blaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 30
30 I TILVERAN LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 ; blaðíö 4- I MHalldóra hugsar upphátt Heilann úr brókunum, takk! Pistillinn að þessu sinni verður kannski örlítið ankannalegur og eflaust eingöngu íyrir kynslóðir fæddar síðar en 1960. Stundum þarf maður að hella úr skálum reiðinnar þó svo að umræðuefnið sé ekki fyrir alla, en þeir viðkvæmu verða þá bara að fletta á næstu síðu. Ég persónulega vona allavega að amma mín sniðgangi Blaðið í dag þar sem ég vil nú ekki ég að hún hugsi með sér að barnabarnið sé orðið óþarflega frjálslegt í þessum pistlum sínum. En snúum okkur að efninu. Þannig er mál með vexti að góðvinkona mín hafði augastað á manni, sem við skulum kalla Hr. typpaheila. Hann hafði komið ansi ólitlega fram og svarað símtölum hennar eftir hentugleika. Hún mátti í raun prísa sig sæla með eitt stykki símtal og það klukkan 05:00 um helgar, þegar hinn óskammfeilni ætlaði að gera sig líklegan til samskipta, eða í raun „samræðis" ef við tölum hreint út. Því hefur nú stundum verið fleygt fram að margir karlpung- arnir hugsi eingöngu með tólunum (eða „litla heila" eins og ég vil kalla hann) og ég verð að segja að þarna blasti það bersýnilega við. En þrátt fyrir að koma fáránlega fram tókst honum á einhvern undraverðan hátt að halda henni heitri með því að taka upp símann stöku sinnum. Til þess að gera langa sögu stutta ætla ég að fara í endalokin á þessu stórfurðulega sambandi þeirra. Eftir nokkrar vikur vaknaði vinkona mín einn sunnudagsmorguninn við sms-skilaboð frá apaheilanum. Það var svo- hljóðandi: „Ég nenni engu kjaftæði... Er til í kyn- líf, en ekkert bull!" (ég vil taka sérstaklega fram að þetta voru hans orð, ekki mín). Eg get sagt ykkur það að ég átti ansi erfitt með mig þegar vinkonan las þessi forkastanlegu skila- boð fyrir mig og Hr. typpaheili má bara þakka fyrir að ég hafi ekki arkað heim til hans og sýnt honum hvar Davíð keypti ölið! Fyrir það fyrsta ætlaði ég auðvitað ekki að trúa þessu, en í annan stað upplifði ég þetta líka vonleysi sökum stað- festunnar sem ég fékk á því að sumir hugsi því miður með einhverju öðru en hjartanu. Hvað varð um siðferðið og almenna kurteisi? Og hvaða vitsmunafirrti hálfviti leyfir sér að senda svona skilaboð án þess að blikna...?! Þetta væri reyndar ekki í frásögur færandi og eflaust ekki grátlegt nema vegna þess að svona sögur hef ég heyrt oft áður. Það virðist á köflum vera svo að það megi líkja okkur kvenþjóðinni við góðan Lazy-boy stól sem hægt er að nota þegar þægindin eru viðhöfð og menn vilja kasta mæðunni... Það er von min að þeir freðmýra- fálkar sem sýna konum slíka van- virðingu fari nú að taka sig saman í andlitinu og leiti á náðir einhvers annars þegar náttúran kallar! Og ef Hr. typpaheili kannast við sjálfan sig, miðað við verklýsinguna hér að ofan, þá vil ég benda honum á að leita sér aðstoðar. Læknis- meðferð gæti virkað - aldrei að vita - en eitt er nauðsynlegt: Farðu nú að færa heilann upp úr brókunum! halldora@bladid. net HEIMAVORN SECURITAS - ORYGGISKERFI FYRIR HEIMILIÐ Ertu letihaugur? Fólk er misduglegt. Sumir eru alltaf tilbúnir að taka til hend- inni á meðan aðrir leggja sjaldan sitt af mörkum. Flestir f inna þó líklega hinn gullna meðalveg en hvað með þig? Taktu prófið og sjáðu til. IÞú ert í vinnunni og viðskipta- vinur í miklum vandræðum kemur inn rétt fyrir hádegi þegar þú ert á leiðinni í mat. Hvað gerir þú: a) Þú andvarpar og þykist ekki sjá viðkomandi. Það er best að læðast bara út. b) Þú býður viðkomandi að setjast niður og færir honum kaffibolla. Þú hættir við að fara í hádegismat og sest niður til þess að ræða málin. Þú ert ákveðinn í að leysa vandann. c) Þú býður viðkomandi sæti og hlustar af áhuga í smástund. Þú seg- ist ætla að skoða málið og verður svo í sambandi. Feginn kemstu þó í stuttan matartíma. 