blaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 1
Frjálst, óháð & ókeypis! ■ ERLENT Sigursæll útlagi Alan Garcia, forseti Perú, er nú haldinn í tölu pólitískra krafta- verkamanna. ..smjatt, smjatt éfkjammsl 16“ pizza með 2 áleggstegundum * og brauðstangir að auki á I >fa%/U ■ VIÐTAL Hundruð íslend- inga fá árlega heilablóðfall Sjúkdómurinn erekki bund- inn við þá sem eldri eru, ungt fólkfær líka heilablóðfall. | SÍÐA28 ■ ÍÞRÓTTIR Margvíslegur fróðleikur um HM-leiki dagsins ■ FRETTASKYRING Stríð og myndir Ljósmyndirog hreyfimyndir hafa frá upphafi reynst áhrifa- mikið tæki í stríði. Yfirvöld hafa notað og nota Ijósmyndir í áróðursskyni en jafnframt hafa myndir af vettvangi hroðalegra grimmdarverka oft haft gríð- arleg áhrif á almenningsálitið og grafið undan stuðningi við stríðsrekstur. Nægir í því efni að minna á Víetnam-stríðið. Fjallað er um stríð og myndir í Blaðinu í dag. | SÍÐA12 ■ SAGA Aflvaki hins illa Bandarísku leyniþjónustunni, CIA, var kunnugt um felustað þýska nasistans og stríðs- glæpamannsins Adolfs Eich- manns í tvö ár áður en hann var handtekinn. Eichmann var í hópi valdamestu manna Þriðja ríkisins, helsti hugmynda- smiður helfararinn- gegn gyðingum og bar ábyrgð á fjölda- morðum í seinni heimsstyrjöld inni. Saga Eichmanns. er rifjuð upp í Blaðinu í dag. | SÍÐA32 ■ VÍSINDI Margvísleg áhrif Mozarts Tónlist Wolfgangs Amadeus Mozart hefur löngum haft mikil tilfinningaleg áhrif á fólk. Því hefur verið haldið fram með vís- indalegum rökum að afrakstur anda hans bæti stærðfræðigáfu manna. Nú segja vísinda- menn í Brasilíu að hún geri miklu meira en það. Hún virðist bæta sjónina! | SÍÐA 16 Nagaður af sjálísásökunum . Mikael Torfason ræðir um nýtt starf, tímann á DV og ritstörfin í viðtali við Kolbrúnu Berg- þórsdóttur. | síður 22-23 BlalWFMi Verða af 3.000 ferðamönnum vegna lélegra samgangna Ferðamannaþjónusta í Vestmannaeyjum verður fyrir gríðarlegum tekjumissi vegna ófull- nægjandi samgangna á milli lands og Eyja. Ástandið heftir einnig uppbyggingu. Slæmar samgöngur til Vestmanna- eyja hafa alvarleg áhrif á þá ferða- mannaþjónustu sem þar er í boði og hamlar uppbygginu á því sviði. Kristín Jóhannsdóttir, ferðamálafull- trúi Vestmannaeyja, segir ástandið alvarlegt; hápunktur ferðamanna- tímans frá júní til ágúst nýtist Vest- mannaeyingum engan veginn vegna þess hvernig samgöngum sé háttað. Flugfélagið Landsflug flýgur á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja þrisvar á dag á Dornier-flugvélum sem taka aðeins 19 farþega. Fyrir fjórum árum var flogið á Fokker-flug- vélum en þær taka 50 farþega. Gríðarlegttap „Við erum að missa tæplega þúsund ferðamenn yfir einn mánuð,“ segir Kristín en yfir sumartímann verða Vestmannaeyingar af tæplega þrjú þúsund ferðamönnum samkvæmt grófum útreikningum hennar. Hún segir að ferðamannaþjón- ustan verði fyrir gríðarlegum tekju- missi af þessum sökum. Að auki hefti slakar samgöngur alla uppbygg- ingu á sviði ferðamannaþjónustu í Vestmannaeyjum. Komstekkitil Vestmannaeyja „Ferðamál eru atvinnumál,“ segir Kristín og gagnrýnir harðlega að ekki sé fjölgað flugferðum yfir sum- artímann þegar ferðamannastraum- urinn er hvað mestur. Hún segir að ekki nægi að hafa eingöngu ferjuna Herjólf sem þó þjóni sínu hlutverki með sóma því ferðamannaþjónusta nútímans kalli á hraðari og greiðari samgöngur. Hún segir ástandið næstum grát- broslegt og getur þess að sjálf hafi hún ekki komist til Vestmannaeyja í gær þar sem sæti var ekki fáanlegt í Dornier-flugvélinni. Flöskuháls Elliði Vignisson, nýkjörinn bæjar- stjóri Vestmannaeyja, tekur í sama streng og Kristín og segir flösku- háls hafa myndast í samgöngum frá Reykjavík til Vestmannaeyja. Hann segir Landsflug vera rekið á markaðs- forsendum og því sé erfitt fyrir hið op- inbera að koma nálægt ákvörðunum um flugið. „Við höfum kannað beinan þátt bæj- arins fjárhagslega að fluginu," segir Elliði en lítið hefur þokast í þeim málum. Elliði segir að Vestmannaeyjar hafi möguleika á því að verða einn fjöl- sóttasti ferðamannastaður Islands en lítið gerist batni samgöngur ekki. Sorgleg staða Á síðasta ári komu hundruð þúsunda ferðamanna til íslands en aðeins brotabrot af þeim hélt til Vestmanna- eyja, að sögn Elliða. Hann kveður mikinn uppgang einkenna lífið í Vestmannaeyjum og þykir sorglegt að það eina sem standi í vegi fyrir að ferðamannaþjónusta nái að blómstra séu slæmar samgöngur. Ekki náðist í framkvæmdastjóra Landsflugs þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. VISALán er ný og hagstæð leið til greiðslu- dreifingar við kaup á vörum eða þjónustu. + Staögreiðsluverð + Lægri vextir + Lægri kostnaður + Til ailt að 36 mánaða + Framlengdur ábyrgðartími + Flutningstrygging + Vildarpunktar Nánari upplýsingar á www.visa.is/visalan eða f slma S25 2000 Spurðu 11 ■■1111 V/SA \mm M m m HAGSTÆÐAR AFBORGANIR 128. tölublað 2. árgangur laugardagur 10. júni 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.