blaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 20
20 I FERÐALÖG LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 blaóiö Tjaldvagnabyltingin Ómar Níelsson, framkvæmdarstjóri Combi Camp fsland, hefur í nógu að snúast þessa dagana. Þegar ekið er inn götu í úthverfi höfuðborgarsvæðisins er ekki óalgengt að sjá hvíta kassa í inn- keyrslum eins og borgarheyrúllur. Tjaldvagnar hafa vaxið gríðarlega í vinsældum og liggur við að fólk eigi erfitt með að ákveða hvort það eigi að fjárfesta í tjaldi eða tjaldvagni. Eðli málsins sam- kvæmt er tjaldvagn mun meira fyrirtæki en nýr slíkur kostar um 6oo þúsund. Sumarið er komið og landsmenn flykkjast um alla mögulega og ómögulega vegi með litla íbúð í eftirdragi. Vinsæl fyrstu kaup Combi Camp tjaldvagnar hafa verið einna mest seldu tjaldvagnarnir á fslandi um þó nokkurt skeið. Tölu- verð reynsla er komin á vagnana og þeir hafa verið fluttir inn til lands- ins frá árinu 1967. ómar Níelsson, framkvæmdarstjóri Combi Camp ísland, segir að tjaldvagnar hafi sótt á undanfarin ár og séu vinsælir sem fyrstu kaup þeirra sem sætta sig ekki við að dvelja í niðurhæluðu tjaldi. „Við sérhæfum okkur í inn- flutningi og sölu á Combi Camp tjaldvögnum og síðan erum við með tjaldvagnaleigu. Við leigjum til að mynda stóru verkalýðsfelögunum, VR og Eflingu, vagna og þau leigja síðan sínum félagsmönnum. Einnig erum við með viðgerðarþjónustu á þessum vögnum og við höfum ný- lega bætt við okkur vetrargeymslu þar sem við bjóðum upp á viðhald og viðgerð meðan tjaldvagninn er í geymslu. Þannig er allt tilbúið fyrir næsta sumar". Ómar segir að það sé mjög algengt að fólk byrji á að fá sér tjaldvagn vegna þess að þeir eru einfaldir í með- förum og vegna verðlags. Ómar segir þó ennfremur að það sé líka algengt að fólk kaupi tjaldvagna þegar það er búið að koma sér myndarlega fyrir í lífinu. Tjaldvagnar eru ódýrari en fellihýsi út af því að það eru einfald- ari innréttingar í tjaldvögnum og þeir því ódýrari í framleiðslu. Hannaðir fyrir íslenskar aðstæður Eins og áður hefur komið fram hafa Combi Camp tjaldvagnarnir verið seldir á Islandi síðan árið 1967 og grunnhugmyndin hefur alltaf verið sú sama, að þeir séu þægilegir í með- förum og uppsetningu. Það kemur þá fram hjá Ómari að ísland sitji í öðru sæti yfir þau lönd sem selja flesta vagna. „Við höfum því töluverð áhrif á það hvernig þeir eru smíðaðir og vagnarnir okkar eru hannaðir fyrir íslenskar aðstæður. Svo getum við líka breytt þeim ef þess er óskað. íslenskar aðstæður krefjast þess að undirvagninn sé styrktur og það að- allega út af vegum á hálendinu. Við þær aðstæður skiptir miklu máli að hafa fjöðrunina í lagi.