blaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 38
38 IFÓLK
FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 blaðið
SAMSTAÐA UM
RANGHUGMYNDIR
(slendingar eru sérstök þjóð. Hér
ríkir djúpstæð samstaða um að trúa
ranghugmyndum um þjóðareðlið.
Þessi árátta hefur átt sér margar
birtingamyndir gegnum tíðina og
virðist endurfæðast reglulega sem
holdgervingur þess sem þjóðin er
upptekin af hverju sinni. Nýjasta dæmið
um þetta er hin svokallaða „íslenska
útrás" sem hefur falist í stórfelldum
fjárfestingum (slendinga erlendis hvort
sem er gegnum beinar fjárfestingar eða
skuldsettar yfirtökur.
(slenskir fjölmiðlar, stjórnmálamenn
og álitsgjafar voru snöggir að útskýra
ofvirkni útrásarvíkinganna. Ástæðan
fyrir hinum miklu fjárfestingum
erlendis var hið einstaka þjóðareðli
sem einkennist af dugnaði, skarpri
hugsun og áhættusækni og gerir það að
verkum að lélegri og svifaseinni þjóðir
standast (slendingum ekki að sporði á
alþjóðlegum mörkuðum. Þjóðin fagnaði
yfirtöku á breskri títuprjónaverksmiðju
eins og hjólhestaspyrnunni hans Búbba
á móti Austur-Þjóðverjum um árið. Hver
fjárfesting endurspeglaði hið einstaka
þjóðareðli. (þessari múgsefjun felst sú
sérstaka hugmynd að fjármagn sé ekki
nafnlaust og aíþjóðlegt í eðli sínu, eins
og flestir fræðimenn halda fram - til er
eitthvað sem heitir þjóðlegt fjármagn:
Hið íslenska fjármagn.
Engum datt i hug að ástæðan fyrir
útrásinni var að íslenskir fjárfestar voru
mjög kræfir í því að notfæra sér lága
vexti á fjármagnsmörkuðum. Slíkt hefur
ekkert með þjóðareðli að gera. Og þegar
að erlendar greiningadeildir bentu á
þá augljósu staðreynd að hækkandi
vextir á alþjóðafjármálamörkuðum
gætu hamlað útrásinni var hið islenska
viðmót: illkvittni, öfund og skilningsleysi.
Mátti skiljast á íslenskum fjölmiðlum að
efasemdir um hið íslenska hagkerfi væri
fyrst og fremst sprottiðaf því að dönskum
blaðamönnum var tekið að leiðast að
pönkast í múslimum og sneru sér því
alfarið að „íslensku útrásarvíkingunum".
Ömurlegt var að heyra stjórnmálamenn
enduróma þessa þvælu.
Vonandi er þjóðin búin að jafna sig á
ranghugmyndinni um séríslenskt eðli
þeirra sem eru í raun ekkert annað en
alþjóðlegir fjárfestar, sem hafa lítið með
land og þjóð að gera. Vonandi verður
hægt að afhjúpa tengda ranghugmynd
um íslenska listamenn sem allra fyrst.
Eriko Fujikawa, starfsmaður Panasonic, sýnir heimsis stærsta plasmasjónvarp á FineTech sýningunni í Japan í gær. Sjónvarpið er hvorki
meira né minna en 103 tommur.
Michael Jackson snýr aftur
Michael Jackson hefur skrifað undir
umboðssamning við enska tónlistar-
mógúlinn Guy Holmes. Jackson hef-
ur einnig skrifað undir plötusamn-
ing við eigið útgáfufyrirtæki, Two
Seas Records, sem hann stofnaði
ásamt góðvini sínum Sheik Abdulla
Hamad Al-Khalifa, sem er prinsinn
í Mið-Austurríkinu Bahrain og hef-
ur skotið skjólhúsi yfir poppkóng-
inn síðustu mánuði.
Jackson vinnur nú að nýrri breið-
skífu sem hann stefnir á að gefa út
seint á næsta ári. „Ég er mjög spennt-
ur fyrir þessu nýja ævintýri. Eg nýt
þess að vera kominn aftur í hljóðver
að semja tónlist."
