blaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 46

blaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 46
46 ripRÖTfiÉ mn .<»HKvtHwnuiiiM^^ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 blaóió + I ¦ HM-leikir dagsins England - Paragvæ KI.13 Leikstaður: Commerzbank-leikvangurinn í Frankfurt. Styrkleikalisti FiFA: England:10 Paragvæ: 33 Veðbankarnir: Sigur Englands á HM: 6/1 Sigur Paragvæ á HM: 200/1 Staðreyndir um leikinn: • Steven Gerrard verður að öllum líkindum í byrjunarliði Englands en hann hefur verið hrjáður af minniháttar meiðslum í baki síð- ustu daga. • RoqueSantaCruz.leikmaðurBay- ern Munchen, hefur jafnað sig af hnémeiðslum og mun leiða sókn- arleik Paragvæ. Jose Cardozo er hins vegar frá vegna meiðsla. • Wayne Rooney er nánast búinn að jafna sig af meiðslum sínum en verður ekki með í leiknum. Talið er víst að hann muni leika eitthvað með Englandi á HM. • Peter Crouch og Michael Owen munu byrja í framlínu Englands. • England og Paragvæ hafa mæst tvisvar áður. England sigraði Paragvæ 3-0 í 16-liða úrslitum HM1986 og 4-0 í æfingaleik fyrir fjórum árum. • Paragvæ hefur dottið út í 16-liða úrslitum á þremur síðustu HM sem liðið hefur tekið þátt í. Árið 1998 töpuðu þeir á gullmarki fyrir gestgjöfum Frakka og 2002 töpuðu þeir 1-0 fyrir Þýskalandi. • David Beckham er leikreynd- asti leikmaður Englands með 87 landsleiki að baki. • Theo Walcott getur orðið næst yngsti leikmaður HM frá upphafi ef hann spilar. Walcott er 17 ára og 86 daga gamall og 45 dögum eldri en Norman Whiteside var þegar hann lék fyrir Norður-ír- land gegn Alsír á HM1986. • Ef Walcott skorar verður hann hins vegar yngsti leikmaðurinn til að vinna það afrek á HM. Pele á metið, en hann var 17 ára og 239 daga gamall þegar hann skoraði sitt fyrsta mark. • England hefur unnið alla leiki sem Peter Crouch hefur spilað. • England hefur spilað 10 leiki án Wayne Rooney, frá því að hann lék fyrst með liðinu 2003, og ekki tapað neinum þeirra. Níu leikir unnust en einn endaði með jafntefli. John Terry, Aaron Lennon og Rio Ferdinand í miklum ham á æfingu enska landsliðsins. Zlatan Ibrahimovic og félagar í sænska landsliðinu á æfingu í Þýskalandi. Svíþjóð - Trínidad og Tóbagó B-riðill ki.16 Leikstaður: Westfalen-leikvangurinn í Dortmund. Dómari: Shamsul Maidin frá Singapore. Styrkleikalisti FIFA: Svíþjóð: 16 Trínidad ogTóbagó: 47 Veðbankamír: Sigur Svíþjóðar á HM: 40/1 Sigur Trínidads og Tóbagó á HM: 1000/1 Staðreyndir um leikinn: • Andreas Isaksson, aðalmark- vörður sænska landsliðsins, verður ekki með vegna meiðsla sem hann hlaut á æfingu á dögunum. Isaksson fékk bylm- ingsskot liðsfélaga síns, Kim Kallström, í höfuðið og hlaut heilahristing í kjölfarið. • MeðalaldurlandsliðsmannaT&T er 29 ára og sá hæsti af liðunum áHM. Dwight Yorke, fyrrum leikmaður Manchester United, er langþekkt- asti knattspyrnumaður T&T og sá leikmaður sem helst er búist við að geti leitt liðið til einhverra afreka. Yorke er 34 ára gamall og lék í vetur með Sydney í Ástralíu. T&T er að keppa á sínu fyrsta HM og er jafnframt fámennasta þjóðin til að tryggja sér sæti í lokakeppninni. Liðin hafa mæst einu sinni áður í vináttulandsleik. Það var árið 1983 og lauk leiknum með 5-0 sigri Svía. Síðasti sigur sænska landsliðsins var gegn Islendingum í lokaleik undankeppninnar í október á síðasta ári. Svíþjóð hefur leikið fimm vináttulandsleiki á þessu ári og gert fjögur jafntefli en tapað einum. Síðasti sigur T&T í landsleik var einnig gegn íslendingum. Island tapaði sem kunnugt er 2-0, en leikurinn fór fram í Englandi í mars. T&T hefur keppt þrjá vin- áttulandsleiki siðan, gegn Sló- veníu, Wales og Tékklandi, og tapað öllum. Argentína - Fílabeinsströndin Skeytin inn Fílabeinsstrendingar eru að taka þátt í sínu fyrsta HM en sætið í loka- keppninni hlutu þeir á kostnað Kamerún, eftir að síðarnefndu þjóðinni mistókst að sigra Eg- yptaland í lokaleik