2Þú stendur upp til þess að ná þér í kaffibolla. Þú tekur eftir því að það vantar kaffi- baunir og það þarf að hreinsa úr vélinni. Þú: a) Gerir það sem gera þarf og færð þér kaffibolla enda óþarfi að láta næsta mann sjá um þetta. b) Væflast í kringum kaffistofuna í smástund og vonar að einhver annar komi inn til þess að sjá um þetta svo að þú getir fengið þitt kaffi. c) Reýnir að þvinga síðasta kaffi- tárið úr vélinni. Þegar þú sérð að það gengur ekki gefstu upp og gerir það sem gera þarf. 3Það er föstudagur og yfir- maður þinn gengur á milli starfsmanna til þess að láta alla skrifa á afmæliskort vinnufé- laga. Þú: a) Bíddu hver fer í vinnuna á föstudegi! b) Skrifar til hamingju en snýrð þér svo aftur að þvi sem þú varst að gera. c) Þú skrifar fallegan texta, fylgist vel með því að allir skrifi eitthvað almennilegt og býðst svo til þess að fara og kaupa gjöfina. 4 Það standa yfir flutningar í 1 vinnunni. Þú: a) Bíður eftir fyrirmælum og flytur þá þitt dót þangað sem það á að fara. b) Þú ferð á kaffihús, þú færð hvort sem er ekki borgað fyrir að standa í svona löguðu. c) Þú tekur að þér að skipulagn- ingu flutninganna, skipar fólki fyrir og flytur manna mest þrátt fyrir brjósklos í baki. 5Þú ert að prenta út mikil- vægt skjal sem yfirmaður þinn er að bíða eftir. Prent- arinn stcndur á sér og ekkert gengur. Hvað gerir þú: a) Þetta er ekkert mál fyrir þig þar sem þú lagðir handbókina sem fylgdi með prentaranum á minnið fyrir löngu, enda hreinsarðu líka prentarann af og til og sérð að mestu leyti um almennt viðhald á honum. b) Þú blótar og sparkar í vélina og stormar svo út í fýlukasti. c) 0 nei, eftir að hafa reynt að slökkva og kveikja á vélinni og fikta í nokkrum tökkum gefstu upp og leitar aðstoðar hjá næsta manni. 6Það er kaffitími og það er aðeins ein kökusneið eftir. Þú tekur eftir því að það er blik í augunum á samstarfs- mönnum þínum og alla langar í síðustu sneiðina. Þú: a) Tekur að þér að bjóða ein- hverjum síðustu sneiðina þó að þú vonir innst inni að enginn muni þiggja hana svo að þú getir setið ein/ n að henni. b) Býður nýja starfsmanninum kökuna enda hefur þú ekki gott af þessu. c) Þú ræðst á sneiðina og treður henni í þig á augabragði. Þú hafðir al- veg jafn mikinn rétt á þessari köku- sneið og allir hinir. 7Vinnudeginum fer að ljúka, það er rúmur klukkutími eftir og þú hefur lokið öllum þínum verkefnum. Hvað gerir þú? a) Að sjálfsögðu byrjar þú affullum krafti á verkefnum morgundagsins og verður svo yfir þig spennt/ur að þú vinnur til miðnættis án þess að taka eftir því. b) Þú hefur ekki enn lokið verk- efnum dagsins en hvað með það, það er best að lesa bara stjörnuspána. c) Þú setur þér það markmið af fylla pósthólf vinnufélaga þinna af ruslpósti. 8Vinnufélagi þinn hefur mjög mikið að gera og biður þig um hjálp. Þú: a) Ákveður að hjálpa honum að koma sér í gang en sérð svo fhótlega að það er best að þú gerir þetta allt sjálf/ur þar sem þetta er ekki nógu vel gert hjá honum. b) Situr grafkyrr og vonar að með því verðir þú ósýnileg/ur og vinnufé- Iagi þinn fari í burtu og láti þig í friði. c) Ræðirhvaðsébestaðgera.hvetur vinnufélagaþinn áfram enheldur svo áfram að sinna þínum verkefnum. 