blaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 23

blaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 23
blaöið LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 VIÐTAL I 23 og allt liðið. Þá var verið að glíma við risana, RÚ V og Moggann. Frétta- blaðið var á sínum tíma mest krefj- andi verkefhi sem hægt var að fara í. Nú er Fréttablaðið orðið að risa. Það hentar mér ekki að vinna þar af því að það er ekki lengur gaman." DV leit ekki undan Þú ritstýrðir DVum tttna, eins ogallir vita. Þar er efnilegur drengur aðfara meðferilinn sinn, sögðu sumir. „Stærðin á þessu landi er þannig að stundum er eins og maður sé enn í grunnskóla. Maður getur verið í félagsskap sem aðrir telja vera vafa- saman en ég lít alls ekki svo á. Ég vann með góðu og skemmtilegu fólki. Þar var nákvæmlega sama andrúmsloft og var á Fréttablaðinu þegar ég byrjaði þar. Menn voru fullir eldmóðs og það er mjög gef- andi að vinna á blaði sem verið er að byggjaupp. DV var engin gullnáma fyrir eig- endur sína en salan var góð. Við söfnuðum 3000 nýjum áskrifendum rétt fyrir jólin. Það voru allir sáttir við þann árangur sem blaðið var að ná. Það var fullt af góðum hlutum í DV og blaðið var skemmtilegt. Þarna á við það sama og um Pressuna, Helgarpóstinn og Eintak. Ef maður flettir þessum blöðum þá er margt rosalega fyndið, skemmtilegt og snið- ugt í þeim en það var alltaf einblínt á hversu langt þau gengu og þau keyrðu sig svo áfram að þau lentu í þrot - alveg eins og DV gerði. Einhverjir höfnuðu blaðinu vegna ritstjórnarstefnu þess. Þeir sem flettu blaðinu sáu að þetta var blað sem þorði meðan aðrir þögðu. Menn voru of uppteknir af svokölluðum skítamálum sem við vorum með og síðasti mánuðurinn fór eins og hann fór en þetta var öflugt blað. Við vorum eina blaðið sem sagði frá því þegar Davíð Oddsson hringdi í umboðsmann Alþingis og hótaði honum. Allir forsætisráðherrar i Skandinavíu hefðu sagt af sér eftir þessa frétt. Fréttin varð til þess að setja þurfti sérstakar samskipta- reglur milli umboðsmanns og æðstu ráðamanna þjóðarinnar. Hvaða annað blað á íslandi hefði birt þessa frétt? Áður en DV fór að fjalla um hand- rukkara voru allír logandi hræddir við þá. Þeir voru ekki kærðir og lög- reglan var duglaus í aðgerðum gegn þeim. Við birtum frétt af lögreglu- manni í Keflavík sem þorði ekki að kæra einn vítisengil sem hafði kýlt hann. Hvers lags skilaboð eru það til almennings? Eftir að við sögðum frá málinu fékk lögreglumaðurinn ávítur frá yfirmönnum sínum fyrir að hafa ekki kært. Ég fékk morðhótanir frá hand- rukkurum. Ég fór úr húsinu mínu í lögreglufylgd og svaf annars staðar í bænum. Eg tókþetta samt ekki mjög inn á mig og hugsa ekki lengur um þessar morðhótanir. Fólk hefur lent í verri hlutum. í minni fjölskyldu erum við dæmigerðir íslendingar að því leyti að við beygjum okkur ekki fyrir einhverjum ruglukollum. Þetta var bara frekja í ofbeldisfólki. Fólki sem hafði vaðið uppi og barið aðra, ráðist inn til einstaklinga og tekið þá í gíslingu. Við sögðum frá þessum at- burðum. Þetta var ekki skáldskapur okkar. DV fjallaði um lögreglumál og fólk sem átti í verulegum vandræðum hringdi til okkar og við hugsuðum með okkur: „Af hverju eigum við að líta undan? Við eigum að fjalla um það sem gerist í þessu landi". Og við gerðum það. Okkur fannst það vera skylda okkar." Hef gengið í gegnum naflaskoöun Finnstþér ekki að DV hafi farið yfir strikið, í Isafjarðarmálinu svonefnda ogfleiri málum?