Guy Holmes mun vinna að breið-
skífunni með Jackson og sjá um við-
skiptalegu hliðina á útgáfunni.
eftir Jim Unger
Hefurðu nokkuð séð ísinn minn?
HEYRST HEFUR...
Pað kom ýmsum á óvart að
Gísli S. Einarsson, fyrrver-
andi þingmaður
Alþýðuflokksins
og síðar Samfylk-
ingarinnar.skyldi
taka sæti á lista
sjálfstæðismanna
á Akranesi, sem
óháður þó. Burtséð frá áhrifum
þessa á lókalpólitík á Skaganum
velta stjórnmálaspekúlantar því
fyrir sér hvort taka megi þessi
tíðindi til marks um að þolin-
mæði krata í Samfylkingunni
sé að bresta. Sem kunnugt er
hafa ýmsir þeirra haft á orði að
Samfylkingin hafi færst of langt
til vinstri í tíð Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur, núverandi
formanns, og þykir jafnaðar-
menn helst til áhrifalausir í Sam-
fylkingunni - Jafnaðarmanna-
flokki Islands...
Pessa dagana er þjarmað
að Kristjáni Þór Júlíussyni,
bæjarstjóra sjálfstæðismanna
á Akureyri, um að hann gefi
metnað sinn upp.
Þykjast margir sjá
það í hendi sér að
hann stefni á þing-
framboð að ári þó
hann leiði lista
Sjálfstæðisflokksins í bæjar-
stjórnarkosningunum nú. Sam-
kvæmt skoðanakönnun NFS er
meirihluti bæjarstjórnar fallinn
og því ekkert gefið um að Stjáni
blái haldi bæjarstjóraembætt-
inu. Hann hefur ekkert viljað
segja um framtíðina að þessu
leyti en spakir menn nyrðra
telja að honum verði ekki stætt
á því öllu lengur; kjósendur eigi
heimtingu á að vita hvort þeir
séu að kjósa bæjarstjórann til
eins árs eða fjögurra. Hitt er svo
annað mál - eins og sagan sýnir
- að slík svör reynast stundum
haldlítil...
Eins og sagt var frá á þessum
stað um daginn lýsti Stein-
unnV.Óskarsdóttir.borgarstjóri
í Reykjavík, því yfir á dögunum
að hún vildi ekki fara í „pissu-
keppni“ við Gunnar I. Birgisson,
bæjarstjóra í
Kópavogi, og lái
henni hver sem
vill. Á þriðjudag
hófu hins vegar
bæjarstjórarnir
á höfuðborgarsvæðinu sameig-
inlegt vorhreinsunarátak og
tóku til hendinni allir sem einn
í garðinum að Goðalandi n í
Fossvogi, þar sem vísir menn
hafa reiknað að landfræðileg
miðja höfuðborgarsvæðisins
liggi. Gunnar I. Birgisson var þó
eitthvað seinn fyrir og sagðist
hafa átt í erfiðleikum með að
finna garðinn. Hann vann samt
skjótt bug á þeim vanda: „En
síðan rann ég bara á lyktina þar
sem Steinunn hafði pissað...“
Dagur B. Eggertsson og fé-
lagar hans á lista Samfylk-
ingarinnar til borgarstjórnar
Reykjavikur hófu kosningabar-
áttu sína fyrir alvöru á sumar-
daginn fyrsta og
óku m.a. um bæ-
inn á glæsilega
merktum tveggja
hæða strætis-
vagni og buðu
bæjarbúum heitt kaffi og kakó.
Samsæriskenningasmiðirnir
voru þó ekld lengi að sjá í gegn-
um þetta, og vísuðu til þess að
forysta R-listans og Samfylking-
arinnar hefði lengi átt hauka í
horni hjá Baugi. Sáu þeir í hendi
sér að engin tilviljun væri að
forkólfar Samfylkingarinnar
blússuðu um bæinn á strætis-
vagni frá Og Vodafone...