9Þú, ásamt öðrum, ert ný- búinn að Ijúka við stóra skýrslu. Þegar þú lítur yfir hana aftur sérðu nokkrar villur. Þið eigið að skila skýrslunni á morgun þannig að það er ekki mik- ill tími til stefnu. Þú? a) Ákveður að gera þetta aftur og sérð fram á mikla vinnu fram eftir nóttu, en það sem máli skiptir er að villumar verði leiðréttar. b) Þúákveðuraðeyðileggjatölvuna þína með því að hella kaffi yfir hana og ferð heim. Segir svo daginn eftir að þú hafir aldrei fengið skýrsluna í hendurnar enda tölvan ónýt og þar af leiðandi hafi þér ekki borist tölvu- póstur né fylgiskjöl. c) Tekur þér nokkra daga í viðbót og þykist hafa haldið að skiladagur- inn væri viku seinna en hann var. tU f^ Það er einhver sem I II leggur reglulega í stæði ¦i \0 sem er ætlað fötluðum. Eftir nokkra daga ákveður þú að gera eitthvað í málunum. Þú: a) Sendir fjöldapóst á samstarfs- menn þína og hótar að koma upp um þann sem gerir slíkt. b) Setur stutta orðsendingu á bíl- inn og biður bílstjórann vinsamleg- ast að fjarlægja bílinn. c) Færir bílinn þinn. Það er nefni- lega einhver sem er alltaf að hóta öllu illu varðandi þetta. Teldu stigin: 1. a)1 W3 02 2. a)3 b)1 02 3. a)1 b)2 03 4. a)2 b)1 03 5. a)3 b)1 02 6. a)2 b)3 01 7. a)3 b)1 02 8. a)3 b)1 02 9. a)3 b)1 02 10. a)3 b)2 01 1-IOstig: Þaö er alveg Ijóst aö þú ert ekki sá eöa sú afkastamesta. Þú ert afskaplega latur/löt og fyllist neikvæðn i og gremju þegar einhver biður þig að taka að þér einhver verkefni. Þú hefur Ifklega engan sérstakan áhuga á þvi að standa þig vel og þér er nokkuð sama þó að þú fáir stundum skömm (hattinn fyrir illa unnin störf. Þú fussar og sveiar yfir vinnuglöð- um (slendingum og biður spennt/ur eftir því að komast {frí. Þú tiikynnir Ifklega reglulega veikindi f vinnunni þó að þú sért fílhraust/ur. Nú er tfmi til kominn að þú farir að átta þig á því að það gengur ekki að vera letihaugur til lengdar og munu yfirmenn þfnir að öllum Ifkindum reka þig úr vinnu með þessu áf ramhaldi. Reyndu að átta þig á því að það er mun erf iðara og orkufrekara að reyna að koma sér undan verkefnum heldur en að Ijúka þeim af. 11-20stig: Þú nýtur Iffsins og ert nokkuð dugleg/ur svona yfirleitt. Þú átt þó þfna daga þar sem þú nennir kannski ekki ýkja mikiu en engu að sfður þá vinnur þú þfna vinnu og lýkur af þeim verkefnum sem bfða þín. Þú hefuröðlast nokkuö gott jafnvægi á milli afslöppunar og eljusemi. Þú kýst helst að vinna ekki fram eftir enda virtu eiga tíma með fjölskyldu og vinum en ef það eru einhver verkefni f vinnunni sem er nauðsynlegt að Ijúka þá tekur þú þér tfma og vinnur fram eftir án þess að velta þér of mikið upp úr þvf. Haltu áf ram á þessari braut og njottu lifsins eins og þú hefur gerthingaðtil. 21-30 stig: Eljusemi þfn fer stundum úr böndunum og samstarfsf ólki þfnu finnst þú jafnvel þreytandi á köflum. f skóla varstu liklega kennarasleikja og þessi árátta þfn um að geðjast yf irmönnum og vera alltaf mest/ur og best/ur f öllu virðist fylgja þér áfram f öllu þvf sem þú tekur þér fyrir hendur. Þú verður að reyna að slappa svolftið af og treysta öðru fólki til þess að sinna sfnum verkef num. Hafðu það f huga að það er al veg jafn göfugt að slappa stundum svolftið af og njóta þess að gera ekki neitt. Haf ðu hemil á f ramkvæmdaþörfinni og ræktaðu frekar félagsleg samskipti og leggðu þitt af mörkum til þess að gera vinnustaðinn að betri og skemmtilegri stað. I I I i I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.