blaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 22
22 I VIÐTAL
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 blaðió
BMii/Frikki
,Ég var spurður að því á RÚV um
daginn hvort það yrðu einhverjir DV
taktar í útgáfunni sem er að vissu
leyti fáránleg spurning vegna þess
að allir sem hafa unnið í fjölmiðlum,
nema þeir sem hafa verið æviráðnir
á Mogganum eða RÚV, hafa starfað
á fleiri en einum miðh þar sem þeir
hafa þurft að sveigja sig að mismun-
andi formi og ritstjórnarstefnu. Þegar
maður vinnur á Fréttablaðinu vinnur
maður eins og Fréttablaðið kallar
á, þegar maður vinnur á DV starfar
maður samkvæmt ritstjórnarstefnu
þess blaðs og þegar maður vinnur
á Fróða aðlagar maður sig að stefnu
útgáfunnar," segir Mikael Torfason
sem nýlega var ráðinn aðalritstjóri
tímaritaútgáfu Fróða, auk þess sem
hann er ritstjóri Séð og heyrt.
„I augnablikinu er tilhneigingin
í fjölmiðlum sú að ná til allra og
gera sem minnst fyrir sem flesta.
Menn spyrja sig: „Hversu mörg ein-
tök erum við að gefa út. Eru þetta
too.ooo eintök? Bravó!“ Og svo er
klappað. Menn verða að hugsa um
gæði og það eru gefnar út gæða-
vörur hjá Fróða: Gestgjafinn, Mann-
líf, Nýtt líf, Hús og híbýli, Vikan og
Séð og heyrt. Ég sé bara möguleika
hjá Fróða. Starfsfólkið er pottþétt
lið sem hefur haldið tryggð við tíma-
ritin gegnum hremmingar. Nú er
tækifæri til að spyrna sér upp. Þótt
Fróði hafi átt í erfiðleikum undan-
farið þá er það nokkuð sem er auð-
velt að laga. I hverri viku eru þessi
tímarit vinsælustu blöð landsins.
Fólk kaupir þau. Það kemur fólki á
365 á óvart hversu vel tímaritin hjá
Fróða seljast meðan þau seljast ekki
hjá þeim.“
Ævintýrin með Gunnari Smára
Þú varst í útrásarverkefni í Dan-
mörku ásamt Gunnari Smára Egils-
syni og vannst við uppbyggingu á
dönsku fríblaði. Afhverju hœttirðu
íþeirri vinnu?
„Undanfarið hálft ár hef ég búið
I ferðatösku, flogið út til Dan-
merkur á mánudagsmorgnum og
heim á föstudagskvöldum. Þetta
var Iýjandi fyrir fjölskyldulífið og
við hjónin eigum von á barni í ág-
úst. Vitanlega var gaman að ráða
danska blaðamenn og taka þátt í
að hanna nýtt blað í Danmörku.
Þetta er frábært verkefni og verður
án efa glimrandi vel heppnað. En
ég hef bara engan sérstakan áhuga
á því hvað Danir eru að gera. Eg
hef miklu meiri áhuga á því hvað
gerist á íslandi. Þetta minnir mig
dálítið á það þegar ég var að gefa
út bækur erlendis. Ég var kannski
í upplestrarferð í Þýskalandi og las
upp úr bókinni og bugsaði svo með
sjálfum mér: „Mér er alveg sama
hvort þessu fólki líkar við bæk-
urnar mínar eða ekki.“ Það skiptir
mig meira máli að fólk I Breiðholti,
Grafarvoginum eða Vesturbænum
kaupi bækur mínar og lesi þær. Það
er mitt fólk.“
Þú hefur búið í Danmörku, þetta
útrásarstarf hefði átt að henta þér
ágætlega.
99....................
Nú er Fréttablaðið orðið
að risa. Það hentar
mér ekki að vinna
þar afþví að það er
ekki lengur gaman."
