtingarhljómurinn hans Lax- ness sé ekki fjarri lagi. ernak@bladid.net VELKOMIN iningristet liisli rnningristet • • 1 ♦ nusli onningristet nlisli AXA er komidMftur í verslanir á Islanái AXA Ertu lika orðinn þreyttur á því að vera of þung/ur og úr formi? Prófaðu AXA múslí. Gott gæðamúslí þegar þú vilt dekra við sjálfan þig og borða eitthvað gott og um leið jafnvel missa nokkur kíló. Farðu inn á http://www.axasportsdub.dk - Hér færðu hugmyndir af heilsusamlegum lífsstíl og hvernig þú setur saman máltíðir. Dekraðu við þig með AXA hunangsristuðu múslí og borðaðu um leið heilsusamlega. Ekki gleyma því að samanlagður dagskammtur sé með hæfilegt fitumagn og innihaldi ekki of mikinn sykur. Blandir þú saman skammti af AXA hunangsristuðu múslí með t.d. ávöxtum og fitulítilli mjólkurafurð er útkoman heilsusamleg máltíð. p.s. Vissir þú að Peter Jackson leikstjóri Lord of the Rings og King Kong losnaði við 30 kíló þökk sé múslí og jógúrti? ........ég skipti hamborgurunum út og tók jógúrt og múslí inn í staðinn. Það virðist hafa virkað."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.