- „Ég ætla ekki að dvelja mikið við fortíðina en ég hef gengið í gegnum naflaskoðun. Það er einhver ástæða fyrir því að hlutir fóru úrskeiðis á DV og við lentum upp á kant við samfélagið. Það fór eins og það fór. Ég hefði ekki sagt upp störfum **.................................................................. Kannski vorum við barnslega einlægirog fórum fram af offorsi í trú okkar. Tilgangur okkar var góður en stundum eru menn dæmdir afmistökum sínum. Þannig erþað bara. En við vorum íeinlægni að gera það sem við töldum gott fyrir íslenskt samfélag." nema vegna þess að ég taldi mig hafa gert mistök. Það er bara svo ein- falt. Hvaða sögusagnir sem kunna að vera í gangi þá kom frumkvæðið að uppsögn frá mér. Mér fannst ég verða að axla ábyrgð." Fylgduþessu sjálfsásakanir? „Já, já. Ég er alltaf nagaður af sjálfs- ásökunum en ég reyni að nota þær til að gera betur næst." Hvað segirðu um ásakanir sem heyrðust um að DV vœri fullt af mannfyrirlitningu? „Það er hægt að líta svo á að nei- kvæðar fréttir einkennist af mann- vonsku. Yfirleitt er það nú samt þannig að í fréttum er sagt frá því sem hefur farið úrskeiðis. Okkar ein- læga trú var sú að við værum að gera gagn. Við trúðum því í handrukkara- málinu og vildum opna umræðuna varðandi barnaníðinga - og okkur tókst það svo sannarlega. Þetta voru ljótir hlutir og blettur á samfélaginu. Kannski vorum við barnslega ein- lægir og fórum fram af offorsi í trú okkar. Tilgangur okkar var góður en stundum eru menn dæmdir af mis- tökum sínum. Þannig er það bara. En við vorum i einlægni að gera það sem við töldum gott fyrir íslenskt samfélag." Þú áttir ágœtanferil sem skáldsagna- höfundur en hefur ekki gefið út bók í nokkurn tíma. Ertu hœttur að skrifa skáldsögur? „Ég hef bara skrifað þegar mér hefur fundist ástæða til og þótt það gaman. Mér finnst starfið sem ég er í núna mikils virði og afskaplega skemmtilegt. Á íslandi eru rithöf- undar plagaðir af Laxness hugmynd- inni um manninn sem fórnaði öllu til að verða stórskáld. Ég hef aldrei haft metnað í það hlutverk. Ég hef engan áhuga á að vinna mig upp í að fá íslensku bókmenntaverðlaunin eða Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs. Ég hef alltaf verið aðdá- andi höfunda sem hafa verið þátt- takendur í samfélaginu. Mér finnst þeir skemmtilegri höfundar en þeir sem einangra sig. Fjöldi rithöfunda hefur starfað við blaðamennsku eða kennslu. Auðvitað koma timabil þegar lítið er að gerast í fjölmiðla- bransanum og þá sest maður bara niður og skrifar bók. Ég er ennþá rithöfundur." Staðfastur fjölskyldumaður Margir gera sér örugglega ekki rétta mynd afþér. Þeir sem þekkja vita að þú ert mjögborgaralegurþótt margir haldi eflaust aðþú sértþað alls ekki. „Menn gerast varla borgaralegri en ég er. Eg fór í útilegu um síðustu helgi með fjölskylduna og hundinn og er að fara að flytja inn í raðhús í Grafarvoginum. Ég er staðfastur fjöl- skyldumaður. Ég eignaðist börn tví- tugur og er að fara að eignast þriðja barnið mitt. Ég er 32 ár.a gamall maður sem lítur á fjölskylduna sem háheilaga. Ég er skilnaðarbarn. Skilnaður for- eldra minna hafði mikil áhrif á lífs- sýn mína. Ég var fimm ára þegar foreldrar mínir skildu og faðir minn skildi síðan við stjúpmóður mína þegar ég var fimmtán ára. Mér þykir mjög vænt um hugmyndina um sam- heldna fjölskyldu. Mér finnst hún skipta mestu máli í lífinu." kolbrun@bladid.net Full búð afnýjum vörum, Karolin UJ I Tilboö kr.119.000.- Lugano sjálfstæð fjöðrun 7 svæöa latp; pokagormadýn Doris 90cm kr. 29.900.- 120cm kr, 38.500.- 160cm~k"r7 59.500.- «•9x200 "verð frá kr. 75.000.- tilboð kr. 69.000.- B. 157cm 60 R Q O O t £ £ ítalskir barstólar verð kr 12.900.-„ l Casper tilboö kr. 39.000.- Mikið úrval af stökum dýnum HÚSGAGNAVERSLUN TOSCANA SMIÐJUVEGI 2, KÓP S:587 6090 HÚSQÖQNIN FÁST EINNIG IHÚSOAONAVAL, HÖFN S. *T8 2535 T-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.