blaðið

Ulloq

blaðið - 01.04.2006, Qupperneq 44

blaðið - 01.04.2006, Qupperneq 44
44 I UNGA FÓLKID LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 blaðið - Telma Yr Ríkharðsdóttir, hárgreiðslunemi úr Iðnskólanum í Hafnarfirði, vann að þessari sérstöku fantasíuhárgreiðslu sem hún kallar eld. Telma segir að keppnin gefi henni tækifæri til að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og prófa eitthvað sem hún geti ekki gert á hverjum degi í skólastofunni. Islandsmót iðnnema Þeir sem lögðu leið sína í Kringl- una á föstudag hafa ef til vill haldið að þar væri allt í kalda koli enda iðnaðarmenn að störfum í öllum hornum. Sú var þó ekki raunin heldur fór þar fram árlegt íslandsmót iðnnema þar sem þeir reyndu með sér í ólíkum greinum, allt frá múrverki til málmsuðu og hársnyrtingar. Alls voru 72 keppendur frá 11 skólum skráðir til leiks, helmingi fleiri en í fyrra og hafa aldrei fleiri tekið þátt í mótinu frá því að það var fyrst haldið fyrir fáeinum árum. Að auki kynntu nokkrir iðn- og starfs- menntaskólar námsframboð sitt. Inga Hlín Pálsdóttir, verkefnis- stjóri Menntar, sem stóð að deginum ásamt fleirum, var ánægð með hvernig til tókst og sagði keppendur vera það einnig. „Við völdum þennan stað með það að markmiði að vekja athygli almennings á iðnnámi. Þetta er einnig liður í því að bæta ímynd iðnnáms og leyfa fólki að sjá hvað er að gerast í þessum bransa,“ segir Hlín og bætir við að þetta komi ekki síst grunnskólanemum til góða. „Hér geta þeir séð hvað iðnnemar eru að fást við, talað við kennara og nálgast fræðsluefni um mismunandi nám,“ segir hún. Keppni milli skóla og einstaklinga Iðnnemarnir ungu kepptu bæði sín á milli auk þess sem skólarnir kepptu innbyrðis um hver næði besta árangr- inum. „Það er hörð keppni, ekki síst milli skóla. Vinir og vandamenn koma einnig og hvetja sína menn til dáða,“ segir Inga Hlín og bætir við að skólarnir sýni meiri metnað við und- irbúning keppninnar með hverju ári. Kynjahlutföll í iðngreinum hafa ekki mikið breyst í gegnum tíðina. Alltaf er þó eitthvað um það að stúlkur sæki í hefðbundnar „karlagreinar" og er Þor- gerður Stefánsdóttir, nemi f trésmíði við Verkmenntaskólann á Akureyri, ein þeirra. Þrjár stúlkur eru i trésmiði í skólanum og segir Þorgerður að pabbi hennar sé smið- ur og það hafi haft áhrif á val hennar. Rocky Horror í Tjarnarbíói Leikfélag Nemendafélags Mennta- skólans í Kópavogi ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í ár heldur setur upp hinn geysivin- sæla söngleik Rocky Horror. Sigrún Yrja Klörudóttir, leikfé- lagsstjóri, segir að mikill hugur hafi verið í félögum leikfélagsins í ár. ,0kkur langað til að setja upp eitt- hvað stórt, flott og skemmtilegt verk í ár. Við vildum gera þetta með stæl því að í fyrra settum við upp frekar lítið verk,“ segir Sigrún sem telur að þetta sé með stærstu og viðamestu sýningum sem leikfélagið hefur sett upp. Sigrún segir að heilmikil vinna liggi að baki uppfærslu sem þess- ari og margir leggi hönd á plóginn. „Þetta tekur alveg voðalegan tíma og er nánast full vinna,“ segir Sigrún og bætir við að hún hafi ekki haft mikinn tíma til að mæta í skólann eða sinna heimavinnu undanfarnar vikur. Guðmundur Rúnar Kristjánsson leikstýrir verkinu, um tónlistar- stjórn sér Hrafnkell Pálmason og Dýrley Sigurðardóttir semur dans- ana. Að öðru leyti bera nemendur hitann og þungann af sýningunni. Fjöldi leikara, dansara og tónlistar- manna tekur þátt í uppfærslunni að ógleymdum þeim sem koma að henni með öðrum hætti svo sem leikmyndahönnuðum og ljósameisturum. Leikritið er sýnt í Tjarnarbíói og verða sýningar átta talsins. Sig- rún segir að þeim verði hugsanlega fjölgað ef vel gengur. Hægt er að nálgast miða á sýninguna með því að hringja í Sigrúnu Yrju í síma 698 7085. Katrín Ella Jónsdóttir og Torfi Guðbrandsson í hlutverkum saklausa parsins Janet og Brad. IMVR TVOF/YLDUR SAFNDISKUR 44 ISLENSK ALÞYÐU DANS- OG DÆGURLÖG Hér eru samankomin lög af hinum vel þekktu geisladiskum Austfirskir staksteinar, Viö tónanna kliö og Austfirskir staksteinar 2 sem allir eru ófáanlegir. mmm

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.