undankeppn- innar. Sá leikur verður lengi í minnum hafður. í stöðunni 1-1, þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, fengu Kamerúnar vítaspyrnu sem hefði getað tryggt þeim farseðilinn á HM. Pierre Wome, leikmaður Werder Bremen, tók spyrnuna en skaut í utanverða stöngina og gerði þar með út um vonir Kamerún um að komast á sitt fimmta HM í röð. Wome hefur síðan verið álitinn mikill skúrkur af mörgum samlöndum sínum og er talið óvíst að hann muni halda áfram að leika með landsliðinu. Jermain Defoe, sóknar- maður Tottenham, flaug heim til Englands frá Þýskalandi í gær eftir að ljóst varð að Wayne Rooney yrði orðinn góður af meiðslum sínum í tæka tíð. Sven- Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands, bauð Defoe að vera áfram með liðinu en hann ákvað að fara frekar heim. Defoe hefur þótt standa sig afar vel með enska liðinu í undirbúningnum og hefur frammistaða hans orðið til þess að fólk efast enn frekar en áður um val Erikssons á táningnum Theo Walcott í hans stað. Martin Jol, stjóri Tottenham, segir að sú ákvörðun Erikssons hafi verið mikil mistök. „Holland, Þýska- land og Brasilía eru öll með fjóra sóknarmenn. Núna er England bara með tvo og meiddan Wayne Rooney," sagði Jol. Steven Gerr- ard og Dayid Beckham vöktu máls á því á blaðamannafundi í gær að Defoe yrði sárt saknað og sögðu hann hafa tekið því afar fagmannlega að vera ekki valinn í aðalhópinn. „Jermain er einn af bestu sóknarmönnum Evr- ópu í dag. Því miður getur þjálf- arinn aðeins valið 23-menn, en það hefði verið frábært að hafa Defoe með," sagði Beckham. Fardu alla leia ! fífsins með heilbrigðum ----------------------------------------------------------------1 -riðill l.umferð íTorfærukeppniTómstundahúsins (fjarstýrðum bílum verður haldið sunnudaginn 11. júní við athafnasvæði Gæðamoldar í Gufunesi, Grafarvogi. Keppt verður í Monster-trukka flokki og Opnum flokki. Skráning keppenda er á staðnum frá 9:30-10:30. Keppni hefst kl. 11:00. Upplýsingar um mótið er íTómstundahúsinu. ímsrunBRHúsis Nethyl 2,sími 587 0600, www.thomstundahusid.is Leikstaður: AOL-leikvangurinn í Hamborg. Dómari: Frank de Bleeckere frá Belgíu. StyrkleikalistiFIFA: Argentína: 9 Fílabeinsströndin: 32 Veðbankarnir: Sigur Argentínu á HM: 8/1 Sigur Fílabeinsstrandarinnar á HM: 50/1 Staðreyndir um leikinn: • Fílabeinsströndin mun að öllum líkindum tefla fram bræðrum í leiknum, en Kolo og Yaya To- ure eru báðir í leikmannahópi liðsins. Lionel Messi, leikmaður Barcel- ona, verður yngsti argentínski leikmaðurinn til að leika á HM ef hann spilar. Messi er 18 ára og 352 daga gamall og rúmum tveimur mánuðum yngri en nú- verandi methafi, sem er reyndar níræður í dag. Messi verður lík- lega varamaður. Javier Saviola og Hernan Crespo munu að öllum líkindum byrja í framlínu Argentínu. Argentínumenn vonast til að ná árangri á HM í ár eftir mikil vonbrigði á HM 2002. Þá komst liðið ekki upp úr riðlakeppninni í fyrsta sinn síðan 1962. Henri Michel, þjálfari Fílabeins- strandarinnar, hefur þjálfað þrjú önnur landslið á HM. Þau eru Frakkland (1986), Kamerún (1994) og Marokkó (1998). Sjálfur lék Michel tvo leiki með franska landsliðinu á HM 1978. Tottenham hefur gengið frá kaupum á vinstri bak- verðinum Benoit Assou- Ekotto frá franska liðinu Lens. Assou-Ekotto, sem er 22 ára, á eftir að gangast undir læknisskoðun en standist hann hana verður hann orðinn leikmaður liðsins um helgina. „Benoit er einn efnilegasti leikmaður frönsku deildarinnar og frábær liðsstyrkur fyrir okkur. Hann er metnaðargjarn, hæfileikaríkur og hefur lengi haft augastað á að leika í ensku deildinni," sagði Damien Comolli, yfirmaður íþróttamála hjá Tottenham. Þá hefur Lundúnaliðið selt írska varnarmanninn Stephen Kelly til Birmingham. Kelly, sem er 22 ára, er alinn upp hjá Spurs en hefur ekki náð að vinna sér fast sæti í liðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.