“ Samkvæmt Ómari er prýðileg ending á tjald- vögnum og er fólk að koma með upp undir 30 ára gamla vagna í yfirferð og þeir geta gengið frá foreldrum til barna. Tjaldvagnaleiga Að leigja sér tjaldvagn er vinsælt og Ómar segir að margir byrji á því og kaupi sér síðar sinn eigin vagn. Combi Camp ísland er með um 70 vagna sem leigðir eru út fyrir verka- lýðsfélög og almenning. Vagnarnir eru leigðir út í viku í senn. Rannveig Rögnvaldsdóttir hjá verkalýðsfélag- inu VR segir að leiga á tjaldvögnum hafi verið vinsæl í gegnum árin en þó dalað að undanförnu. „Ég held bara að allir séu að kaupa sér tjald- vagna og þess háttar, við höfum orðið vör við það“. Það kostar 16.500 krónur að leigja tjaldvagn í sex daga hjá VR en félagar geta notað vara- sjóð sinn til að greiða niður vagninn. Fast verð til félagsmanna í Eflingu er 12.000 krónur. I reglugerðum kemur skýrt fram hver heiídarþungi eftirvagns má vera. Inn á heimasíðu Umferðar- stofu stendur að eftirvagn má aldrei vera þyngri en skráð er í skráning- arskírteini dráttarbílsins, annars vegar fyrir vagn án hemla og hins vegar fyrir vagn með hemlum. í mörgum eldri bílum eru þessar þyngdir ekki skráðar í skráningar- skírteini og gildir þá reglan að eftir- vagn án hemla má ekki vera þyngri en helmingur af eigin þyngd bílsins sem dregur. Arna Björk Jónsdóttir, starfsmaður Umferðarstofu, greinir frá því að lögreglulið á suðvestur- horninu hafi verið með sérstakt eftirlit um hvitasunnuhelgina með eftirvögnum. Það eftirlit leiddi í ljós að flestir fylgdu þessum reglum samviskusamlega. jon@bladid.net Sumarhúsið °9 gnrdurinn ^nnunil,|,gppni^|nN Hringdu núna! - Áskriftarsími 586 8 5 Allf fyrir öaró- oí sumarhúsaeiaendur ert i>ú HIPPAUUSÍ (,Hoi)\ Hlivs HAKMTJÓKsnÓTm v *f4.IKIIS1.\KO\\ t IMKlldLy J ''i'iniMimmnH Jgjg^l tiARDAÍ'Vn (K ,UCRIJ MKVUUU in n, , ___ . «•/< VVKl ll (>(, Kl ItlUIUH 'VÍ'l HVEK HS LISI gróandinn iLjuliUfHA Árgangur 2006 af • tímaritinu Gróandinn á a&eins kr. 2.130.- : Þrjú blöð á ári, sé greitt með VISA/MASTERCARD. : Áskriftin gildir í eitt ár og endurnýjast þá sjálfkrafa sé henni ekki sagt upp fyrir þann tíma. Önnur bókin í bókaflokknum Við ræktum er komin út. Hún fjallar um 53 tegundir lauftrjáa sem geta náð 5 m hæð hér á landi, ræktun þeirra og þrif. Bókin býðst í áskrift á kr 2.450.- miðað við að greitt sé með VISA/MASTERCARD. Verð í verslunum kr. 2.900 Alhliða fróbleikur fyrir áhugafólk um ræktun. Tímaritiö Sumarhúsib og garburinn Tímaritib Gróandinn Lauftré á íslandi og Garburinn allt árib 'ú frábær áskriftartilboð www.rit.is Bókaflokkurinn „Vib ræktum" bók nr. 2, Lauftré á íslandi Tilbob abeins kr. 2.450.- Sé greitt með VISA/MASTERCARD. Áskriftin gildir fyrir hverja bók og endurnýjast sjálfkrafa sé henni ekki sagt upp. Nýir áskrifendur tímaritanna fá a& gjöf bókina Gar&urinn allt ári&, a& andvir&i kr. 2.450 og geisladisk með efni eftir Stanislas Bohic gar&hönnu&. Argangur 2006 af tímaritinu Sumarhúsib og garburinn á abeins kr. 3.550.- Fimm blöb á ári, sé greitt meb VISA/MASTERCARD. Áskriftin gildir í eitt ár og endurnýjast þá sjálfkrafa sé henni ekki sagt upp fyrir þann tíma. Hægt er að gerast áskrifandi á vefnum okkar www.rit.is eða með því að hringja í síma 586 8005. Sumarhúsi& og garðurinn Sumarhúsib og gar&urinn ehf. Síbumúla 15, 108 Reykjavík Sími 586 8005 • www.rit.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.