„Ég bjó í Danmörku í þrjú ár. Ég
vildi prófa að búa erlendis og vera
rithöfundur í útlöndum, taka mér
frí frá íslensku samfélagi og gera
eitthvað annað. En ég vil ekki flytja
þangað aftur með fjölskylduna. Eg
vissi að ég væri þarna tímabundið og
mér fannst gaman að upplifa danskt
samfélag þar sem fólk lifir í sinu
þægilega öryggi þar sem engu máli
skiptir hvort það missir vinnuna því
það fær atvinnuleysisbætur sem eru
jafnvel hærri en launin. Við Islend-
ingar lifum harðara lífi, vöknum eld-
snemma og fórum í vinnu og höm-
umst þar. Við erum hörkuþjóð. Ég
myndi alltaf velja hörkuna fremur
en að hafa það kósi í Danmörku. Svo
er sumt við Dani óþolandi. Þeir eru
með þjóðernisrembing og allt sem
þeir segja um íslenska viðskipta-
menn er tóm vitleysa."
Hefur slitnað upp úr vináttu þinni
við Gunnar Smára?
„Nei, ég efast um að það muni nokk-
urn tímann slitna upp úr vináttu
okkar. Það var sársaukafull ákvörðun
fyrir mig persónulega að hætta að
vinna með honum. Gunnar Smári
er brilljant maður sem ég vann með
í tíu ár. Ég tók þátt í ævintýrum hans,
lærði margt mikilvægt af honum og
öðlaðist mikla reynslu. Hann er fyrst
og fremst heiðarlegur maður, nánast
trúarlega heiðarlegur, og það kann
ég vel að meta. Hann er sniðugur og
er óhræddur við að prófa nýjar hug-
myndir. Það er ekki hægt að vinna
með skemmtilegri manni en honum.
Gunnar Smári er forstjóri stórfyr-
irtækis og meiri business maður en
fjölmiðlamaður. Mér er alveg sama
um big business í útlöndum. Eg óska
honum bara til hamingju ef hann
kaupir sér prentsmiðju í útlöndum.
Mig langar ekkert í prentsmiðju í
útlöndum. Útrásin er fín fyrir þá
sem standa í henni og hafa áhuga á
henni en méi finnst Helgi í Góu vera
merkilegasti businessmaður lands-
ins. Og sömuleiðis frændur mínir í
Grundarfirði sem reka þar sjávarút-
vegsfyrirtæki. Þeir eru hörkukallar
sem hækkuðu laun starfsmanna
um tíu prósent á sínum tima þegar
öll önnur fyrirtæki lækkuðu launin.
Ég ber meiri virðingu fyrir þessum
businessmönnum en þeim sem eru í
útrásinni."
Giíman við risann
Þú sœkir ekkert sérstaklega í öryggi,
afhverju ekki?
„Það er til hópur af fjölmiðlafólki
sem hefur listamannselement í sér.
Þetta fólk forðast jötuna. Það er bara
þannig gert að það vill vera í skap-
andi vinnu á stað þar sem nýjum hug-
myndum er tekið fagnandi. Þegar
ég byrjaði að vinna í fjölmiðlum
skiptist fjölmiðlalandslagið þannig
að annað hvort vannstu hjá Mogg-
anum og RÚV eða hjá „hinurn". Mér
hefur fundist fjölmiðlarnir betri
hjá „hinum“. Ég myndi aldrei nenna
að ritstýra minningargreinum hjá
Morgunblaðinu.
Ég vil vera í uppbyggingarstarfi.
Það er miklu skemmtilegra að vera
á fjölmiðlum þar sem eru endalausir
möguleikar fremur en að vera á fjöl-
miðlum sem eru búnir að fullnýta
alla möguleika sína. Fréttablaðið
verður ekkert stærra. Þar geta menn
varla gert neitt nýtt. Ég hef ekki
lengur áhuga á að vera þar. Það var
gaman á Fréttablaðinu þegar við
unnum þar, ég, þú, Reynir Trausta-
son, Jakob Bjarnar, Gunnar Smári