blaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 50

blaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 50
50 I MENNING LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 blaðiö Jesúbíó á föstu Á sunnudögum á páskaföstunni er efnt til Jesúbíós í safnaðarheimili Neskirkju. Á morgun verður sýnd kvikmyndin Jesus Christ Superstar sem Norman Jewison gerði árið 1973. Gunnlaugur A. Jónsson, guðfræði- prófessor, mun fjalla um myndina á undan sýningunni og að henni lok- inni verður boðið upp á umræður.w í myndinni, sem byggð er á sam- nefndum söngleik, er píslarsaga Krists sett á svið að hætti hinna hefðbundnu píslarleikja. Hér hefur mennskan náð yfirhöndinni á kostnað guðdómsins þar sem Jesús er fyrst og síðast tilfinningavera sem efast um köllun sína og er alls ekki viss um hvert hlutverk hans er. Þessi mynd/söngleikur var í upp- hafi umdeildur fyrir túlkun sína á Jesú Kristi og ekki síst fyrir að gefa í skyn að hann hafi átt í ástarsam- bandi við Maríu Magdalenu. Sýningin er öllum opin og er að- gangur ókeypis. Kvikmynda- sýningar hjá MÍR hefj- ast á ný Stjórn félagsins MÍR hyggst hefja kvikmyndasýningar á nýjan leik í nýju húsnæði félagsins að Hverf- isgötu 105. Upphaflega stóð til að reglulegar kvikmyndasýningar hæf- ust í byrjun mánaðarins en vegna tafa við undirbúning verður fyrsta sýningin að öilu óbreyttu á morgun kl. 15, degi eftir aðalfund félagsins. Kvikmyndasýningar eru ráðgerðar á hverjum laugardegi kl. 15 fram að sumarhléi í lok maí. Engin sýning verður þó laugardaginn í dymbil- viku, 15. apríl, heldur verður sýnt á annan í páskum, 17. apríl. Á morgun verður sýnd kvikmyndin Anna Kar- enína sem byggð er á samnefndri skáldsögu Leó Tolstojs. Aðgangur að kvikmyndasýningum MÍR er ókeypis og öllum heimill. Ur uppfærslu Þjóðleikhússins á Pétri Gaut, einu meistaraverka norska leikskáldsins Henriks Ibsens. Pétur Gautur á Krossgötum I tilefni af sýningu Þjóðleikhúss- ins á Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen standa Þjóðleikhúsið og norska sendiráðið fyrir málþingi um þetta stórvirki leikbókmenntanna í dag kl. 15:00 í Kassanum, nýju leiksviði Þjóðleikhússins í íþróttahúsinu við Lindargötu. Yfirskrift málþingsins er Kross- götur og mun Terje Mærli halda er- indi er hann nefnir „Pétur Gautur í samhengi við önnur verk Ibsens“. Terje er einn af fremstu leikstjórum Norðmanna og hefur sett upp yfir þrjátiu sýningar á verkum Ibsens í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Þýska- landi og Japan. Erindi Terjes verður haldið á norsku en að því loknu verða pallborðsumræður á íslensku með þátttöku Baltasars Kormáks, leikstjóra, Karls Ágústs Olfssonar, þýðanda, Björns Hlyns Haralds- sonar, sem fer með hlutverk Péturs Gauts, og Gretars Reynissonar, höf- undar leikmyndar. Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur Þjóðleikhússins, stýrir umræðunum. Að þeim loknum verður boðið upp á léttar veitingar. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Eitt af meistaraverkum Ibsens Á þessu ári er hundrað ára ártíð Ibsens og skáldsins er minnst með leiksýningum, hátíðahöldum og hvers kyns uppákomum víða um heim. I ár er jafnframt hundrað og þrjátíu ára sýningarafmæli leikrits- ins Péturs Gauts sem var frumflutt í Kristjaníuleikhúsinu þann 24. febrúar 1876. Pétur Gautur er eitt af meistaraverkum Ibsens, snilldar- legur ljóðleikur sem aflaði skáldinu heimsfrægðar. Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason hefur verið seld tilFinnlandsog mun koma út í haust, um leið og samnefnt leikrit byggt á sögunni verður sýnt þar í landi. Myndlýsingar Áslaugar Jóns- dóttur munu prýða finnsku útgáfuna. Sagan af bláa hnettinum er margverð- launuð bók en fyrirhanahlaut Andri Snær m.a. íslensku bókmennta- verðlaunin árið 1999 í flokki fagurbókmennta og var það í fyrsta sinn sem barnabók hlýtur þau verðlaun. Sagan af bláa hnettinum hefur þar með verið seld til 16 landa en áður hefur útgáfurétturinn verið seldur Sagan af bláa hnettinum eftlr Andra Snæ Magnason hefur verið seld til 16 landa. I næstu viku er von á nýrri bók eft- ir höfundinn. Sú ber titilinn Draumaland- ið og er að sögn útgefanda sjálfshjálpar- bók handa hræddri þjóð. til Frakklands, Spánar, Ítalíu, Dan- merkur, Svíþjóðar, Færeyja, Græn- lands, Eistlands, Litháens, Júgó- slavíu, Rúmeníu, Ungverjalands, Ta- ílands, Kóreu og Grikklands. Sjálfshjálpar- bókhanda hræddri þjóð í byrj unnæstuviku er síðan væntanleg ný bók eftir Andra Snæ, Drauma- landið, sem er að sögn útgefanda sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð þar sem tekið er á helstu málum samtímans með frumlegum hætti. í tilefni af út- komu bókarinnar verður Andri Snær með fyrirlestur í Borgarleikhús- inu mánudaginn 20. mars klukkan 20.00. Fyrirlesturinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis. Ljóðakver sem skók bandarísku þjóðina Þess er minnst víða um heim á þessu ári að hálföld er liðinfrá útgáfu lítils Ijóðakvers sem olli mikilli hneykslan og leiddi til langvinnra málaferla sem vktu umrœður um málfrelsi. Á þessu ári er liðin hálf öld frá því að bók bandaríska ljóðskáldsins Al- len Ginsberg Howl and other poems, kom út en hún er talin eitt af höfuð- verkum hinnar svo kölluðu Beat-kyn- slóðar og hafði djúp áhrif á fjölmarga rithöfunda og listamenn. Bókin oíli strax mikilli hneykslan vegna óhefl- aðs og klámfengins orðalags og ber- orðra lýsinga á löstum samfélagsins, gróðahyggju og stríðsvá. Róttækar stjórnmálaskoðanir Ginsbergs og andúð á stofnunum hins borgara- lega samfélags sem koma fram í kver- inu fóru ennfremur fyrir brjóstið á mörgum og lenti skáldið undir smá- sjá Bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) sem leit á það sem alvarlega ógn við amerískt samfélag. Upplag bókarinnar gert upptækt Yfirvöld gerðu hluta upplags bókar- innar upptækt skömmu eftir útkom- una og höfðað var mál gegn höfund- inum og útgefanda hans. Harðar deilur um tjáningarfrelsi hófust í fjölmiðlum í Bandaríkjunum í kjöl- far málaferlanna. Rithöfundasam- band Bandaríkjanna stóð við bakið á Ginsberg, lögðu honum til lögmenn og kostuðu málsvörnina. Lawrence Ferlinghetti, vinur Gins- THE POCKET l’OETS SERIES HOWL AND OTHER POEMS ALLEN GINSBERG Introduction by William Carlos Williams NUMBER FOUR Fáar bækur hafa valdið jafnmiklu fjaðrafoki og Howl and other poems eftir bandaríska Ijóðskáldið Allen Ginsberg en hún varð tilefni heiftúðugra ritdeilna og málaferla. bergs og skáldbróðir, gaf út Howl á vegum útgáfufyrirtækis síns City Lights Books í San Francisco. Hann brást til varnar fyrir Ginsberg í frægri dagblaðagrein ári eftir út- komu bókarinnar þar sem hann sagði að skáldið sjálft væri ekki ruddalegt heldur sá sannleikur sem ljóðin afhjúpi og sú sorglega mynd Ljóðskáldið Allen Ginsberg á efri árum sem dregin sé upp af vélvæddu nú- tímasamfélagi þar sem kjarnorkuvá og sturluð þjóðernishyggja tröllríði öllu. Bókmenntagagnrýnendur brugð- ust enn fremur til varnar fyrir bók- ina og bannið leiddi til öldu mót- mæla gegn ritskoðun og hvers kyns hömlum á tjáningarfrelsi. Að loknum löngum réttarhöldum sumarið 1957 þar sem meðal ann- ars skáld, háskólaprófessorar, út- gefendur og gagnrýnendur vörðu verkið komst Clayton Horn, dómari loks að þeirri niðurstöðu að bókin væri ekki klámfengin. Nærri milljón eintök seld Réttarhöldin beindu athygli almenn- ings að verkinu og eftir að lögbanni á dreifingu þess var aflétt jókst salan hratt. Bókin er ein af mest seldu ljóðabókum allra tíma í Banda- ríkjunum. Hún hefur verið endurút- gefin reglulega og hefur City Lights útgáfan prentað nærri milljón ein- tök af henni og eru þá ótaldar þýð- ingar á erlend tungumál. Fyrsta prentupplag bókarinnar nam að- eins 1000 eintökum og kostaði hvert 75 sent á sínum tíma. Nú á dögum seljast frumútgáfur versksins í góðu ástandi aftur á móti á mörg þúsund Bandaríkjadali. Blái hnötturinn til sextán landa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.